Morgunblaðið - 18.02.2004, Side 4

Morgunblaðið - 18.02.2004, Side 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MARTEINN Pétursson hefur und- anfarið dundað sér við að breyta Ford Econoline í vinnuhúsnæði sínu við höfnina í Hafnarfirði í sannkallað bíltröll. Við sögðum frá því í byrjun árs að Marteinn væri að breyta bílnum fyrir 49 tommu dekk. Fyrir átti Marteinn annan Econol- ine en boddíið var farið að gefa sig. Hann fann nýja bílinn á bílasölu og eru í honum sæti fyrir ökumann og 14 farþega. Marteinn er núna búinn að setja undir hann dekkin en ennþá á eftir að setja brettakantana á hann. „Ég er líka ennþá að passa að afturhásingin snúi ekki upp á allt. Hjólin eru svo stór og taka svo mikið til sín af aflinu,“ segir Mar- teinn. Framundan er líka að breyta vélinni í bílnum. Það á að setja ann- an kuðung sem gerir það að verkum að túrbínan kemur inn á undir 1.000 snúningum. Á 80–90 km hraða snýst vélin ekki nema um 1.300 snúninga á mínútu og Mar- teinn vill fá aflið miklu fyrr inn til að létta alla notkun á honum. Kominn á 49 tommurnar Morgunblaðið/Jim Smart Marteinn Pétursson við 49 tommuna. bílar „STEINN hannaði bílinn í hálfgerðu gríni og ég smíðaði hann því í hálf- gerðu gríni líka til að byrja með,“ segir Stefán Ingólfsson um sérsmíð- aðan bíl sem hann er búinn að eiga í meira en þrjá áratugi. Bíllinn kallast Minkurinn og segja má að þar sé kominn fyrsti jepplingur landsins. Margir kannast við Stein Sigurðs- son, hönnuð bílsins, en hann hefur hannað og smíðað fleiri merkilega bíla, eins og Extremer jeppann og Rafsa, sem var rafmagnsbíll. Mink- urinn er fyrsti bíllinn sem Steinn hannaði. Var ódýr í smíðum „Bíllinn átti fyrst að vera bein- skiptur, þ.e. með skiptingu úr beini, sagði Steinn í gríni, aðspurður hvað hafi rekið þá félaga til að koma slík- um grip á hjólin. „Það kostaði ekki neitt að smíða hann. Stálið í grindina kostaði ef ég man rétt aðeins 400 krónur og botninn fengum við gefins á bílaleigu á Hverfisgötunni, með upphengjum og öllu saman,“ segir Stefán. Undirvagninn var svo styttur eftir hugmyndum Steins, um 32 senti- metra. „Ég sagaði hann svo í sundur með járnsög því að annað verkfæri átti ég ekki í þetta þá,“ segir Stefán. „Hugsunin var sú að fara niður í Bif- reiðaeftirlit með eitthvað sem hafði aldrei sést þar áður. Buggy stíllinn var þá að verða til í Ameríku og við sóttum sumar hugmyndirnar þang- að. Margt í bílnum hafði ekki ver- ið gert áður, má þar nefna aft- urfelgurnar sem voru breikkaðar til að ná meiri grip- fleti, en það hafði ekki sést áður.“ Á undan sinni samtíð Stefán sá að mestu um smíðina á bílnum. Byrjað var á grindinni sem er úr prófíljárni og beygði hann hana til með handafli. „Mér hafði verið sagt að það ætti ekki að vera hægt að beygja þetta prófílstál, en ég fékk mér bremsudisk úr stræt- isvagni og notaði hann til að beygja stálið eftir, smátt og smátt,“ segir Stefán. Bíllinn var hafður með mjög stuttu að- og fráfallshorni til að auka getu hans í torfærum. Þetta er athyglis- vert þegar það er haft í huga að margir hugmyndajeppar í dag eru einmitt með sama lagi. Minkurinn