Morgunblaðið - 26.01.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 26.01.2004, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 19 Undanfarnar vikur hafafarið fram í fjölmiðlumtalsverðar umræður ummeint vanhæfi Péturs Blöndal til að sitja og/eða stýra fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hinn 12. þessa mánaðar, þar sem ætlunin var að fjalla um stöðu sparisjóðanna í landinu. Þess- ar umræður hafa á köflum verið af- ar villandi enda hafa ýmsir orðið til þess að blanda saman umfjöllun um efnisatriði málsins og formhlið þess. Hefur þetta einkum komið fram í málflutningi þingmanna Samfylk- ingarinnar, sem sumir virðast hafa meiri áhuga á því að koma pólitísku höggi á Pétur heldur en að fjalla efnislega um þessi mál. Tilefni umræðunnar Rétt er að rifja upp að til þessa fundar í nefndinni var boðað að ósk Ögmundar Jónassonar í þeim til- gangi að afla upplýsinga um fyr- irhugaða sölu SPRON til KB banka og hugsanleg áhrif þeirra aðgerða á stöðu sparisjóðanna í landinu. Í því skyni voru boðaðir til fundarins fulltrúar ýmissa opinberra aðila, samtaka og sparisjóða. Ekki lágu fyrir fundinum nein þingmál, sem taka þurfti afstöðu til. Jafnframt var ljóst að efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis hafði hvorki á þessum fundi né síðar neinu hlut- verki að gegna í sambandi við túlk- un gildandi laga um sparisjóðina eða við að skera úr um lögmæti fyr- irætlana stjórnenda SPRON í þessu máli. Þegar af þessum ástæð- um var ljóst að allur málflutningur um vanhæfi formannsins var væg- ast sagt afar langsóttur. Alþingi fer ekki með úrskurðarvald Í umræðum um þessi mál hefur mikið verið vitnað til hæfisreglna stjórnsýslulaga og hafa ýmsir talið rétt að beita þeim í þessu máli. Slíkt er auðvitað á misskilningi byggt. Alþingi er samkvæmt stjórn- skipan okkar ekki hluti af stjórn- sýslunni og ótvírætt er að stjórn- sýslulögin gilda ekki um starfsemi þingsins. Stjórnskipunin gerir í meginatriðum ráð fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald og um hverja þessara grein gildir sérstök löggjöf, sem mótast af þeim ólíku verkefnum sem þeim eru falin. Má segja að stjórnsýslulögin fjalli um stöðu framkvæmdarvaldsins, rétt- arfarslöggjöfin um dómsvaldið og þingsköp Alþingis um löggjaf- arvaldið. Meginreglur um hverja þessara greina ríkisvaldsins er svo auðvitað að finna í einstökum köfl- um stjórnarskrárinnar. Þótt til- teknar reglur eigi við um einhverja þessara greina er ekki þar með sagt að þær gildi um hin sviðin. Til- vísanir til hæfisreglna stjórn- sýslulaga í tilviki Péturs Blöndal missa því algjörlega marks. Seta Péturs í stjórn SPRON og staða hans sem stofnfjáreiganda myndi vissulega valda vanhæfi hans til að fjalla um málið sem úrskurðaraðili í stjórnsýslunni eða sem dómari, en hvorki í þingsköpum né stjórn- arskrá er að finna neina þá reglu, sem leiðir til vanhæfis hans til að fjalla um málefni sparisjóðanna sem þingmaður. Sérregla þingskapa um vanhæfi Í 48. gr. stjórnarskrárinnar er að finna þá reglu, að þingmenn séu í störfum sínum eingöngu bundnir af sannfæringu sinni. Þar er ekki að finna neinar takmarkanir varðandi aðkomu einstakra þingmanna að þeim málum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Sama á við um þingsköp