Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 13

Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 13
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 13 Spurning: Hvað er stoðkerfi og hvað er átt við með verkjum sem tengjast því? Svar: Líkamanum er skipt í ýmis líffæri og líf- færakerfi og byggist þessi skipting á byggingu líkamans en að hluta til á hefðum. Fræðigreinin nefnist líffærafræði. Helstu kerfin sem fjallað er um eru meltingarfæri, hjarta- og æðakerfi, húð og slímhúð, þvag- og kynfæri, útkirtlar, inn- kirtlar, stoðkerfi, miðtaugakerfi, úttaugakerfi, öndunarfæri og skynfæri en hér er stiklað á stóru. Telja mætti fleiri kerfi eins og t.d. blóð, beinmerg og eitla og einnig ber að nefna að oft er skörun milli kerfanna þannig að visst líffæri getur tilheyrt tveimur eða jafnvel fleiri kerfum. Meltingarfæri eru meltingarvegurinn sem nær frá munni og niður í endaþarm og einnig er lifr- in, gallblaðran og gallgangar venjulega talið til þessa kerfis. Hjarta- og æðakerfi er sjálft hjart- að með tveimur gáttum og tveimur sleglum, slagæðar sem flytja blóðið frá hjartanu til vefja líkamans og bláæðar sem flytja blóðið til baka til hjartans. Húð og slímhúðir þekja allan líkam- ann og einnig innri líffæri. Þvag- og kynfæri eru venjulega flokkuð saman en þvagfæri eru nýru, þvagleiðarar, þvagblaðra og þvagrás. Kynfæri eru eggjastokkar, eggjaleiðarar, leg og leggöng hjá konum en eistu, sæðisrás, blöðruhálskirtill og reður hjá körlum. Útkirtlar eru kirtlar sem seyta vökva út á yfirborð húðar eða slímhúðar og má þar nefna sem dæmi svitakirtla og fituk- irtla í húð og kirtla í meltingarvegi sem seyta meltingarsafa. Innkirtlar eru kirtlar sem mynda hormón og seyta þeim út í blóðið og má þar nefna heiladingul, skjaldkirtil og nýrnahett- ur sem dæmi. Briskirtillinn er bæði innkirtill og útkirtill, hann myndar meltingarsafa sem berst inn í skeifugörn og hann myndar einnig horm- ónið insúlín sem berst út í blóðið. Stoðkerfi er kerfið sem heldur okkur uppistandandi og gerir okkur kleift að færa okkur úr stað. Til stoðkerf- isins heyra einkum bein, liðamót og hreyfivöðv- ar eða beinagrindarvöðvar. Miðtaugakerfi sam- anstendur af heila, litlaheila og mænu. Úttaugakerfi skiptist í skyntaugar sem flytja boð til miðtaugakerfisins, hreyfitaugar sem flytja boð frá miðtaugakerfi til hreyfivöðva og ósjálfráða taugakerfið sem flytur boð frá mið- taugakerfi og til líffæra eins og t.d. hjarta, æða, útkirtla, vöðva í meltingarfærum, augna og kyn- færa. Öndunarfæri eru barki og lungu en þeim nátengd eru vöðvar eins og millirifjavöðvar og þindin. Þegar talað er um skynfæri er oftast verið að tala um munn (bragðskyn), nef (lykt- arskyn), augu (sjón) eða eyru (heyrn og jafn- vægi). Þar að auki er snertiskyn í húð og slím- húðum og stöðuskyn í liðamótum og vöðvum. Verkir þjóna þeim tilgangi að láta okkur vita að eitthvað sé að. Verkir verða þannig til að í hin- um ýmsu líffærum eru sérstakir nemar og taugar sem mynda sársaukaboð og flytja þau til heilans. Verkir geta orðið í nánast öllum líf- færakerfum sem hér hefur verið fjallað um nema í sjálfum heilanum en í heilavef eru ekki sársaukanemar. Verkir í stoðkerfi eru því verk- ir í beinum, liðum eða hreyfivöðvum sem geta átt sér mjög margvíslegar orsakir. Hvað er stoðkerfi?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Verkir í stoðkerfi eru verkir í beinum, liðum eða hreyfivöðvum  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA ÆVI breskra karla er að lengjast, samkvæmt vef Lund- únablaðsins Evening Stand- ard. Þar segir að lífslíkur karla eldri en 65 ára hafi auk- ist um 10%. Langlífi þeirra hefur aukist undanfarinn ára- tug vegna framfara í öldr- unarlækningum og eru út- reikningarnir frá tryggingarstærðfræðingum hins opinbera í skýrslu um framreikninga á mannfjölda sem gefin er út annað hver ár. Þar segir að árið 2041 geti 65 ára karl búist við því að lifa 20,9 ár til viðbótar. Er haft eftir sérfræðingum að svo skyndileg aukning á lífslíkum geti leitt til verulegs um- framálags á öldrunarþjónustu og -heilsugæslu í framtíðinni. Kostnaður vegna hennar muni að líkindum jafnframt aukast jafnmikið og lífslík- urnar, eða um 10%. Haft er eftir James Vaupel, prófessor við Max Planck- lýðfræðistofnunina í Rostock í Þýskalandi, að í lífeyriskerfi almannatrygginga sé ekki al- mennt gert ráð fyrir lengri ævi fólks. „Komið hefur á daginn að of varlega hefur verið áætlað í útreikningum,“ segir hann. Loks segir að auknar lífs- líkur virðist hafa komið öllum að óvörum og að þær séu ein meginorsök þess að erfitt geti reynst að standa við lífeyr- isskuldbindingar í framtíð- inni.  HEILSA|Ævi breskra karla að lengjast Lífeyris- sjóðir í vanda vegna lang- lífis karla Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.