Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 35
Í FJÖLMIÐLUM hefur und- anfarið verið fjallað mikið um tap- rekstur OR í fjarskiptarekstri og tap- aðar fjárfestingar vegna þess. Því miður hefur verið dregin upp villandi og frekar einhæf mynd af þessu og fyrst og fremst verið litið til annarrar hliðar á jöfnunni en minna litið til þeirra eigna sem eftir standa og þeirra tekna sem þær eignir eru að skapa og munu skapa í ókominni framtíð. Í fjölmiðlum hafa verið settar fram tölur þar sem hlutum er blandað saman eins og kaupum á hlutabréfum og eign- um og einnig er lagt saman uppsafnað tap Línu.Net hf, Raf- magnslínu og Tetra Ís- lands. Ef málið er skoðaða nánar er rétt- ari framsetning eft- irfarandi: Sjá töflu. Það er fjarri lagi að halda því fram að þessi fjárfesting sé glötuð nema hvað stærsti hluti fjárfestingarinnar í Tetra kerfinu verður afskrifuð á ár- unum 2003 og 2004 vegna þeirra erf- iðleika sem fyrirtækið hefur verið í. Þá hefur OR einnig keypt eignir tengdar gagnaflutningum og er þar um að ræða ljósleiðarakerfi ofl. sem Lína.Net hf lagði um borgina. Ljós- leiðarinn var keyptur af LN haustið 2002 og sameinaðist OR í janúar 2003.. Kerfið var keypt fyrir 1.758 milljónir og er nú hluti af OR. Í jan- úar sl. var Rafmagnslína ehf sam- einuð OR og gengu þá eignir og skuldir Rafmagnslínu inn í OR en þess má geta að Rafmagnslína ehf var með jákvætt eiginfé við þá gjörð upp á kr. 65 milljónir. Þá hefur tap fjar- skiptafyrirtækja þeirra sem OR teng- ist verið lagt saman og það lagt OR til lasts. Það er ekki rétt að gera það með þeim hætti þar sem tapið er í að mestum hluta tilkomið vegna af- skrifta á viðskiptavild sem er tilkomin við sameiningu og kaup á eignum. Oftast var greitt fyrir viðskiptavildina með hlutabréfum í LN hf, oft á mjög háu gengi, þannig var viðskiptavild lægst greidd með hlut- um í LN á genginu 5 og 9 hæst en ekki með bein- um peningagreiðslum. Þess vegna er eðli tap- rekstursins mikilvægt og alls ekki eðlilegt að telja hann allan til kostn- aðar hjá OR. Þar fyrir utan á Orkuveitan fyr- irtækin ekki ein, OR á 68% í LN og 44% í Tetra-Ísland hf þannig að af þeim taprekstri er óeðlilegt að reikna allt til OR. Það verður einnig að hafa í huga að tap- reksturinn fer til lækk- unar eiginfjár þessara fyrirtækja sem varð til með framlagi hluthafa á hlutafé þannig að varast ber að leggja saman hlutafjárframlög og taprekstur því þá er oft verið að telja sömu krónuna tvisvar. Af fram- ansögðu er ljóst að miklar eignir og tekjur eru í fjarskiptarekstri þeim sem Orkuveitan kemur að og ekki má einungis horfa á aðra hliðina á pen- ingnum. Tekjur fara vaxandi af fjar- skiptarekstrinum og það er síður en svo að illa horfi með þessa fjárfest- ingu. Eignir standa á bak við fjárfestingar OR í fjarskiptarekstri Guðmundur Þóroddsson skrifar um OR Guðmundur Þóroddsson ’Tekjur faravaxandi af fjar- skiptarekstr- inum …‘ Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Framlag OR til fjarskiptafyrirtækja Framlög LN Rafmagnslína TETRA-Irja Samtals 1999 214.000 2000 88.900 2001 670.802 40.000 296.500 2002 - 408.348* 131.667 2003 0 0 0 Samtals 565.354 40.000 428.167 1.033.521 * með kaupum á ljósleiðaranu var meðal annars greitt fyrir með hlutabréfum í LN UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 35 Á MORGUN, laugardaginn 20. mars, verður þess minnst á Íslandi eins og vítt og breitt um heim að ár er liðið frá innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Sú forna speki að eitt sé að vinna stríð og annað að vinna eft- irleikinn hefur oft verið rifjuð upp frá því að Bandaríkjamenn og Bretar, studdir há- tæknivopnum sínum og hernaðarlegum yf- irburðum, hófu að varpa sprengjum á Írak. Aðdragandi stríðsins, stríðið sjálft og nú eftirleikurinn hefur valdið djúpstæð- ari og harðari deilum á alþjóðavettvangi en nokkur annar atburður um langt árabil. Hér er ekki tóm til að verja mörgum orðum í aðdrag- anda stríðsins og þær hörmungar sem yfir Írak gengu með meira en áratugar löngu viðskiptabanni sem leiddi til mikilla þrenginga meðal al- mennra borgara. Alþjóðastofnanir hafa talið að allt að 1½ milljón manna hafi legið í valnum, þar af um eða yfir hálf milljón barna sem dóu af næringarskorti, skorti á lyfjum, læknishjálp eða heilnæmu drykkjar- vatni. Þegar litið er um öxl stendur eft- irfarandi eftir: Vopnaeftirlit S.