Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 23
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNLAUGUR SIGURÐUR
SIGURBJÖRNSSON,
Jaðarsbraut 15,
Akranesi,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt
þriðjudagsins 20. janúar, verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju miðvikudaginn 28. janúar kl.
14.00.
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Þóra Sigríður Gunnlaugsdóttir, Thomas Oskarsson,
Guðmundur Freyr Gunnlaugsson, Katrín Jakobsdóttir,
Jóhanna Marianne Oskarsson,
Björn William Oskarsson,
Gunnlaugur Þór Guðmundsson,
Jakob Þór Guðmundsson.
Eiginmaður minn og faðir,
KÁRI BORGFJÖRÐ HELGASON,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
laugardaginn 17. janúar, verður jarðsunginn
frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2,
þriðjudaginn 27. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þuríður Vigfúsdóttir,
Helgi Borgfjörð Kárason.
Lokað
Vegna jarðarfarar verður skrifstofan lokuð eftir hádegi
þriðjudaginn 27. janúar.
Rannsóknamiðstöð Íslands
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR
kjólameistari,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 20. janúar, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
27. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
líknarstofnanir.
Guðrún Sigríður Óladóttir,
Jóna Sigurbjörg Óladóttir,
Sævar Karl Ólason Erla Þórarinsdóttir,
Bergljót Valdís Óladóttir, Gústaf Edilonsson,
Sigurður Hilmar Ólason, Margrét Rósa Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjuathöfn um ástkæran son minn, bróður,
mág og frænda,
SVEIN BJÖRNSSON
rafvélavirkja,
Teigaseli 1,
Reykjavík,
verður í Langholtskirkju, þriðjudaginn
27. janúar kl. 13.30.
Útförin verður frá Kálfafellskirkju í Fljótshverfi miðvikudaginn 28. janúar
kl. 14.00.
Valgerður Pálsdóttir,
Páll Björnsson, Guðrún Albertsdóttir,
Stefán Björnsson,
Guðný Björnsdóttir, Sveinn Garðarsson,
Guðjón Björnsson, Valdís Kristinsdóttir,
Snorri Björnsson, Ragnheiður Runólfsdóttir,
Málfríður Björnsdóttir, Sigurður Óskarsson,
og systkinabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL SIGURÐSSON
bifreiðastjóri,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði miðvikudaginn 28. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Þrúður Pálsdóttir, Þorgeir J. Yngvason,
Hákon H. Pálsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir,
Ingólfur Pálsson,
Sigurður Pálsson, Margrét E. Kristjánsdóttir,
Sigurjón Pálsson, Theodóra Ragnarsdóttir,
Halla Pálsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson,
Guðlaugur Pálsson,
Dagmar Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær maðurinn minn,
SIGMAR GUÐMUNDSSON,
Smyrlahrauni 43,
Hafnarfirði,
sem lést 20. janúar verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. janúar
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barna-
spítala Hringsins.
Margrét Pétursdóttir.
✝ Sigrún Árnadótt-ir fæddist í Vest-
mannaeyjum 25. jan-
úar 1932. Hún lést á
Landspítalanum 15.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau hjónin
Helga Sveinsdóttir, f.
10. ágúst 1900, d. 2.
ágúst 1974, og Árni
Magnússon, f. 17.
febrúar 1902, d. 1.
október 1961. For-
eldrar Helgu voru
hjónin Sigríður Þor-
valdsdóttir frá Vall-
arhjáleigu í Gaulverjarbæjar-
hreppi og Sveinn Þórðarson frá
Mýrum í Villingaholtshreppi.
Árni Magnússon var sonur Magn-
úsar Jónssonar frá Steinum, Aust-
ur-Eyjafjöllum, og konu hans,
Guðríðar Jónsdóttur. Ætt hennar
var frá Skógum í sömu sveit. Sig-
rún var fimmta barn foreldra
sinna og urðu systkinin sjö. Þau
eru: Sigurður Kristján, f. 20. sept-
ember 1925; Ragnar
Guðbjartur, f. 24.
september 1926;
Magnús Sveinbjörn,
f. 24. apríl 1929, lést
sama ár; Magnea
Sveinbjörg, f. 12.
september 1930; Sig-
rún, sem hér er
minnst; Helga, f. 6.
