Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 34

Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ vorum of lin í samningum við ríkisstjórnina, sagði formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík (Feb) á aðalfundi félagsins í febrúar sl. Hann var að ræða samkomulag aldr- aðra við ríkisstjórnina, sem gert var í nóvember 2002. Hann sagði, að of litlar kjarabætur fyrir aldraða hefðu fengist í samningunum. Ég er sam- mála Ólafi Ólafssyni formanni í þessu efni. Það var skammarlega lítið, sem samið var um fyrir aldraða í auknum lífeyri. Samið var um eftirfarandi mán- aðarlegar breytingar (til viðbótar breyt- ingum skv. fjárlaga- frumvarpi): Tekju- trygging hækki um 3.028 kr. 1. janúar 2003 og aftur um 2.000 kr. 1. janúar 2004. Tekju- tryggingarauki hækki um 2.255 kr. 1. janúar 2003 og um 2.000 kr. 1. janúar 2004. Þarf að hækka um 30–40 þúsund á mánuði Þetta eru litlar upphæðir og eftir þessar breytingar er lífeyrir aldr- aðra einstaklinga, sem njóta aðeins bóta Tryggingastofnunar, enn að- eins í kringum 100 þús. kr. á mánuði, fyrir skatta. Það lifir enginn sóma- samlegu lífi af þeirri upphæð eins og húsnæðiskostnaður er í dag. Þessi upphæð þarf að hækka um 30–40 þús. kr. á mánuði, ef bætur þessar eiga að duga til framfærslu. Slík hækkun væri í samræmi við álit Hörpu Njáls, félagsfræðings, en í riti sínu Fátækt á Íslandi færir hún rök fyrir því, að bætur Trygg- ingastofnunar þurfi að hækka um 40 þús. kr. á mánuði til þess að þær dugi fyrir framfærslu. Þessar bætur þyrftu auk þess að vera skatt- frjálsar. Það nær ekki nokkurri átt að skattleggja svo lágar upphæðir sem rétt duga til framfærslu. Sam- tökin 60+, sem starfa á vegum Sam- fylkingarinnar, hafa samþykkt að hækka beri ellilífeyri í 130 þús. kr. á mánuði. Ellilaun hafa dregist aftur úr launaþróun Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur ellilífeyris, grunnlífeyris og tekju- tryggingar aldraðra einstaklinga aukist um 25% en kaupmáttur lág- markslauna hefur á sama tíma auk- ist um 52%. Leiða þessar tölur vel í ljós hve mikið bætur aldraðra einstaklinga hafa dregist aftur úr al- mennri launaþróun. Er þetta skammarlegt og blettur á samfélaginu. Stjórnvöldum ber skylda til, að bæta öldr- uðum upp þetta mis- rétti, sem þeir hafa verið beittir á umliðn- um árum. Skattar aldraðra hafa hækkað Ólafur Ólafsson sagði á aðalfundi Félags eldri borgara, að skattar aldraðra hefðu hækkað verulega á undanförnum árum eða frá árinu 1988, þegar núverandi skattakerfi var tekið upp. Skattbyrði á lægstu laun hefur aukist mikið, þar eð skattleysismörk hafa dregist verulega aftur úr launaþróun. Skatt- ur af 100 þús. kr. tekjum er í dag 11,1% af tekjum en var af sambæri- legum tekjum árið 1990 (62. 635 kr.) 5,5%. Skatthlutfallið hefur því tvö- faldast. Einnig hafa lyf hækkað mik- ið en það bitnar illa á öldruðum og ýmis kostnaður við læknisþjónustu hefur einnig hækkað og lent á öldr- uðum, svo sem þjónustugjöld og lækniskostnaður sérfræðilækna. Fer sífellt stærra hlutfall tekna aldr- aðra og öryrkja til þessara þátta. Ört stækkandi hópur fólks á Íslandi býr við kjör undir fátæktarmörkum og getur ekki leyst út lyf sín. Ranglát skattlagning lífeyris Félag eldri borgara hefur barist gegn skattlagningu lífeyris úr lífeyr- issjóðum en eins og kunnugt er eru þær greiðslur skattlagðar með 38,55% skatti eins og hverjar