Alþingis með þeirri einu undantekningu, að í 4. mgr. 64. gr. þingskapa segir að enginn þing- maður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. Þetta er eina vanhæfisreglan sem þar er að finna og er hún fyrir sitt leyti afar skýr og gefur ekki svigrúm til mik- illar túlkunar. Ekki er með neinu móti hægt að túlka þingsköpin þannig að þingmenn verði vanhæfir til að fjalla um þingmál í ein- hverjum öðrum tilvikum, jafnvel þótt þeir kunni að hafa persónulega hagsmuni af niðurstöðunni. Staða þingmanna er að þessu leyti mjög ólík stöðu þeirra sem fara með stjórnsýsluvald eða dóms- vald í landinu. Það er auðvitað eng- in tilviljun. Alþingi er þjóðkjörið og á að endurspegla mismunandi hug- myndir og hagsmuni sem uppi eru í samfélaginu á hverjum tíma. Þing- menn eiga ekki að vera hlutlausir. Þvert á móti. Einstakir þingmenn eru kosnir sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða um það hvaða leikreglur eigi að gilda í samfélaginu og þar geta mismunandi hagsmunir að sjálfsögðu rekist á. Ekkert bannar þingmönnum að berjast sérstaklega fyrir hagsmunum einstakra byggða, stétta, starfsgreina, aldurshópa, áhugamannafélaga eða, ef því er að skipta, einhverjum enn þrengri hagsmunum. Þingmenn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þurfa reglulega að standa reikn- ingsskil gerða sinna gagnvart þeim. Niðurstaðan liggur fyrir Eftir ágreining í efnahags- og viðskiptanefnd kvað forseti Alþingis upp úrskurð, sem byggðist í öllum megindráttum á sömu sjónarmiðum og hér hefur verið gerð grein fyrir. Taldi forseti að hvorki væri tilefni til athugasemda eða afskipta af sinni hálfu við setu Péturs Blöndal í efnahags- og viðskiptanefnd né við formennsku hans í nefndinni og að tillaga Samfylkingarinnar um að hann viki sæti ætti sér hvorki stoð í þingsköpum né þingvenjum. Forseti Alþingis sker úr ágrein- ingi um skilning á þingsköpum og er því fengin niðurstaða um þessa formhlið mála. Þingmenn jafnt sem aðrir geta haft mismunandi skoð- anir á fyrirhugaðri sölu SPRON til KB banka og því hvort ástæða sé til að breyta gildandi lögum um sparisjóðina af því tilefni. Um þau mál geta menn tekist á í opinberri umræðu og á þingi, ef ástæða þykir til. Þingmenn geta jafnframt rætt um það hvort í framtíðinni sé tilefni til að lögfesta víðtækari vanhæf- isreglur um störf þeirra en nú eru í gildi. Sá sem þetta ritar telur að fara beri afar varlega í þá átt vegna sérstaks eðlis löggjafarvaldsins en aðrir kunna að hafa önnur sjón- armið í þeim efnum. Umræðum um meint vanhæfi Péturs Blöndal til að fjalla um málefni sparisjóðanna á vettvangi þingsins ætti hins vegar að vera lokið. Niðurstaðan í því máli liggur fyrir og henni verða all- ir að una, hvort sem þeir eru sam- mála Pétri í afstöðu hans til mál- efna sparisjóðanna eða ekki. Vanhæfisum- ræða byggð á misskilningi Eftir Birgi Ármannsson ’ … hvorki í þing-sköpum né stjórn- arskrá er að finna neina þá reglu, sem leiðir til van- hæfis hans til að fjalla um málefni sparisjóðanna sem þingmaður. ‘ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. áherslu á ævilengdina. Læknisfræði sem heldur fólki á lífi of lengi er ekki viðurkvæmileg og mannúðleg. Við getum náð 85 ára aldri, en líklegt er að því fylgi þrálát veikindi og sársauki. Þetta eru