Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 11
SIV Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra kveðst
ekki sjá annmarka á
starfsemi Landmæl-
inga Íslands. Siv segist
ekki átta sig á gagnrýni
forsvarsmanna korta-
gerðarfyrirækisins
Loftmynda sem fram
kom í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins sl.
fimmtudag, en þar var
m.a. haft eftir Arnari
Sigurðssyni, sem starf-
ar að viðskiptamótun
hjá kortagerðarfyrir-
tækinu Loftmyndum,
að fyrirtækið standi
frammi fyrir ósanngjarnri sam-
keppni frá Landmælingum. Siv segir
þróunina í starfsemi Landmælinga
vera í þá átt að auka útboð verkefna
og svo hafi verið síðustu ár.
„Landmælingar eru að fara með
sín verkefni meira og minna á mark-
að í útboði. Loftmyndir geta boðið í
þau verkefni eins og aðrir og hafa
gert og fengið verkefni. Það er alveg
ljóst samkvæmt lögun-
um um landmælingar
og kortagerð að það er
hlutverk Landmælinga
að tryggja að það séu
ávallt til nauðsynlegar
staðfræðilegar og land-
fræðilegar upplýsingar
um landið og unnið sé
að söfnun og úrvinnslu
upplýsinga sem hafa
gildi fyrir landmæling-
ar og kortagerð á Ís-
landi.
Það er auðvitað mjög
mikilvægt að það sé til
samræmingaraðili sem
getur haldið utan um
þetta hlutverk.“
Mikilvægt að reka
öfluga kortastofnun
Haft var eftir Arnari og Erni
Arnari Ingólfssyni, eiganda Loft-
mynda, í frétt Viðskiptablaðs Mbl. sl.
fimmtudag að að kortagerð sé fyrir
löngu orðin samkeppnisiðnaður er-
lendis en að verið sé að fara í öfuga
átt til ríkisvæðingar hér á landi. Þá
gagnrýndu þeir Örn og Arnar að
Landmælingar hafi stjórnsýsluhlut-
verk á sama tíma og þær keppi við
önnur fyrirtæki.
„Það skiptir okkur mjög máli að
hafa hér öfluga kortastofnun. Hún
hefur samfélagslegt hlutverk og ör-
yggishlutverk. Ég átta mig ekki al-
veg á þessum tón sem núna kemur
frá Loftmyndum. Samkvæmt mínum
upplýsingum þá eru Landmælingar
með útboð á verkefnum og Loft-
myndir hafa boðið í þau eins og önn-
ur fyrirtæki. Ég sé ekki þá stóru
annmarka á starfsemi Landmælinga
sem Loftmyndir eru að gefa í skyn.
Ég tel eðlilegt að við Íslendingar
rekum stjórnsýslustofnun sem hefur
með landmælingar að gera. Það gera
önnur ríki líka. Landmælingar eru
ríkisfyrirtæki í öllum nágrannaríkj-
um okkar. Ég þekki ekkert ríki í ná-
grannalöndum okkar sem er að fara
út í það að leggja niður sínar land-
mælingar. Í stórum dráttum er ég
mjög sátt við starfsemi Landmæl-
inga Íslands.“ segir Siv.
Umhverfisráðherra um gagnrýni á Landmælingar
Kveðst ekki sjá ann-
marka á starfseminni
Siv Friðleifsdóttir
HVER er þróun tækninnar og
hvort er það mannkynið eða tæknin
sjálf sem ræður ferðinni? Þessum
spurningum og mörgum fleiri um
tengsl tækni og samfélagsins var
velt upp í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands í gær, við setningu þverfag-
legrar ráðstefnu um tækni og sam-
félag sem lýkur í dag.
„Við vitum aldrei hvert tæknin
leiðir okkur fyrr en við erum stödd
frammi fyrir vandanum. Það er því
erfitt að taka ákvörðun um hvert
við viljum fara fyrir fram, á annan
hátt en á almennum siðferð-
isgrundvelli. Það eru ákveðnir hlut-
ir sem maður gerir ekki, eins og t.d.
að drepa fólk í milljónatali með at-
ómsprengju. Þegar maður er kom-
inn með tækni til að búa til svoleiðis
sprengju segir maður stopp, lengra
förum við ekki,“ segir Þráinn Egg-
ertsson, prófessor í hagfræði, einn
fyrirlesara við setningu ráðstefn-
unnar, í samtali við Morgunblaðið.
Páll Skúlason, háskólarektor og
heimspekingur, sem einnig flutti
þar erindi, segir það undir mönn-
unum sjálfum komið hvert þeir láti
tæknina leiða sig. „Við sjálf verðum
að reyna að sjá til þess að tæknin
geri okkur betri, spilli okkur ekki
eða að við látum hana ekki leiða
okkur í vitleysu. Við þurfum sjálf að
hafa stjórn á henni um leið og hún
er farin að stjórna okkur líka.“
Líffræði og tækni tengjast
í sífellt ríkari mæli
W. Brian Arthur, fyrsti for-
stöðumaður hagfræðistofnunar há-
skólans í Santa Fe í Nýju Mexíkó,
fjallaði í sínum fyrirlestri um þróun
tækninnar. Hann er búsettur í Silí-
kondalnum í Kaliforníu og segir að
hátækni sé sífellt að taka á sig líf-
rænna form. Þannig sé tæknin að
verða gagnvirkari, tæki geti stillt
sig sjálf eða gert við sig og séu búin
gervigreind.