aðrar atvinnutekjur. Einn félagsmanna Feb fór í prófmál til þess að fá þess- ari skattlagningu hnekkt. Hefur nú verið dæmt í því máli. Var málinu vísað frá, þar eð þess var krafist að álagningin yrði öll dæmd ógild og að skattur yrði lagður á að nýju. Má ætla, að málið hefði farið öðru vísi, ef þess hefði verið óskað, að skattur á lífeyrinn yrði ákvarðaður 10% í stað 38,55% eða a.m.k. á 81% lífeyrisins. En samkvæmt útreikningum trygg- ingastærðfræðings námu uppsafn- aðir vextir og verðbætur 81% af út- borguðum lífeyri stefnanda árið 2001 í prófmálinu. Eðlilegt er því, að sá hluti lífeyrisins beri 10% skatt eins og aðrar fjármagnstekjur en ekki 38,55% skatt eins og launa- tekjur. Skelegg barátta Ólafs Ólafssonar Hér hefur lítillega verið fjallað um málefni aldraðra og baráttu Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir bætt- um kjörum aldraðra. Félagið hefur unnið mjög gott starf í því efni. Einkum hefur formaður félagsins, Ólafur Ólafsson, verið skeleggur í baráttunni fyrir bættum kjörum aldraðra. Hefur hann verið ódeigur að benda á það misrétti, sem aldr- aðir eru beittir, einkum í lífeyr- ismálum og skattamálum. Barátta Ólafs hefur skorið sig úr vegna þess hve hún hefur verið markviss. Hann hefur verið ófeiminn við að segja stjórnvöldum til syndanna. Mun barátta Ólafs örugglega skila enn meiri árangri en áður í framtíðinni, einkum ef þeir, sem með honum starfa í Feb, styðja nægilega vel við bakið á honum. Betur má ef duga skal Björgvin Guðmundsson skrifar um kjarabaráttu aldraðra ’Það var skammarlegalítið, sem samið var um fyrir aldraða í auknum lífeyri.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. NOKKUR umræða hefur átt sér stað um hvort sérútbúin að- staða í Héraðsdómi Reykjavíkur til að taka skýrslu af börn- um í kynferðisbrota- málum sé verri eða jafngóð og sú sem Barnahús hefur upp á að bjóða. Vísað er í ummæli Helga I. Jónssonar dóm- stjóra, sem birtist í Fréttablaðinu í lok febrúar, þar sem hann segir „það er í valdi hvers dómara hvar hann velur að yfirheyra börnin og þetta hefur verið tal- in fullkomin að- staða“. Undirrituð hefur sem fulltrúi einnar af barnavernd- arnefndum höf- uðborgarsvæðisins margsinnis verið við- stödd skýrslutökur barna í kynferð- isbrotamálum, oftast í Barnahúsi, í Hér- aðsdómi Reykjaness og einnig í nokkur skipti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðstaðan í þeim tveimur fyrrnefndu er mjög góð en í Héraðsdómi Reykjavíkur er aðstaða til að taka skýrslu af börnum mun lakari. Að skýrslu- töku fyrir dómi kemur að jafnaði hópur fólks: réttargæslumaður brotaþola, verjandi kærða, fulltrúi lögreglustjóra og ákæru- valdsins og loks fulltrúi barna- verndarnefndar. Til að leggja ekki meira á barnið en nauðsyn þykir er stefnt að því að barnið gefi skýrslu aðeins einu sinni. Þess vegna er mikilvægt að vand- að sé til þeirrar skýrslutöku í alla staði. Meintur gerandi í kynferð- isbrotamáli á jafnframt rétt á að vera viðstaddur skýrslutöku barnsins. Fari skýrslutaka barns- ins fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur skapast sú hætta að barnið mæti meintum geranda við kom- una í dómhúsið. Undirrituð var ekki alls fyrir löngu viðstödd skýrslutöku fyrir dómi í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Með í lyftunni upp á fjórðu hæð, þar sem hin sérútbúna aðstaða er, var barnið og móðir þess