Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍTALSKUR ráðherra rauf í gær samstöðu ítölsku ríkisstjórnarinnar um stuðning við stríðið í Írak. Sagði Evrópumálaráðherrann Rocco Butt- iglione í dagblaðsviðtali að innrásin í Írak í fyrra kynni að hafa verið mis- tök; hún hefði í það minnsta ekki ver- ið það skynsamlegasta sem kostur var á. Þá virðist gagnrýni á Íraksstefnu Bandaríkjamanna einnig vera að koma upp á yfirborðið meðal ráða- manna annars evrópsks aðildarríkis „bandalags hinna staðföstu“. AFP- fréttastofan hefur eftir Alexander Kwasniewski, forseta Póllands, að Pólverjar hafi verið „blekktir“ hvað varðar gereyðingarvopnaeign Íraka. „Við vorum beittir blekkingum varð- andi gereyðingarvopnin, það er rétt,“ tjáði forsetinn blaðamönnum í Varsjá. Hann sagði hins vegar enga skynsemi í því fólgna að kalla pólsku hermennina í Írak heim. Þessi ummæli pólska forsetans eru fyrstu opinberu merkin um gagnrýni af hálfu pólskra ráðamanna á röksemdafærslu Bandaríkjamanna fyrir innrásinni í Írak, en með henni tókst þeim að fá Pólverja og fleiri evrópskar bandamannaþjóðir eins og Breta, Ítali og Spánverja til stuðnings við stefnu sína í Írak. Um 2.500 pólskir hermenn eru nú í Írak. Þessi ummæli Kwasniewskis féllu í kjölfar þess að José Luis Rodriguez Zapatero, verðandi forsætisráðherra Spánar, boðaði að spænska herliðið í Írak yrði kallað heim í sumar, tækju Sameinuðu þjóðirnar ekki við yfir- stjórninni þar. Klofningur á Ítalíu „Stríðið kann að hafa verið mistök. Ef til vill voru til leiðir til að komast hjá því,“ sagði Buttiglione í samtali við dagblaðið Il Messaggero. „Víst er að það var ekki það bezta sem hægt var að gera,“ bætti hann við. „Það er ekki hægt að ráða niður- lögum hryðjuverka með vopnavaldi einu saman, og ef við gefum þá mynd af okkur að vopn séu til alls fyrst munum við bara róta upp þjóðern- issinnaðri andstöðu araba gegn okk- ur,“ segir Buttiglione. Þessi yfirlýsing ráðherrans er fyrsta sýnilega sprungan í einingu ítölsku stjórnarinnar í Íraksmálinu, og kemur fram tveimur dögum fyrir eins árs afmæli innrásarinnar sem Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur stutt með ráðum og dáð. Klofningurinn í ítölskum stjórn- málum hvað varðar afstöðuna til íhlutunarinnar í Írak og stríðsins gegn hryðjuverkum birtist einnig með skýrum hætti í því að fjöldaúti- fundur, sem boðað var til í Róm í gær til að sýna samstöðu Ítala með bar- áttunni gegn hryðjuverkaógninni í kjölfar tilræðanna í Madríd, fékk ekki stuðning vinstriflokkanna á þingi, sem eru í stjórnarandstöðu. Þeir boðuðu frekar til annars fundar þar sem áherzla skyldi lögð á að krefjast þess að ítölsku hermennirn- ir í Írak yrðu kallaðir heim. Eining Ítalíustjórnar um Íraksstefnuna rofin Róm, Varsjá. AFP, AP. Póllandsforseti segir blekkingum hafa verið beitt varðandi gereyð- ingarvopn í Írak A llt starf Sameinuðu þjóð- anna og annarra al- þjóðastofnana í Kosovo undanfarin fimm ár, sem hefur miðað að því að tryggja öryggi minnihlutahópa og stuðla að friðsamlegri sambúð Albana og Serba, kann að vera unnið fyrir gýg eftir atburði síðustu daga í hér- aðinu. Ljóst er að a.m.k. þrjátíu og einn hefur beðið bana í átökum og óeirðum víðs vegar um Kosovo og um fimm hundruð manns hafa særst. Þetta er mesta mannfall í átökum í Kosovo frá því að Júgóslavíustríðinu lauk í júní 1999. Einn heimildarmaður Morg- unblaðsins, hátt settur starfsmaður alþjóðastofnunar í Pec, var ekkert að skafa utan af hlutunum í gær: „Mér líður eins og árið 1999 sé runnið upp aftur. Ég get ekki ímyndað mér hvað við gerum núna, allt það starf sem ég var að skipuleggja, og miðaði að því að kenna fólki umburðarlyndi gagn- vart öðrum þjóðarbrotum, er farið út um gluggann.“ Þessi heimildarmaður Morg- unblaðsins hefur unnið með hléum í Kosovo frá árinu 1999, hann segir að það eina sem megi bóka um fram- haldið sé „að menn muni ekki halda aftur af sér telji þeir að sér vegið“. Ástandið geti því enn farið versn- andi, í öllu falli verði ekki hlaupið að því að kæfa þá elda haturs sem nú hafa kviknað á ný. Árni Snævarr, sem starfar hjá Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Kosovo á vegum Íslensku friðargæslunnar, tekur í sama streng. Hann segir starfslið ÖSE í Pristina niðurdregið, það viti sem er að þessir atburðir munu draga dilk á eftir sér. „Menn óttast mjög að allar tilraunir til að styrkja stoðir lýðræðis, mjaka málum hér áfram, séu farnar fyrir lít- ið,“ segir hann. Ástandið verst í Mitrovica Í átökunum undanfarna daga