Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur SÍF hf. kl. 14 á Rad-
isson SAS Saga Hótel.
Aðalfundur Hf. Eimskipafélags
Íslands kl. 14 í Borgarleikhúsinu.
Aðalfundur Medcare Flögu hf. kl.
16 í Síðumúla 24.
Í DAG
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● TAP af rekstri Tæknivals hf. nam
289 milljónum króna árið 2003 og er
það nærri 60 milljóna króna betri af-
koma en árið áður. Sala dróst sam-
an um 17% á milli ára en rekstrar-
gjöld dróg-
ust hins
vegar sam-
an um 20%
sem skilaði
sér í betri
rekstrar-
afkomu en
árið áður.
Eigið fé
Tæknivals í
lok ársins
2003 var
sem fyrr nei-
kvætt, um
608 milljónir króna, en eigið fé fé-
lagsins var neikvætt um 300 millj-
ónir í upphafi ársins.
Meðal eigna í efnahagsreikningi
Tæknivals er reiknuð skattinneign
að fjárhæð 374 milljónir króna vegna
yfirfæranlegs taps félagsins. Í áritun
endurskoðenda segir að forsendur
þessarar eignfærslu séu þær að fé-
laginu takist að nýta tapið á móti
hagnaði á næstu árum.
Í janúar síðastliðnum var versl-
unarsvið Tæknivals selt frá félaginu
og er þess getið í reikningum félags-
ins að fyrir áhrif af sölunni muni, að
öðru óbreyttu, eigið fé félagsins
verða jákvætt um 303 milljónir
króna.
Eigið fé Tæknivals
neikvætt um
600 milljónir
!"#
"
!
$%
● VERÐBRÉFASTOFAN skilaði tæp-
lega 90 milljóna króna hagnaði í
fyrra, sem er mikil aukning frá árinu
2002 þegar hagnaðurinn var 14
milljónir króna. Arðsemi Verð-
bréfastof-
unnar var
38% í fyrra.
Hluthöfum var
greiddur 23%
arður, en hlut-
hafar eru 80
og enginn
þeirra á yfir
10% hlut í fyr-
irtækinu.
Aukning
hagnaðarins
skýrist að-
allega af
auknum sölu- og umsýsluþóknunum,
en að auki jukust fjármunatekjur
nokkuð. Rekstrartekjur voru samtals
302 milljónir króna í fyrra og jukust
um 61%.
Rekstrargjöld námu 192 millj-
ónum króna og jukust um 13% milli
ára. Aukningin var öll í launum og
tengdum gjöldum, sem jukust um
52% og námu 108 milljónum króna í
fyrra. Starfsmönnum Verðbréfastof-
unnar fjölgaði hins vegar lítið, með-
alfjöldi starfa fór úr 12,5 árið 2002 í
13 í fyrra.
Eignir Verðbréfastofunnar jukust
um 48% milli ára og námu 931 millj-
ón króna í árslok í fyrra.
Eiginfjárhlutfall, reiknað sam-
kvæmt lögum um verðbréfafyrirtæki,
lækkaði úr 51% í 47% milli ára.
Hagnaður Verðbréfa-
stofunnar eykst
mikið milli ára
&
'()
!* #
$!
#!
ERFITT er að segja til um hvort
heppilegra er að taka húsnæðislán til
kaupa á íbúðarhúsnæði nú eða að
bíða fram yfir að ný lög um húsnæð-
ismál og útlán Íbúðalánasjóðs taka
gildi hinn 1. júlí næstkomandi.
Frumvarp félagsmálaráðherra um
breytingar á lögum um húsnæðis-
mál, sem kynnt var fyrir rúmri viku,
miðar að því að auka seljanleika
íbúðabréfa á verðbréfamarkaði, sem
gefin verða út til að fjármagna hús-
næðislánin í stað húsbréfa.
