Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5|3|2004 | FÓLKIÐ | 7 ð ? ir a ar o d - ar ð ð- - ? urjón. Ég var þá hans Oprah Winfrey, að horfa á árangurinn. „So what happened, man?““ En þú hefur ekki spurt hann út í atvikið á klósettinu, Jón? J: „Ég ætlaði að fara að gera það. Ég var kynntur fyrir honum. Hann sýndi glæsilegan gerviáhuga þegar hann heilsaði mér, en ef hann hefði sýnt mér aðeins meiri áhuga hefði ég sagt: „Yeah, it’s a funny thing because my friend he met you when you were exiting the toilet ten years ago.“ Þetta hefði orðið mjög löng og óáhugaverð saga fyrir hann.“ S: „Ég man þegar ég hitti Fisher Stevens, sem lék í Cold Fever. Ég hafði samið tónlist fyrir stuttmynd sem var sýnd á undan Cold Fever. Stevens sýndi mér mjög góðan gerviáhuga þegar ég var kynntur fyrir honum.“ En eruð þið ekki svona, þegar þið hittið almúgann hér? S: „Nei nei, við erum mjög alþýðlegir.“ J: „Já, ég er ekki svoleiðis.“ S: „Við erum ekkert í því að fara til Ítalíu til að flýja frægðina.“ Hver er Jörgen Sörensen? J: „Hann er bróðir Bogomils Fonts og pabbi Love Guru. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst alþjóðlegt og skemmtilegt nafn. Jörgen er mikið að skrifast á við fólk og tala við það.“ Hann hefur mikinn áhuga á Idi Amin. J: „Mikinn áhuga á honum og afrískri menningu. Við höfum ein- mitt verið að skrifast á við nígeríska svindlara í nafni Jörgens. Við áttum einmitt mjög gott samtal í morgun við Peter Okinwowowogwawa, sem hringdi til okkar.“ S: „Við vorum báðir Jörgen Sörensen, skiptumst á að tala.“ J: „Hann fattaði aldrei muninn.“ S: „Svo hefur Jón líka verið að skrifast á við konu, Susanne eitt- hvað, sem Rod Stewart, ekki Jörgen.“ J: „Einhvern veginn greip hún þann misskilning, því Jörgen Sörensen er mikill Rod Stewart-áhugamaður. Hún byrjaði fyrst að skrifast á við Jörgen og hann sagði í bréfinu að hann væri að byggja Rod Stewart-kirkju í Grindavík. Þetta yrði stærsta Rod Stewart-kirkja í heimi. Þar með fór hún að skrifa: „Dearest Rod Stewart.“ Þá var náttúrulega tilvalið að þykjast vera Rod Stew- art. Hún veit auðvitað ekkert hver það er.“ En hvenær ætlið þið að gera áramótaskaup? J: „Já, hvenær ætlar RÚV að bjóða okkur það?“ S: „Einmitt, síminn minn er alltaf opinn, en ég hef ekki ennþá fengið símtal frá þessum vitleysingum. Á meðan geta þeir bara látið Arnar Jónsson og félaga hans …“ J: „Og Ingibjörgu Sólrúnu …“ S: „Nei, ekki Ingibjörgu Sólrúnu, en Arnar Jónsson, Róbert Arn- finnsson og svona fyndna karla sjá um þetta. Það er þá bara allt í lagi. Á meðan þeir sem ráða hafa ekki vit á því að láta þekking- armenn gera skaupið verður þjóðin að sætta sig við þetta.“ J: „Þetta er náttúrulega móðgun við sakleysið. Við lífið …“ S: „Móðgun við grínið.“ J: „Ef við værum í einhverjum samtökum myndum við mótmæla þessu. Svo er reyndar spurning hvort við hefðum eitthvað að gera í skaupið. Það er komin svo rík hefð fyrir því að það sé leið- inlegt. Viljum við brjóta þá hefð?“ | ivarpall@mbl.is EÞÍÓPÍSKA FJÖLSKYLDAN Í ATRIÐI SEM HEITIR BENÓKONGÓ. SIMMI OG JÓI Í FRAM- HALDS- LEIKRITINU KLEÓPÖTRU. Lausleg þýðing: Halló fólk hjá Nýju Las Vegas brúðkaupum Ég heiti Jörgen Sörensen. Ég bý hjá móður minni sem er 89 ára gömul. Hún er með Knutsens- sjúkdóminn. Við eigum heima á Íslandi, nærri her- stöðinni í Keflavík. Mér var sagt að samkvæmt bandarískum lögum geti karlmaður kvænst móður sinni. Er það rétt? Og ef svo er, hvað myndi það kosta? Fyrirfram þakkir! Jorgen Sorensen SVAR: Jorgen: Það er EKKI löglegt í Nevada að kvænast móður sinni. Caroline :) Ólöglegt að kvænast móður sinni! Bréfaskipti Jörgens Sörensens Hver er Jörgen Sörensen? Er hann rugludallur eða snillingur? Hvað er Knutsen-heilkenni? Aðeins með því að lesa bréfin hans fáum við mynd af manninum og lífi hans og öðlumst inn- sýn í líf manns sem er ekki alveg í lagi. Nöfnum fyrirtækja og fólks hefur verið breytt samkvæmt alþjóðlegum lögum um per- sónuvernd. Hver