Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar TILRAUNIR með innlent lífdísilelds- neyti hafa gengið vel, að sögn Höllu Jónsdóttur, verkefnisstjóra á efnis- og umhverfissviði Iðntæknistofnunar. Eldsneytið er unnið úr dýrafitu frá Kjötmjöli og hefur mjólkurbíll frá Mjólkurbúi Flóamannaverið knúinn eldsneytinu. Eins hefur verið prófað að nýta úrgangs steikingarolíu frá matsölustöðum til eldsneytisgerðar. Að sögn Höllu er lífdísilnum bland- að við hefðbundna dísilolíu. Framleið- endur dísilvéla gefa gjarnan upp besta hlutfall slíkrar eldsneytisblöndu. Með íblönduninni verður bruninn fullkomn- ari og bílarnir menga minna með líf- dísileldsneytisblöndunni en hreinni dísilolíu. Halla sagði að næsta skref yrði að gera viðskiptaáætlun fyrir eldsneyt- isvinnslu af þessu tagi. Samkvæmt grófri áætlun virðist framleiðsla inn- lends lífdísils geta staðið undir sér. Farartæki í fitubrennslu Þ egar Birgir byrjaði á ferðamennsku sinni voru margir þeir slóðar sem orðn- ir eru hálendisvegir í dag, ekki til. „Á Íslandi eru til jeppaleiðir sem eru ein- stakar í heiminum“ segir Birgir. „Hér getur maður farið dagleið og ekið yfir stórfljót og vötn, gegnum skóg og sanda, og upp á jökla og úfin hraun í einni og sömu ferðinni sem er alveg einstakt í heiminum.“ Nú er hann hins vegar búinn að ferðast um landið á ýmsum farartækj- um í hálfa öld og því finnst honum tími til kom- inn að víkka aðeins sjóndeildarhringinn og leita aðeins út fyrir landsteinana. Í fótspor Vilhjálms Stefánssonar „Það sem mig langar að gera innan nokkurra ára er að feta í fótspor Vilhjálms Stefánssonar heimskautakönnuðar og ferðast á jeppa um óbyggðir Norður-Kanada.“ Birgir er búinn að vera að leggja drög að þessari ferð síðan í fyrra og býst við að ferðalag- ið verði um 4-5.000 km um slóðir Inuíta, yfir frosin vötn og snæviþakta skóga. „Ég ætla að fara á Djáknanum enda á hann ættir sínar að rekja til þessa heimshluta.“ Djákninn frá Myrká er 20 ára gamall Bronco II jeppi sem Birgir hefur breytt og er ennþá að breyta. „Það er svo ekki verra að maður fær alla varahluti bara í kaupfélaginu enda bíllinn einmitt smíð- aður á þessum slóðum,“ segir Birgir. Djákninn er engin smásmíði, fullbreyttur á sínum 44 tommum. Ofan í vélarsalnum lúrir „strókaður Winsor“, en það er 351 kúbiktommu vél sem búið er að lengja slagið í svo að hún fer upp í 427 kúbiktommur. „Við þessa breytingu á vélinni fer hún upp í 930 Newtonmetra í togi sem er eina mælieiningin á afli sem á við í jeppa,“ segir Birgir með öryggi þess sem veit hvað hann syngur. Í bílnum er svo vörubílakassi og hásingar úr pallbíl til að ráða við átökin. Síð- an Birgir byrjaði að breyta bílnum árið 1988 er hann búinn að aka honum 750.000 km um allt landið þvert og endilangt, mest allt í ferðum eins og þeirri sem hann er nýkominn úr. Með slíka reynslu í farteskinu þótti okkur forvitni- legt að skoða aðeins hvernig Birgir hefur breytt bílnum og hvers vegna. Sjö tegundir fjarskiptatækja Djákninn er með 8.000 punda spili, „enda ekki hægt að vera án þess í alvöru fjallaferð- um.“ Í honum eru sjö mismunandi tegundir af fjarskiptatækjum og þrjár gerðir siglinga- tækja, „því ef eitt tækið bregst getur maður treyst á það næsta. Þess vegna eru tvö sjálfstæð rafkerfi í bílnum, eitt fyrir bílinn en hitt fyrir öll tækin sem í honum eru. Allur rafbúnaðurinn er svo vatnsvarinn sem er nauðsynlegt í íslenskri veðráttu.“ Segja má að bíllinn sé búinn afísingarbúnaði því Birgir hefur smíðað í hann dælubúnað með upphitaðan brúsa fyrir rúðuvökva sem hann fyllir af spíra. „Þurrkublöðin eru svo upphituð þannig að það frýs aldrei á þeim. Fyrir dekkin er svo úr- hleypi- og pumpubúnaður, auk úðakerfis fyrir hreinsiefni, og má stjórna þessu öllu innan úr bílnum á ferð.“ Aftur í er loks 300 lítra bens- íntankur, „en eyðslunni er hægt að stjórna með tölvubúnaði sem hefur áhrif á bensínblönduna,“ segir Birgir. Hvort það á eftir að duga honum þegar komið verður í óbyggðir Kanada, þar sem oft getur verið langt á milli bensínstöðva, verð- ur svo bara að koma í ljós. Jeppaferð um óbyggðir Norður-Kanada Verndarrúnirnar á hliðum bílsins eiga að vaka yfir manni á fjöllum. Sjö mismunandi gerðir fjarskiptatækja, þrjár gerðir siglingatækja auk tölvu til að stjórna bensínblöndunni. Morgunblaðið/Jim Smart Birgir eða Fjalli eins og flestir þekkja hann, við Djáknann frá Myrká. Margir þekkja ævintýramanninn Birgi Brynjólfsson, betur þekktan sem Fjalla, sem einn reyndasta fjallamann landsins og þótt víðar væri leitað. Njáll Gunnlaugsson hitti hann yfir kaffisopa þegar hann var nýkominn úr ferð á Mýrdalsjökul og um Syðri- Fjallabak um þarsíðustu helgi, þegar norðanáhlaupið gekk yfir landið. Á dekkjunum er búnaður til að hleypa í og úr lofti innan úr bílnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.