Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... SVONA BYFLUGA, SESTU HÉR Á TRJÁBOLINN © DARGAUD © DARGAUD ÞREMUR VIKUM SÍÐAR Á HEATHROW-FLUGVELLI, NOKKRA KÍLÓMETRA FYRIR UTAN LONDON ... Ó SARA! ... ÉG VAR FARINN AÐ VERÐA ÁHYGGJUFULLUR ... AFSAKI HARALD- UR! ... ER HANN KOMINN? FLUGVÉLIN VAR RÉTT AÐ LENDA! ... HANN VERÐUR SMÁSTUND AÐ FINNA FARANGURINN ... SEGIÐ MÉR, HAFIÐ ÞÉR LESIÐ DAGBLÖÐUNGINN Í DAG? ÉG VEIT ... JÁ! RUTHMANN VAR HANDTEKINN Í VENESÚELA! HANN VERÐUR FRAM- SELDUR FLJÓTLEGA! ÞAÐ VONA ÉG SVO SANNARLEGA! ÞAÐ HEFÐI VERIÐ VERRA EF HANN HEFÐI EINN KOMIST UNDAN REFSINGU! ÞAÐ ER ÞÁ BÚIÐ AÐ UPPRÆTA ALLAN FLOKKINN! HÉRNA, SARA ... PFFF ... HVERNIG HAFÐIR ÞÚ ÞESSAR UPPLÝSINGAR UM LÁKA? EINN AF NJÓSNURUM OKKAR HAFÐI SVINDLAÐ SÉR Í FLOKK RUTH- MANNS FYRIR LÖNGU ... NEI! EKKI Á ANDLITIÐ Á MÉR. ÉG SAGÐI Á TRJÁBOLINN!! Í HVAÐA LEIK ER HANN? HANN ER AÐ REYNA AÐ ÞJÁLFA BÝFLUGU TIL AÐ SETJAST Á TRJÁBOL EN ÉG HELD AÐ ... FLUGAN SÉ AÐ KENNA HONUM AÐ SLÁ SJÁLFAN SIG ÞEGAR HÚN VILL BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. YFIRLEITT getur verið frekar leiðinlegt að lesa lagatexta, orðalag- ið og setningafræðin eru við fyrstu sýn óaðlaðandi og alls ekki í sam- ræmi við þann afþreyingartexta sem við þekkjum úr því léttmeti sem við lesum oftast í bókum og blöðum. Þegar ég var í námi, sem er algjör- lega ótengt lögfræði, kviknaði þó á einhverjum neista hjá mér þegar ég las eina litla lagagrein. Þessi grein fangaði athygli mína og kveikti hjá mér áhuga á að lesa það sem ég hefði aldrei áður lesið. Hún hljómar eins og fallegt ljóð sem hefur til há- vega óeigingjarnar tilfinningar og veitir hlýlega öryggiskennd eins og móðir eða faðir sem faðma að sér barnið sitt sem hefur hrasað og fengið bágt á litla líkamann sinn. Þau vernda barnið sitt fullkomlega, setja plástur á sárið, hugga og kyssa á bágtið og kenna því hvernig á að forðast sömu mistökin aftur. Þannig er fyrsta grein laga um heilbrigð- isþjónustu: 1. gr. 1.1. Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegri heilbrigði. Í ljósi sláandi frétta um miskunn- arlausan sparnað í heilbrigðisgeir- anum má líta svo á að foreldrarnir elski ekki lengur litla krílið sitt. Þau eru of upptekin við annan rekstur heimilisins til að taka eftir því að smáfólkið á heimilinu stendur í bið- röð við eldhúsdyrnar og bíður eftir einhverri athygli. Ég er ekki að ákveða hvað er mikilvægast í for- gangsröðun ríkisrekstursins, en heilbrigði landsmanna er sko ekki í síðasta sæti. Auðvitað kostar allt pening og það er þess vegna sem við borgum okkar skatta með bros á vör vitandi að einhver skynsamur og úr- ræðagóður þingmaður dreifi þeim á réttlátan og óeigingjarnan hátt til allra þeirra málaflokka sem við vilj- um viðhalda. Ef fjárreiður ríkisins standa ekki straum af kostnaði við eins mikilvæga stofnun eins og heil- brigði landsmanna held ég að það væri þó skömminni skárra að hækka skattana frekar en að skerða