Almennt er talið að fjármögnunar-
kostnaður lántakenda muni lækka í
kjölfar fyrirhugaðra breytinga á
húsnæðislánakerfinu. Það hefur að
sjálfsögðu í för með sér lækkun á
greiðslubyrði af húsnæðislánum. Ef
húsnæðisverð hækkar hins vegar í
kjölfar þessara breytinga, þá getur
hluti þess hagnaðar sem kaupendur
njóta með lækkun á greiðslubyrði ét-
ist upp að hluta eða öllu leyti, þar
sem kaupendur þyrftu þá væntan-
lega að taka hærra lán til að fjár-
magna sambærileg kaup.
Þeir sem standa frammi fyrir því
að taka ákvörðun um hvort þeir eiga
að ráðast í íbúðarkaup fyrir 1. júlí, og
notfæra sér húsbréfakerfið, eða bíða
eftir nýju húsnæðislánakerfi, verða
því væntanlega að vega og meta
þessa tvo þætti, þ.e. hugsanlega
lægra lán en hærri greiðslubyrði,
eða hugsanlega hærra lán með lægri
greiðslubyrði.
Greining Íslandsbanka er ekki í
vafa um hvað sé heppilegast að gera.
Í Markaðsyfirliti deildarinnar í
fyrradag er íbúðakaupendum ráð-
lagt að fresta lántökum hjá Íbúða-
lánasjóði fram yfir 1. júlí. Kaupend-
ur hér á landi hafa ekki áður verið
hvattir með eins skýrum hætti til að
fresta lántökum eins og þar kemur
fram. Slíkar ráðleggingar heyrðust
jafnvel ekki hátt þegar afföll við sölu
húsbréfa mældust í tveggja stafa
prósentutölum.
Fram kemur í Markaðsyfirlitinu
að Greining ÍSB telur að ólíklegt sé
að vextir af hinum væntanlegu pen-
ingalánum Íbúðalánasjóðs verði
hærri en ávöxtunarkrafa á markaði í
dag, og þess vegna sé hagstæðara að
bíða með lántökur hjá sjóðnum.
Hærra verð
Formaður Félags fasteignasala
hefur lýst undrun sinni á ráðlegg-
ingum Greiningar ÍSB og sagði í
samtali við Viðskiptablað Morgun-
blaðsins í fyrradag að ekki væri ann-
að hægt en setja spurningarmerki
við þær. Vísar hann til þess að í
Markaðsyfirliti Greiningar ÍSB sé
því spáð að húsnæðisverð muni halda
áfram að hækka. Að ganga út frá því
að við slíkar aðstæður sé heppilegra
að bíða með íbúðakaup, hljóti því að
stafa af því að Greining ÍSB gangi út
frá því að yfirverð á húsbréfum nýt-
ist ekki kaupendunum, en það sé
röng ályktun hjá deildinni.
Ekki að mæla með frestun á
kaupum, bara lántökum
Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir,
hjá Greiningu ÍSB, segir að deildin
geri í mati sínu ráð fyrir því að lán-
takendur/íbúðakaupendur njóti yfir-
verðsins af húsbréfunum að fullu,
enda miðist útreikningarnir við
ávöxtunarkröfu á markaði að við-
bættu vaxtaálagi (4,35%+0,35%) í
stað nafnvaxta bréfanna
(4,75%+0,35%). Hún segir að ef gert
væri ráð fyrir því að seljendurnir
nytu yfirverðsins að hluta væri enn
frekari ástæða fyrir íbúðakaupendur
að bíða með lántöku.
„Vissulega spáum við því að fast-
eignaverð muni hækka á næstu ár-
um, segjum hins vegar ekkert um
það í okkar spám hver þróunin verð-
ur á næstu mánuðum. Auk þess er-
um við ekki að mæla með því að ein-
staklingar fresti íbúðakaupum
heldur fresti lántöku hjá Íbúðalána-
sjóði. Síðan verður auðvitað að hafa í
huga að það eru fleiri sjónarmið en
fjármögnunarkostnaður sem ein-
staklingar hafa í huga við íbúða-
kaup,“ segir Guðbjörg Anna.
