Morgunblaðið - 18.02.2004, Side 16
Morgunblaðið/Eggert
Vélin er 2,2 lítrar og dugar flestum.
PEUGEOT 607, flaggskip franska
framleiðandans, tók við af 605 bíln-
um og kom á markað í Evrópu
2001. Nú fyrst hefur hann rekið á
fjörur Íslendinga og hafa þegar
nokkrir bílar með dísilvélum verið
seldir til leigubílstjóra.
607 var tekinn til kostanna í síð-
ustu viku með 2,2 lítra bensínvél og
fjögurra þrepa sjálfskiptingu með
handskiptivali.
607 er stór bíll og keppir helst við
bíla eins og Mercedes-Benz E, Audi
A6 og BMW 5. Útlínur bílsins eru
óvenju „sleiktar“ og bíllinn straum-
línulagaður og nútímalegur í hönn-
un. Lengdin ein og sér, 4,87 metrar,
setur svip á bílinn. Athygli vekja
líka stórir a-póstar og stór fram-
rúða með miklum halla.
Rúmgóður í aftursætum
En það er samt ekki fyrr en sest
er inn í bílinn og hann ræstur sem
maður verður áþreifanlega var við
að hér hefur Peugeot tekist að nálg-
ast mjög lúxusbílaklassann. Bíllinn
er sérdeilis rúmgóður að innan og
framsætin eru með rafstillingum.
Jafnvel þegar leggjalangur maður
situr undir stýri er nóg rými fyrir
þrjá í aftursætum og þar er hugað
vel að öryggi allra með þremur
þriggja punkta beltum og hnakka-
púðum. Setan í aftursætunum er
líka löng sem er til þæginda og nóg
pláss er meira að segja fyrir þriðja
farþegann í miðjusæti. Af öllu má
líka sjá að vandað er til innréttinga
og efnisvalið eins og best verður á
kosið. Prófunarbíllinn var reyndar
með plussáklæði, sem ekki verður
lengur boðið upp á. Núna verður
staðalbúnaður í öllum 607 leðurinn-
rétting ásamt bílsíma og fer verðið
þá úr rúmum fjórum milljónum kr. í
4.360.000 kr.
607 er hefðbundinn stallbakur;
sem sagt með fjórum hurðum og
skottloki. Farangursrýmið er mikið,
en þó ekki mjög djúpt. Opnunin á
því er skemmtilega útfærð; þrýst er
með fingri í 0-ið á 607-merkinu og
lýkst þá skottið upp. Til að loka því
er þrýst með fingri á þar til gerðan
hnapp og lokast það þá sjálfkrafa.
Afar hentugt þegar menn eru klyfj-
aðir pjönkum.
Einn af stóru kostunum við 607
er frábær hljóðeinangrun bílsins.
Það verður varla vart við vélarhljóð
nema þegar vel er gefið inn og veg-
og vindhljóð eru í lágmarki. Þar
líka hefur Peugeot skipað 607 á
bekk með bestu bílum.
Sambúð vélar og sjálfskiptingar
Undir vélarhlífinni er 2,2 lítra,
160 hestafla, fjögurra strokka bens-
ínvél. Við hana er tengd fjögurra
þrepa sjálfskipting með handskipti-
vali. Bíllinn verður seint sagður
sprækur í upptakinu og þar vill
undirritaður sakast við sjálfskipt-
inguna því engu líkara er en bíllinn
sé alltof lágt gíraður. Þessu má
bjarga með því að nota handskipti-
valið því mesta aflið fæst út úr vél-
inni á talsvert háum snúningi, lík-
lega í kringum 4.000–4.500
snúningum. Þessu hefði líka mátt
breyta með fimm þrepa sjálfskipt-
ingu, eins og margir bílar í þessum
flokki eru komnir með, en upp á
hana er ekki boðið. En sjálfskipt-
ingin hefur reyndar líka sína kosti
og hún er í raun talsvert flókin þeg-
ar allt kemur til alls. Hún er t.a.m.
tölvuvædd og lærir inn á ökumann-
inn og skiptir sér því upp og niður í
takt við akstursstíl hvers og eins.
Hún er líka með vetrarstillingu sem
gerir að verkum að bíllinn tekur af
stað í hærri gír, og sportstillingu
sem gefur kost á hærri snúningi
sem hentar betur sportlegri akstri.