ekki rök gegn framförum: vitaskuld gleðst ég yfir því að fólk deyr ekki lengur um fertugt af völdum bólusóttar. En ellin og dauðinn sigra samt að lokum. Læknisfræðilegar framfarir eru eins og könnun geimsins: það er sama hvað við förum langt, við getum alltaf farið lengra. Efnahagslegar takmark- anir takmarkalausrar geimkönnunar lágu fljótlega í augum uppi: ekki fleiri tunglgöngur. Læknisfræðin þarfnast sambærilegs skilnings. Hægari tækniframfarir kunna að virðast hátt verð fyrir sjálfbæra heilbrigðisþjónustu. En fyrirkomulagið eins og það er núna er jafnvel enn dýrkeyptara, stofn- ar réttlæti og félagslegum stöðugleika í hættu. Jafn- framt ber að hafa í huga að aðeins er hægt að rekja 40% þeirrar hagstæðu þróunar, sem orðið hefur í heil- brigðismálum síðustu öldina, til tækniframfara; það sem eftir er endurspeglar bættar félagslegar og efna- hagslegar aðstæður. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram, þannig að þótt tækniframfarirnar verði hægari er nánast öruggt að komandi kynslóðir munu lifa leng- ur – og við betri heilsu – en fólkið sem nú er uppi. All- ir ættu að geta unað við þá niðurstöðu. Hvað sem því líður viðurkennir sjálfbæra lækn- isfræðin að skömmtun er og verður alltaf hluti af öll- um heilbrigðiskerfum. Ekkert fyrirkomulag getur veitt öllum allt sem þeir þurfa. Væntingar okkar verða alltaf meiri en fjármunir okkar leyfa, einkum vegna þess að læknisfræðilegu framfarirnar auka væntingar almennings. Til að sanngirni sé gætt þarf þó skömmt- unin að fara fram með vitneskju og almennu sam- þykki þeirra sem njóta heilbrigðisþjónustunnar. Gott væri að byrja á því að meta efnahagsleg áhrif nýrrar tækni, helst áður en hún er sett á almennan markað. EBM-umönnun [sem byggist á vandvirkn- islegri, skilmerkilegri og yfirvegaðri notkun á bestu upplýsingum, sem fyrir liggja, þegar ákvarðanir eru teknar um umönnun einstakra sjúklinga] – vinsæl að- ferð til að halda kostnaðinum niðri – beinist yfirleitt eingöngu að virkni þeirra aðferða sem beitt er við greiningu og meðferð. En úr því að lyfjafyrirtæki þurfa að gera tilraunir til að rannsaka öryggi og virkni nýrra lyfja hvers vegna ættu þau þá ekki líka að rannsaka efnahagsleg áhrif þeirra á heilbrigð- isþjónustuna? Nýrri tækni ætti ekki að dengja óboð- inni inn í heilbrigðiskerfið. Ríkisstjórnirnar ættu ekki að vilja greiða fyrir hana nema því aðeins að hún auki ekki kostnaðinn verulega, eða geri það aðeins í und- antekningartilvikum. Mergur málsins er að læknisfræði, sem setur tak- mörk, þarf að viðurkenna ellina og dauðann sem hluta af lífsferli mannsins, ekki einhvers konar ástand sem koma má í veg fyrir. Læknisfræðin þarf að beina at- hyglinni meira að gæðum lífsins og leggja minni verja í tferli sívax- na egna er ubót- útgjöldin gjöld til þar sem að vera oft yfir mála- tengd: gðisþjónusta n- þarf ðann ns, sem ræð- eira minni Höfundur er forstöðumaður International Program við Hast- ings-stofnunina og fræðimaður við læknadeild Harvard- háskóla. Nýjasta bók hans heitir „What Price Better Health? Hazards of the Research Imperative“. Morgunblaðið/Árni Sæberg gt, segir greinarhöfundur, alltaf er krafist meiri framfara. Tölur tala sínu máli um það hversu lítið jafnvægi er orðið á milli ólíkra húsagerða í