Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FROST ACTIVITY Ólafur Elíasson Björgólfi Thor Björgólfssyni og Samson Eignarhaldsfélag, er sannur hei›ur a› veita s‡ningunni brautargengi. Sunnudag 21. mars kl. 13 - 15 Listsmi›ja fyrir alla fjölskylduna Sjáum vi› hlutina alltaf nákvæmlega eins og fleir eru e›a blekkir auga› Börn og fullor›nir sko›a s‡ninguna og taka um lei› flátt í vísbendigaleik. flátttakendur kanna blekkingar augans og búa sér til áhöld til a› gera eigin tilraunir me› speglun. fiátttakendafjöldi er takmarka›ur, skráning frá 10 til 17 í afgrei›slu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi, í síma 590 1200 e›a um netfang fraedsludeild@reykjavik.is flátttökugjald kr. 500 á mann. FYRSTA umferðin á Reykjavík Rapid, atskákmótinu var tefld á NASA í gær. Keppendur tefldu tvær skákir með 25 mínútur + við- bót um 5 sekúndur fyrir hvern leik sem þeir léku. Allra augu beindust að viður- eign hins 13 ára Magnúsar Carl- sen við Garry Kasparov. Carlsen hafði hvítt í fyrri skákinni og bar greinilega enga virðingu fyrir and- stæðingnum. Hann fékk betra tafl, en skákin fjaraði út í jafntefli. Í seinni skákinni réð Carlsen ekki við meistarann, en ekki verður annað sagt en að hann hafi staðið sig með prýði í keppninni. Önnur viðureign sem áhorfendur fylgd- ust með af spenningi var einvígi Hannesar Hlífars Stefánssonar og Karpovs. Hannes Hlífar vann öruggan sigur í fyrri skákinni og héldu þá margir að björninn væri unninn, en svo reyndist ekki vera. Karpov jafnaði metin með hvítu mönnunum og vann svo bráðaban- ahraðskák. Þar með féll síðasti Ís- lendingurinn úr keppni, en Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Timman, Margeir Pétursson fyrir Drejev, Helgi Ólafsson fyrir Aronjan og Stefán Kristjánsson fyrir Short. Úrslitin: Kasparov-Carlsen, 1½ - ½ Timman-Jóhann, 1½ - ½ Nielsen-Epishin, 2-0 Drejev-Margeir, 1½ - ½ Short- Stefán, 1½ - ½ Sutovsky-Nataf, 1½ - ½ Aronjan-Helgi, 2-0 Karpov-Hannes Hlífar, 2-1 Í kvöld verður 2. umferð tefld á Nasa og hefst taflmennskan kl. 18.00. Þá eigast við: Levon Aronjan-Nigel Short, Garry Kasparov-Jan Timman, Emil Sutovsky-Peter Heine Niel- sen, Alexey Drejev-Anatolij Karpov. Fyrri skákin: Hvítt: Magnus Carlsen Svart: Garry Kasparov Hálfslavnesk vörn, Cambridge Springs afbrigðið 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5 7. Rd2 Bb4 8. Dc2 0–0 9. Be2 e5 10. 0–0 exd4 11. Rb3 Db6 12. exd4 dxc4 13. Bxc4 a5 14. a4 Dc7 15. Hae1 – Nýr leikur. Þekkt er 15. Rd2 h6 16. Bh4 Df4 17. Rf3 Rh5 18. Re2 Dd6 19. Rg3 Rf4 20. Re4 Dg6 21. Bg3 He8 22. Bxf4 Dxe4 23. Dxe4 Hxe4 24. Bc7 He7 25. Hfd1 Rf8 26. Bb6 Bd6 27. d5 c5 28. He1 Hxe1+ 29. Hxe1 Bg4, jafntefli (Kishnev-Smagin, Þýskalandi 1999). 15. ...h6 16. Bh4 Bd6 17. h3 Rb6 18. Bxf6 Rxc4 19. Re4 Bh2+ 20. Kh1 Rd6 21. Kxh2 Rxe4+ 22. Be5 Rd6 23. Dc5 Hd8 24. d5 Dd7 25. Rd4 Rf5 26. dxc6 bxc6 27. Rxc6 He8 28. Hd1 De6 29. Hfe1 Bb7. Kasparov á peði minna og á í nokkrum vandræðum. 30.Rd4 – Magnúsi líst ekki á 30.Rxa5!?, vegan 30.-- Bxg2! og hann má ekki drepa biskupinn: 31.Kxg2 Rh4+ 32.Kh2 Rf3+ 33.Kg2, t.d. 33.-- Hac8 34.Db5 Rh4+ 35.Kh2 Df5 36.Dd5 Hc2 37.Hf1 Hxf2+ 38.Hxf2 Dxf2+ 39.Kh1 Hxe5 og svartur vinnur. Hvítur þarf að vísu ekki að drepa biskupinn, en veikingin á kóngsstöðunni gæti reynst hættu- leg. Í framhaldi skákarinnar held- ur Magnús peði meira, en einföld- un stöðunnar og mislitir biskupar gera vinningsvonir hans að engu. Í lokin var tími keppenda orðinn mjög lítill, en einföld staðan vafð- ist ekki fyrir teflendum. 