Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 27
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 27
MÖRGUM unglingnum eflaust til
ánægju, en foreldrum til ama, hef-
ur nú verið sýnt fram á að það sé
eðlilegt að unglingar séu latari en
annað fólk.
Ungdómurinn getur nú borið við
líffræðilegum ástæðum þegar hann
er sakaðir um leti, því nýlegar
rannsóknir á heila unglinga hafa
leitt í ljós að þeir geti bara ekkert
að þessu gert! Á vefmiðli Evening
Standard segir frá rannsókninni,
en þar voru heilar fullorðinna og
unglinga skannaðir og bornir sam-
an. Kom þá ýmislegt í ljós sem
skýrt gæti af hverju unglingar eru
sumir svo latir og áhugalausir sem
raun ber vitni. „Margir unglingar
virðast hafa skertan drifkraft,“
segir Dr. David Hummer sem fór
fyrir rannsókninni. „Svo virðist
sem sá hluti heilans sem drífur
fólk áfram sé ekki fullþroskaður
eða a.m.k. mun óvirkari en í full-
orðnum.“
Unglingar í rannsókninni voru
ekki tilbúnir að leggja mikið á sig
til að öðlast umbun þó þeir segðu
svo sjálfir. „Hjá þeim snýst allt um
að fá eitthvað fyrir sinn snúð á sem
skemmstum tíma og þurfa að
leggja sem minnst á sig. Einnig
komumst við að því að unglingar
hafa tilhneigingu til að taka meiri
áhættu en fullorðnir, og það kann
að skýra að einhverju leyti óhlýðni
margra þeirra sem og misnotkun á
áfengi og eiturlyfjum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Letin eðlileg?
UNGLINGAR
Mazda3er vel búinn og kraftmikill bíll sem flú ver›ur a› sko›a.
Opi› frá kl. 12-16 laugardaga
Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskei› á afturhlera
B
ÍL
L
ÁR
SIN
S Í EVRÓPU
200
4
H
im
in
n
o
g
h
a
f
Mazda3 T 1,6 l kostar a›eins1.795.000 kr.
Bíll ársins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi.
Anna› sæti› í vali á bíl ársins í Evrópu ásamt V W Golf.
Máta›u
ver›launasæti›!
Örfáar hitaeiningar
Gómsæta bökunardufti› frá
- einfaldlega létt og gott!
KVEF- og flensusjúklingum
er gjarnan bent á að drekka
mikinn vökva til að flýta
fyrir bata, en þessi lækn-
isráð eru sennilega röng og
geta í raun gert illt verra,
sér í lagi ef börn eiga í hlut.
Rannsókn bendir til að ef
meiri vökvi er innibyrtur en
líkaminn þarfnast á sama
tíma og hann er að fást við
sýkingu, geti það leitt til of
mikils „vökvaflæðis“ sem
um síðir geti haft áhrif á
heilann, leitt til yfirliða og
jafnvel dauða, samkvæmt
niðurstöðum Chris Del Mar,
prófessors við háskólann í
Queensland í Ástralíu. Frá
þessu hefur verið greint í
breska læknatímaritinu British
Medical Journal.
„Besta ráðið, sem við ættum að
gefa sjúklingum, er einfaldlega að
drekka þegar þorstinn sækir að
þeim. Merki eru um að ofneysla
vökva geti skaðað fremur en
gagnast sjúklingum og á það sér í
lagi við um veik börn, sem
áhyggjufullir foreldrar hvetja
gjarnan til að drekka mikið. Óhóf-
leg vökvainntaka getur á hinn
bóginn haft áhrif á náttúrulegt
gangverk líkamans við að nýta
sér vökvann ámeðan á veikindum
stendur,“ segir Del Mar.
Fullorðnir mega eiga von á því
að fá tvær til fimm pestir á ári og
eru læknisráðin venjulega þau að
halda vel á sér hita og drekka
mikið til að koma í veg fyrir þorn-
un líkamsvefja. Del Mar og sam-
starfsmenn hans framkvæmdu
vökvaprófanir á sjúklingum með
öndunarfærasýkingar, en fundu
litlar sem engar vísbendingar um
að vökvainntakan gagnaðist sjúk-
lingum og það kom þeim verulega
á óvart. Þvert á móti segjast þeir
hafa fundið óbeinar vísbendingar
um að ofneysla vökva í veikindum
gæti verið skaðleg.
Á meðan á öndunarsýkingum
stendur, eins og kvefi, flensu og
bronkítis, losar líkaminn sig við
mikið af vatnsbindandi efni, þekkt
sem þvagtemprandi hormón.
Hugsanlegt er að mikil vökva-
inntaka á sama tíma geti leitt til
salttaps og vökvaflæðis, að sögn
Del Mar. „Ofneysla vökva getur
truflað það jafnvægi, sem líkam-
inn er að reyna að viðhalda. Það
getur orðið til þess að heilinn
verður vatnsósa sem leitt getur til
deyfðar, drunga, svefnsýki, við-
kvæmni, krampakasta, yfirliða,
svefndás og jafnvel dauða.“
Passa þarf ofþornun
Í viðtali við Daily Mail
sagðist breski læknirinn
Chaand Nagpaul í kjölfar
rannsóknarinnar hafa af því
áhyggjur ef foreldrar ætl-
uðu að taka upp á því að
halda vökva frá veikum
börnum sínum í kjölfar þess-
ara niðurstaðna. „Rann-
sóknin sýnir hugsanlega og
óbeina áhættu af of mikilli
vökvainntöku, en samkvæmt
minni reynslu er það ekkert
sem gerist í raun. „Flestir
foreldrar þurfa að ganga á
eftir börnum sínum til að
drekka þegar þau eru með
öndunarsýkingar eða hafa
hita, niðurgang og gubbupest.
Það er hinsvegar veruleg hætta á
uppþornun við þessar aðstæður
og því er nauðsynlegt að tryggja
að börnin fái nóg af vökva til að
koma í veg fyrir þornun og meiri
veikindi. Ég tel að læknar muni
eftir sem áður hvetja foreldra til
að gefa veikum börnum sínum
skynsamlegt magn af vökva.“
HEILSA| Of mikill vökvi getur verið varhugaverður
Skaði meiri en gagnsemi