Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 24

Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 24
SUÐURNES 24 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | „Þegar ég fer að hugsa um það núna þá eru rúm tíu ár síðan ég fékk þessa hugmynd fyrst. Þá lagði ég til að steinfígúrum yrði komið fyrir á uppfyllingunni sem ráðgert var að hlaða meðfram fjör- unni á Fitjum,“ sagði Áki Gränz í samtali við Morgunblaðið. Ekki er útséð um að sú hugmynd verði að veruleika, nema hvað uppfyllingin sem verið er að reisa nú til verndar landbroti við Fitjar er úti í hafi. Sam- kvæmt teikningum sem blaðamaður fékk að líta á hjá Áka er í nýjustu hugmynd hans líkt og tvær konur standi vörð sín á hvorum tanganum. Áki Gränz er maður verkanna. Hann leggur sig fram við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og af hugmyndum á hann nóg. „Ég geri þetta svona í gamni mínu,“ sagði hann lítillátur við blaðamann og rétti honum umslag fullt af teikningum þar sem hann hefur dregið upp myndir af mörgum hugmynda sinna. Þar má m.a. sjá minnisvarða um Hallgrím Pétursson, Hólmfast í Hólmfastskoti auk margra teikning- anna af þeim fígúrum sem hann er búinn að koma upp víðsvegar um bæinn. – En hvernig byrjaði þetta æv- intýri? „Ég byrjaði nú að huga að þessu eftir að Árni Sigfússon bæjarstjóri hafði kynnt þá hugmynd sína að raða stórum steinum meðfram Reykja- nesbrautinni, til að gera bæinn sýni- legri. Hins vegar fékkst ekki leyfi fyrir því hjá Vegagerðinni, þar sem svona steinar verða að vera í að minnsta kosti 30 metra fjarlægð frá veginum.“ Þar með var Áki kominn á flug og fyrstu fígúrurnar risu út á Stapa á sama tíma og bæjarmerkið var upp- lýst. „Ég lét þrjár fígúrur við landa- mörk Reykjanesbæjar og Voga, en þau höfðu ekki verið rétt staðsett. Hins vegar stóð ein fígúran ekki lengi, þar sem þyngdin á þessum steinum er gríðarleg og jarðveg- urinn gefur eftir ef hann er ekki nógu harður. Menn hafa verið að kalla þetta Stapadrauga.“ – Á draugunum eftir að fjölga meira? „Ég er nú alveg hættur í bili, þetta er orðið gott. Ég ætla aðeins að hvíla mig á þessu. Mér finnst líka að það megi ekki vera of mikið af þessu. Á sumum stöðum myndi ég vilja að að komið væri fyrir fallegum steinum, ekki allsstaðar fígúrunum“, svaraði Áki og blaðamaður hefur lúmskan grun um að fleiri en þær tíu sem nú eru komnar eigi eftir að bætast í hópinni, ef ekki úr steinum, þá úr járni. Tróna á örnefnum Áki hefur haft frjálsar hendur í grjótinu í Helguvík, þar sem verið er að rýma svæði fyrir stálpípuverk- smiðju, sem fyrirhugað er að reisa þar. Áka finnst grjótnámið mik- ilfenglegt og segist vera búinn að stinga því að mönnum að þeir kvik- myndi þetta fyrir seinni tíma. Þetta hefur allt með áhuga hans á fortíð- inni og sögunni að gera og í bíltúr um svæðið fékk blaðamaður að sjá þau svæði sem Áki hefur áhuga á að friða. „Ég hef nú ekki alltaf verið ánægður með hvernig hlutum hér hefur verið stjórnað,“ sagði Áki sem í áraraðir starfaði í bæjarstjórn Njarðvíkurbæjar, m.a. sem forseti bæjarstjórnar. „Mér finnst að það megi ekki rífa allt og eyðileggja og ég vil gera meira af því að varðveita. En ég er nú af gamla skólanum.“ Hann sagðist einna ánægðastur með friðjun Fitja og blaðamaður heyrði á máli hans að hann ber mikla um- hyggju fyrir svæðinu. „Mér finnst sérstaklega gaman að sjá fuglinn þar á vorin og haustin og hef gert mikið af því að ganga þarna um.“ Áki segir það mikið vandaverk að velja rétt grjót í fígúrurnar, en hann þverneitar að þetta sé listaverk. „Steinarnir þurfa að vera með réttri lögun og þegar ég sé steina sem henta þá bið ég strákana í nám- inu að taka þá til hliðar. Það er ekk- ert grín að flytja þetta, hver steinn getur vegið allt að 40 tonn og sumir brotna í flutningunum. Þeir eru svo stökkir. Fígúrunum hefur Áki valið stað hjá gömlum örnefnum, sem hann vill forða frá glötun. Fjölskyldan sem trónir efst á Grænásbrekkunni og horfir til hafs stendur til að mynda á hól sem heitir Grænás og þar trúðu menn að væri álfakirkja. Þessar fíg- úrur hefur Áki líka mun minni en hinar. „Það er svo auðvelt að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í öllum þeim álfa- og tröllasögum sem við eigum. Hjá fjölskyldunni verður komið fyrir flötum steinum svo gest- ir og gangandi geti tyllt sér niður og notið útsýnisins með „álfafjölskyld- unni“.