Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 25
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 25 Austurbyggð | Ákveðið hefur ver- ið að frumflytja hérlendis frönsku óperuna Le Pays á Frönskum dög- um nk. sumar. Óperan, sem í íslenskri þýðingu kallast Föðurlandið, er eftir franska tónskáldið Guy Ropartz og var samin í byrjun síðustu aldar. Hún fjallar um franskan sjómann sem kemst einn lífs af þegar skúta hans ferst við Íslandsstrendur. Manninum er bjargað af íslenskum bónda og hjúkrað af heimasætunni á bænum og takast með þeim ástir. Sjómaðurinn saknar þó föður- landsins. Byggist verkið á atburðum sem urðu hinn 6. mars árið 1873, þegar nokkrar franskar skútur strönd- uðu við Vestrahorn í aftakaveðri. Stýrimaður af einni skútnanna bjargaðist naumlega og dvaldi í fimm mánuði á íslenskum bónda- bæ. Ópera Ropartz hefur verið týnd þangað til nýlega að hún var grafin úr gleymsku og hljóðrituð á geisla- disk í Frakklandi. Frönsk ópera frumflutt á Fáskrúðsfirði Neskaupstaður | Sigursteinn Másson og Della Green frá Alþjóðadýraverndarsjóðnum IFAW eru nú á ferð um landið til að kynna starfsemi sjóðsins meðal framhaldsskólanema. Kynning- arherferðin hófst á Austurlandi þar sem þau fóru í Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmennta- skóla Austurlands. IFAW eru samtök sem vinna að aukinni velferð dýra um allan heim og hafa samtökin verið að störfum á Íslandi frá því árið 1988, þegar þau styrktu hagkvæmniathuganir vegna hvalaskoð- unar á Íslandi. Síðan þá hafa þau stutt við hvala- skoðun á Íslandi í nánu samráði við íslenska aðila. Að sögn Dellu Green er tilgangur þessara kynningarfunda að kynna starfsemi og hug- myndafræði fyrir Íslendingum og útskýra sjón- armið IFAW t.d. varðandi hvalveiðar. Aðspurð um tímasetningu þessarar funda- herferðar nú sagði Della Green hana fyrst og fremst tengjast ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar að nýju, en samtökin eru á móti hval- veiðum í vísindaskyni. Þess í stað tala þau fyrir vísindarannsóknum án veiða og í sumar er fyr- irhugað að senda hingað hafrannsóknaskipið Söng hvalanna, m.a. til rannsókna á atferli og fari hvala við Íslandsstrendur. Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn kynnir markmið sín í íslenskum framhaldsskólum Vill stöðva hvalveiðar Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Sigursteinn Másson, tengiliður IFAW á Íslandi, kynnir samtökin fyrir nemendum Verkmenntaskólans. Djúpivogur | Það er víða fagurt á Austurlandi og fjöll og firðir kallast á í tíma og rúmi. Í botni Berufjarðar, skammt sunnan Fossárvíkur, má sjá þennan myndarlega skýjabrjót sem ber nafnið Dys. Fjallið stendur norðan við Búlandstind þeirra Djúpavogs- búa og ber aðeins Hvítardal á milli. Á fögrum góðviðrisdegi mátti sjá hvar Dysin reyndi eftir mætti að kljúfa veðrablikur sem hrönnuðust skyndilega upp á heiðum himn- inum. Austfirskur skýjabrjótur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir    Vilja sameina | Hreppsnefnd Fáskrúðsfjarðarhepps hefur form- lega óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Fjarðabyggðar um mögulega sameiningu við Fjarða- byggð. Mörk sveitarfélaganna liggja saman um fjallgarð milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Hefur bæjarráðið ákveðið að fulltrúar sveitarfélagsins í sam- ráðsnefnd Austurbyggðar og Fjarðabyggðar ræði við hrepps- nefndina. Samráðsnefndin hefur undanfarið fjallað um samstarf og hugsanlega sameiningu Aust- urbyggðar og Fjarðabyggðar.    Corian® í eldhúsið þitt eða baðið ORGUS Corian er þrælsterkt og þolið efni, sett saman úr náttúrulegu steinefni og akríl Einföld, sígild og nýtískuleg lausn sem endist Smiðjuvegi 11a • 200 Kópavogi • sími 544 4422 • www.orgus.is Málþingið er opið öllum, aðgangur ókeypis! Skilmanna- hreppur Hvalfjarðar- strandarhreppur Iðnaðar- ogviðskiptaráðuneytið Grundar- tangahöfn A T H Y G L I Mark Shrimpton, einn fyrirlesaranna á málþinginu, starfar sem ráðgjafi hjá Community Resource Services Ltd. í St. Johns á Nýfundnalandi. Hann kom við sögu við mat á umhverfisáhrifum álvers við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjunar með því að veita sérfræðilega ráðgjöf um matsaðferðir í báðum tilvikum og um uppbyggingu matsskýrslu vegna álversins. Stóriðja og samfélag á Vesturlandi Málþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á Akranesi í dag  Hvaða áhrif hefur stóriðja á nábýli sitt?  Hver eru áhrif stóriðju á Vesturlandi?  Hverju breytir fyrirhuguð stækkun Norðuráls og ný rafskautaverksmiðja á Grundartanga í atvinnulífi og samfélagi?  Eru Vestlendingar viðbúnir breytingunum? Nýta þeir sér tækifærin sem bjóðast í sambýli við stóriðjuna?  Hvaða sóknarfæri skapast með nýju hafnasamlagi Reykjavíkur og sveitarfélaga á Vesturlandi? Svör við þessum spurningum og mörgum fleirum verða umræðuefni á málþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundaskóla á Akranesi í dag, föstudaginn 19. mars. Málþingið stendur frá kl. 14:00-17:30. Gestum er síðan boðið upp á létta rétti og kaffi fyrir heimferðina. Dagskrá málþingsins  Setning: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra.  Ávarp: Helga Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Áhrif stóriðju á Akranesi og í nágrenni: Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi.  Hvernig metum við áhrif stóriðju á Vesturlandi? Vífill Karlsson, lektor í Viðskiptaháskólanum Bifröst.  Vonir, væntingar og undirbúningur stóriðju: Smári Geirsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.  Væntingar stóriðjunnar til svæðisins: Ragnar Guðmundsson, fjármálastjóri Norðuráls.  Tækifærin í umhverfi stóriðju: Mark Shrimpton, ráðgjafi. Samantekt á erindi M. Shrimptons: Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi hf.  Pallborðsumræður frummælenda. Fundarstjórn: Árni Þórður Jónsson, ráðgjafi hjá Athygli ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.