30...Rxd4 31.Dxd4 Dg6 32.Dg4?! Dxg4 33.hxg4 Bc6 34.b3 f6 35.Bc3 Hxe1 36.Hxe1 Bd5 37.Hb1 Kf7 38.Kg3 Hb8 39.b4 axb4 40.Bxb4 Bc4 41.a5 Ba6 42.f3 Kg6 43.Kf4 h5 44.gxh5+ Kxh5 45.Hh1+ Kg6 46.Bc5 Hb2 47.Kg3 Ha2 48.Bb6 Kf7 49.Hc1 g5 50.Hc7+ Kg6 51.Hc6 Bf1 52.Bf2 og keppendur sömdu um jafntefli. Íslendingar úr leik ARNÓR Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri friðargæsluskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, segir að engar breytingar hafi verið gerðar á fyr- irætlunum um að Íslendingar af- hendi flugvöllinn í Pristina í Kosovo stofnun Sameinuðu þjóðanna UN- MIK 1. apríl nk., þrátt fyrir átökin í héraðinu nú. Stofnunin muni þá taka við rekstri flugvallarins samkvæmt sérstöku samkomulagi. Arnór segir að Flugmálastjórn Ís- lands fyrir hönd samgönguráðuneyt- isins muni taka að sér að tryggja að flugvöllurinn verði rekinn sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum og skyldum ICAO, þannig að hann verði öruggur. Það þýddi væntan- lega að þrír til fimm starfsmenn flug- málastjórnar myndu þurfa að vera áfram í Pristina. Óbreytt skil á Pristina- flugvelli MAGNÚS Carlsen, sem í skák- heimi gengur undir nafninu „norska undrabarnið“, varð að lúta í lægra haldi í gærkvöldi fyr- ir sterkasta skákmanni heims, Garrí Kasparov, í fyrstu umferð alþjóðlega atskákmótsins, Reykja- vík Rapid, sem fer fram á skemmtistaðnum NASA við Aust- urvöll. Carlsen velgdi þó skák- snillingnum undir uggum og gerði jafntefli við hann í fyrri skák umferðarinnar. Norðmað- urinn var þar með úr leik í mótinu, sem er með útsláttarfyr- irkomulagi. Magnus Carlsen er 13 ára, frá bænum Lommedal í Bærum í Nor- egi, og verður 14 ára í lok nóv- ember næstkomandi. Faðir hans kenndi honum mannganginn fimm ára gömlum og átta ára tefldi hann á sínu fyrsta alvöru skákmóti. Fyrir rúmu ári varð hann alþjóðlegur meistari. Góð tilfinning að sigra Karpov Að umferðinni lokinni í gær- kvöldi sagðist hann í samtali við Morgunblaðið hafa komið til Ís- lands með þá von í brjósti að ná stórmeistaratitli en á Reykjavík- urskákmótinu, sem lauk á miðviku- dag, var hann ekki langt frá því. Í byrjun þessa árs náði hann tveim- ur stórmeistaraáföngum á sterkum mótum í Hollandi og Rússlandi og takist honum að ná markmiði sínu næsta hálfa árið eða svo verður hann næstyngstur í allri skáksög- unni til að verða stórmeistari. Hann er af mörgum talinn efni- legasti og umtalaðasti skákmeistari í heiminum í dag, ekki síst eftir jafnteflið við Kasparov í gærkvöldi og sigur á Karpov á hraðskákmóti í fyrrakvöld, sem notað var til að raða mönnum saman í fyrstu um- ferð atskákmótsins. Spurður hvort hann stefndi síðar meir að heimsmeistaratitli í skák svaraði Magnús því játandi án þess að hika, það væri sitt markmið. Hann var ánægður með skipulagn- inguna á Reykjavíkurskákmótinu en sagðist ekki vera jafn ánægður með eigin frammistöðu. Vonaðist hann til að ná stórmeistaratitlinum á sterku skákmóti í Malmö í Sví- þjóð í vor. Aðspurður hvernig það hefði verið að leggja Karpov að velli í fyrrakvöld sagði hann það hafa verið góða tilfinningu. Hann hefði haft örlitla heppni