Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 32
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hlégarður, Mosfellssbær kl.
20.30 Meðlimir Skólahljómsveitar
Mosfellsbæjar frá upphafi fagna
saman 40 ára afmæli lúðrasveit-
arinnar. Árið 1963 stofnaði Birgir D.
Sveinsson Drengjalúðrasveit Mos-
fellsveitar. Hann hefur stjórnað og
haldið utan um hljómsveitina frá
upphafi. Félagar sem voru með á ár-
unum 1963 til um það bil ársins 2000,
hittast og gleðjast saman í Hlégarði.
Meðal annars verða sýndar gamlar
upptökur af hljómsveitinni og einnig
sýnd heimildamynd sem Bjarki
Bjarnason hefur gert um hljómsveit-
ina.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Í DESEMBER hófst námskeið á
vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyr-
ir orgelleikara í túlkun barokktónlist-
ar frá Norður-Þýskalandi. Leiðbein-
andi var Eyþór Ingi Jónsson sem er
organisti á Akureyri, en hann er
meðal annars lærður í Tónlistarhá-
skólanum í Piteå í Svíþjóð og hefur
sérhæft sig í flutningi tónlistar frá
þessu tímabili. Námskeiðinu lauk
með opinberum tónleikum í Lang-
holtskirkju í hádeginu á föstudaginn.
Nótnahandrit frá barokktíma-
bilinu innihalda nánast engar leið-
beiningar um túlkun, enda var lengi
talið að barokktónlist ætti að flytjast
af vélrænni nákvæmni. Upp úr 1960
fóru að koma fram niðurstöður rann-
sókna sem sýndu fram á allt annað,
að nótnahandritin séu ekki endanleg
stærð heldur aðeins beinagrind er
túlkandinn eigi að klæða með alls-
konar styrkleikabrigðum, hendinga-
mótun, mismunandi áherslum og
öðru. Svo furðulegt sem það er þá
hafa ekki allir áttað sig á þessu og
halda fast í löngu úreltar skoðanir.
Greinilegt er að Eyþór Ingi veit
allt um þetta og hefur haft góð áhrif á
nemendur sína. Þrátt fyrir ýmsa
tæknilega vankanta sem eiga sjálf-
sagt eftir að slípast burt með aukinni
reynslu lofaði túlkun þeirra almennt
góðu. Tók maður sérstaklega eftir
hve raddval var yfirleitt sannfær-
andi, jafnvel frumlegt, en fyrir
bragðið var tónlistin litríkari en ella.
Fyrst á efnisskránni var Sigrún
Magna Þórsteinsdóttir sem flutti
sálmaforleikinn „Ein feste Burg ist
unser Gott“ eftir Buxtehude. Leikur
hennar var fallegur og skýr; tónlistin
var þrungin hástemmdri yfirvegun
sem hæfði sálmaforleiknum ákaflega
vel. Andaktin fór þó aðeins yfir strik-
ið er á leið; spilamennskan varð dálít-
ið einsleit þegar á heildina er litið og
hefði stígandin í túlkuninni mátt vera
meiri.
Magnificat eftir Weckmann var
næst á dagskrá og var það Jón
Bjarnason sem þá settist við orgelið.
Eins og hæfir lofgjörð til Drottins
var leikur Jóns ákafur og kraftmikill,
en tæknilegu hliðina skorti nokkuð
nákvæmni; hefði meiri skýrleiki og
agaðri framsetning verið til bóta.
Sama má segja um prelúdíu í e-moll
eftir Bruhns sem Bjartur Logi
Guðnason spilaði; hún var dálítið
flaustursleg þó margt hafi verið
prýðilega gert. Sálmaforleikurinn
Nun komm der Heiden Heiland eftir
Buxtehude í meðförum Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur kom aftur á móti
ágætlega út, en ég er þó ekki frá því
að raddval þar hefði mátt vera ögn
fjölbreyttara.
