Morgunblaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 B 9
bílar
GUNNAR Kristdórsson, eigandi
Dekkjahallarinnar á Akureyri, á lík-
lega einn magnaðasta fjallabíl norð-
an heiða og þó víðar væri leitað.
Þetta er Dodge Ram pallbíll sem
hann hefur látið Ljónsstaðabræður
breyta eftir kúnstarinnar reglum. Í
bílnum er nánast allt sem nöfnum
tjáir að nefna og núna er hann að
fara setja undir bílinn 49 tomma
Super Swamper dekk, sem gera bíl-
inn líklega færan í flestan sjó og
hvern hól.
„Þau komast ágætlega undir
þennan bíl enda er hann nýlega
kominn á loftpúða og gert ráð fyrir
svona dekkjum. Ljónsstaðabræður
sáu um breytingarnar á bílnum.
Svona dekk eru náttúrulega ekki
fyrir alla bíla,“ segir Gunnar. Hann
segist vera búinn að eyða nokkrum
milljónum í að breyta bílnum en
kveðst ekki sjá eftir einni krónu og
ber mikið lof á þá Ljónsstaðabræð-
ur, sem hann segir gaman að eiga
viðskipti við.
Hann hefur ekki verið mikið á
fjöllum en segist vera að byrja aftur
núna. Það er tölvustýrður úrhleypi-
búnaður í bílnum og hann ýtir bara
á takka á tölvunni til að setja loft
aftur í dekkin. Vélin er 476 hestöfl
og togar 1.150 Newtonmetra. Sla-
grýmið er 5,9 lítrar en búið er að
auka aflið úr 238 hestöflum með
túrbínu, tölvukubb og nýju púst-
kerfi. Gunnar var á leið í fjallaferð
þegar talað var við hann. „Ég verð
að fara að keyra, ég er orðinn svo
gamall. Ég er búinn að vera á haus
í þessum fyrirtæki og kominn tími
til að fara að gera eitthvað fyrir
sjálfan mig.“
Morgunblaðið/Kristján
Einn sá
magnaðasti
norðan heiða
Gunnar Kristdórsson í Dekkjahöllinni á Akureyri í bíl sínum. Það er allt í
bílnum sem nöfnum tjáir að nefna.
Kominn á 49 tommurnar en
einungis einn annar bíll,
Econoline Marteins Péturs-
sonar, er á slíkum börðum.
BÍLASÝNINGIN í Genf verður
haldin í 74. sinn í næsta mánuði.
Þar verður Mazda með heims-
frumsýningu á nýjum hugmyndabíl
sem kallast MX-Flexa. Þetta er sex
sæta fólksbíll og sýnir hvaða leið
hugsanlegt er að Mazda velji fyrir
sinn næsta fjölnotabíl. Mazda hefur
lítið gefið upp um bílinn eða fyr-
irætlanir sínar með hann og verða
menn að bíða þolinmóðir eftir að
hann verði kynntur í Genf.
Mazda MX-Flex.
Sex sæta Mazda MX-Flex
B&L hefur fengið til landsins Renault
Laguna í nýrri Turbo-útgáfu með
sprækri 2.0 lítra vél sem skilar allt að
165 hestöflum. Laguna Turbo er ríku-
lega útbúinn bíl. Sem dæmi um stað-
albúnað í þessari útgáfu af Laguna má
nefna leðurinnréttingu, bakkskynjara,
sóllúgu, vindskeið, Xenon-ljósabúnað
og 17 tommu felgur.
Renault Laguna varð á sínum tíma
sá fyrsti í heiminum til að hljóta fimm
stjörnur í einkunnagjöf í árekstrarpróf-
un Euro NCAP. Það sem tryggir bílnum
þennan sess eru sérstakar styrkingar
en í yfirbyggingu Laguna eru rösklega
70 kg af hástyrktarstáli. Bíllinn er auk
þess búinn átta líknarbelgjum og ABS-
hemlum með sérstakri átaksdreifingu
til að tryggja hámarksöryggi.
Renault Laguna er kominn með 165
hestafla vél.
Laguna Turbó
Kauptu næsta bílinn þinn beint
frá Kanada - Pallbílar á tilboði
www.natcars.com
Borgartúni, Reykjavík
Bíldshöfða, Reykjavík
Dalshrauni, Hafnarfirði
Hrísmýri, Selfossi
Dalbraut, Akureyri
Grófinni, Keflavík
Lyngási, Egilsstöðum
Álaugarvegi, Hornafirði
Smiðjuvegi, Kópavogi
RSH.is
Dalvegi, Kópavogi
Loft- og
vatnsmiðstöðvar
fyrir alla bíla
og báta
upplifðu frelsi
Sími 567 6116 - Baughúsum 6 Allt fyrir mótorsport
MITSUBISHI sýndi hugmynd að
pallbíl á bílasýningunni í Detroit í
síðasta mánuði og það sem var ekki
síður athyglisvert en óvenjulegt og
sportlegt útlit bílsins er sú stað-
reynd að hann kann að verða fram-
leiddur einnig með merkinu Dodge.
Hugsanlega verður þessi laglegi
hugmyndabíll því upphafið að enn
nánara samstarfi milli Daimler-
Chrysler og Mitsubishi í Japan.
Þetta er fyrsti pallbíll sem Mitsub-
ishi hefur hannað fyrir Bandaríkja-
markað og hefst sala á honum seint
á næsta ári.
Hann verður framleiddur í verk-
smiðju Chrysler í Warren í Michigan
og verður að stórum hluta byggður
á hugmyndabílnum sem Mitsubishi
sýndi í Detroit.
Bíllinn var sýndur með 4,7 lítra
V8-vél, 325 hestafla og fimm þrepa
sjálfskiptingu. Vélin kemur ekki frá
Mitsubishi heldur Chrysler. Hann er
með sjálfstæða fjöðrun og situr á
stórum álfelgum.
Mitsu Sport Truck
Pallbíll byggður á hugmyndabílnum kemur á markað á næsta ári.