Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 19 ÝMSIR hagfræðingar hafa var- að dönsku stjórnina við þeim fyrirætlunum að lækka skatt- ana og benda á, að flest bendi til, að efnahagslífið sé á uppleið, jafnt í Danmörku sem annars staðar. Skattalækkanir undir þeim kringumstæðum myndu því verka sem olía á eld og vinna efnahagslífinu meiri skaða en gagn. Tilgangur stjórnarinnar með væntanlegum skattalækk- unum er að draga úr atvinnu- leysi, sem hefur verið að aukast að undanförnu, en bent er á, að fjármálastefna stjórnarinnar stuðli nú þegar að þenslu auk þess sem vextir séu í sögulegu lágmarki. Þá nefna sumir, að hætta sé á, að kjósendur muni líta á væntanlegar aðgerðir stjórnvalda sem nokkurs konar mútu, njóti þær ekki stuðnings efnahagssérfræðinga. Fyrri skattalækkanir hafi heldur ekki skilað sér í auknu fylgi við við- komandi stjórnarflokka. Nota trúna sem skálka- skjól RÍKISSTJÓRNIR í múslíma- ríkjum nota trúna til að réttlæta mannréttindabrot. Kom þetta fram í gær hjá írönsku konunni Shirin Ebadi, frið- arverðlauna- hafa Nóbels, á ráðstefnu um íslam og almenn gildi í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. „Íslam heldur fram jafnrétti og er ekki í neinni mót- sögn við almenn mannréttindi,“ sagði Ebadi. Ebadi benti á, að íslömsk ríki hefðu undirritað flesta alþjóða- samninga um mannréttindi en samt reyndu þau að sniðganga þá með tilvísan til trúarinnar. Tugir farast með ferju OFHLAÐIN ferja sökk í fyrra- dag við Maldív-eyjar í Indlands- hafi og er óttast, að tugir manna hafi drukknað. Í gær var búið að finna lík 17 manna en meira en 50 var saknað. Þá hafði tekist að bjarga 99 manns. Þegar ferj- an sökk var veðrið mjög gott og sjórinn spegilsléttur en svo yf- irhlaðin var hún, að þegar fiski- skip sigldi hjá henni, dugðu öld- urnar frá því til að hvolfa henni. Slakað á tyggjóbanni YFIRVÖLD í Singapore hafa slakað nokkuð á 12 ára gömlu tyggigúmmíbanni í borgríkinu og þá aðallega gagnvart reyk- ingamönnum. Þeir mega sem sagt nota nikótíntyggjó svo fremi þeir séu orðnir 18 ára og hafi um það uppáskrift frá lækni. Áður höfðu yfirvöld leyft notkun tveggja tegunda af Orb- it-tyggjói frá Wrigley en hvorri tveggja er ætlað að bæta tann- heilsuna. Aðeins 13,8% af íbú- um Singapore, 4,1 milljón, reykja en reykingar hafa þó verið að aukast meðal ungs fólks. STUTT Varað við skatta- lækkunum Shirin Ebadi AÐ minnsta kosti tíu manns biðu bana í nokkrum árásum í Írak í gær, þeirra á meðal fjórir í sprengjutilræði í borginni Basra í sunnanverðu landinu. Óþekktur tilræðismaður sprengdi bíl sinn í loft upp nálægt hóteli í Basra þegar breskir hermenn óku framhjá honum. Þrír vegfarendur og tilræð- ismaðurinn létu lífið. Daginn áður féllu sjö menn, sex Írakar og Breti, þegar öflug bílsprengja sprakk nálægt hót- eli í Bagdad. 35 aðrir særðust í sprengingunni. Áður höfðu bandarískir embættismenn í Írak sagt að allt að 28 manns hefðu beðið bana. Bandaríski ofurstinn Jill Morgenthaler sagði að þetta hefði verið sjálfsmorðsárás en hún hefði lík- lega ekki átt að beinast að hótelinu þar sem bíll tilræðismannsins sprakk á miðri götunni og ekki fyrir framan hótelbygginguna. Ekkert lát var á árásunum í gær og þrír íraskir fréttamenn létu lífið í skotárás í Baqouba, um 55 km norðaustan við Bagdad. Fréttamennirnir störfuðu fyrir sjónvarpsstöð sem Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra hafa styrkt. Níu aðr- ir starfsmenn stöðvarinnar særðust. Sprengjum var einnig skotið á tvær bandarísk- ar herstöðvar og urðu þær þremur hermönnum að bana, auk þess sem níu særðust. „Heimurinn er betur settur“ George W. Bush Bandaríkjaforseti varði í gær þá ákvörðun sína að fyrirskipa innrásina í Írak og lagði áherslu á að hann hygðist hvergi hvika í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heimin- um. „Heimurinn er betur settur og bandaríska þjóðin öruggari,“ sagði Bush þegar hann ávarp- aði bandaríska hermenn og fjölskyldur þeirra í tilefni af því að um helgina verður ár liðið frá því að stríðið í Írak hófst. „Stjórn mín kannaði leyniþjónustugögnin um Írak og sá yfirvofandi hættu. Þingmenn könnuðu gögnin og sáu yfirvofandi hættu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kannaði gögnin og sá hættu,“ sagði forsetinn. „Ég varð að velja: ann- aðhvort að trúa orðum brjálæðings eða að taka hættuna alvarlega og verja Bandaríkin. Þegar ég stend frammi fyrir slíku vali ver ég alltaf Banda- ríkin.“ Minnst tíu falla í Írak Bagdad. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.