Morgunblaðið - 26.01.2004, Page 26
26 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
Beini
framhald ...
KÖTTUR! GETTU HVAÐ MIG
DREYMDI Í NÓTT?
© LE LOMBARD
© DARGAUD
ÞÚ VEIST ÞÁ AÐ ÉG
ER EKKI VOPN-
AÐUR! ...
ISS ÉG VAR BÚINN
AÐ SJÁ ÞAÐ FYRIR
LÖNGU! ÞETTA ER
LÖNGU ÚRELT
BRAGÐ!
NÚ? HVERS VEGNA GAFSTU
ÞÁ EKKI SKÍT Í MIG? ÞÚ LÍT-
UR EKKI ÚT FYRIR AÐ VERA
HEIMSKUR ...
NÚ AUÐVITAÐ VEGNA ÞESS
AÐ ÉG ER TIL Í ALLT! ...
HALTU UM STÝRIÐ
STRÁKUR!!!! RÓLEGAN ÆSING! ÉG HEF
FULLT VALD Á SKEPNUNNI!
ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT! ...
ÞEGAR MAÐUR ER AÐSTOÐAR-
MAÐUR FÆRASTA EINKASPÆJ-
ARA STÓRA-BRETLANDS!
JEBB! HIN MARGFRÆGI
CLIFTON OFURSTI! ÉG ER
FRÆNDI HANS ... Í HÚÐ
OG HÁR!
OG ..., ERTU ÞÁ
EKKI LÍKA SONUR
ALÍ BABA?
NÚ
JÆJA?
Æ
ÉG MATREIDDI !!! ÉG VAR AÐ BÚA TIL NÆSTU
JÓLAÁTVEISLU
EN þAÐ ERU
3 MÁNUÐIR
ÞANGAÐ TIL
HELDURÐU AÐ FRYSTISKÁPURINN HAFI
VERIÐ FUNDIÐ UPP FYRIR KETTI?
Í STARTER: FRESKAR SARDÍNUR Í
LAKKRÍS SÓSU OG ANANASMAUK
FORRÉTT: SARDÍNUR Í PÁLMAÓLIA
FLAMBERAÐAR Í CASÍNÓ-COCKTAIL
OG SKREYTAR MEÐ MARSÍPAN OG
SÚKKULAÐI FRAUÐI.
AÐALRÉTT: DJÚPSTEIKTAR SARDÍNUR
BORNAR FRAM MEÐ LÁPERUMAUK
SKREYTT MEÐ MARGLYTTUFLÖKUM.
EFTIRRÉTT: 1. FLOKKS ÍSLENSKAR
REYKTAR SARDÍNUR Í KAKÓMJÓLK
EN LJÚFENGT! ÞVÍ LÍK
SARDÍNUVEISLA!
NEMA HVAÐ, ÞEGAR ÉG SNÉRRI MÉR
VIÐ Í 2 MÍNÚTUR TIL AÐ GERA
ANNAÐ ÞÁ NÓTFÆRÐIR ÞÚ ÞÉR ÞAÐ
OG GLEYPTIR ALLT SAMAN.
AF HVERJU FÉKKSTU EKKI MARTRÖÐ OG DRAPST?
GRRR!!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÖRYRKJABANDALAGIÐ hefur í
annað sinn fengið lagfæringu á sín-
um lífeyri. En svefngengilsháttur í
málefnum aldraðra entist út síðustu
öld og virðist ætla að verða við lýði
vel fram á þessa. Það eru því litlar
líkur á að þeir sem nú eru á ellilífeyri
eigi eftir að lifa breytingu á því
ástandi. Það er líka hagkvæmt fyrir
ríkisstjórnina að draga lappirnar í
málefnum aldraðra, því þegar þeir
sem nú eru sjötugir, eða meir, hverfa
af sjónarsviðinu, þarf ríkið að greiða
lægri upphæð til þeirra sem á eftir
koma, því þeir hafa hærri greiðslur
úr lífeyrissjóði og fara sjóðsgreiðsl-
urnar hækkandi eftir því sem nær
dregur þeim sem fæddir eru 1954,
því þeir sem fæddir eru 1954 og eftir
það verða allir komnir með fullan líf-
eyrissjóð fyrir alla starfsævina og
því lausir við skerðingarákvæði
tekjutryggingar.
Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að
undirbúa breytingar á lífeyri aldr-
aðra og mun helst horft til þess að
setja þá á tóma sjóði sveitarfélaga,
og tryggja með því að þeir lifi stutt.
Komið mun hafa til tals að einka-
væða lífeyri aldraðra og gera þá þar
með að hráefni í spilavíti fjárglæfra-
manna. Hvernig svo sem þetta fer er
líklegt að þegar forusta ellilífeyris-
þega rumskar næst, þá bjóði fjár-
málaráðherra þeim í flokksbræðra-
kaffi svo þeir verði ekki til vandræða
eins og Garðar.
