Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 36
UMRÆÐAN
36 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGINN í 20. viku
vetrar birtist í Mbl. grein eftir séra
Geir Waage og hafði sú grein yf-
irskriftina „Um hjúskapinn“. Nánar
að gáð var þessi grein um hjóna-
bandið og var rennilega skrifuð eins
við mátti búast af þessum ágæta
kennimanni. Umræðuefnið var
hvort „réttlætanlegt sé að gefa sam-
an í hjónaband fólk af
sama kyni“.
Þetta nýmæli hefur
reyndar verið til um-
ræðu í langan tíma er-
lendis og um skemmri
tíma hérlendis. Sýnist
mörgum hinna betur
kristnu manna, þetta
hjónabandshjal vera
firn mikil og næsta
óguðlegur dónaskapur
að hafa orð á slíku,
hvað þá meir.
Séra Geir Waage
leggur hér fram skiln-
ing sinn á hjúskap og hjónabandi og
býður sig fram til þess að vera sá
þrjótur, sem þarf að hengja, svo
þetta pólitíska réttlætismál nái fram
að ganga. Það er nefnilega alveg
rétt sem séra Geir segir, að þetta er
pólitískt réttlætismál og þess vegna
hefur farið lítið fyrir guðfræði eða
umræðum um forsendur kirkju-
legrar afstöðu í þessu efni.
Svo að ég vitni aftur í ágæta grein
séra Geirs; „Umræðan (er) að öllu
leyti pólitísk og rekin á vettvangi
hinnar lýðræðislegu afgreiðslu...“
Þess vegna var það óþarfi af honum
en fallega gert, að rifja upp hluta af
því sem sagt er yfir brúðhjónum í
kirkjum landsins. Það hefði alveg
nægt honum, að lesa aftur og betur
ívitnuð niðurlagsorð úr Matt. 19,4–6.
„Það sem Guð hefur tengt saman
má maður eigi sundur skilja.“ Samt
skilja 40% allra hjóna og þjóð-
kirkjan tengir blessað fólkið saman
aftur og aftur eins og ekkert sé. Það
er af því að lútherskar kirkjur hafa
fyrir löngu viðurkennt hjónaskiln-
aði.
Það er nefnilega þannig að brúð-
hjón játast hvort öðru opinberlega
og presturinn, í líki embættismanns
og vígslumanns, leggur blessun og
viðurkenningu yfir ráðahaginn og
vottar að allt hafi farið rétt fram og
að öll skilyrði uppfyllt eftir laganna
bókstaf. Orsökin eins og séra Geir
kýs að kalla það til hjú-
skapar, einkvænis
karls og konu, er ekki
ættuð úr ritningunni,
heldur er hún fyrst og
fremst lögbundin, fé-
lagsleg og menning-
arleg stofnun, sem
leggur bönd á kynferð-
islegt framferði
mannsins. Maðurinn er
dýr, sem sem gerir sér
menningarlegan vef og
yrkir sig inn í þennan
vef með ósýnilegum
böndum og eitt af þeim
er hjúskapurinn, sem vissulega hef-
ur á okkar slóðum mótast af orðum
Ritningarinnar. Hjónavígslan er
ekki sakramenti meðal lútherskra
kristinna manna og það veit séra
Geir vel.
Það þýðir heldur ekki að flýja á
vit íhaldssamra þýskra guðfræð-
inga, sem hugðust bjarga sér úr
gjaldþroti Weimarlýðveldisins með
því að tala um skikkan skaparans
(Ordnungen), sem hefði gefið mann-
fólkinu þjóð og sögu og hjónaband
og „Volksnomos“, allt frá öndverðu.
Sjálfir vöknuðu þeir upp við vondan
draum, þegar „der Führer“ hóf að
koma betri skikkan á skikkan skap-
arans í þúsund ára ríki þjóðern-
issósíalista. Nú dugir ekki að hörfa í
hrunin vígi fortíðar til þess að verja
þaðan skikkan skaparans og allir
vita að það hefur tekist svo vel að
margfaldast og uppfylla jörðina að
til vandræða horfir og ekki hefur
blessuð þjóðkirkjan neitt á móti
getnaðarvörnum og tæpast fóstur-
eyðingum.