og síðan tveir aðrir aðilar. Ekki var hægt að verjast þeirri hugsun hvort þarna væri hugsanlega kominn meintur ger- andi í málinu og lögmaður hans. Það er ekki erfitt að ímynda sér líðan barnsins hefði það mætt þarna þeim sama aðila og það var um það bil að fara að upplýsa að hefði áreitt/misnotað sig kynferð- islega. Fyrir utan þennan ágalla við að taka skýrslu af barni í Héraðsdómi Reykja- víkur er aðstaðan fyr- ir hópinn sem kemur að skýrslutökunni einnig fremur bágbor- in. Þessu fólki er vís- að inn í lítið myrkvað herbergi. Setið er í röðum á stólum sem snúa í áttina að glugga inn í viðtals- herbergið. Þessi að- staða gerir það t.d. illmögulegt að skrá niður minnispunkta á meðan á viðtalinu stendur. Í þau skipti sem undirrituð hefur verið viðstödd skýrslutöku í Héraðs- dómi Reykjavíkur hefur hljómburður einnig verið slæmur þannig að vont er að greina orð barns sem talar lágt. Vegna þrengsla er hljóðnemi sem ætlaður er þeim sem fylgjast með skýrslutökunni ekki mjög aðgengilegur, óski þeir eftir að ná sambandi við spyrilinn. Barnahús og Héraðsdómur Reykjaness Barnahús er einbýlishús í ró- legu og grónu hverfi Reykjavík- urborgar. Þar er aðstaðan öll hin vinsamlegasta. Starfsmenn Barnahúss eiga jafnframt auðvelt með að stjórna aðkomu fólks að húsinu og sjá til þess að barnið og meintur gerandi, óski hann að vera viðstaddur, mæti ekki hvort öðru. Aðstaða í Barnahúsi fyrir þá aðila sem koma að skýrslutök- unni er einnig góð. Þessir aðilar sitja við borð í rúmgóðu og björtu herbergi og geta verið í nánum tengslum við spyril barnsins í gegnum hljóðnema sem er öllum sem við borðið sitja aðgengilegur. Tæknileg atriði eru jafnframt góð sem og hljómburður auk þess sem myndavélar geta sýnt barnið í nærmynd. Önnur þjónusta svo sem læknisskoðun sem barnið kann að þurfa er einnig í Barna- húsi. Meðferð fyrir börn sem beitt hafa verið kynferðislegri misnotkun/áreiti fer jafnframt fram í húsakynnum Barnahúss. Í Héraðsdómi Reykjaness er í notkun fjarfundarbúnaður og er dómari í beinu sambandi við Barnahús þar sem skýrslutaka barnsins fer fram. Sé málið hjá Héraðsdómi Reykjaness þarf ekki að hafa áhyggjur af að barn og meintur gerandi mæti hvort öðru við skýrslutökuna þar sem barnið fer í Barnahús til að gefa skýrslu en allir aðrir aðilar sem að málinu koma mæta í dómhúsið í Hafn- arfirði. Enda þótt hæfni og þjálfun þeirra sem taka skýrslur af börn- um í Héraðsdómi Reykjavíkur sé ekki efni þessarar greinar þá er það alveg víst að þessir aðilar, sem eru oftast nær lögreglumenn eða dómarinn sjálfur eftir atvik- um, hafa ekki fengið sérmenntun í þeirri viðtalstækni sem nota ber í viðtölum við börn eins og sér- fræðingar Barnahúss hafa fengið. Skýrslutaka barna ætti undantekn- ingarlaust að fara fram í Barnahúsi Kolbrún Baldursdóttir skrifar um skýrslutökur barna í kynferðisafbrotamálum Kolbrún Baldursdóttir ’Fari skýrslu-taka barnsins fram í Héraðs- dómi Reykja- víkur skapast sú hætta að barnið mæti meintum geranda við komuna í dóm- húsið.