Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 1
Fólkið í dag Fólkið | Berfætta ballerínan Aðalheiður Halldórsdóttir  Hvað segja bolirnir? Blindur hnífakastari Lífið eftir boltann Andri Sigþórsson er búinn að fá sig fullsaddan á fótbolta | Íþróttir Bumbur í tískufötum Loksins almennilegt úrval af óléttufatnaði í búðum | Daglegt líf STOFNAÐ 1913 78. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveit- ar tók fyrir á fundi sínum í gær beiðni Norðurorku um viðræður við sveitarstjórnina vegna virkjunar- möguleika í Skjálfandafljóti. Já- kvætt var tekið í erindið og sveit- arstjóra falið að hafa milligöngu um að fundur yrði haldinn með Norður- orku. Fyrr í mánuðinum samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að sækja um leyfi stjórnvalda til að rannsaka hagkvæmni vatnsaflsvirkj- unar í Skjálfandafljóti og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi, reynist virkjun þar hagkvæm. OR sagði þá í tilkynningu að ekki væri vitað um áhuga annarra orkufyrirtækja á að virkja Skjálfandafljót. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, sagði við Morgunblaðið að stjórn fyrirtækisins hefði á fundi sín- um á miðvikudag samþykkt að óska eftir þessum viðræðum. Þær væru fyrst og fremst hugsaðar til að kanna hug landeigenda, þ.e. Þingeyjar- sveitar, á mögulegu virkjunarsvæði. Norðurorka hefði ekki uppi áform um að ráðast í gerð virkjunar á eigin spýtur en Franz útilokaði ekki möguleika um samstarf við önnur orkufyrirtæki. „Okkur er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að sækja um virkjunarleyfi og við erum ekk- ert að reyna að koma í veg fyrir það. Við viljum bara ræða við landeigend- ur um hvaða hugmyndir þeir hafa og hvort þeir hafa einhvern áhuga á að skipta sér af því hver sé að sækjast eftir virkjunarkostum,“ sagði Franz. Viðræður með opnum hug Jóhann Guðni Reynisson, sveitar- stjóri Þingeyjarsveitar, segir áhuga á virkjun á þessum slóðum ekki koma heimamönnum á óvart. Áhug- inn hafi fyrst kviknað fyrir rúmum 30 árum. Sveitarstjórnin muni ræða við áhugasama aðila með opnum huga, Norðurorku sem aðra. Jóhann Guðni segir að virkjun í Skjálfandafljót hafi samkvæmt fyrri rannsóknum verið talið hagkvæmur kostur en þarna séu náttúruperlur eins og Aldeyjarfoss, Suðurá og fleiri. Hann segir Orkuveitu Reykja- víkur ekki hafa haft samband við sveitarfélagið, aðeins hafi heyrst af áhuga veitunnar í fjölmiðlum. Bæði OR og Norðurorka vilja virkja Skjálfandafljót Forstjóri Norður- orku útilokar ekki samstarf við önnur orkufyrirtæki NORSKA undrabarnið Magnus Carlsen, 13 ára gamall, gerði jafn- tefli við Garrí Kasparov, sterkasta skákmann heims, í fyrri skák þeirra í fyrstu umferð atskákmótsins Reykjavík Rapid í gærkvöldi. Kasp- arov hafði svo betur í seinni skákinni og Carlsen var þar með úr leik. „Þetta er frábær strákur og á bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Kasparov við Morgunblaðið. Carlsen sagðist þokkalega ánægður með árangur sinn hér. Hann sagðist stefna að því að verða heimsmeistari í skák, en hann á aðeins einn áfanga eftir að stórmeistaratitli og gæti orðið næst- yngsti skákmaður sögunnar sem næði þeim titli. Morgunblaðið/Ómar „Strákur með bjarta framtíð“  Stefnir að því/4 PAKISTANSKAR hersveitir hafa umkringt og jafnvel sært Ayman al-Zawahri, helsta ráðgjafa Osama bin Ladens, leiðtoga hryðju- verkasamtakanna al- Qaeda, skammt frá afg- önsku landamærunum, sögðu háttsettir pakist- anskir embættismenn í gær. Pakistanar hafa barist hart við vopnaða víga- menn í landamærahér- aðinu Waziristan undan- farna daga, og segja embættismennirnir að þessi harða mótspyrna sem pakistönsku her- mennirnir mæti bendi til að verið sé að verja háttsettan mann. Njósn hafi borist af því, að þar sé að líkindum um al-Zawahri að ræða. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði þó að ekki væri unnt að staðfesta það. Segja næst- ráðanda bin Ladens um- kringdan Islamabad. AP. Ayman al-Zawahri SERBAR og Albanar kveikja í húsum, kirkjum og moskum hverj- ir fyrir öðrum í átökunum, sem nú geisa í Kosovo og eru orðin þau mannskæðustu frá því stríðinu þar lauk 1999. Yfir þrjátíu manns hafa fallið í valinn og hundruð særst. Fróði Jónsson, slökkviliðsstjóri á Pristina-flug- velli, fór ásamt mönnum sínum í fyrrinótt að slökkva elda í Fushkosova, sem er bær sem liggur milli Pristina og flugvallarins og er bæði byggð- ur Serbum og Albönum. Skotið var viðvörunar- skotum að þeim við slökkvistörfin og ákváðu þeir þá frá að hverfa. „Ástandið hefur verið mjög slæmt þar. Þeir hafa mikið verið að brenna, kveikja í mörgum hús- um,“ segir Fróði í samtali við Morgunblaðið. „Slökkviliðið í Pristina hafði nógu að sinna niðri í Pristina og þess vegna kölluðu þeir nú í okkur og báðu um aðstoð. Við gátum líka fengum vopnaða fylgd lögreglumanna og fórum þarna niður eftir og slökktum í nokkrum húsum, þangað til þeir fóru að skjóta á okkur. Þá fórum við bara heim.“ Fróði segir að skotið hafi verið í átt að slökkviliðsmönnunum. „Þeir hafa nú sjálfsagt bara verið að gefa einhver viðvörunarskot hugsa ég nú. Hefðu sjálfsagt hitt okkur hefðu þeir viljað það,“ segir hann. Fróði segir að þegar þarna var komið sögu, hafi verið ákveðið að fara heim með liðið, enda búið að slökkva eldana að mestu hvort sem var. Auk þess hafi eldar brunnið víða í bænum og ekki hægt að slökkva alla. Áhersla hafi verið lögð á að slökkva þá elda sem hætta var á að breiddust út. Fróði var eini Íslendingurinn í hópnum. Hann segist ekki telja að slökkviliðsmennirnir hafi verið í beinni hættu vegna viðvörunar- skotanna, en til þess hefði vissulega getað komið. „Það er þannig að Albanarnir kveikja í Serbahúsum, svo ætlum við að slökkva í þeim og þá eru þeir ekki hrifnir af því og öf- ugt,“ segir Fróði. Skotið að íslenskum slökkviliðsmanni við störf í Kosovo Kveikja í húsum hverjir fyrir öðrum Kosovo-Albani reynir með garðslöngunni hjá sér að slökkva eld í húsi serbnesks nágranna síns í þorpinu Polje, skammt frá Pristina, í gær. Það voru Albanar sem kveiktu í húsinu, og fleiri byggingum.STARFSMANNI Neyðarlínunnar brá held- ur í brún þegar hann tók á móti símtali seint á miðvikudagskvöld. Þegar svarað var í sím- ann heyrðist þungur andardráttur og skringilegar stunur, og hélt starfsmaðurinn, ýmsu vanur, að hér væri símadóni á ferð. Starfsmaðurinn gafst ekki upp við að reyna að ná sambandi við viðmælandann, og heyrði loks mannsrödd á hinni línunni sem sagði: „Svona kallinn, hvað ertu að gera?“ og fleira í þá veru. Í ljós kom að hundur hafði gert sér lítið fyrir, tekið þráðlausan síma traustataki og hringt í neyðarnúmerið 112. Eigandi hundsins, eldri maður, var að von- um ánægður með klókindi seppa, enda gott að vita að besti vinur mannsins geti hringt eftir hjálp ef eitthvað kemur fyrir. Hundurinn hringdi í 112 ♦♦♦ UM 1.000 hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) voru sendir til Kosovo í gær til að aðstoða við að binda enda á átökin í hér- aðinu. Friðargæsluliðum NATO var heimilað að beita valdi til að kveða niður óeirðir, og Bandaríkjamenn, Bretar og Ítalir féllust á að senda þangað liðsauka á vegum NATO. Um 17 þúsund friðargæsluliðar eru þar fyrir. Háttsettur foringi í NATO-liðinu sagði í gær, að atburðarásin undanfarna daga benti til að átökin hefðu verið skipulögð fyrirfram. NATO sendir liðsauka Brussel, Pristina. AFP. Fróði Jónsson AP  Allt starf SÞ/14  Óbreytt/4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.