Það sem nú liggur fyrir aftur á
móti er að viðurkenna að Alþingi
setti lög 1996 nr. 87 12. júní um
staðfesta samvist. Fyrsta grein
þessara laga hljóða svo; „Tveir ein-
staklingar af sama kyni geta stofnað
til staðfestrar samvistar.“ Með und-
antekningu í einni grein, eru þessi
lög samhljóða og fylgja hjúskap-
arlögum landsins. Spurningin er;
ætlar íslenska þjóðkirkjan að láta
eins og hún hafi ekki tekið eftir
þessu? Þarna er þó að lögum (de
jure og de facto) orðið til hjónaband
einstaklinga af sama kyni og nú er
svo komið að það er vart til í landinu
sú fjölskylda, sem ekki hefur innan
hópsins samkynhneigðan ein-
stakling. Það liggur í augum uppi,
að hér dugir ekki að tala um blessun
og fyrirbænir eða „að fylgja Hon-
um“, hvað sem það nú þýðir, heldur
verður þjóðkirkjan að setja saman
einhvers konar vígsluform fyrir
staðfesta sambúð, því það er ekki að
vita, nema Guð hafi tengt þessa ein-
staklinga saman. Hjónaband karls
og konu með öllum unaðssemdum
sínum stendur óhaggað eftir sem
áður. En þegar þeir Daníel á Baugi
og Jón í Stoðum koma til séra Geirs
og biðja hann sem sinn sóknarprest
að gefa þá saman í staðfesta sam-
búð, þá er betra að hann hafi ritúal
við höndina, sem hann er þokkalega
sáttur við í sinni samvizku.
Staðastað á Gvendardegi.
„Um hjónabandið“
Guðjón Skarphéðinsson
svarar Geir Waage ’Hjónavígslan er ekkisakramenti meðal
lútherskra kristinna
manna og það veit séra
Geir vel.‘
Guðjón Skarphéðinsson
Höfundur er sóknarprestur.
ÞANNIG er málum háttað hér á
landi að listamannalaun eru greidd
fólki sem hefur sannað sig í listinni
og á samkvæmt mati úthlut-
unarnefnda öðrum fremur að hljóta
laun fyrir unnin eða óunnin verk.
Þetta er allt gott og blessað svo
langt sem það nær. En þegar kem-
ur að því að sætta sig við að sitja
bæði langt frá kjöt-
kötlum og kart-
öflugörðum, þrátt fyr-
ir áratuga starf í
listinni, fer maður að
velta því fyrir sér
hvort e.t.v. sé vitlaust
gefið.
Nú er ég því marki
brenndur að hafa
sinnt bæði ritstörfum
og tónsmíðum í all-
mörg ár. Ég sæki því
um listamannalaun
annað veifið. Af göml-
um vana sinnti ég
þeirri köllun nýverið að senda inn
vandaða umsókn en ekki hlaut ég
náð, eflaust vegna þess að ég þyki
ekki jafn hátt skrifaður og þeir sem
launin fengu í þetta skiptið. Þegar
sú ályktun er vegin og metin, er
nærtækt að gerast fúll á móti, reka
útúr sér tunguna og halda því fram
að það sé jafnan fámenn klíka sem
hirðir alla summuna; menn í stjórn-
um félaganna sem sækja í sjóðina
séu í því að koma sjálfum sér að
feitustu bitunum o.s.frv.
Auðvitað er þetta nú hin grátlega
staðreynd málsins þegar við lítum
sérstaklega á Tónskáldasjóð, því
þar er málum þannig fyrir komið,
að í þann sjóð sækja höfundar sem
annaðhvort tilheyra Félagi tón-
skálda og textahöfunda eða Tón-
skáldafélagi Íslands. Annað félagið
er skipað c.a. 170 félagsmönnum, í
hinu eru félagarnir einhverstaðar í
námunda við fjórða tuginn. Félag
tónskálda og textahöfunda er um-
talsvert fjölmennara félag en TÍ,
þrátt fyrir það, eru allar stað-
reyndir mála fullkomlega á skjön
við það sem kalla mætti sanngirni.
Fámenna félagið hefur átt menn í
úthlutunarnefnd Tónskáldasjóðs,
meðan fjölmenna félagið hefur
aldrei átt mann í þeirri ágætu
nefnd.
