Morgunblaðið - 26.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LOVÍSA Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Solarplexus, fór
ásamt manni sínum og þremur
börnum til Kamerún í Vestur-
Afríku. Þar þurftu þau að kljást við
lækna sem þau höfðu litla trú á og
mikið skrifræði til að komast aftur
heim til Íslands eftir slæma bílveltu.
Fjölskyldan var að heimsækja
mág Lovísu sem vinnur hjá Samein-
uðu þjóðunum og á hús í Kamerún.
„Hann er með konu frá Kamerún
þannig að það var ekki verið að fara
út í algjöra óvissu þó að við hefðum
gert okkur grein fyrir að við værum
að fara í mjög framandi land. Lang-
ur undirbúningur er að slíkri ferð
og að mörgu að huga, m.a. að
tryggja að menn komist undir lækn-
ishendur ef eitthvað gerist, en slys
var kannski ekki það sem var efst í
huga heldur sjúkdómar eins og mal-
aría. Við fórum með birgðir af
plástrum, sáravatni, pensilíni,
verkjatöflum, bólgueyðandi lyfjum
o.fl. sem átti eftir að koma sér vel,“
segir Lovísa.
Fjölskyldan kom til Kamerún 20.
desember sl. og byrjaði á því að
skoða land og þjóð í nokkra daga.
Segir Lovísa að meðal annars hafi
sonurinn Símon átt ellefu ára af-
mæli hinn 22. desember og fékk
hann afró-fléttur í hárið í afmæl-
isgjöf frá föðurbróður sínum.
Á Þorláksmessu var lagt af stað
með bílaleigubíl og bílstjóra inn í
landið til að skoða fossa á mjög fal-
legu svæði í óbyggðum. Fjölskyldan
var í Kamerún á mesta þurrka-
tímabilinu, vegirnir voru mjög léleg-
ir og mikið ryk alls staðar.
Lovísa segir enn í rannsókn hvað
gerðist, en talið er að stýrisásinn í
bílnum hafi gefið sig. „Bílstjórinn
missti vald á bílnum og bíllinn dans-
aði á veginum á svona 30–50 metra
kafla með síki báðum megin við bíl-
inn. Síðan komum við að brú sem
ekki var útlit fyrir að við kæmumst
yfir, við horfðum ofan í síkið og
grjótið. Það sem var verst var að
þar voru mæður að baða lítil börn,“
segir Lovísa.
Komust á bílskrjóð í næsta bæ
Á síðustu stundu náði bílstjórinn
valdi á bílnum og kom honum yfir
brúna. Þar valt bíllinn og endaði ut-
an vegar. „Bíllinn er mjög mikið
skemmdur, ef ekki ónýtur. Svona
eftir á, þegar maður horfir á mynd-
irnar af bílnum, finnst manni með
ólíkindum að við skulum hafa slopp-
ið þetta vel. Það koma óneitanlega
upp í hugann ýmsar myndir af því
sem hefði getað gerst og maður er
rétt að átta sig á hversu vel við
sluppum í raun og veru,“ segir
Lovísa.
Fjölskyldan komst við illan leik
út úr bílnum, með aðstoð frá fjöl-
mörgum íbúum svæðisins sem
komu á slysstaðinn, en það vildi svo
heppilega til að þau voru að koma
að síðasta þorpinu áður en óbyggð-
irnar tóku við þegar slysið varð. All-
ir voru skrámaðir, með skurðskár,
marðir og með bakeymsl, en yngri
dóttirin var verst farin. Hún fann til
í bringu og viðbeini. Bílstjórinn
slapp best frá slysinu og kenndi sér
ekki meins. Lovísa hófst handa við
að gera að sárum fjölskyldunnar
með fyrstuhjálparútbúnaðinum sem
hún hafði verið svo forsjál að taka
meðferðis, en Lovísa er menntaður
iðjuþjálfi og þekkir því vel til fyrstu
hjálpar.
„Það sem einkenndi fólkið þarna
almennt var að það var mjög hjálp-
samt, en á sama tíma var það tilbúið
til að stela því sem hægt var að
stela og þurfti því samtímis sem
hugað var að öllum sem í bílnum
voru að huga að því að bjarga verð-
mætum sem við vorum með,
myndavélum og öðru slíku,“ segir
Lovísa. Engir lögreglumenn eða
sjúkraflutningamenn voru á svæð-
inu, en vinsamlegur ökumaður fór
og gerði lögreglu viðvart.
Lovísa segir að ekki hafi verið
annað fært fyrir fjölskylduna en að
koma sér sjálf á sjúkrahús og á end-
anum fengu þau mann á gömlum
bílskrjóði til að keyra fjölskylduna í
næsta bæ, þar sem hún vissi af
rútubílastöð. Þangað komust þau
við illan leik og náðu að fá far með
lítilli rútu sem var á leið til borg-
arinnar þar sem þau bjuggu.
„Þegar við komum til borg-
arinnar eftir fimm tíma ferðalag
reyndum við að finna okkur lækn-
ishjálp, en við sáum að spítalinn var
ekki upp á marga fiska þarna.
Sprauturnar voru þvegnar upp í
vaskafati og annað. Ég byrjaði á að
fara með yngri dótturina og sá þá
hvað var í gangi. Ég vildi láta
mynda hana til að vita hver staðan
var, en hún var sú eina sem var
brotin,“ segir Lovísa.