Þ. í Írak í lok síðustu aldar skilaði mikl- um árangri og nú virðist ljóst að hefði það fengið að halda áfram hefði að lokum mátt sannreyna að engin gereyðingarvopn var að finna í Írak. Enda var landið í engu fært um að koma þeim upp þar sem efnahags- lífið var í rúst og innviðir samfélags- ins höfðu veikst stórlega vegna stríðsátaka og viðskiptabanns. Að sönnu bjuggu Írakar við harðstjórn og stórkostlegur mis- brestur var á að lýð- ræði og mannréttindi væru þar til staðar í þeim skilningi sem við á Vesturlöndum leggj- um í þau orð. En það eitt og sér gaf ekki til- efni til vopnaðrar inn- rásar og til þess að ut- anaðkomandi aðilar tækju völdin í landinu. Árásarstríð Banda- ríkjamanna og Breta á Írak var ólögmætt. Í ljós hefur komið að tylliástæðurnar sem gefnar voru til að gefa aðgerðunum yfirbragð lögmætis voru byggðar á blekkingum og lygum. Stuðningur Íslands sem ákveðinn var einhliða af Davíð Oddssyni og Halldóri Ás- grímssyni, án þess að virða lögbund- ið samráð við utanríkisnefnd Alþing- is hvað þá að hlusta á rödd þjóðarinnar, voru stórfelld pólitísk mistök. Óánægja almennings með framgöngu stjórnvalda í þeim ríkj- um sem tóku þátt í eða studdu að- gerðirnar, svo sem í Bretlandi, Dan- mörku, Íslandi og Spáni, hefur síst minnkað. Nýjasti atburðurinn í þeim efnum er kosningasigur vinstri manna á Spáni þar sem hægri mönn- um var hegnt og þeir dregnir til ábyrgðar fyrir fylgispektina við hina árásargjörnu stefnu Bush Banda- ríkjaforseta. Aðferðafræðin sem fylgt hefur verið í svokallaðri baráttu gegn hryðjuverkum frá því að Banda- ríkjamenn undirbjuggu og hófu árásir á Afganistan og seinna á Írak hefur ekki skilað árangri nema síður sé. Nýliðnir hörmungaratburðir á Spáni eru okkur til áminngar um það að ástandið í heiminum er síst tryggara. Flest bendir til að einhliða og hrokafull framganga hern- aðarhaukanna í Washington hafi gert illt verra. Af hálfu þróunarríkja og reyndar stórs hluta heimsins lítur þetta þannig út að Vesturlönd í krafti efnahags- og hernaðarlegra yf- irburða svífast einskis til að verja forréttindi sín. Þróunarríkin fara halloka í viðskiptum við velmeg- unarríkin og þaðan renna olían og önnur verðmæt hráefni til vinnslu í iðnríkjunum. Sífellt dregur í sundur í lífskjörum og öllum aðstæðum al- mennings í hinum iðnvædda velmeg- unarheimi annars vegar og afgangi heimsins hins vegar. Milljarður eða tæpur sjötti hluti mannkyns býr við viðvarandi nær- ingarskort. Hjá 2–3 milljörðum til viðbótar má ekkert út af bera til þess að ekki verði skortur á dag- legum nauðsynjum. Ólöglegt land- nám og ofbeldisfullur hernaður Ísr- aelsstjórnar, studdri af Bandaríkjunum, gegn Palest- ínumönnum ýfir nánast daglega upp sárin í samskiptum þessara ólíku trúar- og menningarheima. Aðferðafræðin er röng. Fyrr- greindir samskiptahættir leiða okk- ur í enn meiri ógöngur en áður. Við verðum að leita lausna á grundvelli hugsunar um fyrirbyggjandi og frið- samlegar aðgerðir s.s. þróun- araðstoð, stuðning við menntun, bættar aðstæður kvenna og lífskjör og aðstæður almennings. Leita þarf samstarfs við ábyrg og hófsöm öfl og draga vígtennurnar úr ofstækis- og hryðjuverkaöflum með því að út- rýma þeim jarðvegi sem þau sækja sér næringu í. Í evrópskum og ekki síst norræn- um stjórnmálum hafa ýmsir reynt að tala rödd skynseminnar og andæfa hernaðarhyggjunni þegar í odda skerst. Slíkar raddir ber okkur Ís- lendingum að styrkja og styðja. Við skulum nota morgundaginn til að mótmæla hinu ólögmæta árás- arstríði á Írak, hafna aðferðafræð- inni, tala máli skynseminnar og ljá rödd friðarins aukinn styrk. Við höfnum leiðsögn misviturra ráðamanna og því að hengja okkar vopnlausu og friðelskandi þjóð aftan í hóp árásarseggjanna. Þeim ráða- mönnum sem ekki sjá að sér skulum við svo muna að hafna í næstu kosn- ingum. Ár