Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 23
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 23
Amino Acids
Fyrir fólk undir miklu álagi
www.islandia.is/~heilsuhorn
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
LANDSMÓT Ungmennafélags Íslands verður haldið á
Akureyri árið 2009 og ljóst að fyrir þann tíma þarf að
ráðast í umfangsmikla uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í
bænum og þá sérstaklega fyrir frjálsar íþróttir. Hins
vegar er ekki ljóst á þessari stundu hvar sú aðstaða verð-
ur byggð upp og sýnist sitt hverjum. Frjálsíþróttafólk
hefur haft aðstöðu á Akureyrarvellinum til langs tíma en
ef nota á völlinn áfram, þarf að gera þar miklar breyt-
ingar og endurbætur. Þá hefur Íþróttafélagið Þór boðið
svæði sitt við Hamar undir frjálsíþróttaðastöðu, en þar
þyrfti einnig að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir.
Guðný Jóhannesdóttir formaður Íþrótta- og tóm-
stundaráðs sagði að þetta mál væri á umræðustigi, að
mörgu væri að hyggja og skoðanir skiptar. Engin
ákvörðun hefði verið tekin en ljóst að niðurstaða þyrfti
að liggja fyrir síðar á þessu ári. Guðný sagði að það sem
komið hefði fram í umræðunni núna væri hvort byggja
ætti upp Akureyrarvöll eða ekki. Ekki væri búið að stað-
setja völlinn annars staðar „og það er ljóst að það eru
ekki mörg svæði á Akureyri sem bera völl af þessari
stærðargráðu. Ef völlurinn verður færður, er gáfulegast
að vera með hann nærri öðru íþróttamannvirki. Þetta er
mikil framkvæmd og samhliða henni þarf að ráðast í
uppbyggingu á knattspyrnustúku sem yrði yfirbyggð að
hluta,“ sagði Guðný.
Leikvangurinn þarf að vera
sýnilegur og bænum til sóma
Haukur Valtýsson formaður Ungmennafélags Ak-
ureyrar sagði að félagið hefði ekki sett fram nein skilyrði
varðandi framtíðarstaðsetningu íþróttavallarins. Slíkur
leikvangur þurfi þó að vera sýnilegur og bænum til
sóma. Haukur sagðist ekki vera búinn að afskrifa upp-
byggingu á félagssvæði Þórs en hins vegar yrði erfiðara
að byggja slíkan völl upp á félagssvæði KA vegna pláss-
leysis. „Við höfum lagt áherslu á það að fá aðstöðu þar
sem er fullbúin æfinga- og keppnisaðstaða fyrir frjáls-
íþróttafólk.“ Haukur sagði að einnig þyrfti að horfa til
aðstöðu fyrir knattspyrnumenn og því væri nauðsynlegt
að samræma væntanlegar aðgerðir.
Akureyrarvöllur barn síns tíma
Ragnar Sverrisson formaður Kaupmannafélags Ak-
ureyrar sagði að Akureyrarvöllur væri barn síns tíma,
bæjaryfirvöld eigi að leggja völlinn af og byggja í staðinn
upp íþróttaaðstöðu á félassvæðum Þórs og KA. Þórsarar
hafi boðið sitt svæði undir frjálsar íþróttir og eftir 10–15
ár væri svo hægt að byggja upp slíka aðstöðu fyrir KA í
Naustahverfi. „Ef bæjaryfirvöld vilja halda úti Akureyr-
arvelli, vona ég að þau beri gæfu til að byggja hann upp
annars staðar en á dýrasta byggingasvæðinu í miðbæ
Akureyrar. Þar er ég að horfa einhverja áratugi fram í
tímann. Miðbærinn hefur átt undir högg að sækja og ein
leiðin til að snúa þeirri þróun við, er að taka Akureyr-
arvöll undir miðbæjarstarfsemi og byggja þar versl-
unarhúsnæði og íbúðir,“ sagði Ragnar.
Eins og fram hefur komið er til skoðunar að færa Ak-
ureyrarvöll til suðurs um 6,5 metra, þannig að hægt
verði að gera boðlega gönguleið milli miðbæjarins og
Glerártorgs, austan vallarins. Bæði Haukur og Ragnar
eru sammála um að sú framkvæmd sé alls ekki fýsilegur
kostur.
Landsmót UMFÍ á Akureyri 2009
Morgunblaðið/Kristján
Íþróttavöllur eða miðbæjarstarfsemi? Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verður í endurbætur og
uppbyggingu Akureyrarvallar fyrir Landsmót UMFÍ árið 2009. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að leggja
völlinn af og byggja verslunarhúsnæði og íbúðir á svæðinu.