Hann tekur sem dæmi að mögu-
legt er að merkja vörur í mat-
vöruverslunum með sendimerki.
Þannig geti dós með matvælum
sent skilaboð þegar hún er tekin úr
hillunni, þannig að hægt sé að fylla
á hilluna, eins geti dósirnar sent
merki sín á milli. Hann segir tækni
og líffræði tengjast í sífellt ríkari
mæli. Það hafi vakið ýmsar siðferði-
legar spurningar sem sé nauðsyn-
legt að taka á. „Tækni er að hætta
að vera bara vélar, verksmiðjur,
tæki og tól og fara inn í nýtt skeið
þar sem tækni og líffræði tengjast í
sífellt meiri mæli. Ef vélbúnaður er
að hluta til lífrænn, að hversu miklu
leyti hefur hann þá t.d. réttindi sem
„lífvera“. Ef hægt er að búa til vef
úr frumum mannslíkamans, að hve
miklu leyti er afraksturinn tækni-
legur og að hve miklu leyti líf-
rænn?“ spyr Arthur.
Hann nefnir einnig möguleikann
á því að rækta stofnfrumur, sem
eru fyrstu frumurnar sem myndast
í fóstrum og sem hafa þann eig-
inleika að geta þróast sem hvers
konar frumur sem er að finna í
mannslíkamanum. „Spurningin er
hvort við getum ræktað stofn-
frumur sem aðrar frumur, eða
hvort stofnfrumurnar séu litlar
„verur“ sem hafi einhvern rétt.“
Arthur nefnir einnig tækni til að
lengja líf manna eða tækni sem ger-
ir verðandi foreldrum mögulegt að
velja kyn barna sinna.
„Eftir því sem tækninni fleygir
fram þróast hún yfir á svæði sem
við töldum áður vera vandamál
náttúrunnar og lífræðinnar. Hvað ef
við getum lifað með gervilíffæri og
gerviheila, erum við þá enn mann-
eskjur? Hvar stoppar líffræðin og
hvar byrjar tæknin? Við höfum litla
leiðsögn um þetta ef við skoðum
sögu mannkynsins og stöndum því
frammi fyrir ýmsum nýjum vanda-
málum,“ segir Arthur.
Hann segir mikilvægt að þverfag-
leg umræða um þessi mál eigi sér
stað. „Við þurfum að halda áfram að
spyrja okkur hvað við viljum í raun
sem manneskjur, það er grundvall-
arspurning. Erum við aðeins tann-
hjól í vél? Getum við haldið áfram
að þróa tækni, sem heldur okkur lif-
andi í anda, í stað þess að gera okk-
ur að einhvers konar tannhjólum í
vél?“ spyr Arthur.
Getum ekki búið til
fyrirmyndarþjóðfélagið
Þráinn fjallaði í sínum fyrirlestri
um að þekking á félagstækni sé
komin mun skemur á veg en almenn
tækniþekking. Með félagstækni á
hann við skipulag og uppbyggingu
þjóðfélagsins og hagkerfisins. „Við
getum ekki t.d. búið til fyrirmynd-
arhagkerfi í Afríku og látið það
virka,“ segir Þráinn. „Við skiljum
ekki hvernig það er hægt að stjórna
þjóðfélagsgerðum og það er senni-
lega tiltölulega lítið svigrúm fyrir
einhverja umbótamenn til að breyta
þjóðfélaginu.“ Hann bætir því við að
gangverki þjóðfélagsins sé erfitt að
stjórna eða breyta, þjóðfélög bygg-
ist á hugmyndum manna, skoðunum
og siðvenju. Þessir hlutir breytist
frekar hægt og lúti ekki stjórn rík-
isins.
Páll bætir við að það hafi vissu-
lega komið fram á sjónarsviðið
menn sem hafa talið sig vita hvernig
hægt sé að „byggja“ þjóðfélög. Len-
ín hafi reynt það, en hann hafi trúað
því að ríkið ætti að virka eins og
vél.
„Oftrú á tæknina, sem þarna birt-
ist, er mjög hættuleg, að mínum
dómi. Þannig að um leið og við
ræktum með okkur tæknilega hugs-
un og nýtum okkur tæknina, þurf-
um við að temja okkur fræðilega
hugsun almennt, sem og um
tæknina sjálfa og siðferðið. Það er
það sem ég tel brýnast í dag. Reyn-
um sífellt að nýta tæknina betur til
góðs,“ segir Páll.
Þverfagleg ráðstefna um tækni og samfélag sett í Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Jim Smart
„Tækni er að hætta að vera bara vélar, verksmiðjur, tæki og tól og fara inn í nýtt skeið þar sem tækni og líffræði
tengjast í sífellt meiri mæli,“ sagði W. Brian Arthur í samtali við Morgunblaðið. Hann var einn fyrirlesara á ráð-
stefnunni í gær. Hér má sjá, frá vinstri, Pál Skúlason, Ágúst Einarsson, W. Brian Arthur og Þráin Eggertsson.