Línuívilnun hefur farið illa í þá
stórútgerðarmenn, sem lagt hafa all-
an sinn metnað í það að draga til sín
kvóta frá öðrum byggðarlögum og
með því kollvarpað atvinnulífi og af-
komu fólks í mörgum byggðarlögum.
Helsta upphrópun þessara manna
nú er að þingmenn skuli vera svo
óforskammaðir að ætla að færa
kvóta frá þeim, sem hafa lagt svo
mikla vinnu og fjármuni í það að
kaupa sér sem öflugust gereyðing-
artæki til nota á miðunum. Og stuðla
með því að öflugri fiskvernd, að
þeirra sögn. Einnig hafa þeir sagt að
tilfærsla á kvóta sé hrein vitleysa.
Þar með hafa þeir viðurkennt að sú
tilfærsla sem þeir stóðu fyrir var
hrein vitleysa. Það hlýtur því að vera
nauðsyn að færa sem mest af kvót-
anum til baka.
Bankastjórar, forstjórar verð-
bréfamarkaða og forstjórar fyrir-
tækja hafa komist að þeirri niður-
stöðu að þeir séu svo verðmætir að
nánast sé útilokað að greiða þeim
laun sem séu í samræmi við verðgildi
vinnuframlags þeirra. Með þetta að
leiðarljósi hafa þeir ákveðið að búa
til fyrir sig starfslokasamninga sem
færi þeim tugi milljóna, svo nú geta
þeir skipst á að sitja í hinum ýmsu
forstjórastólum og fengið starfsloka-
samning upp á nokkra tugi milljóna
með stuttu millibili.
Alþingismenn fordæmdu þessa
græðgi, sem þeir töldu sumir að
nálgaðist skynsemisskort, en þeir
iðruðust fljótlega orða sinna og sáu
að alþingismenn gætu notað þessa
aðferð til að krækja sér í aura og
bjuggu til sérstakan starfslokalífeyr-
issjóð alþingismanna á kostnað rík-
isins sem myndi færa þeim 7–8
hundruð þús. kr. á mánuði í lífeyr-
isgreiðslur. Helstu rökin fyrir þessu
töldu þeir vera þau að alþingismenn
væru það vanhæfir til allra starfa að
ekkert fyrirtæki teldi sér fært að
taka þá í vinnu. Sé þetta rétt þurfum
við kjósendur að fara vel yfir hæfni
okkar til að velja fulltrúa á þing.
Hvað svo sem öllu þessu líður
skulum við vona að nýtt ár verði
þjóðinni gjöfult, jafnvel þótt alþing-
ismenn séu vanhæfustu starfsmenn
þjóðarinnar, eins og þeir hafa sjálfir
haldið fram.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5,
111 Reykjavík.
Alþingismenn ónot-
hæfir að eigin sögn
Frá Guðvarði Jónssyni:
SVO virðist sem ýmsum ættingjum
þekktra manna og kvenna, sem orðið
hafa fórnarlömb endurminninga- og
æviskráaskrifara, sé nóg boðið.
Þessi gamla þjóðaríþrótt er ýmissa
góðra gjalda verð en vandmeðfarin
og oft fá góðir skrifarar slíkt fjör í
fingur af frásagnagleði að þeir gera
látnu fólki sem ekki getur svarað
fyrir sig rangt til, gæta ekki einu
sinni þeirrar frumskyldu að reyna að
kanna báðar hliðar frásagnar. Við
endurminningum er lítið að segja,
þær eru eins og frásagnarmaður
man – eða þykist muna – þær, en séu
þær ritaðar af viðmælanda ber hon-
um ótvírætt að hafa þessa skyldu í
heiðri.
Faðir minn og vinur, Jón Árnason,
er t.d. einn þeirra sem óheiðarlegur
skrifari reynir að sverta í lipurlega
skrifaðri viðtalsbók við gáfaðan en
nokkuð sérlundaðan öldung nú lát-
inn, dr. Benjamín Eiríksson. Skrif-
arinn, Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, lætur ekki nægja að skrá
einhliða minningar dr. Benjamíns
um viðskipti þeirra án þess að kanna
hvort rétt væri munað, hann kjams-
ar á hatursfullum og háðuglegum
lýsingum á föður mínum þegar hann
hafði legið í gröf sinni í 20 ár og þessi
gjörningur gat engu þjónað öðru en
að sverta minningu hans og særa eft-
irlifandi ástvini.
Þessi vinnubrögð við rit um liðna
menn og atburði eru því miður ekki
einsdæmi og leitt til þess að vita ef
vandaðri skrifarar falla í þessa
gryfju því vont væri ef þessari oft
fróðlegu fræðigrein – leyfi ég mér að
nefna hana – verður spillt af óvönd-
uðum, athyglissjúkum skrifurum.
Að lokum vil ég benda á, að ill-
mögulegt er að svara slíkum mann-
orðsskemmdum sem lipur skrifari
læðir inn í frásögn af eigin eða ann-
arra endurminningum.
ÁRNI JÓNSSON
Laufásvegi 71,
Reykjavík
Um æruleysi skrifara
Frá Árna Jónssyni: