Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 25
AUSTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 25
Austurbyggð | Ákveðið hefur ver-
ið að frumflytja hérlendis frönsku
óperuna Le Pays á Frönskum dög-
um nk. sumar.
Óperan, sem í íslenskri þýðingu
kallast Föðurlandið, er eftir
franska tónskáldið Guy Ropartz og
var samin í byrjun síðustu aldar.
Hún fjallar um franskan sjómann
sem kemst einn lífs af þegar skúta
hans ferst við Íslandsstrendur.
Manninum er bjargað af íslenskum
bónda og hjúkrað af heimasætunni
á bænum og takast með þeim ástir.
Sjómaðurinn saknar þó föður-
landsins.
Byggist verkið á atburðum sem
urðu hinn 6. mars árið 1873, þegar
nokkrar franskar skútur strönd-
uðu við Vestrahorn í aftakaveðri.
Stýrimaður af einni skútnanna
bjargaðist naumlega og dvaldi í
fimm mánuði á íslenskum bónda-
bæ.
Ópera Ropartz hefur verið týnd
þangað til nýlega að hún var grafin
úr gleymsku og hljóðrituð á geisla-
disk í Frakklandi.
Frönsk ópera
frumflutt á
Fáskrúðsfirði
Neskaupstaður | Sigursteinn Másson og Della
Green frá Alþjóðadýraverndarsjóðnum IFAW
eru nú á ferð um landið til að kynna starfsemi
sjóðsins meðal framhaldsskólanema. Kynning-
arherferðin hófst á Austurlandi þar sem þau fóru í
Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmennta-
skóla Austurlands.
IFAW eru samtök sem vinna að aukinni velferð
dýra um allan heim og hafa samtökin verið að
störfum á Íslandi frá því árið 1988, þegar þau
styrktu hagkvæmniathuganir vegna hvalaskoð-
unar á Íslandi. Síðan þá hafa þau stutt við hvala-
skoðun á Íslandi í nánu samráði við íslenska aðila.
Að sögn Dellu Green er tilgangur þessara
kynningarfunda að kynna starfsemi og hug-
myndafræði fyrir Íslendingum og útskýra sjón-
armið IFAW t.d. varðandi hvalveiðar.
Aðspurð um tímasetningu þessarar funda-
herferðar nú sagði Della Green hana fyrst og
fremst tengjast ákvörðun Íslendinga um að hefja
hvalveiðar að nýju, en samtökin eru á móti hval-
veiðum í vísindaskyni. Þess í stað tala þau fyrir
vísindarannsóknum án veiða og í sumar er fyr-
irhugað að senda hingað hafrannsóknaskipið Söng
hvalanna, m.a. til rannsókna á atferli og fari hvala
við Íslandsstrendur.
Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn kynnir markmið sín í íslenskum framhaldsskólum
Vill stöðva
hvalveiðar
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Sigursteinn Másson, tengiliður IFAW á Íslandi, kynnir samtökin fyrir nemendum Verkmenntaskólans.
Djúpivogur | Það er víða fagurt á
Austurlandi og fjöll og firðir kallast
á í tíma og rúmi.
Í botni Berufjarðar, skammt
sunnan Fossárvíkur, má sjá þennan
myndarlega skýjabrjót sem ber
nafnið Dys. Fjallið stendur norðan
við Búlandstind þeirra Djúpavogs-
búa og ber aðeins Hvítardal á milli.
Á fögrum góðviðrisdegi mátti sjá
hvar Dysin reyndi eftir mætti að
kljúfa veðrablikur sem hrönnuðust
skyndilega upp á heiðum himn-
inum.
Austfirskur
skýjabrjótur
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vilja sameina | Hreppsnefnd
Fáskrúðsfjarðarhepps hefur form-
lega óskað eftir viðræðum við
bæjarstjórn Fjarðabyggðar um
mögulega sameiningu við Fjarða-
byggð. Mörk sveitarfélaganna
liggja saman um fjallgarð milli Fá-
skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.
Hefur bæjarráðið ákveðið að
fulltrúar sveitarfélagsins í sam-
ráðsnefnd Austurbyggðar og
Fjarðabyggðar ræði við hrepps-
nefndina. Samráðsnefndin hefur
undanfarið fjallað um samstarf og
hugsanlega sameiningu Aust-
urbyggðar og Fjarðabyggðar.
Corian® í eldhúsið þitt eða baðið
ORGUS
Corian er þrælsterkt og þolið efni, sett saman úr náttúrulegu steinefni og akríl
Einföld, sígild og nýtískuleg lausn sem endist
Smiðjuvegi 11a • 200 Kópavogi • sími 544 4422 • www.orgus.is
Málþingið er
opið öllum,
aðgangur ókeypis!
Skilmanna-
hreppur
Hvalfjarðar-
strandarhreppur Iðnaðar- ogviðskiptaráðuneytið
Grundar-
tangahöfn
A
T
H
Y
G
L
I
Mark Shrimpton, einn fyrirlesaranna á málþinginu, starfar sem ráðgjafi hjá
Community Resource Services Ltd. í St. Johns á Nýfundnalandi. Hann kom
við sögu við mat á umhverfisáhrifum álvers við Reyðarfjörð og
Kárahnjúkavirkjunar með því að veita sérfræðilega ráðgjöf um matsaðferðir
í báðum tilvikum og um uppbyggingu matsskýrslu vegna álversins.
Stóriðja og samfélag á Vesturlandi
Málþing Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi á Akranesi í dag
Hvaða áhrif hefur stóriðja á nábýli sitt?
Hver eru áhrif stóriðju á Vesturlandi?
Hverju breytir fyrirhuguð stækkun Norðuráls og ný rafskautaverksmiðja á Grundartanga
í atvinnulífi og samfélagi?
Eru Vestlendingar viðbúnir breytingunum? Nýta þeir sér tækifærin sem bjóðast í sambýli
við stóriðjuna?
Hvaða sóknarfæri skapast með nýju hafnasamlagi Reykjavíkur og sveitarfélaga á Vesturlandi?
Svör við þessum spurningum og mörgum fleirum verða umræðuefni á málþingi Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundaskóla á Akranesi í dag, föstudaginn 19. mars. Málþingið
stendur frá kl. 14:00-17:30. Gestum er síðan boðið upp á létta rétti og kaffi fyrir heimferðina.
Dagskrá málþingsins
Setning: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra.
Ávarp: Helga Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Áhrif stóriðju á Akranesi og í nágrenni: Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi.
Hvernig metum við áhrif stóriðju á Vesturlandi? Vífill Karlsson, lektor í Viðskiptaháskólanum Bifröst.
Vonir, væntingar og undirbúningur stóriðju: Smári Geirsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Væntingar stóriðjunnar til svæðisins: Ragnar Guðmundsson, fjármálastjóri Norðuráls.
Tækifærin í umhverfi stóriðju: Mark Shrimpton, ráðgjafi.
Samantekt á erindi M. Shrimptons: Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi hf.
Pallborðsumræður frummælenda.
Fundarstjórn: Árni Þórður Jónsson, ráðgjafi hjá Athygli ehf.