Vildi nota hundabein
Spítalinn átti gamalt röntgentæki
og kom þá í ljós að viðbein dótt-
urinnar var brotið. „Læknirinn, sem
virkaði nú ekki traustvekjandi,
sagði strax að hann vildi skera hana
upp og að það þyrfti að festa beinið
saman með hundabeini eða málm-
plötu. Þá féllust mér hendur og
sagði honum að hann snerti ekki við
barninu og fór með stelpuna heim
aftur.“ Lovísa hafði samband við ís-
lenskan lækni sem varaði hana ein-
dregið við því að láta lækna í Ka-
merún gera nokkuð við barnið og
sagði henni að betra væri fyrir fjöl-
skylduna að koma sér heim.
Þetta var á jólunum og því erfitt
að fá flugfar heim auk þess sem
tölvukerfið á flugvellinum var óvirkt
í tvo daga og á meðan lá allt flug
niðri. Með góðri hjálp frá starfs-
mönnum Flugleiða gekk það þó að
lokum, og fjölskyldan komst heim,
fjórum dögum eftir óhappið. Þegar
heim var komið var haldið beint til
læknis, og þar kom í ljós að yngri
dóttirin var ekki aðeins viðbeins-
brotin, heldur voru þrjú rifbein
einnig sködduð og bringubeinið
brákað. Læknirinn í Kamerún hafði
sett stúlkuna í fatla miðað við að
einunigs viðbeinið væri brotið, sam-
kvæmt leiðbeiningum frá læknum í
Danmörku sem eru á vegum trygg-
ingafélagsins, en eftir að heim var
komið komu hinir áverkarnir í ljós.
Segir Lovísa ekki víst hvernig hefði
farið hefði dóttir hennar ekki kom-
ist undir læknishendur hér heima.
Aðrir í fjölskyldunni hlutu minni
áverka en eru allir að koma til, núna
um mánuði eftir slysið, að sögn
Lovísu. „Þegar maður lendir í slíku
atviki og á svona stað, þá horfir
maður á það sem við höfum hér
heima, fullkomna læknisþjónustu
þrátt fyrir þær deilur sem nú
standa yfir um niðurskurð í heil-
brigðiskerfinu og allt það öryggi
sem við búum við,“ segir Lovísa.
„Það varð eiginlega spennufall
hjá manni þegar við komum um
borð í Flugleiðavélina á lokaleggn-
um í ferðinni og flugfreyjurnar voru
alveg einstakar. Þá loksins fann ég
að við vorum að komast heim og að
allt myndi ganga vel. Fyrir ferðina
afskrifuðu börnin allar jólagjafir, en
það má segja að jólagjöfin núna hafi
verið sú dýrmætasta sem hægt var
að fá þennan dag, 23. desember, þ.e.
lífið sjálft,“ segir Lovísa.
Íslensk fjölskylda lenti í miklum hremmingum eftir bílveltu í Kamerún og komst heim við illan leik
Sprauturnar á sjúkrahús-
inu þvegnar í vaskafati
! „Svona eftir á, þegar maður horfir á myndirnar af bílnum, finnst manni með ólíkindum að við skulum hafa sloppið þetta vel. Það koma óneitanlega upp í
hugann ýmsar myndir af því sem hefði getað gerst og maður er rétt að átta sig á hversu vel við sluppum í raun og veru,“ segir Lovísa.
Símon spilar fótbolta með strákum frá Kamerún með afrófléttur í hárinu
sem hann fékk í afmælisgjöf, en hann átti afmæli daginn fyrir slysið.
Spennandi skemmti-
ferð til framandi
heimsálfu varð að erf-
iðri lífsreynslu fyrir
Lovísu Ólafsdóttur og
fjölskyldu hennar
þegar bíll þeirra valt.
TVEIR menn sem reka innflutn-
ingsfyrirtæki og voru ákærðir
fyrir brot á tollalögum og höf-
undaréttarlögum hafa verið sýkn-
aðir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mönnunum var gefið að sök að
hafa brotið tollalög og lög um höf-
undarétt með því að skila inn
röngum aðflutningsskýrslum fyrir
auða geisladiska, myndbönd og
segulbönd sem þeir fluttu til
landsins frá Danmörku.
Starfsmenn Tollstjórans í
Reykjavík uppgvötvuðu að í alls
átta tilvikum var ýmist ekki rétt-
ur fjöldi gefinn upp í innflutnings-
skýrslu, eða upprunaland var sagt
Danmörk þegar það í raun var
Japan, Indland, Kanada eða ann-
að. Með þessu slapp fyrirtækið
við að greiða toll og höfundarétt-
argjöld að upphæð samtals um
1.150 þúsund krónur.
Ákærðu báru að þeir hefðu ekki
vitað af þessum rangfærslum og
átt erfitt með að sjá þær sökum
þess að aðflutningsskýrslur hefðu
ekki verið sundurliðaðar. Upp-
runaland hefði verið vottað af
virtu fyrirtæki fyrir hönd selj-
enda, og innflytjandi hefði ekki
séð ástæðu til að efast um þá
vottun.
Mannleg mistök
Ákærðu fengu íslenskt flutn-
ingafyrirtæki til að flytja vörurn-
ar til landsins og gera toll-
skýrslur, og báru starfsmenn
fyrirtækisins að þeir hefðu gert
mannleg mistök við innslátt á
fjölda þess sem flutt var inn í
þeim tilvikum sem það gerðist.
Dómurinn féllst á að um mann-
leg mistök hefði verið að ræða, og
segir í dómnum að ekkert bendi
til þess að ákærðu hafi af ásetn-
ingi átt þátt í því að upplýsing-
arnar í aðflutningsskýrslunum
reyndust rangar.
Ákærðu voru því sýknaðir af
öllum ákærum og kröfu ákæru-
valdsins um haldlagningu á vörum
hafnað. Allur sakakostnaður
greiðist úr ríkissjóði. Dóminn
kvað upp Valtýr Sigurðsson hér-
aðsdómari.
Tveir menn sýknaðir
af broti á tollalögum