‘ Höfundur er sálfræðingur. DAGUR B. Eggertsson borg- arfulltrúi R-listans í Reykjavík skrifar s.l. laugardag í Fréttablaðið einn af sínum föstu pistlum. Að þessu sinni skrifar hann um samein- ingu hafnanna við Faxaflóa, lagningu Sundabrautar og sam- gönguráðherra. Hann lætur að því liggja að samgönguráðherra dröslist nauðugur með í þann leiðangur að sameina hafnirnar og ganga til liðs við sveit- arfélögin, og þá að- allega Reykjavík, við að flýta lagningu Sundabrautar. Og hann klykkir út með því að krefjast aðgerða í stað (lof)orða. Allur er þessi pistill Dags hinn undarlegasti. Er augljóst að ,,óháði“ R-lista borgarfulltrúinn er í hinum mestu vandræðum að brjótast út úr þeirri afstöðu sem R- listinn tók, að byggja höfn í Geld- inganesi. Hann er minnugur þess að R-listinn hafnaði öllum tillögum um breytt skipulag. R-listinn ætlaði að byggja höfn í Geldinganesi. Þá höfn ætluðu þau að byggja við hliðina á iðnaðarhöfninni á Grundartanga og með fiskihöfnina á Akranesi í aug- sýn skammt undan! Og hann finnur væntanlega til þess að athafnir eru ekki sterka hliðin hjá stjórnendum borgarinnar um þessar mundir. Þar verða aðrir að draga vagninn. Sam- gönguráðherra við byggingu um- ferðarmannvirkja innan borg- armarkanna og nú sveitarfélögin á Akranesi og í Borgarfirði vegna framkvæmda við sameiningu hafn- anna. En batnandi mönnum er besta að lifa. Ég hef lengi, bæði í ræðu og í riti, hvatt til þess að draga úr starf- semi flutningahafn- anna í miðborginni og færa þau umsvif upp á Grundartanga og Akranes annars vegar og á Suðurnesjahafn- irnar hinsvegar. Með því væri létt á umferð- arþunganum inn og út úr borginni frá Sunda- höfninni. Með nýju hafnalögunum skapast möguleikar til þess að sameina hafnir og auka hagkvæmni í rekstri þeirra. Sameining get- ur gerst með stofnun hlutafélaga, sameignarfélaga eða með stofnun hafnasamlaga eins og var raunar hægt samkvæmt eldri lögum. Sundabrautin er Degi ofarlega í huga. Hann lætur að því liggja að nú vanti athafnir í stað orða svo Sunda- brautin komist af stað. Hverjar eru staðreyndir þessa máls? Samgöngu- áætlun, sem samgönguráðherra lét vinna og var afgreidd á Alþingi vorið 2003, gerir ráð fyrir framkvæmdum við Sundabrautina. Allar götur síðan sú tillaga samgönguráðherra var samþykkt hefur verið unnið að skipulagi Sundabrautar og umhverfi hennar á vegum Vegagerðarinnar í samstarfi við borgaryfirvöld. Vegna skipulagshugmynda borgarinnar hefur verið lagt í mikla vinnu við að skoða fjóra eða fimm kosti við að leggja veg frá Sæbraut að Geld- inganesi yfir Klettsvíkina. Og nú eru þær tillögur í fullkomlega eðlilegu fari vegna umhverfismats. Fjár- mögnun þessa risastóra verkefnis er næst á dagskrá við endurskoðun Samgönguáætlunar. Dagur telur það vera sérstakt fagnaðarefni að samgönguráðherra skuli hafa slegist með í för eins og hann segir. Hann virðist ekki átta sig á því að sam- gönguráðherrann ruddi brautina fyrir þá sem nú hafa lagt upp. Und- irbúningur að lagningu Sundabraut- ar er hafinn og ný hafnalög skapa möguleika á því að sameina hafn- irnar öllum til hagsbóta. Sveit- arfélögin tíu, sem standa að hafna- félaginu nýja, eiga heiður skilið fyrir framsýni. Það hefur ekki staðið á samgönguráðherra að vinna með þeim og það mun ekki standa á sam- gönguyfirvöldum að vinna að næstu skrefum í þeirri framfarasókn sem fylgir þeim samgöngubótum sem að er stefnt. Dagur og lagning Sundabrautar Sturla Böðvarsson skrifar um hafnamál og vegagerð ’Undirbúningur aðlagningu Sundabrautar er hafinn og ný hafnalög skapa möguleika á því að sameina hafnirnar öllum til hagsbóta.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra.Laugavegi 32 sími 561 0075

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.