Óvíst hvort Akureyrarvöll-
ur verður byggður upp
Atvinnuleysi | Atvinnulausum á
Akureyri fjölgaði nokkuð á milli
mánaða samkvæmt yfirliti frá
Vinnumálastofnun.
Meðalfjöldi atvinnulausra í síðasta
mánuði var 319, 141 karl og 178 kon-
ur og hafði fjölgað á atvinnuleys-
isskránni um 16 frá mánuðinum á
undan.
Í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði,
Hrísey og Eyjafjarðarsveit fækkaði
atvinnulausum hins vegar lítillega á
milli mánaða, þó mest í Hrísey.
Atvinnuástandið í síðasta mánuði er
jafnframt betra í öllum öllum þess-
um sveitarfélögum nema Eyja-
fjarðarsveit, miðað við sama tíma í
fyrra.
Meðalfjöldi atvinnulausra í Dal-
víkurbyggð í síðasta mánuði var 14,
5 karlar og 9 konur, meðalfjöldi í
Ólafsfirði var 32, 10 karlar og 22
konur, í Hrísey 8, 3 karlar og 5 kon-
ur og í Eyjafjarðarsveit 12, 8 karlar
og 4 konur.
Ár liðið frá upphafi stríðs | Bar-
áttuhópur gegn stríðsyfirgangi held-
ur almennan fund laugardaginn 20.
mars á Kaffi Amour við Ráðhústorg
á Akureyri kl. 15.00. Ræðu flytur
Pétur Pétursson, læknir. Ávarp flyt-
ur Guðrún Þórsdóttir, þá verður
söngur og ljóðalestur. Þennan dag
er liðið eitt ár frá því stríðið í Írak
hófst.
Í NÝJU ljósi á ári fatlaðra, nefnist
málþing sem haldið verður í Ketil-
húsinu á Akureyri í dag. Þar verður
fjallað um ýmislegt sem tengist fötl-
uðum, aðgangur er ókeypis og öllum
frjálst að mæta sem áhuga hafa.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri, setur málþingið kl. 13.
Fyrirlestrar eru svo eftirfarandi:
Atvinnumál fatlaðra: Breytinga er
þörf. Kristján Valdimarsson, for-
stöðumaður Örva í Kópavogi og for-
maður samtaka um vinnu og verk-
þjálfun.
Starfsendurmenntun fatlaðra.
Geirlaug G. Björnsdóttir hjá Félags-
og skólaþjónustu Þingeyinga, Húsa-
vík.
Menntunarframboð fatlaðra á Ak-
ureyri. Rögnvaldur Símonarson,
umsjónarmaður starfsdeildar VMA
og Lilja Sæmundsdóttir, deildar-
stjóri Fjölmenntar og kennari við
VMA.
Starfsendurhæfing á Akureyri:
Hvað má bæta? Ólöf E. Leifsdóttir,
iðjuþjálfi og forstöðumaður Plastiðj-
unnar Bjargs-Iðjulundar á Akur-
eyri.
Eftir fyrirlestrana verður unnið í
starsfhópum boðið upp á skemmti-
atriði, auk kaffis og meðlætis. Ráð-
stefnustjóri er Karólína Gunnars-
dóttir, þroskaþjálfi hjá Fjöl-
skyldudeild Akureyrar.
Í nýju ljósi í
Ketilhúsinu
SÖNGLEIKURINN Honk! eftir
George Stiles og Anthony Drewe
verður frumsýndur í Gryfjunni í
VMA á í kvöld kl. 20. Leikstjóri er
María Sigurðardóttir og tónlistar-
stjóri Arnór Vilbergsson. Öll hlut-
verk eru í höndum nemenda Verk-
menntaskólans og hljómsveitin
samanstendur af bæði nemendum og
kennurum skólans.Yfir 15 söngatriði
eru í sýningunni, en verkið byggir á
ævintýrinu um Ljóta andarungann
eftir H.C. Andersen og höfðar bæði
til barna og fullorðinna. Næstu sýn-
ingar verða á sunnudag kl. 17, næsta
fimmtudag og föstudag kl. 19, laug-
ardaginn 27. mars kl. 13 og þá verða
sýningar á miðvikudag, 31. mars og
fimmtudag 1. apríl kl. 19. Miðar seld-
ir í skólanum (Gryfjunni) sýningar-
dagana kl. 16-17 og við innganginn.
Honk! í
VMA
♦♦♦
4 4 4
a l i n a n . i s
FRAMUNDAN
15 % kynningarafsláttur
af öllum vörum
12. - 20. mars
Sjón er sögu ríkari hjá okkur!
Frábært úrval
Bláu húsin v/Fákafen • 568 2662