Hér ber kannski að
nefna að FTT fagnaði
tuttugu ára afmæli á
síðasta ári.
Já, kæru landar,
ranglætið er fullkomið
í þessu efni; þeir sem
skrifa þá tónlist sem
fæstir vilja hlýða á,
sitja við pottinn og
deila og drottna, með-
an hinir sem skrifa
obbann af þeirri tón-
list sem fólk vill heyra,
koma hvergi nærri út-
hlutun. Enda eru mál í
þeim farvegi, að sú fámenna klíka
sem heldur um Tónskáldasjóð virð-
ist alltaf ná að ramba á nöfn innan
Tónskáldafélags Íslands þegar
launþegar verða fyrir vali. Allavega
eru þeir ekki margir félagarnir í
FTT sem hlotið hafa laun úr Tón-
skáldasjóði.
Kannski er það svo að þeir sem
yrkja laglínur sem eru þess eðlis að
það tekur marga mánuði að skrifa
kringum þær krúsidúllur svo þær
verði áheyrilegar fyrir fáa útvalda,
verði að fá laun fyrir þá guð-
dómlegu list sem þeir skapa. En þá
eiga slík laun einnig að fara til
þeirra sem yrkja tónlist sem er
áheyrileg þótt strengjaútsetningar,
kontrapunktur og háleitar kröfur
æðri máttavalda komi hvergi nærri.
Ekki það að ég ætli mér að gera
lítið úr þeim sem segjast skrifa
æðri tónlist – mönnum er frjálst að
gefa verkefnum sínum þær ein-
kunnir sem þeir telja sjálfir við
hæfi. Svo geta aðrir haft sýn á þá
sköpun sem hugsanlega gengur í
berhögg við það sem höfundar ætl-
uðu.
Það er ljóst að þeir sem semja
meira en 90% þeirrar íslensku tón-
listar sem eitthvað heyrist, sitja á
kantinum meðan nánast 100% lista-
mannalauna lenda hjá minni-
hlutahópi, sem yrkir tónlist sem
fáum hugnast að hlýða á.
Ég geri ekki þá kröfu að menn
verði allir steyptir í sama mót, en
krefst þess að þeir sitji allir við
sama borð, þegar kemur að út-
hlutun. Og ef félagar í FTT fá að
sitja í úthlutunarnefnd Tónskálda-
sjóðs þá má ætla að talsmenn fé-
lagsins í úthlutunarnefndinni reyni
að koma viti fyrir þá sem einokað
hafa nefndina hingað til.
Það vill svo skemmtilega til að ég
sit í forsvari fyrir félaga í FTT og
leyfi mér því að vona að nýskipaður
menntamálaráðherra endurskoði
reglur um listamannalaun. Ég á
mér nefnilega þann einlæga draum
að umbjóðendur mínir njóti sann-
mælis í framtíðinni, en það mun
ekki gerast ef Tónskáldafélag Ís-
lands situr eitt að úthlutun – það
hefur sagan sýnt og sannað.
Sjóður fyrir suma
Kristján Hreinsson
skrifar um listamannalaun ’Ég geri ekki þá kröfuað menn verði allir
steyptir í sama mót, en
krefst þess að þeir sitji
allir við sama borð, þeg-
ar kemur að úthlutun.‘
Kristján Hreinsson
Höfundur er skáld og
varaformaður FTT.
Í MORGUNBLAÐINU þriðjudag-
inn 16. mars birtist grein eftir þrjá
stjórnarmenn Þroska-
hjálpar á Suðurlandi
um málefni sem hefur
verið áberandi á síðum
DV undanfarna daga.
Um er að ræða málefni
manns, sem búsettur er
í Þorlákshöfn og hafa
birst í blaðinu ýmsar
frásagnir af aðbúnaði
mannsins, hrekkjum
sem beinst hafa að hon-
um auk þess sem fjár-
mál mannsins hafa
komið til umfjöllunar.