þjón- ustu, ég vil frekar borga meiri skatta en að búa við krypplað heilbrigðis- kerfi. Nú, ef lágæruverðugt alþingi Íslendinga sér sér ekki fært að halda heilbrigðiskerfinu gangandi í sam- ræmi við 1. grein laga um heilbrigð- isþjónustu, skulu þeir hið fyrsta semja frumvarp til breytinga á þeim lögum svo þau verði svohljóðandi: 1. gr. 1.1. Allir landsmenn skulu eiga kost á ódýrustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Að lokum má geta þess að það eru landsmenn sem ráða en ekki ráða- menn, ef alþingismenn standa sig ekki, er alltaf hægt að fá sér nýja. GUNNAR BERGMANN STEINGRÍMSSON, Vallarbraut 3, 300 Akranesi. Krypplað heil- brigðiskerfi Frá Gunnari Bergmann Steingrímssyni sjúkraliða UM JÓLIN eignaðist ég bók sem gott er að blaða í og lesa sér til ánægju. Hér er um að ræða vísna- og kvæðakver Rögnvalds Rögnvaldsson- ar (1912–1987). Rögnvaldur var Hún- vetningur með sanni, þótt hann væri líka gróinn Akureyringur, ef ekki Mý- vetningur að einhverju leyti, því að þar skaut hann rótum um sinn og var ævinlega í góðum tengslum við Mý- vatnssveit, enda sótti hann þangað konu sína, Hlín Stefánsdóttur frá Haganesi. Hún stendur fyrir útgáfu bókarinnar, sem Ragnar Ingi Aðal- steinsson hafði umsjón með. En Rögnvaldur var umfram allt Húnvetningur. Nafnið á bók hans er því vel valið, Húnvetnskt bros í aug- um. Hann var trúr uppruna sínum og æskustöðvum, þótt ekki væri hann borinn til auðs og arfs nema að því leyti sem hann hlaut í vöggugjöf góð- ar gáfur, sinnugan hug og mannslund. Ást sinni á æskustöðvum lýsir hann svo: Vinahöndum tek ég tveim töframyndir, bróðir, þegar mér er hugsað heim á Húnvetningaslóðir. Rögnvaldur Rögnvaldsson var skáld lausavísunnar, „kveðskapar- forms sem bundið er hinum fornu reglum um stuðlasetningu og rím“ eins og Ragnar Ingi orðar það í inn- gangi bókar. Hvað það varðar eru vís- ur Rögnvalds afbragðsgóðar. Þeir sem njóta vilja alþýðlegrar skáld- skaparlistar ættu að lesa vísurnar í þessari bók og læra listina að gera góða vísu af Rögnvaldi Rögnvalds- syni. Slíkur var hann snillingur lausa- vísunnar. Efnistök hans svara jafnan til formsnilldar vísnanna, enda hafði hann mikinn metnað sem vísnaskáld: Margir eru Mímisbrunnar, mörg er feigðarvökin. Á kröppu formi ferskeytlunnar finn ég bestu tökin. Eins og venja er lausavísnaskálda orti Rögnvaldur marga stökuna í gamansömum tón með „bros í aug- um“. En mest dái ég vandvirkni hans, sem mætti vera öðrum til fyrirmynd- ar. Framtíð lausavísunnar á allt undir vandvirkni, að þær séu ortar á skálda- máli. Það er lítill vandi að hnoða sam- an leirburði fullum af hortittum, stuðlabrenglun og rímskekkjum. Þeir sem læra vilja list vísnagerðar eiga að kynna sér verk hinna góðu vísna- skálda. Í þeim hópi er Rögnvaldur Rögnvaldsson. INGVAR GÍSLASON, Eikjuvogi 1, Reykjavík. Vísnakver Rögnvalds Rögnvaldssonar Frá Ingvari Gíslasyni, fyrrverandi menntamálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.