ágúst 1935; og Ragn-
hildur, f. 6. ágúst
1938.
Sigrún ólst upp í
Vestmannaeyjum til
sex ára aldurs er
fjölskylda hennar
flutti til Reykjavíkur. Þremur ár-
um síðar fluttu þau að Kröggólfs-
stöðum í Ölfusi. Eftir að faðir
hennar lést flyst fjölskyldan til
Reykjavíkur, að Laugarnesvegi
76. Síðustu ár bjó hún á sambýlum
á vegum Styrktarfélags vangef-
inna.
Sigrún verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Saman setjumst við niður og
minnumst föðursystur okkar, Sig-
rúnar Árnadóttur. Við munum já-
kvæða nærveru hennar og glaðlegt
fas. Henni leið greinilega vel innan
um okkur börnin og var ávallt tilbú-
in að hlæja með okkur þegar við
vorum að gera að gamni okkar.
Þegar við komum í heimsókn til föð-
urfólks okkar á Laugarnesveginum,
sem gjarnan var um jólin og nýárið,
minnumst við stóru púsluspilanna
sem við fengum að spreyta okkur á
með misjöfnum árangri. Þau voru
viðfangsefni hennar Sigrúnar og við
dáðumst að elju hennar og útsjón-
arsemi við að raða litlu púslunum
saman.
Sigrún veiktist alvarlega barn að
aldri og bar merki þeirra veikinda
allt sitt líf. Hún tókst á við fötlun
sína á jákvæðan hátt og var ávallt
trú þeim verkefnum sem henni voru
falin. Það fór ekki fram hjá okkur
að henni fór fram, allt fram á hin
síðari ár er frumkvæði hennar til fé-
lagslegra samskipta jókst jafnt og
þétt. Eðli lífs er jú að vaxa og Sig-
rún var sannarlega lifandi. Við
minnumst hennar með þakklæti og
hlýhug.
Þór, Árni, Sigríður, Geir,
Örn og Helgi Sigurðarbörn.
Nú er hún Sigrún okkar farin til
Guðs. Okkur vinum hennar í Húsinu
langar til að minnast hennar í örfá-
um orðum. Sigrún var ákveðin kona
sem hafði það á hreinu hvað hún
vildi og vantaði hverju sinni. Sigrún
var vinnusöm og dugleg þegar
heilsa og kraftar voru í lagi. Það var
alltaf gaman að fá Sigrúnu í Húsið
þá daga sem hún kom, en heilsu
hennar hafði hrakað síðustu ár
þannig að vera hennar hjá okkur
hafði minnkað frá því sem áður var.
Hún hafði mjög gaman af söng og
ýmiss konar tómstundum og var
hrókur alls fagnaðar á þeim sam-
komum sem hún sótti.
Síðasta samverustund okkar allra
var á jóladegi Lækjaráss um miðjan
desember og minnumst við þeirrar
fallegu jólastundar með Sigrúnu þar
sem hún naut sín með vinum sínum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Með þessum orðum viljum við
þakka Sigrúnu samfylgdina og vott-
um aðstandendum hennar okkar
dýpstu samúð.
F. h. vina hennar í Húsinu,
Jónína Valgarðsdóttir.
Lífsþorsti og gleði var það sem
einkenndi Sigrúnu okkar. Þrátt fyr-
ir veikindi sín var hún alltaf kát og
til í fjörið og vildi ekki missa af
neinu. Hún fylgdist náið með öllum í
fjölskyldu sinni og eins því sem
gerðist hjá okkur og gengu frétt-
irnar á víxl. Sigrún fann sér alltaf
eitthvað til dægrastyttingar og voru
það ófáar stundirnar sem setið var
yfir Gullfoss eða lagður kapall. Sig-
rún hafði mikla ánægju af að hlusta
á tónlist og syngja. Vissi hún alltaf
hvað átti að spila og var þá jafnan
tekið vel undir með söng.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Við söknum Sigrúnar sárt og á
þessari erfiðu stundu er gott að ylja
sér við allar þær góðu stundir sem
við áttum með henni. Systkinum,
ættingjum og vinum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu um ástkæra
vinkonu.
Starfsfólk Mýrarási 2.
SIGRÚN
ÁRNADÓTTIR
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi. Einn-
ig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–
15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina