Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 10

Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 10
Ljósmynd/H.Hannes HEIMSBORGARI Í LONDON. Ljósmyndarinn Haraldur Hannes Guð- mundsson, sem kallar sig H. Hannes, er 33 ára og hefur búið um helming ævi sinnar í útlöndum. Hann fór til Míl- anó á Ítalíu árið 1992 þar sem hann hóf nám í ljósmyndun við Instituto di Europeo di Design en á undan því hafði hann fengist við ljósmyndun í nokkur ár. Í Mílanó var hann svo um nokkurra ára skeið við nám og störf. Hann hélt um tíma aftur til Íslands en hefur síðustu fjögur árin verið búsettur í London þar sem hann er með stúdíó. Haraldur Hannes var fjóra mánuði á ferðalagi í haust og sumar, sem leiddi hann til Feneyja, Mílanó, Zagreb, Parísar, Amman, Lljubliana og Reykjavíkur, þar sem Fólkið ræddi við hann. Ljóst er að líf ljósmyndarans er viðburðaríkt en Haraldur Hannes hefur m.a. fengist við tískuljósmyndun við góðan orðstír. Hann hefur tekið mikinn þátt í listalífi, neðanjarðarlistaheiminum og menningu auk þess að sinna eigin hugðarefnum í ljósmyndum. Hvernig er að koma sér á framfæri í þessum heimi? „Mér fannst það voða gaman. Ég var alltaf spenntur fyrir annarri menningu en þeirri sem ég kem frá sjálfur og Ítalía varð fyrir valinu. Ég kunni ekki staf í málinu en náði því fljótt. Síðan byrjar maður bara að mynda sambönd og hitta fólk. Skólinn hjálpaði líka til.“ Af hveru tískumyndir? „Þetta er valið fyrir þig meira en að þú veljir það sjálfur. Maður fær eitt „djobb“ í arkitektúr, eitt í „still life“, eitt í tísku og svo framvegis. Ég hafði áhuga á tísku og einhvern veginn fórst mér það best úr hendi og fékk því fleiri verkefni í tískunni í kjölfarið en í „still life“.“ Hvað geturðu sagt um tískuljósmyndun? „Fyrir mér er það skemmtilegast að búa til eitthvað úr litlu, úr þeim fötum sem þarf að mynda. Það þarf að nota ljósmyndina sem form til að koma ein- hverju til skila, hvað svo sem það er. Hvort sem þú ert að selja föt eða setja fram skoðanir, persónulegar eða pólitískar, á einhverjum málum. Þetta snýst um að vinna með mannlegt eðli.“ Hvar finnurðu vettvang fyrir ljósmyndunina? „Ég er bara búinn að vera í baráttunni um að halda mér inni í myndinni. Þú velur þér baráttu og ég valdi mér mína baráttu í London. Þar er margt að ger- ast og gerjast. Það er enginn sem auglýsir eftir ljósmyndara. Þú verður að vera inni í hringiðunni.“ Eru ferðalögin mikil í kringum ljósmyndarastarfið? „Ferðalögin eru partur af þessu. Ljósmyndarinn er nútímasjómaður.“ Hvað hefurðu til dæmis verið að mynda á síðasta ferðalaginu? „Ég hef verið að mynda tísku í Amman í Jórdaníu. Þar vann ég fyrir fatahönn- uð. Ég var líka að mynda þar fyrir ólífuolíuframleiðanda. Ég var að gera bækl- ing fyrir hann.“ Er starfið gefandi? „Þegar þú ert með réttu hlutina, í rétta samhenginu, með rétta fólkinu, þá er það gefandi. En það eru til skemmtileg „djobb“ og leiðinleg „djobb“.“ Hvaða kostum þarf ljósmyndari að vera búinn? „Þarf maður ekki að vera svolítið gjafmildur? Sérstaklega þegar maður er að vinna með fólki. Ljósmyndari þarf að vera opinn, mikilvægast er að vera fordómalaus. Þú felur ekkert fordóma. Þeir skína í gegn á myndinni.“ Hvernig er að vera hluti af tísku- og menningarheiminum? „Maður þarf að vera tilbúinn til að breytast ört. Vera virkur og geta aðlagast nýjum aðstæðum, nýjum straumum og vera „up to date“ á öllum sviðum. Það er svo mikilvægt að vera alltaf að gera eitthvað nýtt. Það tekst ekki alltaf en stundum. Það þýðir hvorki að lifa í fortíðinni né framtíðinni.“ |ingarun@mbl.is IVA OG FRANO Í LONDON. NAUÐSYNLEGT AÐ VERA GJAFMILDUR TÍSKUMYND FRÁ AMMAN Í JÓRDANÍU.STRÍÐI MÓTMÆLT Í LONDON. HARALDUR HANNES HEFUR UNDANFARIÐ VERIÐ Á FERÐALAGI, SEM HEFUR LEITT HANN TIL FENEYJA, MÍLANÓ, ZAGREB, PARÍSAR, AMMAN, LLJUBLIANA OG REYKJAVÍKUR. Morgunblaðið/Þorkell Ljó smy nda rin n 10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 16|1|2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.