Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 23
lengri ferðir; góð áseta er lykilatriði, ásamt því að þægilegt sé að standa þegar það á við. Í þeim efnum er erfitt að búa til einn sleða sem hentar öllum. Ég verð að segja að fyrir minn smekk er ásetan á RX-1 í hæsta gæðaflokki. Sætið er hæfilega stíft og vel lagað og útsýni á mælana mjög gott. Stýrið sjálft mætti þó að skaðlausu vera bæði hærra og jafnvel breiðara. Með hærra stýri væri auðveldara að ráða við sleðann í hliðarhalla og skáskera brekkur. Það sem kom mér mest á óvart er hversu léttur og meðfærilegur sleð- inn í raun virkar. Hann beygir vel og lætur að flestu leyti vel að stjórn. Helsti gallinn er að menn verða að hafa varann á sér í kröppum beygj- um. Innra skíðið vill fara á loft og jafnvel ber á að sleðinn skriki út und- an sér. Þarna kemur þyngdin án efa til sögunnar en þetta kann að vera hægt að leysa með því að stilla fjöðr- unina betur. Ég gerði reyndar engar sérstakar tilraunir með mismunandi uppsetn- ingu á fjöðrun. Heilt yfir fannst mér sleðinn vel upp settur og hef raunar alla tíð verið ágætlega sáttur við Pro Action-afturfjöðrunina frá Yamaha. Hún hefur reyndar ekki þróast mikið í gegnum árin en eins og fram hefur komið verða verulegar breytingar á henni frá og með 2005-árgerðinni. Þetta er ágætlega burðarmikil fjöðr- un, stendur sig mjög vel á meðan ekki er mjög óslétt færi, en á virkilegum karga eru aðrar útfærslur betri. Galli við þá Yamaha-sleða sem ég hef haft kynni af hefur verið óþarflega mikið slit á meiðum og ekki er ég frá því að RX-1 geti verið sama marki brennd- ur. A.m.k. þóttist ég nokkrum sinnum finna smáplastlykt ef færið var hart. Nýtur sín vel í hraðakstri Best nýtur RX-1 sín venjulegum „trail-akstri“. Þannig er líka senni- lega bróðurparturinn af öllum akstri sleðamanna. Og hraðinn er ekki vandamál. Því hraðar sem var ekið því betur naut sleðinn sín. Uppi á Vaðlaheiði gafst kostur á að gefa dug- lega í. Færið var talsvert rifið á köfl- um en það var svo sannarlega ekki vandamál. Þótt mælirinn sýndi vel yf- ir 100 km hraða haggaðist maður ekki á sætinu. Framfjöðrunin stóð sig frá- bærlega og ég fullyrði að ég hef engan sleða keyrt sem lætur jafn vel að stjórn á mikilli ferð. Við þessar að- stæður fannst mér sleðinn njóta sín hvað best og skapaði tilfinningu sem ég hef ekki áður notið á 30 ára sleða- ferli. Ég viðurkenni fúslega að vera frekar huglaus þegar kemur að hrað- akstri á vélsleða en á RX-1 fannst mér mér allir vegir færir. Vert er að hafa á hreinu að RX-1 er ekki besti púðursleðinn eða fjallaklifr- arinn á markaðinum, enda ekki ætlað að vera það. Þetta á auðvitað ekki síst við um stutta sleðann sem prófaður var að þessu sinni. Mín upplifun á sleðanum er hins vegar sú að hann sé vel meðfærilegur í hliðarhalla og á meðan hann hefur spyrnu klifrar hann endalaust upp brekkur. Stutta beltið hentar ekki í púðursnjó, frekar en hjá öðrum stuttum sleðum, en mér fannst hann samt ótrúlega duglegur. Gríðarlega spennandi ferð upp Geld- ingsárgilið í Vaðlaheiði, í miklum lausasnjó, var einn af hápunktum helgarinnar en fékk snöggan og sorg- legan endi þegar ökumaðurinn fipað- ist eitt augnablik í þröngum skorn- ingi. Útlit og frágangur Útlit er nokkuð sem menn verða aldrei sammála um. Einnig getur smekkur manns breyst. Mér fannst t.d. Firecat til að byrja með einhver ljótasti sleði sem ég hafði séð. Nú, tveimur árum seinna, finnst mér hann einhver sá fallegasti á markaðinum. Mér hefur hins vegar frá upphafi þótt RX-1 hreint ótrúlega flottur og