Maðurinn heitir Sig-
urgeir Kristinsson og
er Þorlákshafnarbúi á
sjötugsaldri. Undirrit-
aður hefur aðstoðað til-
tekna einstaklinga í
málum er lúta að hags-
munum Sigurgeirs um
nokkra hríð. Ekki er
ætlunin að taka sér-
staklega til umfjöllunar
hér þau einstöku mál
eða tilvik sem fjallað
hefur verið um í fjöl-
miðlum, eða gerð eru að
umtalsefni í grein þre-
menninganna. Raunar er aðstaðan sú
að umbj. mínum hefur þótt afar
óheppilegt að umfjöllun um málefni
þessa manns hafi ratað á síður blað-
anna. Mál af þessum toga eru per-
sónuleg málefni og ber að meðhöndla
sem trúnaðarmál t.a.m. af þeim yf-
irvöldum sem um málin eiga að fjalla.
Um er að ræða afar viðkvæmt, per-
sónulegt málefni einstaklings, sem á
óhægt um vik með að fylgjast með
umfjölluninni og eftir atvikum að
koma skoðunum sínum á framfæri.
Því miður má þó segja að umfjöllun
þar til bærra yfirvalda hafi ekki hafist
að neinu marki fyrr en DV hóf umfjöll-
un sína. Það kusu umbj. mínir ekki
heldur reyndu að vekja athygli félags-
málayfirvalda á málinu eftir réttum
boðleiðum stjórnsýslunnar.
Þrátt fyrir allt verður ekki komist
hjá því fyrir hönd umbj. minna að taka
afstöðu til tiltekinna atriða og lúta að
aðkomu þeirra að málinu. Í greininni
er m.a. að finna þessa ótrúlegu fullyrð-
ingu: „Systkini Sigurgeirs hafa líka
staðið frammi fyrir því sem gerðum
hlut að óskyldir aðilar og ótengdir
húsbændum hans hafi reynt að kom-
ast yfir fjárræði Sigurgeirs og mátt
hafa sig í frammi til að afstýra slíku.“ Í
grein í Sunnlenska fréttablaðinu þann
10. mars sl. kaus Bjarni Harðarson að
nefna þessa aðila „sjálfskipaða að-
standendur“. Honum var greinilega
ekki ljóst að vinskapur og samskipti
aðila við Sigurgeir á sér yfir 30 ára
sögu. Um er að ræða vini hans sem
hann hefur m.a. búið hjá um áratuga-
skeið, haft dagleg samskipti við und-
anfarin ár og verið þar einn af heim-
ilismönnum.
Engum vafa er undirorpið að með
þessari fullyrðingu er spjótum beint
að umbj. mínum. Ekki einasta er látið
að því liggja að umbj. mínir hafi án
nokkurrar ástæðu eða tengsla við Sig-
urgeir ætlað með óþverrabrögðum að
ná til sín fjárræði Sigurgeirs, rétt eins
og þjófar að nóttu, heldur skín einnig í
gegn sú afstaða greinarhöfunda að
Sigurgeir sé háður einhverjum til-
teknum húsbændum, eins og þrælar
fyrr á öldum. Um það síðarnefnda
ætla ég ekkert að fullyrða, en um hið
fyrra er rétt að greinarhöfundar kynni
sér málin til fullnustu áður en slíkar
fullyrðingar eru hafðar í frammi. Ljóst
er að engum manni er mögulegt að
sölsa undir sig fjárræði annars manns,
án atbeina þar til gerðra yfirvalda, þ.e.
dómstóla og sýslumanna. Um það
gilda einfaldlega lög, lögræðislög nr.
71/1997. Með því að fara að þeim lög-
um er tryggt að farið sé með fjármál
þeirra sem ekki telja sig eða af ein-
hverjum eru ekki taldir hæfir til að
fara með fjármál sín sjálfir undir eft-
irliti sýslumanns á hverjum stað og
dregur það þannig verulega úr hættu
á að misfarið sé með fé þeirra sem
ekki eiga kost á að annast um fjármál
sín sjálfir. Það vekur reyndar upp
spurningar um hvers
vegna tilteknir ein-
staklingar hafa lagst
hart gegn því að Sig-
urgeiri yrði fengin ráðs-
maður skv. 33. gr. lag-
anna, eða fjárhalds-
maður skv. 52. gr.
laganna. Það er rétt að
upplýsa að vilji Sig-
urgeirs stóð til þess, og
er sá vilji skjalfestur.