Reykjavík og hve lítið val borgarbúar hafa. Þessi þróun hefur af fulltrúum vinstri meirihlutans m.a. verið skýrð sem óhjákvæmileg og í anda nýrra hugmynda um þétt- ingu byggðar, sem alls staðar ríki góð sátt um. Stað- reynd málsins er hins vegar sú að þó svo nokkuð góð sátt ríki um þéttingu byggðar þar sem það á við, í kjarna sveitarfélaga eða miðsvæðum, er ekki til stað- ar sama sáttin þegar rætt er um hverfi utan þess kjarna eða ný hverfi, þar sem ætla má að íbúar séu að leita að öðrum gæðum. Við slíkar aðstæður á að blanda betur ólíkum húsagerðum og veita fólki tæki- færi til vals á milli mismunandi stærða af íbúðum í fjölbýli og sérbýli. Þannig komum við best til móts við óskir og þarfir fólks á ólíkum tímum í lífi þess, ólíkt því sem gert er í dag þar sem val fólks sem búa vill í nýjum hverfum borgarinnar takmarkast næsta einungis við fjölbýli. Um þetta snýst sá grundvallarágreiningur sem ríkir í skipulagsmálum í borgarstjórn Reykjavíkur. Við sjálfstæðismenn viljum að fólk hafi gott val um húsnæði og fái tækifæri til að ráða sínum ráðum sjálft. Við treystum fólki til slíkra ákvarðana, viljum hlusta á óskir þess og þarfir og móta ákvarðanir borgaryfirvalda í samræmi við það. Þetta er hins vegar ekki leiðin sem núverandi meirihluti hefur kos- ið að fara, enda skýra þeir skoðanir fólks á skipu- lagsmálum sem „vísbendingar um óskhyggju fólks frekar en getu“. ingu fyrir skoðunum og getu borgarbúa. Þótt þetta sé sannarlega ekki í fyrsta skipti sem skín í slík við- horf hjá núverandi meirihluta hafa þau sjaldan verið sett fram með svo skýrum hætti. Steinunn Valdís Óskarsdóttir og félagar telja sig þannig hafa betri vitneskju um aðstæður borgarbúa en þeir sjálfir og sú vitneskja virðist segja núverandi meirihluta að það sé lítið mark takandi á þeim viðhorfum sem borgarbúar lýsa, því þeir hafi litla tilfinningu fyrir því hvað þeir eigi eða megi. Og svo er því bætt við að þessar búsetuóskir séu bara í takt við aðrar óraun- hæfar langanir borgarbúa, á borð við þær að vera „ungur, sætur, smart, ríkur og sexý“. Og það er því miður í anda þessara viðhorfa og yf- irlætis sem skipulagsmálum hefur verið stýrt í Reykjavík á undanförnum árum. Þetta er gert þrátt fyrir að flestar staðreyndir um skipulagsmál og bú- setuþróun sýni að stefna vinstri meirihlutans sé ekki til góðs og afleiðingarnar geri t.d. vart við sig í mun minni fjölgun íbúa í Reykjavík en í nágrannasveit- arfélögunum. Ástæðan er sú að lítið hefur verið hlustað á óskir íbúa en mun meira gert með það hvernig núverandi valdhafar telja að einstaklingarnir eigi að búa. Þannig hafa ný hverfi verið skipulögð og þannig stendur til að skipuleggja þau svæði sem borgin hyggst byggja í framtíðinni. Sé litið til þeirra tveggja hverfa sem skipulögð hafa verið í tíð núver- andi meirihluta sést þetta mjög glöggt. Í Grafarholti, þar sem fyrsta úthlutun var árið 1999, eru íbúðir í fjölbýli 77% og í nýjasta hverfinu, Norðlingaholti, hefur aðeins verið úthlutað lóðum undir 23 einbýlis- hús en þar er hlutfall fjölbýlis tæplega 85%. r at- mála í tum og ga vilja kýr vís- í skipu- nn ítrek- tum til m óskum ær hug- rgarráði yggju mur gja þar fólks en a virð- ykvíkinga ræst? ram gja vita ð æða unum Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.