með sér þar sem Karpov hefði klúðrað góðri stöðu. „Það er bara hluti af leikn- um,“ sagði Magnús, pollrólegur. Er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi var um það bil hálftími liðinn frá því að seinni skák þeirra Kasparovs lauk. Í fyrstu mátti sjá vonbrigði á svip þessa unga keppnismanns en hann var farinn að jafna sig á úr- slitunum er frá leið og sagðist geta vel við þau unað. Að ná jafn- tefli í annarri skákinni væri „bara allt í lagi“. Magnús vonaðist til þess að koma aftur til Íslands að tefla, sér hefði gengið ágætlega gegn íslenskum skákmönnum. Fyrir Reykjavíkurskákmótið hefði hann t.d. tvisvar teflt við Hannes Hlífar og haft sigur í annað skipt- ið. Fjölskylda Magnúsar var með honum í för til Íslands, foreldrar og þrjár systur, enda tók hún sér ársfrí til að fylgja honum eftir á skákmótum. Leigði íbúðina sína í Lommedal og seldi annan fjöl- skyldubílinn. Henrik Carlsen, faðir hans, sagði við Morgunblaðið að ákveð- ið hefði verið að nota tækifærið í leiðinni og ferðast með fjölskyld- una um Evrópu. Fríið hófst í júlí í fyrra og er því farið að síga á seinni hlutann. Á þessum tíma hefur fjölskyldan komið til 16 landa. „Þau eru ágætis kennarar“ Henrik sagðist sjá um kennslu fyrir börnin ásamt móðurinni, Sigrúnu Øen, en saman eiga þau þrjár dætur, auk Magnúsar. „Þau eru bara ágætis kennarar en ég tek mér góðan tíma í að æfa mig í skákinni,“ sagði Magnús en þjálf- ari hans á þeim vettvangi síðustu tvö árin hefur verið norski stór- meistarinn Símon Agdestein. Henrik starfar allajafna sjálf- stætt sem ráðgjafi í tölvumálum á meðan Sigrún hefur gætt bús og barna. Hann sagði skákáhugann vera mikinn í fjölskyldunni, sjálfur hefði hann teflt mikið á yngri ár- um og síðan aftur með Magnúsi síðustu árin. Þó að Magnús hafi fengið sína fyrstu kennslu í skák fimm ára gamall fékk hann ekki áhugann fyrir alvöru fyrr en hann fylgdist átta ára með pabba sínum tefla við systur sína sem er einu ári eldri. Eftir þetta sökkti hann sér í taflmennskuna og náði fljótt góðum árangri í Noregi. „Systur hans tefla einnig tölu- vert en við erum öll nokkuð langt á eftir honum. Ætli ég hefði ekki hafnað neðstur á Reykjavíkurskákmótinu, hefði ég tekið þátt,“ sagði Henrik og brosti. Þekkti alla þjóðfána heims sjö ára gamall Hann sagði síðustu árin í lífi sonar síns hafa snúist um skák. Fyrst Magnús hefði náð svona langt væri ekkert óeðlilegt að hann vildi gerast atvinnumaður í skák. Hann væri mjög einbeittur og sýndi snemma að hann bjó yf- ir skarpri hugsun og góðu minni. Sem dæmi gat hann á áttunda ári þekkt alla þjóðfána heims og munað nöfn allra helstu sveitar- félaga Noregs og íbúafjölda í þeim „Við Sigrún munum að sjálf- sögðu sjá til þess að hann ljúki sinni skólagöngu og fái tækifæri til að eignast venjulegt líf,“ sagði Henrik Carlsen um soninn unga. Fjölskylda Magnúsar Carlsen tók sér ársfrí til að fylgja undrabarninu eftir í skákinni Stefnir að því að verða heimsmeistari Morgunblaðið/Ómar Fjölskylda Magnúsar Carlsen við skákborðið sem hann tefldi á við sjálfan Kasparov í gærkvöldi og tapaði naum- lega. Lengst til vinstri er faðirinn, Henrik Carlsen, fyrir aftan Magnús eru systurnar Ingrid, 9 ára, Ellen, 14 ára, og Signe, 7 ára, og loks móðirin, Sigrún Øen. ♦♦♦ Bragi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.