Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 4
Dramatískari og fyndnari en ég bjóst við Verslunarmiðstöðvar verða æ stærri partur af íslenskum veruleika og nú hefja þær innreið sína í kvikmyndir. Um helgina verður boðssýning í Háskólabíói á heimildarmynd Róberts Douglas Mjóddin: Slá í gegn. Stefnt er að því að hefja almennar sýningar á myndinni innan skamms. Lengi hefur staðið til að gera myndina, en hugmyndin kviknaði áður en Róbert Douglas leikstýrði Ís- lenska draumnum og Maður eins og ég. „Ég ætlaði fyrst að gera myndina í Hagkaupum í Skeifunni; ég vann þar í sumarvinnu,“ segir hann í spjalli yfir mislitum kaffibollum á Kaffi Strætó. – Við hvað vannstu? „Við að stafla Cheerios-pökkum og svoleiðis. Það var áður en ég sló í gegn,“ segir Róbert og hlær innilega. „Annars er þetta það harður bransi, að ég er að hugsa um að fara aftur í Hagkaup,“ bætir hann við og brosir. „Það var allavega betur borgað.“ Enn veltir hann vöngum: „Nei, nei, þetta er ágætt.“ Loks klykkir hann út með löngu „hummmmm …“ – Af hverju tókstu myndina í Mjóddinni? „Hugmyndin fólst í því að gera heimildarmynd í kjarna með flóru af mismunandi fólki, ekki ósvipað því sem gert hefur verið í Bretlandi, t.d. í Airport. Ég vildi fylgjast með starfsfólkinu í sinni daglegu sápuóperu. Það heillaði mig að fjalla um meðal-Íslendinginn og þess vegna hentaði Breiðholtið vel. Það er fjölmennasti staður á Íslandi og það rímar vel við úthverfishugsunina sem ég hef verið upptekinn af í myndum mínum og hugmyndum. Forsvarsmenn Mjóddarinnar voru líka mjög áhugasamir um myndina.“ – Fannstu það sem þú bjóst við? „Ég fékk miklu meira drama. Það var alltaf markmiðið að myndin gæti farið út í raunverulega sápuóperu meðalmennskunnar, en mig óraði ekki fyrir því að ég fyndi svona sterkar persónur. Fyr- ir vikið varð myndin bæði dramatískari og fyndnari, svo er hún sorgleg á köflum. Ég náði líka að gera sögu, sem fylgir þræði og er með strúktúr og útkomu. Að því leyti er hún bíómyndarleg. En persónurnar standa upp úr. Ef ég hefði skrifað þær í handrit hefði enginn trúað mér. Þetta er gamla klisjan að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en fantasían.“ – Er íslensk þjóðmenning að færast inn í mollin? „Já, samt sem áður veit ég ekki hvort það er Mjóddin,“ segir hann brosandi. „Ég get tekið undir að það sé Kringlan eða Smáralind. Maður sér unglingana og menntaskólakrakkana hanga þar. Þegar ég var í menntaskóla fórum við bara út í sjoppu. Mjóddin er frábrugðin að þessu leyti; ung- lingarnir sækja ekki þangað. Enda er Mjóddin í engri samkeppni við Kringluna eða Smáralind; hér gilda önnur lögmál. Á meðan þróunin hefur verið sú að kaupmaðurinn á horninu er að hverfa og öll verslun að færast inn í mollin, þá er Mjóddin eiginlega orðin kaupmaðurinn á horninu í þessum geira.“ – Heimildarmyndir virðast vera í sókn hér á landi? „Já, menn eru farnir að gera meiri tilraunir með formið. Mjóddin: Slá í gegn hefur t.d. meira skemmtanagildi en fræðslugildi. Þetta er ekki dæmigerð íslensk heimildarmynd af hesta- mannamóti úti á landi. Ég held að þessi mynd hafi mun víðari skírskotun, enda gerist hún í Breið- holti, stærsta úthverfi landsins, og fjallar um líf fólks í þjónustustörfum, sem margir geta sam- samað sér við. Mér er svo sem sama þó að fólk geri myndir um sín áhugamál, en það eiga bara ekki allir hesta. Auðvitað er það ekki í lagi að Sjónvarpið eyði öllum sínum fjármunum í íþróttir og nokkrar myndir um íslenskt dýralíf og geti ekki keypt myndir af íslenskum kvikmyndagerð- armönnum og sinnt því hlutverki sínu að styðja við kvikmyndagerð í landinu.“ |pebl@mbl.is 4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég er nemi á fyrsta ári í skóla hérna í London og eins og margir aðrir nemar bý ég á heimavist. Hér búa margir skemmti- legir karakterar og getur lífið hérna orðið ansi skrautlegt. Náunginn sem býr á móti mér er hins vegar einhver magnaðasta týpa sem ég hef hitt á ævinni. Hann er frá Bradford og finnst honum Bradford vera besti staður í heimi og er hann þess vegna bara kallaður Bradford. Bradford er al- veg mögnuð manneskja og líkist her- bergið hans meira ruslahaug en her- bergi, en honum líkar, að eigin sögn, vistin þar vel. Hann á það til að koma út úr herberginu sínu skælbrosandi, með einhverjar myglaðar matarleifar sem hann hefur fundið undir rúminu sínu, og segist loksins vera búinn að komast að því hvaðan vonda lyktin kom, en þrátt fyr- ir það vill lyktin ekki fara. Ég þori hrein- lega ekki að benda honum á að prófa kannski að fara í sturtu, þvo fötin sín og senda meindýraeyði inn á haugana og sjá hvort lyktin batni ekki eitthvað við það, en eitthvað þarf að gera. Bradford hefur aldrei eldað, þó hann hafi einu sinni gert heiðarlega tilraun til þess þegar hann stal af mér tveimur eggjum og skellti þeim í örbylgjuna. Eins og flestir vita þá sýður allt sem sett er í örbylgju og þess vegna hélt okkar maður að hægt væri að sjóða þar egg, en hon- um til mikillar undrunar sprungu eggin í tætlur. Þegar ég fór á fætur morguninn eftir og ætlaði að nota örbylgjuna var eins og hún hefði lent í sprengjuárás, hún var heiðgul að innan og eggjaskurn út um allt. Ég vissi reyndar ekki hvað þetta var í fyrstu, en síðan var mér sagt það og spjótin voru ekki lengi að beinast að Bradford, sem játaði við yfirheyrslur. Eftir þetta hefur Bradford látið eldhúsið vera og er hann fastagestur í mötuneyt- inu sínu, sem er sveitt kjúklingabúlla sem heitir Dixy Chicken, en þar sem hægt er að kaupa dýrindis djúpsteikt hveiti með kjúklingi. Bradford er þeirra stærsti viðskiptavinur og dásamar Dixy við hvert tækifæri og það er svo orðið nú að allir af heimavistinni fara þangað eftir óheyrilega áfengisneyslu og láta renna af sér yfir rjúkandi hveitinu. Bradford er semsagt kyndugur fýr, einn af þessum kynlegu kvistum sem svo oft er talað um. Þessi drengur er samt hvers manns hugljúfi og væri heimavistin ekki söm án hans, allir þurfa að hafa einhvern svona karakter í kring- um sig, Friends hafa Joey og Simpsons hafa Hómer, við höfum Bradford. SVEINN BIERING JÓNSSON LÍFIÐ Í LONDON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.