Morgunblaðið - 18.02.2004, Page 14
14 B MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
SAGAN lýkst upp og andrúmsloft lið-
inna tíma svífur yfir vötnum. Við er-
um stödd á bílasafni Volkswagen í
Wolfsburg. Þarna er að finna ómet-
anlega dýrgripi í sögu bílsins; fyrstu
frumgerð VW-Bjöllunnar, Bugatti ár-
gerð 1939 og jafnvel ameríska dreka.
Volkswagen hefur lengið búið í haginn
fyrir þetta glæsilega bílasafn því
strax árið 1953 ákvað stjórnandi VW,
Heinrich Nordhoff, að taka til hliðar
VW-bíla sem hætt var að framleiða
og geyma til betri tíma. 1983 ákvað
síðan annar yfirmaður fyrirtækisins,
Carl H. Hahn, að opna safn og voru þá
70 bílar í eigu safnsins. Næstu sex-
tán árin bættist í safnið og bílarnir
voru orðnir 180. Fyrir utan klassíska
VW-bíla var þar að finna bíla frá
Horch, Audi, DKW, Wanderer og NSU
auk keppnisbíla og frumgerða.
Önnur breyting verður á safninu
árið 1992 þegar því er ætlað að halda
utan um framleiðslusögu Volkswagen
og vera félögum í eigendaklúbbi loft-
og vatnskældra Volkswagenbíla innan
handar með tækniupplýsingar, jafnt
um innréttingar, hönnun, lögun yf-
irbyggingar og framleiðsludagsetn-
ingar á eldri VW-bílum. Á hverju ári
berast safninu mörg þúsund fyr-
irspurnir í þessa veru. Fjölmargir eru
að sækjast eftir svokölluðu „fæðing-
arvottorði“ tiltekinna bíla.
Snemma árs 2001 var safnið opn-
að eftir gagngerar endurbætur og
flutning í Autostadt í Wolfsburg. 130
fágætir bílar eru þar til sýnis á fjórum
hæðum. Það er vel þess virði að eyða
dagstund í bílasafninu en menn verða
reyndar að gefa sér góðan tíma til að
grípa allt sem í boði er.
1935–1936 fékk Porsche samning við Bíliðnasamtök þýska ríkisins um smíði á þessari frumgerð að fólksvagni,
ásamt tveimur öðrum gerðum með annars konar vélum. Þessar þrjár frumgerðir voru smíðaðar í miklum
þrengslum í einbýlishúsi Ferdinands Porsche í Stuttgart. Frumgerðirnar höfðu að geyma ýmsar tæknilausnir sem
síðar mátti sjá í VW Bjöllunni, t.d. loftkælda vél og snerilfjöðrun sem Porsche hafði fengið einkaleyfi fyrir árið 1931.
Frumgerðirnar voru prófaðar í Svartaskógi og ekið þar yfir 10.000 km. Að því loknu voru frumgerðirnar eyðilagðar
því menn óttuðust á þessum tíma iðnaðarnjósnara. Þetta er því nákvæm eftirlíking af frumgerðinni.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Cadillac V16. 27. desember 1929 afhjúpaði Cadillac fyrsta bíl sinn sem knúinn var með sextán strokka vél. Bíllinn var þekktur sem 452-línan, (452 vísaði til rúm-
taks vélarinnar í kúbiktommum). Bíllinn höfðaði strax mjög til auðugra Bandaríkjamanna og í lok júní 1930 höfðu selst 2.000 eintök. Fyrstu tvö árin voru 3.500
bílar smíðaðir en þá dróst salan skyndilega saman enda skollin á heimskreppan mikla.
Bílasafn Volkswagen í Wolfsburg
Bugatti árgerð 1939. Merkið tilheyrði ekki VW-samsteypunni fyrr en nýlega en þessi bíll sómir sér vel innan um
alþýðuvagnana og er skýrt dæmi um munaðinn og sportlegar tilhneigingar hinna efnameiri. Vélin er tólf strokka.
VW Transporter kom fyrst á markað 1950. Það ár var auglýstur á nokkrum bílum
límonaðidrykkurinn Sinalco. Þessi bíll er elsti varðveitti bíllinn í fyrstu framleiðslu
Transporter. Safnið fékk bílinn gefins í niðurníddu ástandi og endurgerð hans lauk árið
1999. Var hann þá orðinn nákvæmlega eins og hann var í upphafi.
Hanomag 2, fyrsti bíll Hanoversche Maschienbau AG, fyrirtækið var stofnað 1835.
Þessi smábíll kom á markað 1925 og þótti einhver óvenjulegasta bílahönnun sem heim-
urinn hafið litið. 1928 höfðu verið framleiddir 16.000 bílar sem gera Hanomag 2 að ein-
hverjum mesta alþýðuvagni á sínum tíma. Vélin í honum var 502 rúmsentimetrar og
skilaði 10 hestöflum. Bíllinn vó aðeins 370 kg og náði 60 km hámarkshraða.