hefur ástandið verið sýnu verst í borginni Mitrovica í Norður-Kosovo, þar dóu a.m.k. átta Albanar og tveir Serbar í óeirðum sem brutust út í fyrradag, í kjölfar frétta þess efnis að tvö albönsk börn hefðu drukknað í Ibar- ánni eftir að Serbar höfðu ógnað þeim og þvingað út í ána. Fréttir hermdu í gær að í Pristina, höfuðstað Kosovo, hefðu Albanar ráð- ist á heimili Serba í borginni og að sjö manns hefðu verið drepnir. Fáir Serbar búa í Pristina og nú er búið að flytja 100 þeirra, þ.e. meginþorra þeirra, á brott. Átök brutust einnig út í þúsund manna Serbaþorpinu Caglavica, skammt sunnan Pristina, og þar voru nokkur hús brennd. Í Kosovo Polje, sem er um hálftíma akstur norðan við Pristina, skutu Albanar af byssum sínum og brenndu sjúkrahús í nágrenni heimila nokk- urra Serba, sem þarna búa. Í borginni Pec, í vesturhluta Kos- ovo, kom einnig til óeirða, Albanar skeyttu m.a. skapi sínu á starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, fjórir bílar samtakanna voru brenndir og flytja þurfti starfsfólk á brott. Jafnvel í Gnjilane í Suður-Kosovo, þar sem blaðamaður Morgunblaðsins starfaði um skeið, kom til átaka en þar hefur sambúð Serba og Albana verið með skásta móti. Grjóti var kastað að höfuðstöðvum SÞ, 17 bílar brenndir og heimili um 200 Serba sem búa í borginni brennd. Einn Serbi beið bana, 31 er alvarlega slas- aður, aðrir voru fluttir á brott af frið- argæsluliðum. Nokkrar af rétttrúnaðarkirkjum Serba hafa verið brenndar og í Serbíu hafa þarlendir svarað með því að brenna moskur albanskra múslíma, m.a. í borginni Nis í suðvesturhluta Serbíu. Allt ber semsé að sama brunni, hafi verið búið að bæta sam- búð Albana og Serba í Kosovo á und- anliðnum fimm árum er ljóst að hún er aftur farin í sama farið. Allt í bál og brand Hvað veldur því að nú fer allt í bál og brand í Kosovo? Stutta skýringin er sú að rifja upp að á mánudag var serbneskur ung- lingur særður í skothríð í Caglavica, daginn eftir ollu Serbar í Mitrovica síðan dauða þriggja barna, eins og áð- ur er lýst. Sá atburður kveikti mikla heift meðal Albana sem á miðvikudag stóðu fyrir mótmælum víða í Kosovo, þ.m.t. við brúna sem skilur að hverfi Albana og Serba í Mitrovica. Hinum megin brúarinnar biðu Serbar og laust hópunum saman, með þeim af- leiðingum sem áður hefur verið lýst. Lengri skýringin er hins vegar sú að undir niðri kraumar óánægja og reiði með ástand mála, bæði meðal Albana og Serba. Sambúð þjóð- arbrotanna hefur lengi verið erfið, skálmöldin 1999 olli þar straum- hvörfum. Hinn pólitíski veruleiki mótast af því að Serbar réðu áður ríkjum í Kosovo og eru ósáttir við hlutskipti sitt nú um stundir sem lítill minnihluti. Þeir vilja jafnframt koma á tengslum við Serbíu á ný. Albanar eru hins vegar óánægðir með þá áherslu sem alþjóða- samfélagið leggur á að tryggja öryggi minnihlutans, Serba, og þeir eru orðnir afar óþolinmóðir eftir sjálf- stæði; sem alþjóðasamfélagið er þó ekki viljugt til að veita þeim, a.m.k. ekki enn um sinn. Ekkert traust fyrir hendi Til marks um vantraustið og hatrið sem einkennir samskiptin er umfjöll- un um atburðina tvo á mánudag og þriðjudag sem kveiktu ófriðarbálið nú. Albanar trúa ekki að Serbi hafi verið skotinn í Caglavica, ogSerbar telja fréttina um börnin tvö í Mitro- vica, sem áttu að hafa drukknað, hreina lygasögu. Engin leið virðist til að komast til botns í málinu, hver einasti atburður staðfestir þannig einfaldlega þær fyr- irfram mótuðu hugmyndir sem hvort þjóðarbrot um sig hefur um hitt. Blaðamaður fékk sorglega staðfest- ingu á þessu í tölvubréfi frá fyrrum samstarfsmanni í Gnjilane, albönsk- um. Hann lýsir atburðunum á grein- argóðan hátt en þó með þeim hætti, að allt slæmt sem hefur gerst und- anfarna daga virðist runnið undan rifjum Serba. Svona er óvinurinn málaður skýrum litum í Kosovo, nú sem áður fyrr. Allt starf SÞ í Kosovo unnið fyrir gýg? Ólætin í Kosovo síðustu daga, sem kostað hafa á þriðja tug manna lífið, eru alvarlegt bakslag í viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að sætta Albana og Serba í héraðinu. Davíð Logi Sigurðsson rýnir í stöðuna.       !" #$ #% "&'(!$ "  !"'!#(!) *+                     !   "#$ %&'( )(*'  +,-       david@mbl.is ’Menn óttast mjögað allar tilraunir til að styrkja stoðir lýð- ræðis, mjaka málum hér áfram, séu farn- ar fyrir lítið.‘ Reuters Friðargæsluliðar beita táragasi gegn Albönum til að hindra að þeir komist inn í serbneska þorpið Caglavica.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.