er Jörgen? Ég fæ seint gleymt svipnum á ökukennara mínum þegar ég kom honum fyrir sjónir í fyrsta ökutíma mínum, þá 16 ára gömul. Fyrr þann dag hafði ég notað dágóðan skerf sumarlauna minna til að fjárfesta í mjög svo móðins skóm, ef skó má kalla. Þykkt sólans gerði það kraftaverk að ég hækkaði um 10 sm við það eitt að kunna að reima! Líf gelgjunnar gat ekki orðið miklu betra en þetta. Ef mál hefðu hins vegar atvikast þannig að ég hefði mis- stigið mig væri aflimun neðan hnés að öllum líkindum óhjákvæmileg – en hverju fórnar maður svo sem ekki á altari tískunnar? En strax þá stund er ég sá ökukennara minn þótti mér ljóst að stultugangur minn framkallaði ekki sömu viðbrögð hjá mér annars vegar og ágætum ökukennara mínum hins vegar. Gott ef ég sá ekki umkomulausa manngreyið signa sig með tilheyrandi óskum um að algóður Guð kæmi honum heim í kjötfars til konunnar að lokinni þessari örlagaferð! Það er þó skemmst frá því að segja að frammi- staða mín í jómfrúferð minni var með afburðum ágæt. Þrátt fyrir að hafa ekki snefil af tilfinningu fyrir bensíngjöfinni í gegnum skóklumpana ók ég aðeins einu sinni utan í gangstéttarbrún, drap á bílnum fjórum sinnum (eða var það fjórtán … skiptir ekki – tal- an hafði a.m.k. fjóra í nafni sínu) og keyrði yfir á rauðu ljósi … sem ég taldi alfarið af- sakanlegt, enda var ég að gera mitt besta til að ná grænu svo déskotans kennarinn kæmi nú ekki heim í kalt kjötfars konunnar! Svo lengi lærir reyndar sem lifir og ég hef nú verið stoltur ökuskírteiniseigandi í nær átta ár. Að fenginni reynslu hef ég aðeins tvennt að segja: Schumaker, smúmaker! Þeg- ar ég þeysist um götur borgarinnar á rósrauða fáknum fyllist ég stolti. Gúmmíilmurinn og vælið í spólandi dekkjum sem stígur upp frá götunni þegar ég tek af stað á litlu doll- unni minni er sem músík í eyrum mér – róandi og taktföst í senn. Unun áhorfs. En það er síður en svo dans á rósum að vera góður, vökull og hreint einstakur öku- maður. Það eru nefnilega ökumenn þarna úti sem hafa hreinlega ekki tamið sér færn- ina að aka bíl og skapa því mikla hættu fyrir okkur snillingana. Þeir keyra of hægt, eru hikandi og læðast líkt og köttur í kringum heitan graut ef örlítill rigningarúði gerir vart við sig. Eins og gefur að skilja aftrar þetta mér mikið og því hef ég hugsað mér að leggja þá tillögu fram við þar til gerð stjórnvöld að ófærum ökumönnum verði gert að setja við- vörun á bíla sína. Hugmyndin er algerlega byltingarkennd og mun gera það að verkum að ég get áhyggjulaus keyrt, sönglað með lögum í útvarpinu, klínt maskara á augun á mér og talað í símann, allt á sömu stundinni. Ákjósanlegast þætti mér auðvitað að menn sem aðeins geta einbeitt sér að einum hlut í einu, þ.e. akstrinum, væru alls ekki með ökuréttindi. Réttlætiskennd mín ristir hins vegar djúpt og því get ég um sinn sætt mig við blikkandi ljósaskilti á bílþaki vanhæfra ökumanna sem aðeins er fært að fram- kvæma einn hlut í einu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Riddari götunnar JÁRNSKVÍSAN ir fjöldann „Matt Dillon var á klósettinu og ég var að bíða eftir að komast þangað inn.“ „Hugleikur er 26 ára.“ „Ég verð oft reiður. Sigurjón er að fara eitthvað með konunni sinni í sumar. Ég fór að velta fyrir mér: „Hvað hefur hún sem ég hef ekki? Er hún í útvarpinu?“ From: jorgensorensen@simnet.is To: rooms2@newlasvegasweddings.com Subject: Hello people at New Las Vegas weddings My name is Jorgen Sorensen. I live with my mother who is 89 years old. She has knutsens disease. We live in Iceland, close to the Keflavik airforce base. I was told that according to the law of the USA a man can marry his mother. Is that right? And if so how much would that cost? Beforehand thanks! Jorgen Sorensen SVAR: From: rooms2@newlasvegaswedd- ings.com To: jorgensorensen@simnet.is Subject: Jorgen: Marrying your Mother is NOT legal in Ne- vada. Caroline :)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.