hefur alveg ótrúlega getu í torfærum eins og sannaðist fljótlega eftir að hann kom á götuna. Stefán fór þá með hann í torfæru- keppni í Grindavík og gerði sér lítið fyrir og fór í flestar þær brautir sem stóru jepparnir voru búnir að fara. Vakti þetta að vonum mikla at- hygli áhorfenda en tekið skal fram að þrautirnar voru ekki alveg eins rosaleg- ar og menn kannast við í dag. Fjölskyldubíll í mörg ár Minkurinn var samt ekki bara leiktæki eins og margir gætu haldið, en Stefán notaði bílinn sem fjöl- skyldubíl í mörg ár. „Við notuðum hann þannig í rúm sjö ár, fyrir okkur hjónin og börnin, sem voru þá orðin þrjú,“ segir Stefán. Þegar honum var lagt var búið að keyra hann hátt í 200.000 kílómetra. Stefán stóð í húsbyggingu á þessum árum og dagaði því bíllinn uppi fyrir utan á meðan. Þegar skúrinn var tilbúinn, einum áratug seinna, fór Stefán í það að rífa bílinn í sundur og gera við hann fyrir alvöru. „Þetta var tímafrek vinna og ekki til sú skrúfa sem ekki var losuð. Bíll- inn var svo loks tilbúinn aftur í fyrra- sumar og þá hringdi Stefán í vin sinn Stein til að segja honum gleðifrétt- irnar. Kom aftur á götuna í fyrra Til að byrja með gekk illa að fá hann skráðan aftur, því að bíllinn hafði verið afskráður „og þá er eins og búið sé að skrifa dánarvottorðið,“ segir Stefán í bæði gríni og alvöru. „Þetta hafðist þó allt saman á end- anum með hjálp góðra manna. Bíll- inn uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar voru til bíla á þessum tíma og er skráður núna sem fornbíll. Próf- ílgrindin er mjög sterk og er yfir- byggingin úr áli. Í fram- og aftur- rúðu er notað öryggisgler en plexigler í þak og hliðarrúður. Enn eitt dæmið um framúrstefnu- legt útlit hans er einmitt glerþak- ið, sem er tíska í mörgum nýjum bílum í dag. Bíllinn vekur jafn mikla at- hygli núna á götunum eins og hann gerði á árum áður. „Eitt sinn kom ég að honum á bílaplani og þá stóðu tveir fætur undan honum, en þá hafði forvitinn vegfarandi viljað skoða hann aðeins bet- ur. Eins vakti hann athygli lög- reglunnar, meir en góðu hófi gegndi. Eitt sinn höfðu þeir stoppað mig vegna þess að þeir töldu að þetta væri farartæki sem væri greinilega sérbyggt til hraða- aksturs. Bíllinn getur að vísu náð nokkrum hraða og jafnvel aðeins meiri en gamla bjallan. Geta hans í torfærum er þó hans aðalsmerki,“ segir Stefán. Njáll Gunnlaugsson Minkurinn kominn í sitt náttúrulega umhverfi. Myndin er tekin sumarið 1971, stuttu eftir að bíllinn kom fyrst á götuna. Framlugtirnar eru utan á bílnum.Hróður Minksins barst víða og hér er hann í bílablaðinu Bilen & Båden árið 1972. Leðraður að innan og með sportstýri. Fyrsti jepplingur landsins aftur á götuna Minkurinn hefur verið gerður upp. Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Ingólfsson við Minkinn. Ein af fyrstu skissum Steins af bílnum. Borgartúni, Reykjavík Bíldshöfða, Reykjavík Dalshrauni, Hafnarfirði Hrísmýri, Selfossi Dalbraut, Akureyri Grófinni, Keflavík Lyngási, Egilsstöðum Álaugarvegi, Hornafirði Smiðjuvegi, Kópavogi RSH.is Dalvegi, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.