Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 13
Allt fyrir mótorsport upplifðu frelsi Einstakt Factory-hjól Sími 567 6116 - Baughúsum 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 B 13 bílar FRAMLEIÐENDURmættust í kvart- mílukeppni nýrra óbreyttra vélsleða og sleðar frá Arctic Cat sigruðu í öll- um flokkum. Sleðarnir frá Arctic Cat náðu bestu tímunum í öllum flokkum í þessum óformlega kappakstri milli helstu vél- sleðaframleiðenda heims. Það var biblía bandarískra vélsleða- manna, „American snowmobiler“ vél- sleðablaðið, sem efndi til einvígis milli nýjustu sleðanna. Í hefðbundnum vél- sleðakeppnum er ávallt búið að breyta, bæta og stilla sleðana þannig að þeir standi sig betur í keppni. Blaðið efnir því árlega til einvígja á milli nýj- ustu sleðanna þannig að kaupendur geti áttað sig á hvaða sleðar eru hrað- skreiðastir „eins og þeir koma úr kassanum“ frá framleiðendunum. Það voru Firecat F6, Firecat F7 og ZR 900 sleðarnir sem voru fulltrúar Arctic Cat í keppninni að þessu sinni en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er haldin. Keppnin fer þannig fram að sami ökumaðurinn ekur öllum sleð- unum á kvartmílubraut. Hámarks- hraði og tími í mark er síðan mældur til að skera úr um sigurvegarann. Firecat F6 sleðinn keppti í 600 kúb- ika flokki og fór kvartmíluna á 12,89 sekúndum. Firecat F7 sleðinn skaut helstu keppinautum sína í 700 kúbika flokknum ref fyrir rass og fór kvart- míluna á ¾ hlutum úr sekúndu hraðar en sá sem lenti í öðru sæti. ZR 900 sleðinn var svo hraðskreiðastur allra þennan dag og náði tímanum 12,37 sekúndum í yfir 800 kúbika flokknum. ZR 900 sleðinn er enda búinn bylting- arkenndum drifbúnaði sem kallast ACT Diamond Drive og skilar ýtrustu nýtingu á 150 hestafla Suzuki-vélinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg F7 Firecat frá Arctic Cat. Arctic Cat sigraði í keppni framleiðenda  HÁLKA, vatn á akbraut eða lausa- möl geta verið hættulegar aðstæður, einkum fyrir óreynda ökumenn. Hvað getum við gert til að gera þá hæfari til að mæta slíkum aðstæðum? TUP Norden, Transport Under- visnings Park i Norden, eru samtök aðila á Norðurlöndum sem starfrækja sérstök aksturskennslusvæði með hálkubrautum. Nú ber svo við að TUP Norden heldur stjórnarfund hér á landi 19. til 22. febrúar nk. Af því tilefni hefur ver- ið ákveðið að halda ráðstefnu þar sem fulltrúar hinna Norðurlandanna kynna framkvæmd þessara mála í hverju landi fyrir sig. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún og hefst fund- urinn föstudaginn 20. feb. kl. 09:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Eru aksturstæknilegar æfingar sem framkvæmdar eru á sérhönnuðu akst- urskennslusvæði nauðsynlegur þáttur í nútíma ökunámi? Á ráðstefnuna eru boðnir aðilar sem standa næst um- ferðarmálefnum ásamt ökukennurum. Framsöguerindi halda Kurt Erlands frá Finnlandi, Rune Gustavsson frá Svíþjóð, Helge Tingelstad frá Noregi og Claus Søder frá Danmörku. Í pall- borðsumræðum verður síðan leitast við að svara spurningunni: „Hver yrði ávinningur af því að taka upp skipu- lagða kennslu í hálkuakstri á Íslandi?“ Hálka – Lífshætta! ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.