Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 28
DAGLEGT LÍF
28 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Samkvæmis-
fatnaðurinn
kominn
1 4 4 4
Ertu að leita
þér að nýjum
skóm?
karma
í svörtum fötum
laugardag
föstudag19. mars
20. mars
STÓRT DANSGÓLF - BOLTINN ALLTAF Í BEINNI - FRÁBÆR MATSEÐILL
Bæjarlind 4 KópavogiKÖ
-H
Ö
N
N
U
N
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
BARNSHAFANDI konur vilja auð-
vitað, líkt og aðrar konur, tolla í
tískunni þó þær séu breiðari um sig
en endranær. Ólíkt því sem áður
tíðkaðist þegar helst var gripið til
saumaskapar heima fyrir þegar svo
var ástatt um konur, geta konur nú
gengið að tískufatnaði í verslunum á
höfuðborgarsvæðinu. Daglegt líf fór
í búðaráp á dögunum og spurðist
fyrir um tískustrauma í fatnaði fyrir
barnshafandi konur. Í ljós kom að
úr vöndu var að velja enda úrvalið
bæði mikið og fjölbreytt. Hvort sem
þær eru að leita eftir buxum, bolum,
pilsum eða kjólum er af nógu að
taka, en í samtölum við nokkra
verslunarmenn kom fram
að fötin eru löguð að þeirri
tísku, sem viðgengst
hverju sinni þó svörtu bux-
urnar séu alltaf lang-
vinsælastar. Verðandi mæður virð-
ast hinsvegar skiptast í tvö horn
þegar kemur að vali á víðum eða
þröngum óléttufatnaði því á meðan
sumar konur kjósa að fela bumbuna
í víðum fötum, hafa aðrar ekkert að
fela og klæðast gjarnan þröngum
bolum til að bumban fái að skína
skært og njóta sín.
Kúlan bara viðbót
„Það er allt í tísku hjá ófrískum
konum, rétt eins og hjá öðrum kon-
um,“ segir Guðrún Möller, sem rek-
ið hefur sérverslunina Thyme Mat-
ernity í Kópavogi frá haustinu 2001,
en þar verslar hún með óléttufatn-
að, framleiddan í Montreal í Kan-
ada. „Hönnuðir fyrirtækisins fylgj-
ast með tískustraumum um allan
heim, fylgja þeim síðan eftir, en
gera bara ráð fyrir kúlunni. Þeir
passa sig á því að hafa alltaf eitt-
hvað fyrir alla því á meðan sumar
vilja vítt, vilja aðrar þröngt og
þegar maður er að reka tísku-
vörusérverslun og þarf að stíla inn
á ákveðinn markhóp, sem í mínu
tilfelli eru konur frá 16 ára
aldri og yfir fertugt af öllum
stærðum og gerðum, þarf
að kaupa inn
pínulítið af öllu.
Það er því erfitt
að alhæfa um
hvað sé ná-
kvæmlega í tísku meðal
ófrískra kvenna. Efnin
þurfa að vera góð og
sniðin þægileg, að
sögn Guðrúnar.
„Svartar buxur og
gallafatnaður er vin-
sæll árið um kring.
Kvartbuxur eru vinsæl-
ar þegar nær dregur
sumri og pils og kjólar
verða þá jafnframt
sumarlegri. Bolirnir
okkar eru svo örlítið
síðari að framan til að
koma í veg fyrir að bol-
urinn togist upp með
stækkandi kúlu.
„Við erum með klass-
ískar svartar buxur sem njóta mik-
illa vinsælda og eru heldur fyrir
þær, sem vilja sýna bumbuna þar
sem þær eru ekki háar upp, segir
Katrín Halldórsdóttir hjá H&M
Rowells. Hún bætir við að gallabux-
ur og síðu gallapilsin njóti alltaf vin-
sælda og sumar vilji joggingfatnað
á óléttutímum sem einnig sé fáan-
legur auk sundbola fyrir barnshaf-
andi konur. „Svo erum við með ljós-
bleikar og hvítar túnikur, hnepptar
að framan, en það eru sumarlegar
hörskyrtur, sem ná niður fyrir
nára.“
Þægilegt og vandað
„Við erum með úrval af þægileg-
um, vönduðum og fallegum fötum
fyrir barnshafandi konur sem eru
úr mjúkum bómullarefnum,“ segir
Kristín Guðmundsdóttir hjá Polarn
& Pyret í Kringlunni. „Verðandi
mæður geta fengið hjá okkur stutt-
erma- og langermaboli svo og peys-
ur úr mjúkri bómull og svo erum
við bæði með bláar og svartar galla-
buxur og buxur úr bómullarefnum.
Í næstu viku eru svo væntanlegar
sígildar svartar buxur fyrir konur
sem bera barn undir belti. Þær eru
sparilegar og hægt að nota við
vinnu eða fínni tilefni.“
Kristín segir að Polarn & Pyret
sé einnig með svört hugguleg pils
og von er á gallapilsum í næstu viku
svo og kjólum, skyrtum og buxum
úr hör í næsta mánuði.
„Við erum einnig með brjósta-
gjafaboli og peysur en þá er stykki
á miðjum bol eða peysu sem hægt
er að opna og lyfta upp við brjósta-
gjöf. Margar barnshafandi konur
hafa keypt slíka boli því það er svo
góð teygja í þeim að auðveldlega er
hægt að vera í þeim líka á með-
göngunni. “
Einbeita sér
að buxum
„Í óléttudeildinni ætlum við í
framtíðinni að einbeita okkur að
buxum þar sem okkur hefur fundist
barnshafandi konur ekki ginkeyptar
fyrir óléttubolum eða toppum, sem
við höfum líka verið með. Þær
kaupa buxurnar, en svo nota þær
ýmist þá boli, sem þær eiga í skáp-
unum eða kaupa sér boli í venjuleg-
um tískubúðum enda vilja þær bara
nú orðið að kúlan sé bara vel sýni-
leg,“ segir Rosmary Bergmann hjá
Stórum stelpum. „Við erum með
svartar buxur, gallabuxur og
flauelsbuxur frá Danmörku, en af
hverjum tíu buxum, sem við seljum,
fara níu svartar.
Við höfum verið lengi með sama
vörumerkið, en tökum auðvitað inn
ný snið eftir því sem tískan er
hverju sinni. Aðalmálið í dag er
víddin á buxnaskálmunum. Þær
eiga að vera víðar eða útvíðar.“
TÍSKA | Misjafnt hvort konur vilja þröngan eða víðan meðgöngufatnað
Fatnaður fyrir verðandi
mæður fylgir tískunni
join@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Brúnir tónar: Útvíðar buxur og bol-
ur við. Stórar stelpur.
Sumarlegt: Ljósar buxur og skyrta
í stíl. Thyme Maternity.
Sígild: Blár bómullarbolur og sígilt
svart pils. Polarn og Pyret.
Hvítt: Sumarleg skyrta og galla-
buxur. H & M Rowells.
Brjósta-
gjafabolur:
Hentar vel á
meðgöngu
líka. Polarn
og Pyret.
Svörtu
buxurnar
vinsælastar