Undir okkur sjálfum komið
hvert tæknin leiðir okkur
ÞORGERÐUR Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
undirritaði í gær samninga við
fimm fræðsluaðila um þátttöku
þeirra í tilraun um vinnustaða-
nám. Tilraunin byggist á
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
frá desember 2002 og er til-
gangur hennar að leiða í ljós
hvort vinnustaðanám, skipu-
lagt með ákveðnum hætti, sé
heppilegur valkostur við nú-
verandi fyrirkomulag, segir í
fréttatilkynningu.
Samkvæmt ákvæðum fram-
haldsskólalaga fer starfsnám
bæði fram í skóla og á vinnu-
stað eða eingöngu í skóla. Lög-
in kveða einnig á um gerð
námskrár fyrir allt nám á
framhaldsskólastigi. Hingað til
hefur ekki verið hugað sér-
staklega að inntaki vinnu-
staðanáms, en með tilrauninni
verður breyting þar á. Ritaðar
hafa verið lýsingar fyrir vinnu-
staðanám í allmörgum grein-
um og verður leitast við að
fylgja þeim í starfsnámi fyrir
sex greinar: hársnyrtiiðn, kjöt-
iðn, prentsmíð, sjúkraliðanámi,
starfsnámi fyrir verslunar-
stjóra og vélvirkjun. Valin
verða 18 fyrirtæki til þátttöku
í tilrauninni og munu þau fá
greiðslu fyrir að fylgja lýsingu
á vinnustaðanámi markvisst
eftir. Tilraunin stendur yfir
næstu tvö árin og verði árang-
ur góður má ætla að hugað
verði að breytingum á núver-
andi fyrirkomulagi vinnustaða-
náms.
Sérstökum starfshópi hefur
verið falið að gera tillögu um
framtíðar fyrirkomulag vinnu-
staðanáms, fjármögnunarleiðir
og skiptingu kostnaðar.
Þeir fræðsluaðilar sem taka
þátt í tilrauninni eru: Fræðslu-
miðstöð málmiðnaðarins,
Fræðsluráð hótel- og matvæla-
greina, Prenttæknistofnun,
Sjúkraliðafélag Íslands og Við-
skiptaháskólinn á Bifröst.
Samningar um
vinnustaðanám
Átján
fyrirtæki
taka þátt
í tilraun
STÚDENTARÁÐ hefur leitað eft-
ir áliti umboðsmanns Alþingis
varðandi ákvörðun Háskóla Ís-
lands um að innheimta skráning-
argjöld fyrir næsta skólaár á vor-
mánuðum, en til þessa hafa
nemendur getað greitt skráning-
argjöldin í júlí. Ráðið hefur farið
þess á leit við umboðsmann að
hann flýti afgreiðslu málsins, eins
og kostur er, og óskað eftir því við
yfirvöld skólans að beðið verði með
innheimtu gjaldanna þar til álit
Umboðsmanns liggur fyrir.
Jarþrúður Ásmundsdóttir, for-
maður Stúdentaráðs HÍ, segir að
allt kapp sé lagt á að fá greiðslu-
frestinn. Skráningargjaldið er
32.500 krónur og alls eru um 8.000
stúdentar við nám í skólanum. Jar-
þrúður segir ótækt að 260 millj-
ónum króna, sem sé lauslega áætl-
uð upphæð skráningargjalda, sé
velt á yfirdráttarlán stúdenta, en
það verði þrautalendingin fyrir
marga. Það sé áfellisdómur yfir
stjórnendum skólans vilji þeir
leysa fjárhagsmál skólans með
þessum hætti.
Venjan hefur verið sú að nem-
endur hafa getað greitt þetta gjald
í júlí. Eftir það hefur lagst á 15%
álagningargjald, en hægt hefur
verið að greiða gjöldin þar til 20.
ágúst. „Núna aftur á móti krefjast
þau þess að við göngum frá okkar
greiðslum strax í mars. Stúdentar
munu fá afhenta greiðsluseðla sem
renna út 2. maí. Það er ljóst að þá
er prófavertíðin á fullu og fólk ekki
farið að njóta sinna sumartekna
eftir sumarvinnu, þannig að þetta
kemur sér mjög illa fyrir marga. Í
raun eru margir í mjög alvarlegum
vandræðum vegna þessa, fyrir ut-
an hvað það er hróplega ósann-
gjarnt að gera þetta svona,“ segir
Jarþrúður.
Nemendur skólans eiga að skrá
sig í námskeið fyrir næsta vetur
dagana 22.–26. mars og var síðasta
föstudag send út tilkynning um að
gjalddagi fyrir skráningargjöld
yrði fyrr en undanfarin ár. Jar-
þrúður segir að gangi nemendur
ekki frá þessari greiðslu, segi
skólayfirvöld að þeir missi sitt sæti
í skólanum.
Stúdentar HÍ vilja álit umboðsmanns
Beðið verði með
innheimtu gjalda