Morgunblaðið - 18.02.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 B 11
bílar
MILLIGÍRAR eru
aðallega settir í
jeppa til þess að
hægt sé að láta
hjólin snúast nógu
hægt þegar ekið er
í snjó.
Þegar ekið er
löturhægt; hægar
en á gönguhraða,
gefst hjólunum
nægilegur tími til
að þjappa það
miklu lofti úr
snjónum að bíllinn
flýtur ofan á hon-
um.
Lægsti gír í venjulegum jeppa er
á bilinu 1 á móti 30–40 (1 snún-
ingur á dekki á móti 30–40 snún-
ingum á vél).
Með milligír tvö- til þrefaldast
niðurgírunin í bílnum. Þá er lægsti
gír um það bil 1:1.000. Milligírinn
gerir kleift að komast auðveldar
yfir hindranir sem annars væru ill-
færar eða ófærar. Sem dæmi má
nefna að þegar ekið er yfir krapa-
tjarnir skiptir öllu máli að fara sem
hægast. Margir jeppar eru búnir
driflæsingum í afturdrifi. Breyttir
jeppar hafa auk þess gjarnan læs-
ingu í framdrifi sem kemur þá í
stað venjulegs mismunadrifs.
Stundum er sagt að alvörujeppi
sé ekki fullkláraður nema hann
hafi læsingu í fram- og aftur-
hásingu sem tryggi að tiltækt afl
berist til allra hjóla í einu.
Milligír (skriðgír)
Margir björgunarsveitarbílar landsins eru með skriðgír.
ÝMISLEGT í jeppann er að finna í
Bílabúð Benna. Þar eru t.d. IPF-
ljóskastarar. Þetta eru tveggja
geisla ljós, með 170W háum geisla
og 100 lágum.
Ljósin eru afar létt enda smíðuð
úr áli sem hentar vel íslenskum að-
stæðum og sem aukabúnað er hægt
að fá stífusett til að minnka titring
enn frekar.
Lági geislinn er skorinn þannig
að snjókornin fyrir framan rúðuna
lýsast ekki upp en hái geislinn er
mjög sterkt dreifiljós en vegna
styrks geislans er hægt að beina
ljósunum enn neðar en með venju-
legum ljóskösturum. Þetta gerir
virkni lága geislans enn betri og
skurðurinn nýtist til fulls.
Þannig er í raun í einu og sama
ljósinu tvö sett; annars vegar gott
þokuljós og hins vegar öflugur kast-
ari.
Ljósið er framleitt í Japan.
Stykkið kostar
15.190 kr. Sett með sama styrk-
leika, öllum raflögnum og snert-
irofa, er á tilboðsverði á 39.870 kr.
Þá er Bílabúð Benna einnig með
ljósagrindur úr léttu og póleruðu
ryðfríu stáli. Grindin kostar 27.500
kr.
Morgunblaðið/Kristinn
IPF-ljóskastarar
NÝTT
Ó
T
R
Ú
L
E
G
V
E
R
Ð
• Nýsmíði og viðgerðir á öllum drifsköftum.
• Varahlutir í allar gerðir drifskafta í miklu úrvali.
• Hraðpantanir með allt að sólahrings fyrirvara.
Við jafnvægisstillum drifsköft sem er mjög
mikilvægt til að koma í veg fyrir titring og
fyrirbyggja slit af völdum hans.
Vagnhöfða 7 • 110 Reykjavík
Sími: 517 5000 • Fax: 517 4444
Netfang: fjallabilar@fjallabilar.is
HEILDARLAUSNIR
Í DRIFSKÖFTUM
• MESTA ÚRVAL LANDSINS
AF HJÖRULIÐUM
• DRIFSKAFTSRÖR
• DRAGLIÐIR
• TVÖFALDIR LIÐIR
• KLOF
• FLANGSAR
FYRIR VÖRUBÍLA, VINNUVÉLAR, BÁTA, IÐNAÐARVÉLAR, FÓLKSBÍLA OG JEPPA
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
Borgartúni, Reykjavík
Bíldshöfða, Reykjavík
Dalshrauni, Hafnarfirði
Hrísmýri, Selfossi
Dalbraut, Akureyri
Grófinni, Keflavík
Lyngási, Egilsstöðum
Álaugarvegi, Hornafirði
Smiðjuvegi, Kópavogi
RSH.is
Dalvegi, Kópavogi
Bestir í ra
un!