“ Steinafígúrur Áka Gränz hafa vakið athygli og gert bæinn sýnilegri Álfar og tröll til að minna á söguna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fjölskyldan í Grænási: Steinafígúrur Áka Gränz eru nú orðnar tíu talsins og honum finnst vera komið nóg í bili. Hér er hann með fjölskyldunni sem trónir efst í Grænási. Menn ræða mikið um fígúrurnar og einhverjir vilja meina að konan sem er önnur frá hægri sé ófrísk og að unglingurinn, lengst til hægri, sé að sligast undan byrðum. Allt fer þetta eftir því hvernig menn horfa á verkin og hvernig birtuskilyrðin eru. Njarðvík | Fyrsta stóra hnefaleika- keppni ársins fer fram í Íþróttahúsi Njarðvíkur, Ljónagryfjunni, næst- komandi laugardag. Félagar úr Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) taka á móti keppendum úr Hnefa- leikafélagi Reykjavíkur (HR) og er þetta fyrsta sinn í tæplega fimmtíu ár sem íslenskir boxklúbbar mætast. Alls verða fimm viðureignir í keppninni. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu verður reynt að gera keppnina að skemmtun fyrir alla fjölskylduna, meðal annars með skemmtiatriðum milli viðureigna. Hápunktur keppninnar verður viðureign í þungavigt, þar sem Grindvíkingurinn Tómas Guð- mundsson (HFR) og Ísfirðingurinn Lárus Mikael Knudsen, sem keppir fyrir hönd HR, mætast. Þetta er í annað sinn sem þeir mætast og hefur Tómas harma að hefna frammi fyrir sínu heimafólki, því Lárus vann fyrri bardagann. Í öðrum viðureignum eigast þeir við Vikar K. Sigurjónsson (HFR) og Þórir Fannar Þórisson (HR), Heiðar Sverrisson (HFR) og Gunnar Óli Guðjónsson (HR), Örn Jónasson (HFR) og Birkir Guðbjartsson (HR) og að síðustu Árni Páll Jónsson (HFR) og Einar Sverrisson (HR). Box í Ljóna- gryfjunni Keflavík | Sjö sóttu um stöðu skóla- stjóra Myllubakkaskóla í Keflavík sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Umsóknirnar voru lagðar fram í bæjarráði Reykjanesbæjar og þar var fræðslustjóra falið að gefa umsögn um þær. Umsækjendur eru þessir: Björgvin Þór Þórhallsson, Björn Víkingur Skúlason, Brynja Árnadóttir, Daði V. Ingimundarson, Leifur Ísaksson, Sig- urður Þ. Ingimundarson og Sigurlín Sveinbjarnardóttir. Sigurður Ingimundarson var ráðinn tímabundið til að gegna stöðu skóla- stjóra eftir fráfall Vilhjálms Ketilsson- ar. Sjö sækja um skóla- stjórastöðu Grindavík | Grindvíkingar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og á það einnig við um árshátíðarleikritið í Grunnskóla Grindavíkur. Litla hryllingsbúðin var sett upp að þessu sinni og stýrir Jakob Þór Einarsson leikari verk- inu. Eins og áður er bæjarbúum boðið á þrjár aukasýningar sem verða án efa vel sóttar því krakk- arnir standa sig vel auk þess að öll umgjörð er glæsileg. Alls taka um 70 nemendur þátt í sýningunni. „Þetta er búið að vera strembið en skemmtilegt. Ótrúlega góður hópur, mikil orka í honum og mitt hlutverk er að beina orkunni í rétta átt. Hæfileikarnir hreinlega drjúpa af hverju strái hér og vel að þessu staðið að hálfu skólans að öllu leyti undir styrkri stjórn Kristbjargar Hermannsdóttur, kennara. Það er frábært að gefa nemendum tæki- færi til að gera alla þessa hluti því þau sjá um að hanna og gera allt sjálf. Ég held að þau hagnist á þessu starfi þó það taki örlítinn tíma frá hinu hefðbundna námi,“ sagði leikstjórinn, Jakob Þór, rétt fyrir frumsýningu. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Árshátíð: Tannlæknirinn spjallar við blómið í Litlu hryllingsbúðinni. Sýna Litlu hryllingsbúðina ♦♦♦ Sandgerði | Ólafur Þór Ólafsson hef- ur ákveðið að segja upp starfi sínu sem íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Sandgerðisbæ vegna bókana full- trúa meirihluta bæjarstjórnar. Ólafur Þór hef- ur verið átta ár íþrótta- og tóm- stundafulltrúi. Við síðustu kosningar var hann kosinn í bæjarstjórn sem fulltrúi Sandgerð- islistans og er þar í minnihluta. Á síðasta fundi bæjarstjórnar lýsti hann andstöðu við tillögur meirihlut- ans um aðild að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. og viðræðum um sölu á Samkomuhúsi og mannvirkjum á skólalóð til félagsins. Í opnu bréfi sem Ólafur Þór skrifar Sandgerðingum á fréttavef Víkurfrétta kemur fram að í ljósi bókana fulltrúa meirihlutans á þessum fundi telji hann sér ekki leng- ur vært í starfi íþrótta- og tómstunda- fulltrúa. „Það er umhugsunarefni þegar meirihluti bæjarstjórnar notar póli- tískt vald sitt á þann hátt sem hér hef- ur verið gert. Ég er ekki reiðubúinn til að starfa við slík skilyrði og hef því tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu,“ segir í bréfi Ólafs Þórs. Segir upp starfi hjá bænum Ólafur Þór Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.