Bíllinn er reyndar mun sprækari í
sportstillingunni og í henni er hægt
að ná vélinni upp á allt að 5.500
snúninga. Undirritaður stóð sig að
því að nota einungis á víxl hand-
skiptinguna í innanbæjarakstrinum
til að ná því sem hægt var út úr vél-
inni, og síðan sportstillinguna þegar
komið var út úr mestu þrengslun-
um.
Á það verður samt að líta að lík-
lega á 607 ekki að vera nein spyrnu-
kerra sem unglingar og akstursfíkl-
ar fá mikla ánægju út úr. Þetta er
dálítið fágaður bíll með lúmska en
jafna vinnslu sem fer fram að því er
má segja í kyrrþey, svo vel er bíll-
inn einangraður.
Lægra verð en keppinautar
Eins og fyrr segir er upptakið í
2,2 lítra bílnum ekki sérlega spenn-
andi en bíllinn er engu að síður vel
brúklegur með þessari vél. Meira
spennandi kostur hlýtur að vera 3,0
lítra V6-vélin sem er 310 hestöfl.
Því bíllinn sjálfur er hreint út sagt
frábær akstursbíll með aksturseig-
inleika sem jafnast á við það besta í
evrópskum bílum í dag. Þar fer
saman mikið veggrip, jöfn og ekki
of mjúk fjöðrun og frábær einangr-
un frá vegi.
Verðið á 607 er nokkuð hagstætt
fyrir þetta stóran og vel útbúinn bíl.
Prófunarbíllinn, með plussáklæði
og án síma, kostar rúmar fjórar
milljónir, en næstu gerðir verða all-
ar með leðurklæðningu og síma og
fara upp í 4.360.000 kr. Það er ekki
oft sem Peugeot, eða yfirleitt
franskir bílar, eru bornir saman við
rótgróna þýska eðalvagnaframleið-
endur eins og BMW, Mercedes-
Benz og Audi. Þetta eru þó helstu
keppinautarnir ásamt Lexus.
Keppinautar eru helstir BMW 520i,
sem kostar 4.490.000 kr., Audi A6
2.4 V6, sem kostar 4.730.000 kr.,
Mercedes-Benz E200, sem kostar
4.990.000 kr. og Lexus GS 300 sem
kostar 4.800.000 kr. Og það eitt skal
fullyrt hér að Peugeot 607 2,2 er
með einhverja ásættanlegustu akst-
urseiginleika sem undirritaður hef-
ur lengi reynt, en mætti að ósekju
vera ögn villtari undir vélarhlífinni.
Morgunblaðið/Eggert
607 er straumlínulagaður bíll.
Peugeot 607 skipar sér
í flokk með þeim bestu
REYNSLUAKSTUR
Peugeot 607 2.2
Guðjón Guðmundsson
Fremur hár að aftan. Mikið farangursrými. Það er gott að ferðast í aftursætum í þessum bíl. Látlaus en stílhrein innrétting er í 607.
gugu@mbl.is
16 B MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Vél: 2.230 rúmsenti-
metrar, fjórir strokkar,
16 ventlar.
Afl: 160 hestöfl við 5.650
snúninga á mínútu.
Tog: 217 Nm við 3.900
snúninga á mínútu.
Gírskipting: Fjögurra
þrepa sjálfskipting með
handskiptivali.
Hröðun: 11,5 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði:
213 km/klst.
Eyðsla: 9 lítrar í
blönduðum akstri.
Lengd: 4.870 mm.
Breidd: 1.830 mm.
Hæð : 1.450 mm.
Farangursrými: 600 lítrar.
Eigin þyngd: 1.460 kg.
Fjöðrun:
McPherson-gormafjöðrun
að framan og fjölliða-
gormafjöðrun að aftan.
Hemlar: Diskar að framan
og aftan, ABS og EBA.
Verð: 4.070.000 kr.
Umboð: Bernhard efh.
Peugeot
607 2.2
Þurrkublöð
sem tryggja
útsýni
Borgartúni, Reykjavík
Bíldshöfða, Reykjavík
Dalshrauni, Hafnarfirði
Hrísmýri, Selfossi
Dalbraut, Akureyri
Grófinni, Keflavík
Lyngási, Egilsstöðum
Álaugarvegi, Hornafirði
Smiðjuvegi, Kópavogi
RSH.is
Dalvegi, Kópavogi