Vilji hans stóð til þess að
vinir hans og aðstand-
endur til áratuga myndu
aðstoða hann í þeim efn-
um. Það var hins vegar
fyrir tilstilli s.k. „hús-
bænda“ Sigurgeirs að
slíkar fyrirætlanir voru
blásnar af. Það er
kannski ekki við hæfi að
tjá sig um vilja annarra
með þeim hætti sem hér
er gert, en þetta eru ein-
faldlega staðreyndir
málsins sem nauðsyn-
legt er að komi fram.
Þá get ég ekki látið
hjá líða að lýsa yfir furðu
minni yfir túlkun grein-
arhöfunda á megininntaki grein-
arinnar um hvort fatlaðir megi ekki
vera með? Sérstaklega í ljósi þess að
hún er rituð af þremur stjórn-
armönnum Þroskahjálpar á Suður-
landi, þar af er einn þeirra sókn-
arprestur í sókn Sigurgeirs og einn
starfsmaður félagsþjónustusviðs Ár-
borgar. Frásagnir af dásemdartilveru
Sigurgeirs við núverandi aðstæður,
fjarri afskiptum „opinberra fé-
lagsráðgjafa og sérfræðinga“ í öruggri
og þægilegri húsvarðartilveru í örugg-
um aðbúnaði „húsbænda“ Sigurgeirs
eru með ólíkindum. Sérstakur mæli-
kvarði á aðstæður Sigurgeirs virðist í
hugum stjórnarmanna Þroskahjálpar
að Sigurgeir á þokkalega bifreið, hefur
alið önn fyrir nokkrum rolluskjátum
og á hesthús. Þetta sé meginatriðið
þegar aðstæður og aðbúnaður hans
séu metin. Og að hann fái að vera
„húsvörður“, búsettur í herberg-
iskytru í millilofti á trésmíðaverk-
stæði. Um þessa umfjöllun stjórn-
armanna Þroskahjálpar þarf ekki
frekar að fjölyrða. Hún dæmir sig
sjálf.
Ef ég skil niðurlag greinarinnar rétt
þá er heppilegast ef fatlaðir ein-
staklingar geta komist í gegnum lífið
án aðstoðar eða afskipta „opinberra
félagsráðgjafa og sérfræðinga“ og án
þess að þurfa að vera leiddir af „ósýni-
legri hönd hins stóra bróður félags-
málageirans“. Ég leyfi mér að vekja
athygli á að t.d. með lögum um fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga er sér-
staklega að því stefnt að veita þeim
sem þess þurfa sérstaklega ráðgjöf og
aðstoð og í lögum um málefni fatlaðra
er þetta jafnframt skilgreint markmið
laganna og skylda þar til bærra yf-
irvalda er raunar enn ríkari þegar fatl-
aðir einstaklingar eiga í hlut. Það er
hreint með ólíkindum ef stjórnarmenn
Þroskahjálpar á Suðurlandi, þeir sem
hafa með hagsmunagæslu fatlaðra að
gera, telja að afskipti þar til bærra
sérfræðinga og yfirvalda geti talist
óheppileg í einstaka tilvikum. Frá-
sagnir af kjörum og aðstæðum þess
einstaklings, sem hér á í hlut, stað-
festa svo ekki verður um villst að af-
skipti félagsmálayfirvalda og eftir at-
vikum annarra yfirvalda hefðu mátt
hefjast miklu fyrr og vera miklu
ákveðnari og meiri. Mál þetta á að
snúast um hagsmuni einstaklingsins
sem í hlut á og vera til umfjöllunar af
þar til bærum yfirvöldum. Það á ekki
að snúast um stríð fylkinga í Þorláks-
höfn og vera til frekari umfjöllunar í
fjölmiðlum. Málið er einfaldlega þess
eðlis.
Hagsmunagæsla
fatlaðra
Guðjón Ægir Sigurjónsson
skrifar um málefni Sigurgeirs
Kristinssonar í Þorlákshöfn
Guðjón Ægir
Sigurjónsson
’Mál þetta á aðsnúast um hags-
muni einstak-
lingsins sem í
hlut á og vera til
umfjöllunar af
þar til bærum
yfirvöldum.‘
Höfundur er héraðsdómslögmaður.