liðið frá upphafi Íraksstríðsins Steingrímur J. Sigfússon skrifar um Íraksstríðið ’Við skulum nota morg-undaginn til að mót- mæla hinu ólögmæta árásarstríði á Írak…‘ Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður VG. LANDEIGENDUR við Laxá og Mývatn lögðust um daginn gegn stífluhækkun í Laxá á fjölmennum fundi á Narfastöðum og samþykktu með rúmlega fjórum fimmtu atkvæða að leggjast harðlega gegn bráðabirgðaákvæði III um hækkunina í frumvarpi frá um- hverfisráðherra á al- þingi. Landeigendur höfnuðu því að taka sæti í nefnd með Landsvirkjun um framkvæmdir og rann- sóknir þar til bráða- birgðaákvæðið væri úr sögunni. Umhverfisráðherr- ann brást við daginn eftir með því að segja að sér þætti eðlilegt að málið biði. Um það eru allir sammála að eftir þennan fund landeig- enda væri fásinna að halda áfram ráðagerð Landsvirkjunar og umhverfisráðherrans um að hækka stífluna í Laxá. Það segir meðal annars leið- arahöfundur Morgunblaðsins á fimmtudaginn. En ’málið‘ á hins- vegar ekki að ’bíða‘. Frumvarp ráðherrans er tvíþætt. Annarsvegar er frumvarp um breyt- ingar á verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá. Það frumvarp er nú flutt öðru sinni, unnið í sérstakri nefnd, skiptir verulegu máli fyrir hagsmuni Mývetninga – ekki verulega umdeilt en þarf rækilega umfjöllun vegna náttúrunnar í þessari sveit. Hinsvegar er svo bráðabirgða- ákvæðið sem leyfir stífluhækkunina og setlónið í Laxárdal. Það virðist nú vera vilji umhverf- isráðherrans að láta ekki einungis bráðabirgðaákvæðið bíða í þinginu – málið er komið í umhverfisnefnd – heldur einnig gamla frumvarpið. Þar með telur ráðherrann sig slá tvær flugur í höggi: Heldur þrýst- ingnum á landeigendur með óbeinni hótun um að halda áfram seinna á vorþinginu með stíflu- hækkunina, og etur for- ystumönnum í Skútu- staðahreppi gegn landeigendum sam- kvæmt hinni gam- alkunnu aðferð að deila og drottna. Þetta gagnrýndu stjórnarandstæðingar á þingi nýverið. Afstaða okkar er sú að það eigi að fleygja bráðabirgða- ákvæðinu en halda áfram að fjalla um frumvarpið sjálft. Þetta er líka afstaða landeig- endanna, einnig hreppsnefndarinnar í Mývatnssveit og Bún- aðarþing tók undir þetta síðustu helgi í sér- stakri ályktun. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins skammar stjórn- arandstæðinga í téðum leiðara fyrir að hafa gagnrýnt að afgreiðslu frum- varpsins „yrði frestað í meðförum Alþingis“. Það er útúrsnúningur á málflutningi mínum og annarra þingmanna í umræðum um þetta á alþingi þriðjudaginn 16. mars – eins- og sjá má á netinu – [www.alt- hingi.is/altext/130/f084.sgml]. Ég þakka Morgunblaðinu hinsvegar fyrir að birta þessa leiðréttingu. Laxá og leiðari Morgunblaðsins Mörður Árnason skrifar um Laxá Mörður Árnason ’ Afstaða okkarer sú að það eigi að fleygja bráðabirgða- ákvæðinu en halda áfram að fjalla um frum- varpið sjálft.‘ Höfundur er alþingismaður. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Rose Bruford College LEIKHÚSLISTANÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leiklistar- skóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra list- greina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 27. og 28. apríl vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2004: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms í leiklist, tveggja vikna sumarskóla og eins árs alþjóðlegs grunnnáms. Komið og ræð- ið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Ákveðnir nemendur geta sótt um tvo styrki fyrir helmingi skólagjalda. Nánari upplýsingar og viðtalstíma má fá hjá Sue McTavish, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími +44 (0) 20 8308 2600. Fax +44 (0) 20 8308 0542. Netfang: sue.mctavish@bruford.ac.uk www.bruford.ac.uk Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prófessor Alastair Pearce Tónlist leikara Sviðstjórnun Bandarísk leikhúslist Leiklist Búningar Sviðslist (sviðsmunir og smíði) Margmiðlunarhönnun Leikstjórn Evrópsk leikhúslist Lýsingarhönnun Leikmynd og hönnun Tónlistartækni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.