Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 31 FALLINN Í KOSOVO Þrjátíu og einn hefur fallið og um 500 særst undanfarna tvo daga í hörðustu átökum sem blossað hafa upp í Kosovo-héraði frá því stríðinu þar lauk 1999. Fróði Jónsson, slökkviliðsstjóri á flugvellinum í hér- aðshöfuðstaðnum Pristina, sagði að serbneskir og albanskir íbúar kveiktu í húsum hver fyrir öðrum. Staðbundið bensínstríð Staðbundið bensínstríð hófst í gær með því að ÓB-bensín auglýsti þriggja daga kynningartilboð á nýrri sjálfsafgreiðslustöð við Háaleitis- braut. Bensínorkan fylgdi í kjölfarið og bauð lægra verð á tveimur stöðv- um við Miklubraut skammt frá. Olíu- félagið Esso lækkaði síðan bensín- verð í sjálfsafgreiðslu á þremur stöðvum, þar af einni í Fellsmúla. Al-Zawahri umkringdur? Pakistanskir hermenn voru í gær sagðir hafa umkringt Ayman al- Zawahri, næstráðanda Osama bin Ladens í al-Qaeda, í fjallahéraði nyrst í Pakistan. Átök hafa geisað þar síðan á þriðjudag milli pakist- anskra hermanna og vopnaðra víga- manna. Sigruðu MR Lið Borgarholtsskóla sigraði lið MR í Gettu betur í fjögurra liða úr- slitum í gær. Þar með er endi bund- inn á ellefu ára sigurgöngu Mennta- skólans í Reykjavík. Fjórir handteknir á Spáni Spænska lögreglan handtók fjóra menn til viðbótar í gær í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkunum í Madríd í síðustu viku. Alls hafa þá tíu manns verið handteknir. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 42/52 Viðskipti 12/13 Staksteinar 60 Erlent 14/19 Bréf 58 Höfuðborgin 22 Skák 57 Akureyri 23 Dagbók 60/61 Suðurnes 24 Brids 59 Landið 26 Leikhús 66 Listir 30/32 Fólk 67/73 Umræðan 33/37 Bíó 70/73 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 Viðhorf 42 Veður 75 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Símanum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is  Hryðjuverk – andlit ógnarinnar  Hugmyndaríkur búningahönnuður  Nýr leikhússtjóri  Íslendingur á Spáni  Kornabörnin með í bíó  Litrík eldhúsáhöld  Föt og förðun Gallianos  Ritlistin á gluggum Á SUNNUDAGINN Bagdad 2004 Casablanca 2003 Tora Bora 2001 Quetta 2004 Madríd 2004 Jerúsalem 2002 Balí 2002 Karbala 2004 Bagdad 2003 New York 2001 München 1972 Moskva 2002 Istanbul 2003 Gaza 2000 Londonderry 1999 Sunnudagur 21.03.04 ÓGN SAMTÍMANS HRYÐJUVERK GUÐNÝ Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálf- ari á endurhæfingardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss fyrir fjölfatlaða í Kópavogi, hefur lýst áhuga á að taka yfir rekstur deildarinnar í bréfi sem lagt hefur verið fram í stjórnarnefnd LSH. Ákveðið hefur verið í heilbrigð- isráðuneytinu að ganga til viðræðna við Guðnýju en jafnframt eru fyrir- hugaðar viðræður við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um að tryggja reksturinn áfram. Eins og fram hefur komið var gert ráð fyrir lokun endurhæfingardeild- arinnar í sparnaðartillögum sjúkra- hússins en fyrir skömmu tók heil- brigðisráðherra þá ákvörðun á grundvelli tillagna sérstaks starfs- hóps að leitað verði allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi end- urhæfingarþjónustunnar í Kópavogi. Vilja tryggja reksturinn áfram Guðný segir í samtali við Morgun- blaðið að hún og fleiri starfsmenn deildarinnar hafi sýnt áhuga á að tryggja áframhaldandi rekstur deild- arinnar í Kópavogi. Yrði reksturinn þá á ábyrgð hennar en fleiri starfs- menn kæmu að því að halda uppi þjónustunni sem þar fer fram. Hún