Þrátt fyrir hnökra í tónlistarflutn-
ingnum var þetta samt áhugaverð
stund; Eyþór Ingi kynnti hvert atriði
og gerði það ákaflega vel, allt sem
hann sagði var fróðlegt og var auð-
heyrt að hann þekkti efnið út í ystu
æsar. Ég er sannfærður um að nám-
skeiðið eigi eftir að reynast þátttak-
endunum, sem eru að stíga sín fyrstu
skref á listabrautinni, hollt veganesti.
Gaman að spila
Tveimur dögum síðar var komið að
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, en
hún bauð áheyrendum upp á nokkur
verk eftir Beethoven og voru tónleik-
arnir haldnir í Seltjarnarneskirkju.
Fyrst á dagskrá var Prómeþeus-
forleikurinn op. 43. Þrátt fyrir að
vera ekki gallalaus var túlkun stjórn-
andans, Tryggva M. Baldvinssonar,
fyllilega í anda Beethovens, stórbrot-
in og tignarleg, en jafnframt þrungin
innri spennu og var þetta góð byrjun
á tónleikunum.
Þriðji píanókonsert tónskáldsins,
sem Jón Sigurðsson lék ásamt hljóm-
sveitinni heppnaðist síður vel þó
heildarmyndin hafi verið sannfær-
andi og öll helstu einkenni verksins
hafi komist ágætlega til skila. Jón
býr yfir ágætri tækni og er góður pí-
anóleikari en skortir greinilega
reynslu í að koma fram; nokkurt óör-
yggi gerði vart við sig í leik hans.
Tónmyndun var auk þess heldur
daufleg og ómarkviss, en að sama
skapi voru áherslur hér og þar óþarf-
lega hörkulegar. Einnig var slæmt
samband á milli hans og stjórnand-
ans og var það þeim báðum að kenna.
Jón týndi sér of oft í eigin heimi án
þess að taka tillit til hljómsveitarinn-
ar en Tryggva skorti sveigjanleika og
fylgdi ekki einleikaranum af nægi-
legri nákvæmni.
Lokaatriði tónleikanna var fimmta
sinfónían fræga, og þar var flutning-
urinn alls ekki slæmur miðað við
hverjir voru á ferðinni. Tryggvi sýndi
að hann býr yfir djúpum skilningi á
tónlist Beethovens, túlkunin ein-
kenndist af snerpu og miklum átök-
um, einmitt eins og hún átti að vera.
Greinilegt var að hljóðfæraleikararn-
ir höfðu líka gaman af því sem þeir
voru að gera og þá er tilganginum
með starfsemi hljómsveitarinnar
auðvitað náð.
Það er leikur að læra
Jónas Sen
TÓNLIST
Orgeltónleikar
LANGHOLTSKIRKJA
Tónlist eftir Buxtehude, Weckmann og
Bruhns. Flytjendur voru organistarnir Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir, Jón Bjarna-
son, Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Bjart-
ur Logi Guðnason. Föstudagur 12. mars.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
Seltjarnarneskirkja
Tónlist eftir Beethoven. Einleikari Jón
Sigurðsson; stjórnandi Tryggvi M. Bald-
vinsson. Sunnudagur 14. mars.
HINN aðeins nítján ára gamli
fiðluleikari Theresa Bokany þreytti
íslenzka frumraun sína á þriðju-
dag. Þ.e.a.s. ef að líkum lætur – því
að seinni tíma venju var ekkert
tekið fram um það. Orðið virðist nú
jafnbannheilagt og hvalur var forð-
um á fiskimiðum og persónunöfn
úr Makbeð munu enn fyrir leik-
húsfrumsýningu.
Það er alltaf gaman að heyra
efnilegt ungt fólk glíma við gömlu
meistarana, hvað þá að heyra það í
fyrsta skipti. Þar við bættist að
stúlkan, er býr í Lyon og stundar
framhaldsnám í Sviss, var hálfís-
lenzk – dóttir Jónu Dóru Óskars-
dóttur víóluleikara og ungverska
kontrabassistans Ferencs Bokany.
Ekki dró heldur úr forvitni tón-
leikagesta að Theresa hefði til
skamms tíma verið nemandi ung-
verska fiðlusnillingsins Tibors
Varga, er lézt í fyrra í Sviss. Enda
var eftirvæntingin gizka áþreifan-
leg, ef marka má nærri því and-
aktuga þögnina er mætti flytjend-
um eftir upphafsklappið.
Fátt er óöfundsverðara fyrir
óharðnaðan ungling en að þurfa að
standa undir slíku. Flestir hefðu
sjálfsagt farið meira eða minna á
taugum í sömu sporum. En það er
ástæðulaust að ýfa flosnaða tauga-
enda lesandans frekar en orðið er,
því í stuttu máli sagt bar hvergi á
minnsta stressi í fiðluleik Theresu,
er segja má að hafi farið fram úr
öllum vonum. Þó að úthverfum
virtúósaflugeldum væri stillt í hóf í
fágaðri spilamennskunni, var und-
irstaðan tvímælalaust einhver sú
þroskaðasta sem maður hefur áður
upplifað úr hendi jafnungs hljóm-
listarmanns, þar sem pottþétt
tækni og þaulmúsíkalskt upplag
sameinuðust um að draga tand-
urskýrt fram kosti og sérkenni
verkanna með að virtist hverfandi
fyrirhöfn. M.ö.o. lifandi sýni-
kennsla í list hins innsæja mús-
íkants að „fela“ list sína til ágóða
fyrir sköpun tónskáldsins – til
óblandinnar ánægju fyrir bæði al-
menna hlustendur, og ekki síður
lærdómsríkt fyrir fjölda ungra
fiðlunemenda er mættir voru með
fiðlukassann í eftirdragi.
Slíkan galdur er sjaldan að finna
nema hjá margfalt reyndara hljóm-
listarfólki, og ætti því að vera
óhætt að spá Theresu Bokany
glæsilegri framtíð, þegar aukinn
kraftur og persónulegri mótun
færist í leikinn. Verður þess varla
langt að bíða, miðað við þá gegn-
heilu „middle-of-the-road“ túlkun
sem maður fékk að heyra, er náði
samt að gæla við ótal áhugaverðra
atriða, smærri sem stærri, í
óvenjulifandi og dýnamískri mótun.
Svo notað sé í virðingarskyni ung-
æðislegt orðbragð frá elztu skrif-
um, lék Theresa eins og gömul
rotta í faginu. Slík undirstaða er
óneitanlega betri en engin í upp-
hafi ferils.
Erfitt er að gera upp á milli tón-
leikaatriða, því heita má að hvergi
hafi séð í snöggan blett. Djöfla-
trillusónata Tartinis rann ljúflega
niður eins og lindarvatn með smá-
votti af ekki óviðeigandi upphafs-
hyggjustíl. D-dúr fiðlusónata
Beethovens bar heillandi keim af
áhyggjulausum innblæstri fyrstu
Vínaráranna, og sýndi Anna Guðný
Guðmundsdóttir þar svo ekki varð
um villzt hversu frábær Beet-
hoventúlkandi hún er, fyrir utan
afbragðsgóðan og samstilltan með-
leik í hvívetna. Hin hnausþykka
síðrómantíska sónata Césars
Franck í lokin fékk á sig svífandi
loftkenndan blæ sem fór krefjandi
verkinu afar vel og stórjók við
sjarma úthaldskrefjandi tónsmíðar,
er sjaldan nær flugtaki í lakari
flutningi. Aukalagið, er minnti
sterklega á vals úr Rosenkavalier
Richards Strauss, bauð síðan upp á
sallaöruggt neistaflug.
Geri aðrir – og eldri – betur.
Bravissimo!
Bravissimo!
TÓNLIST
Salurinn
Tartini: Sónata í g. Beethoven: Sónata nr.
1 í D Op. 12. Franck: Sónata í A. Theresa
Bokany fiðla, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanó. Þriðjudaginn 16. marz kl.
20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Ásdís
„Óhætt að spá Theresu Bokany
glæsilegri framtíð,“ segir m.a. í um-
sögninni.
BIRGIR Andrésson sýnir nú ný
verk í i8, Klapparstíg 33. Í aðalsal
gallerísins eru til sýnis raunsæjar
blýantsteikningar af ólgandi sjó,
textaverk þar sem útliti hesta er lýst
nákvæmlega og eru í framhaldi af
mannlýsingum Birgis. Ennfremur
eru til sýnis gamlar og grófkornóttar
eftirmyndir af ljósmyndum af kapp-
reiðum. Á neðri hæð má sjá litskrúð-
ug lítil málverk eftir listamanninn.
Auk þess er að finna á sýningunni
höggmynd eftir Kristin E. Hrafns-
son sem var gerð að beiðni Birgis.
Samtímis sýningunni í i8 er sýning
á verkum Birgis í galleríi Niels
Stærk í Kaupmannahöfn.
Nánari upplýsingar um lista-
manninn má finna á www.i8.is
Sýningin er opin fimmtudaga og
föstudaga 11-18, laugardaga 13–17
og eftir samkomulagi. Sýningin
stendur til 30. apríl.
Morgunblaðið/Jim Smart
Birgir
Andrésson
sýnir í i8
KURT Kopecky tekur nú við
hljómsveitarstjórasprotanum úr
hendi Christophers Fifield, sem
stjórnaði fyrstu fjórum sýningun-
um á Brúðkaupi Fígarós í Íslensku
óperunni. Kurt, sem hefur verið
aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri og
æfingastjóri
uppfærslunnar,
er tónlistarstjóri
Íslensku óper-
unnar. Hann
mun stjórna
þeim fimm sýn-
ingum sem eftir
eru á Brúðkaup-
inu, þeirri fyrstu
í kvöld, föstudagskvöld.
Kurt Kopecky hefur stjórnað
ýmsum óperuuppfærslum í Aust-
urríki, Þýskalandi og víðsvegar í
Sviss og einnig komið víða fram
sem meðleikari á píanó. Í byrjun
þessa árs kom hann fram sem
gestastjórnandi með sinfóníu-
hljómsveitunum í Oulu og Kuopio í
Finnlandi.
Kurt Kopecky
Kopecky tekur
við sprotanum
♦♦♦
HJÁ Kvennaskólanum eru
glæsilegir tímar í leiklistinni, nú
sem oft áður, en leiksýning Fúríu
er sannarlega ein sú besta sem
býðst um þessar mundir. Ber þar
margt til; góð leikgerð af vel völdu
verki, vönduð vinna við umgjörð,
hæfileikaríkir leikarar og síðast en
ekki síst afburða vönduð leikstjórn.
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri
hefur búið til leikgerð eftir
spænsku kvikmyndinni Belle époq-
ue sem sækir greinilega sitthvað til
rússneska meistarans Antons Ték-
hofs. Verkið fjallar í stuttu máli um
Friðrik, ungan mann sem lendir í
litlu sveitaþorpi fyrir tilviljun,
kynnist þar sérvitringnum Magn-
úsi og systrum hans fjórum og
ílendist hjá þeim í sumarfríinu
þeirra. Margar aðrar persónur
koma við sögu; til dæmis prest-
urinn á staðnum, lögregluþjónar og
kærasta Magnúsar og auk þeirra
ungur maður að nafni Jón og tví-
burasystur hans tvær. Andi verks-
ins er fallegur og fyndinn með
sorglegu ívafi í anda rússneska
leikskáldsins en væntingar og ást á
lífinu er meginefnið. Bergur segir í
pistli sínum í leikskránni að „… til
þess að ná settu marki þurfti sagan
að fjalla um krakkana sjálfa … fólk
sem nýtur lífsins … sem sér hlut-
ina í björtu ljósi … sem er að upp-
götva sjálft sig og hvert annað …
Lifandi fólk …“ Þessi trú leikstjór-
ans á leikurunum sínum smitaði
sýninguna frá upphafi til enda. Í
pistli sínum segir Bergur einnig að
hann hafi sagt krökkunum að
„… leika alls ekki – heldur vera.
Njóta – ekki sýna. Upplifa og
bregðast við“. Aldrei að „leika“.
Orð Bergs segja það sem segja
þarf um sýninguna; undirrituð man
ekki eftir annarri eins afslöppun í
leik hjá framhaldsskólanemum og
hér var raunin. Að vera þau sjálf
og slaka bara á gekk algerlega upp
sem meginaðferð eða lögn þar sem
þau notuðu auk þess eigið orðfæri
og sýningin ríghélt frá upphafi til
enda.
Fyrrnefnd aðferð gerði auk þess
að verkum að hlutverkaskipan var
rétt og sönn en auðvitað hjálpaði
þar til hvað aðalleikararnir voru
flinkir. Þar fór fremstur í flokki
Hilmar Guðjónsson í hlutverki
Friðriks en það var hrein unun að
sjá hann fara með hlutverkið. Per-
sónan er einlæg og hrekklaus, upp
að vissu marki, og Hilmar var hríf-
andi í mikilli gleði og depurð Frið-
riks. Í hlutverki vinar hans, Magn-
úsar, var Benedikt Karl Gröndal
sem lék alveg sérstaklega vel og
ekki hægt að sjá að hann væri að
leika upp fyrir sig í aldri eins og
raunin var. Systurnar fjórar léku
þær Unnur Tómasdóttir, Rósa
Björk Bergþórsdóttir, Anna Þór-
hildur Sæmundsdóttir og Jóna
Guðný Arthúrsdóttir. Þær hvíldu
hver um sig mjög skemmtilega í
ólíkum hlutverkunum og samleikur
þeirra var afbragð. Vonbiðilinn Jón
lék Theódór Sölvi Thomasson af
kómískri nákvæmni og systur hans
túlkuðu þær Hrönn Guðmunds-
dóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir
mjög skemmtilega. Aðrir leikarar
stóðu sig með prýði en skauta-
drottningarnar átta settu punktinn
yfir i-ið í sýningunni, komu inn á
ólíklegustu stöðum eins og átta
glitrandi sólir í gulu göllunum sín-
um og sýndu vel það hugrekki leik-
stjórans að búa til skemmtilegt
leikhús án annarrar sýnilegrar
ástæðu en að sem flestir fengju
hlutverk. Af sama meiði voru til-
færingar leikaranna með stórt
borð og stóla og hvernig það varð
hluti af sýningunni að draga upp
og niður rúllugluggatjöldin sem
dreifðust um sviðið og þjónuðu
ýmsum hlutverkum. Lýsingin var
einnig fallegur hluti af heildinni.
Það er sama hvar litið er á;
Glæstir tímar er leiksýning sem
gengur fullkomlega upp. Hinn töfr-
um slungni þráður einlægninnar
sem Bergur hefur léð unga fólkinu
með vinnu sinni skilar sér beint inn
í hjörtu áhorfenda sem ganga glað-
ir út frá nemendasýningu Kvenna-
skólans.
Glæsileg Kvennaskólasýning
LEIKLIST
Fúría – leikfélag Kvennaskólans
Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Bergur
Þór Ingólfsson. Búninga- og sviðs-
hönnun: Elma Jóhanna Backmann. Ljós:
Halldór Örn Óskarsson.
Frumsýning í Loftkastalanum 10. mars.
GLÆSTIR TÍMAR
Hrund Ólafsdóttir