það álit dofnaði ekki við að prófa gripinn. Það er helst að manni finnist hlutföll- in í stutta sleðanum svolítið skrítin. Að framendinn beri það sem fyrir aft- an er hálfgerðu ofurliði. En hér ræður smekkur hvers og eins. Rúðan er ágætlega heppnuð en mætti þó fyrir minn smekk vera aðeins breiðari. Mér fannst gusta heldur mikið um hendurnar. Sleðinn er til í nokkrum litasamsetningum en sá sem undirrit- aður hafði til afnota var svartur. Yamaha hefur alltaf haft orð á sér fyrir vandaðan frágang og þar er RX-1 engin undantekning. Það er hrein unun að sjá hversu allt virðist vandað og vel hugsað. Digital-mæla- borðið er ótrúlega „kúl“ auk þess að virka vel. Hitastilling fyrir handföng og bensíngjöf er stiglaus og vel fyrir komið sitthvorumegin á stýrinu. Takki til að hækka og lækka ljós er einnig vel staðsettur og ljósið sjálft er mjög gott. Hái geislinn lýsir vel fram- fyrir sleðann og ef ljósin eru lækkuð fæst mjórri og lægri geisli sem ætti að nýtast vel ef keyra þarf í vondu veðri. Útfærsla á púströrunum er ótrú- lega flott en á sama tíma dálítið pirr- andi. Þegar þú t.d. setur sleðann í gang á morgnana eftir að hann hefur staðið úti þarftu að lofa honum að ganga í smástund. Þú vilt hins vegar nota tímann til að losa aðeins um sleð- ann, lyfta honum upp að aftan og láta hann detta niður til að losa um klaka í beltinu. Á RX-1 færðu hins vegar pústið beint í andlitið við þessa at- höfn. Stærsti ókostur þessa fyrir- komulags með púströrin er hins veg- ar alger skortur á farangursrými. Þú getur ekki tekið með þér nesti til dagsins nema þá að fá þér tanktösku eða aðra lausa hirslu sem þú hengir utan á sleðann. Fyrir þá sem stunda langferðir skapa púströrin einnig vandamál upp á farangursgindur. Fyrir hverja? Í heild líkaði mér frábærlega vel við sleðann þótt alltaf megi finna eitthvað til að setja út á. Það eru til sleðar sem standa sig mjög vel á tilteknu sviði og myndu þ.a.l. standa sig betur á því en RX-1. Hins vegar hef ég trú á að þessi sleði ætti að geta hentað mjög stórum hópi sleðamanna því hann gerir marga hluti mjög vel. Nóg afl, góð áseta, góðir alhliða aksturseiginleikar og vönduð smíði er nokkuð sem ég held að margir sækist eftir. Flott útlit og 30% minni eyðsla en félaginn á tví- gengissleðanum ætti heldur ekki að skemma fyrir. Fyrir þá sem stunda langferðir um hálendið er sleði sem þessi augljós kostur og í raun und- arlegt að ekki skuli fleiri hafa valið þessa leið. Ég er hins vegar sann- færður um að þeim mun fjölga. Að lokum Eins og fram hefur komið mun Yamaha leggja aukna áherslu á fjór- gengistæknina á næsta tímabili og ætlar greinilega að veðja á hana. Á þessu hafa menn mismunandi skoð- anir eins og gengur. Ég segi hins veg- ar: Frábært! Þó ekki væri nema fyrir það eitt að ekki séu allir framleiðend- ur að matreiða sama grautinn í svip- uðum skálum. Yamaha sýndi okkur með RX-1 að fjórgengistæknin er og verður alvöru valkostur í sleðum. Fyrir að vilja, þora, geta og gera fær Yamaha mitt atkvæði. Halldór Arinbjarnarson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 23 Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík Opið: mánudaga-föstudaga 8-18 Varahlutir fyrir Evrópu- og Asíubíla NÝTT Ó TR Ú LE G V ER Ð 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Borgartúni, Reykjavík Bíldshöfða, Reykjavík Dalshrauni, Hafnarfirði Hrísmýri, Selfossi Dalbraut, Akureyri Grófinni, Keflavík Lyngási, Egilsstöðum Álaugarvegi, Hornafirði Smiðjuvegi, Kópavogi RSH.is Dalvegi, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.