segir að viðræður séu í gangi, ýmsir kostir séu í stöðunni og málin hafi því ekki verið til lykta leidd. Kveðst hún vænta niðurstöðu fljótlega. Það sé mikilvægt bæði vegna skjólstæðinga deildarinnar og starfsfólksins. Átta og hálft stöðugildi tengist starfseminni í Kópavogi með einum eða öðrum hætti. Guðný segir mestu máli skipta að tryggja áframhaldandi starfsemi hvort sem niðurstaðan verði sú að hún eða einhver annar aðili komi til með að annast reksturinn. Endurhæfingarþjónusta við fjölfatlaða í Kópavogi Rætt við starfsmenn um að taka yfir reksturinn HÁKON, krónprins Noregs, og Mette-Marit krónprinsessa koma í opinbera heimsókn til Íslands dag- ana 28.–30. júní nk. Þetta var ákveðið á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Há- konar í konungshöllinni í Ósló í gær. Hákon gegnir störfum þjóð- höfðingja Noregs í veikinda- forföllum Haraldar föður síns. Í tilkynningu frá skrifstofu for- seta Íslands segir, að á fundinum í Ósló í gær hafi komið fram að heim- sóknin fæli í sér skilaboð um hve mikilvægt væri af hálfu Norð- manna að rækta sambandið við Ís- land og yrði dagskrá heimsókn- arinnar miðuð við að fara á slóðir sem tengdust sameiginlegri sögu þjóðanna og einnig að kynna norska ríkisarfanum Ísland nú- tímans, listir, vísindi og viðskipti og þær hugmyndir sem nýjar kyn- slóðir beri í brjósti. Ljósmynd/Scanpix Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Hákoni krónprinsi og Sonju drottningu. Forsetinn hitti norska krónprinsinn VERJANDI eins sakborningsins í líkfundarmálinu fær aðgang að um- beðnum rannsóknargögnum sam- kvæmt dómi Hæstaréttar sem í gær hafnaði kröfu ríkislögreglustjóra um að synja verjandanum um aðgang að gögnunum. Ríkislögreglustjóri fékk kröfu sína samþykkta í héraðsdómi hinn 11. mars en Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði. Segir í dóminum að ríkislögreglustjóri hafi leitt varnar- aðila og aðra sakborninga fyrir dóm- ara til skýrslugjafar lögum sam- kvæmt. Hefði ríkislögreglustjóri haft nægt ráðrúm til að fara fram á frekari skýrslutöku fyrir dómi. Ekki væri nóg að hann vísaði til þess að hann myndi leiða hina grunuðu fyrir dóm til skýrslugjafar um leið og mik- ilvæg gögn lægju fyrir. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Af hálfu ríkislögreglu- stjóra flutti Jón H. Snorrason sak- sóknari málið en Björgvin Jónsson hdl. fyrir varnaraðila. Neskaupstaðarmál Verjandi fær aðgang að gögnum ÞÝSKA flugfélagið LTU hefur af- ráðið að hætta áætlunarflugi til Eg- ilsstaða. Undanfarin tvö sumur hef- ur verið flogið vikulega frá júní til september milli Düsseldorf og Egils- staða, með viðkomu í Keflavík. Reyna átti flugleiðina í þrjú ár og endurmeta þá forsendur. Forsvars- menn LTU segja að aukning í bók- unum milli Keflavíkur og Düssel- dorf, sem og erfið tímaáætlun, ráði ákvörðuninni nú. Búið var að selja 250 farmiða frá Egilsstöðum og út. Ekki er ljóst hvernig það verður leyst. LTU hættir beinu flugi til Egilsstaða KARLMAÐUR sem fór inn á heimili fjögurra ára telpu á Seyðisfirði á Þorláksmessu 2003 og tók hana sof- andi og hafði á brott með sér út úr húsinu, hefur verið ákærður af rík- issaksóknara fyrir húsbrot, sifskap- arbrot og brot gegn frjálsræði. Um- rædda nótt tókst föður telpunnar að ná dóttur sinni frá ákærða. Ákærði er 36 ára gamall og krefst ákæru- valdið refsingar yfir honum. Ákærður fyrir brottnám sofandi barns ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.