Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 7
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Kedjur og tannhjól
ELDUR kom upp í íbúð í sam-
býli við Skútagil á Akureyri um
kl. 14 á laugardag, og er íbúðin
talin gjörónýt. Eldtungur stóðu
út um svalahurð og lagði þykk-
an reyk upp af eldinum þegar
slökkvilið kom að.
Íbúar í íbúðinni, sem er á
jarðhæð, komust út af sjálfs-
dáðum, en slökkvilið aðstoðaði
þrjá íbúa á efri hæð við að kom-
ast út. Einn íbúi var fluttur á
slysadeild með snert af reyk-
eitrun. Allt tiltækt lið slökkvi-
liðsins var kallað út, og gekk vel
að slökkva eldinn, og var búið
að ráða niðurlögum hans 21
mínútu eftir að tilkynning barst
slökkviliði. Íbúðin sem eldurinn
kviknaði í er talin ónýt, en
nokkurt tjón varð í öðrum íbúð-
um af völdum reyks og sóts.
Eldsupptök eru enn í rannsókn
hjá lögreglu.
Miklar skemmdir
í bruna á sambýli
Morgunblaðið/Kristján
Þykkan reyk lagði upp af húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang.
BJÖRGUNARSVEITIR á Vest-
fjörðum voru kallaðar út á áttunda
tímanum á laugardagskvöld til að
leita að vélsleðamanni sem hafði
ekki látið vita af ferðum sínum eins
og hann ætlaði að gera, en hann var
á ferð í nágrenni Drangjökuls.
Maðurinn hafði ætlað að láta vita
af sér um hádegi, en þegar ekkert
hafði spurst til hans voru björg-
unarsveitir kallaðar út.
Vitað var að maðurinn hafði ætl-
að að gista í húsi við Kaldalón innst
í Ísafjarðardjúpi, og var lögð
áhersla á að leita þar fyrst. Þar
fannst hann á ellefta tímanum á
laugardagskvöld við góða heilsu, en
farsími hans virkaði ekki og gat
hann því ekki látið vita af ferðum
sínum.
Björgunarsveitin Dagrenning á
Hólmavík var kölluð út, sem og aðr-
ar sveitir í Ísafjarðardjúpi ásamt
sveitum á Norðvesturlandi. Samtals
fór á fjórða tug manna frá sjö
björgunarsveitum og einn leitar-
hundur af stað á 15 vélsleðum, ein-
um snjóbíl og átta jeppum til að
leita mannsins.
Leituðu vél-
sleðamanns á
Vestfjörðum
STAÐSETNING virkjunar Orku-
veitu Reykjavíkur á Hellisheiði og
heitavatnsleiðsla sem frá henni ligg-
ur við og á vatnsverndarsvæði höf-
uðborgarsvæðisins gefur tilefni til
sérstakrar varkárni við fram-
kvæmdina að mati Umhverfis- og
heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem
telur að taka þurfi af allan vafa um
að þessir þættir skapi hættu fyrir
vatnsverndarsvæðið og áréttar að
við lagningu heitavatnslagnar innan
svæðisins verði sérstakrar varúðar
gætt.
„Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
leggur áherslu á að við mat á um-
fangsmiklum framkvæmdum innan
Reykjavíkur eða í nágrenni við-
kvæmra svæða í borginni verði leit-
að umsagnar nefndarinnar áður en
mál eru formlega afgreidd af borg-
aryfirvöldum,“ segir í bókun nefnd-
arinnar frá 22. janúar sl.
Leggur nefndin áherslu á að kom-
ið verði á virku eftirliti í Elliðaár-
straumi til að fylgjast með hvort
áhrifa losunar skiljuvatns muni gæta
í honum ef fallist verður að losa það í
Selvogsstraum. Nefndarmenn telja
að fullnægjandi grein hafi verið gerð
fyrir höfuðþáttum sem kunna að
hafa áhrif á umhverfið við þessa
framkvæmd og hún ætti því að geta
orðið í góðri sátt við umhverfið.
Varúðar
verði gætt
við virkjun á
Hellisheiði
♦♦♦