Engin
uppgreiðsluþóknun
Í frumvarpi félagsmálaráðherra
um breytingar á lögum um húsnæð-
ismál eru tvö atriði með öðrum hætti
en áður hafði verið greint frá við
undirbúning frumvarpsins. Í fyrsta
lagi er í meginatriðum vikið frá því
að lántakendur greiði uppgreiðslu-
þóknun til Íbúðalánasjóðs vilji þeir
greiða upp lán sín. Hins vegar er
gert ráð fyrir því að hægt sé að grípa
til slíkrar þóknunar ef allt fer á verri
veg hjá Íbúðalánasjóði. Þessi breyt-
ing stuðlar að því að vextir af hús-
næðislánum verði lægri en ella.
Hitt atriðið sem er nýtt frá því
sem áður var gert ráð fyrir er að
vaxtaálag, sem Íbúðalánasjóður
leggur á húsnæðislánin, verður eins
og verið hefur til að mæta rekstr-
arkostnaði sjóðsins og til að standa
undir hugsanlegum útlánatöpum, en
við bætist nýr liður í vaxtaálagið,
sem ætlað er að dekka það ef upp-
greiðslur á lánum sjóðsins verða
miklar. Þetta ætti að draga úr líkum
á aukaútdrætti og að uppgreiðslu-
álag, þ.e. mismunur á milli ávöxtun-
arkröfu hús- og húsnæðisbréfa verði
minni. Markaðurinn verður þá vænt-
anlega ekki eins hræddur við auka-
útdrátt og vextir gætu því lækkað
vegna þessa.
Kauptækifæri nú?
Verð á fasteignamarkaði er í sögu-
legu hámarki um þessar mundir.
Sérfræðingar á fjármála- og hús-
næðismarkaði, sem blaðamaður
ræddi við, eru flestir sammála um að
fyrirhugaðar breytingar á lögum um
húsnæðismál vinni a.m.k. gegn
lækkun á fasteignaverði. Þarna spil-
ar inn í að gert er ráð fyrir að kaup-
máttur launa haldi áfram að vaxa á
komandi árum, en það ýtir undir
fasteignaverð.
Stór hluti íbúðakaupenda notfærir
sér hið opinbera húsnæðislánakerfi
til að fjármagna íbúðarkaup. Því
fleiri sem fara eftir ráðgjöf Grein-
ingar ÍSB þeim mun meiri verður
spennan á fasteignamarkaðinum
þegar hið nýja húsnæðislánakerfi
tekur gildi og verðhækkun verður þá
væntanlega meiri en ella. Ef ráðgjöf
Greiningar ÍSB er skynsamleg, og
heppilegast er að bíða með lántökur
hjá Íbúðalánasjóði, vaknar spurning
hvort það geri ekki að verkum að nú
sé þrátt fyrir allt gott tækifæri til að
kaupa íbúðarhúsnæði.
Á að bíða með hús-
næðiskaup eður ei?
Morgunblaðið/Ingibjörg
Fréttaskýring Fyrirhugað er að ný lög um
útlán Íbúðalánasjóðs taki gildi 1. júlí næst-
komandi. Deildar meiningar eru um hvort
það sé heppilegra fyrir íbúðakaupendur að
ráðast í kaup nú eða að bíða með kaup
fram yfir að hin nýju peningalán taka við af
húsbréfalánunum. Grétar Júníus
Guðmundsson skoðaði málið.
gretar@mbl.is
VIÐHORF almennings og fagfjár-
festa til Kauphallar Íslands var svip-
að í desember síðastliðnum og það
var í febrúar á síðasta ári. Þetta eru
niðurstöður könnunar sem stjórn
Eignarhaldsfélagsins Verðbréfa-
þings hf. lét gera, en félagið er móð-
urfélag Kauphallar Íslands og Verð-
bréfaskráningar Íslands. Bjarni
Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka
og formaður stjórnar Eignarhalds-
félagsins Verðbréfaþings, greindi
frá þessu á aðalfundi félagsins í gær.
Bjarni sagði að niðurstöður nýju
könnunarinnar væru varnarsigur í
ljósi erfiðrar umræðu um fjármála-
markaðinn undir lok síðasta árs.
Samkvæmt könnuninni bera 70%
fagfjárfesta mikið traust til Kaup-
hallarinnar á móti 71% í febrúar
2003. Um 50% almennings bera mik-
ið traust til hennar samanborið við
48% í fyrri könnuninni.
