Morgunblaðið - 26.01.2004, Síða 14
Styttur: Eru nauðsynlegar
og það skiptir máli hvar
og hvernig þær eru
klipptar í hárið.
Spurningin snýst ekki umhvort hárið eigi að verastutt, sítt eða millisítt, held-
ur er hárið hluti af einstaklingnum
og þarf fyrst og fremst að klæða
hann. Hugmyndin sem við síðan
vinnum út frá er svo þetta þema:
breytingar og ummyndun. Og til
að klippingin sé ný og fersk ásýnd-
ar þarf hún að búa yfir sveigj-
anleikanum sem felst í þeirri hug-
mynd. Það þarf að vera hægt að
breyta henni með lítilli fyrirhöfn,
sama í hvaða sídd hárið er,“ segir
Gregory Karlen, sem ásamt Nonna
Quest sýndi á NASA sl. föstudag
það nýjasta frá hárlínufyrirtækinu
I.C.O.N.
Sýningin var haldin á vegum
hárgreiðslustofanna Kristu og
Quest, sem kynntu þar með aðstoð
30 fyrirsætna, fatahönnuðarins
Rögnu Fróða og förðunarmeist-
arans Guðbjargar Huldísar það
nýjasta frá bandaríska fyrirtækinu
I.C.O.N. En á sýningunni mátti
finna jafnt neytendavænar
greiðslur og klippingar sem og
öfgakenndar greiðslur í anda há-
tískunnar - og allt unnið í anda
breytinga og ummyndana. Að sögn
þeirra Karlen og Nonna byggðist
sýningin um margt á kynningu
sem I.C.O.N. efndi til fyrir
hárgreiðslufólk á Spáni síðla síð-
asta haust.
„Hér einblíndum við hins vegar
ekki bara á stóru hugmyndirnar
heldur unnum með þær og gerðum
notendavænar. Þar sem sýningin
var bæði fyrir almenning og fag-
fólk þá var nauðsynlegt fyrir okk-
ur að nálgast raunveruleikann. Það
sem fagfólki kann nefnilega að
finnast spennandi getur virkað allt
of fjarstæðukennt fyrir notand-
ann,“ útskýrir Karlen.
Nonni og Karlen eru báðir hluti
hóps sem sér um að leggja lín-
urnar hjá I.C.O.N. ár hvert og leit-
ast fyrirtækið við að
vinna með óljós
þemu sem eiga að
hvetja hárgreiðslu-
fólk til að nýta eigin
sköpunargáfu í stað
þess að fylgja hugs-
unarlaust eftir fyrirframgefnum
formúlum um línur ársins. „Við
viljum endurnýja tengslin milli
hárgreiðslufólksins og við-
skiptavina þess því okkur finnst
það samband hafa glatast í al-
þjóðavæðingu stórfyrirtækja þar
sem hárvörurnar og sala
þeirra hefur orðið að
aðalatriðinu,“
segir Karlen.
„Þetta er í
raun ný að-
ferð við að
líta á hlut-
ina. Núna
spyrjum
við ekki hvað er nýtt eða hvað
er í tísku,“ segir Nonni. „Þess í
stað eru frumhugmyndirnar
túlkaðar útfrá persónu hvers
og eins.“
Eitt af undirstöðuatriðunum
þemans í ár er hreyfing sem
þarf að virðast hárinu eðlislæg.
„Sítt hár má til að mynda ekki
bara vera sítt því þannig skapast
engin hreyfing,“ segir Karlen og
bætir við að þar komi styttur til
sögunnar. „Styttur eru nauðsyn-
legar til þess að þetta virki og það
skiptir töluverðu máli hvar og
hvernig þær eru klipptar inn í hár-
ið. Það þarf að vera rétt gert svo
klippingin virki nútímaleg og það
hefur ekkert með það að gera
hvort hárið er stutt eða sítt. Stytt-
urnar geta svo látið klippinguna
virka spennandi og um leið verður
hreyfingin í hárinu önnur en áður
og með þessu móti má gjörbreyta
manneskjunni og samt taka tillit
til einstaklingsins.“
Ástríðan var horfin
Nonni segir hugmyndafræði
I.C.O.N. óneitanlega hafa verið
breytingu frá því sem hann hafi
átt að venjast. „Ég hafði verulega
gaman af þessu starfi þegar ég
byrjaði en svo var eins og ástríðan
væri horfin. Þessi stóru risafyr-
irtæki sem gleyptu allt og gerðu
ópersónlegt tóku líka sköp-
unarkraftinn sem á að fylgja starf-
inu.
Ég var hins vegar ekki einn um
að finna fyrir þessu því I.C.O.N. er
stofnað út frá slíkum hugmyndum.
Þess vegna var það alveg ótrúlegt
tækifæri þegar mér bauðst að
vinna í innsta hring í þessum hóp
af svo reynslumiklu fólki. Hér þarf
maður virkilega að vera á tánum
og það er alveg æðislegt.“
Hann er líka bjartsýnn á að Ís-
lendingar taki slíkum nýjungum
vel.
„Íslendingar eru mjög opnir fyr-
ir breytingum, en samt hættir okk-
ur líka til að vera svolítið eins. Það
er mikið sama tískan hjá öllum og
persónulega hefði ég gaman af að
sjá meiri fjölbreytni. Við erum
hins vegar upp til hópa mjög
smart og meðvituð um hvað er í
tísku og ég er alveg sannfærður
um að hugmyndir á borð við þess-
ar þar sem sköpunargáfan er
virkjuð á ný eiga þess vegna eftir
að falla í góðan jarðveg.“
TÍSKA
Styttur og náttúruleg hreyfing
Breytingar og ummynd-
un eru lykilorðin í hár-
tískunni þetta árið að
mati sérfræðinganna
hjá I.C.O.N. sem segja
klippinguna eiga að vera
klæðskerasniðna að
hverjum einstaklingi
fyrir sig.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sköpunargáfan: Þeir Gregory Karlen og Nonni Quest.
Morgunblaðið/Árni SæbergMorgunblaðið/Árni Sæberg
Sítt hár: Má ekki bara vera sítt því
þannig skapast engin hreyfing. Þá
koma styttur til sögunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hárið: Er hluti af einstaklingnum og þarf fyrst og fremst að klæða hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hárið: Það þarf að vera hægt
að breyta klippingunni með
lítilli fyrirhöfn.
DAGLEGT LÍF
14 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTSALAN
ER HAFIN
Allt að
50%
afsláttur
Fálkahúsinu, Suðurlandsbraut 8
Iðnaðarmenn af
öllum stærðum
og gerðum
1 4 4 4
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
annaei@mbl.is
Til að klippingin
sé ný og fersk
ásýndar þarf
hún að búa yfir
sveigjanleika.
Þema: Breytingar og ummyndun.