Þeim hefur fjölgað sem telja að
Kauphöllin sinni eftirlitshlutverki
sínu illa, úr
19% í 38%
meðal fagfjár-
festa og úr
23% í 26% hjá
almenningi.
Sagði Bjarni
þessa niður-
stöðu í sam-
ræmi við hugmyndir stjórnarinnar,
sem hafi fundið fyrir því að hlutverk
Kauphallarinnar í eftirliti á verð-
bréfamarkaðnum sé í mörgum tilvik-
um misskilið og talið víðtækara en
það er.
Í stjórn Eignarhaldsfélagsins
Verðbréfaþings hf. voru endurkjörn-
ir eftirfarandi stjórnarmenn: Bjarni
Ármannsson, Þorkell Sigurlaugsson,
Þorgeir Eyjólfsson, Ingólfur Helga-
son, Björgólfur Jóhannsson og
Yngvi Örn Kristinsson. Nýir í stjórn
voru kjörnir þeir Finnur Svein-
björnsson, Tryggvi Pálsson og Gylfi
Magnússon.
Lítil breyting á
viðhorfum til
Kauphallarinnar
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings hf. var haldinn í gær
raði sér í stjórn Eignarhaldsfélags
Verðbréfaþings á sama tíma og um-
ræða fer fram hér á landi um að
bæta stjórnarhætti í félögum.
„Menn verða að hafa í huga að
starfsemi Kauphallarinnar er mjög
sérstaks eðlis. Kauphöll er til að
miðla viðskiptum á almennum
markaði og verðbréfaskráning er
til að sjá um rafræna skráningu í
þessum efnum. Það er því full-
komlega óeðlilegt að menn sem
eiga mikilla hagsmuna að gæta í
stafseminni sitji jafnframt í stjórn-
um og séu þar með yfirmenn for-
stjóra Kauphallarinnar.“
Eftirlitsskylda í höndum forstjóra
Bjarni Ármannsson, formaður
stjórnar Eignarhaldsfélagsins
Verðbréfaþings, segir að stjórn fé-
lagsins endurspegli hluthafahóp
hans, sem í eðli sínu beri ábyrgð á
rekstrinum. Tvö ár séu liðin frá því
verkaskiptingu hafi verið breytt
þannig að málefni er lúti að eft-
irlitsskyldum hafi alfarið verið
færð í hendur forstjóra félagsins.
Með því telji stjórnin að brugðist
hafi verið við mögulegum hags-
munaárekstrum.
ÁGÚST Einarsson, prófessor við
Háskóla Íslands, segir að sér finnist
fullkomlega óeðlilegt að í stjórn
Kauphallarinnar og Verð-
bréfaskráningarinnar sitji ráðandi
framkvæmdastjórar í fjármálafyr-
irtækjum. Hann segir að hagsmun-
irnir séu allt of ríkir til að eðlilegt
geti talist að þessir aðilar sitji í
stjórnum félaga, sem annars vegar
sér um markaðsstarfsemina eins og
Kauphöllin, og hins vegar skrán-
ingarfyrirtækinu Verðbréfaskrán-
ingu. Þetta sé ekki sú aðferð sem
farin sé víða erlendis. Þar séu hlut-
lausari aðilar í þessum stjórnum.
„Einnig er víða mun skýrari að-
skilnaður milli kauphallar og verð-
bréfaskráningar en er hér á landi,“
segir Ágúst. „Þessi aðferðafræði
Eignarhaldsfélags Verðbréfaþings
að setja þessa ráðandi fram-
kvæmdastjóra í stjórn er til þess að
rýra traust á markaðinum. Ég hef
gagnrýnt þetta áður og margir
hafa tekið undir þá gagnrýni. Þetta
hefur einnig verið gagnrýnt af lög-
fræðingum eins og Áslaugu Björg-
vinsdóttur.“
Ágúst segir einkennilegt að
stjórnendur fjármálafyrirtækjanna
Fullkomlega óeðlilegt
hverjir sitja í stjórn