Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 37
FYRRVERANDI orku-
málastjóri, Jakob Björnsson,
skrifaði nýlega grein hér í blaðið
sem hann kallaði „Að ganga með
klofna umhverfisvitund“ (Mbl. 8.
mars). Klofningurinn stafar af því
að mönnum getur þótt mikið til
um öræfafegurð Íslands en hljóta
samt að fórna henni fyrir ál-
bræðslur, þar eð
sömu bræðslur knún-
ar af kolum myndu
menga snöggtum
meira en álver sem
ganga fyrir vatns-
orku. Til gleggri
skilnings nefnir Jak-
ob þessa afstöðu upp
á ensku: environmen-
tal schizophrenia.
Íslendingar hafa
sumsé loksins fengið
hlutverk í samfélagi
þjóðanna: að fórna
öræfunum til að
bræða heiminum ál.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
nefndur Jakob stingur niður
penna, greinar hans í sömu veru
hljóta að skipta tugum, ef ekki
hundruðum.
En aldrei nokkurntímann virðist
hann setja spurningamerki við
forsendur sínar: sjálfa neysluna
sem kallar á allar þessar
bræðslur. Nú lifum við Vest-
urlandabúar í samfélögum sem
ganga fyrir glórulausari kapp-
neyslu en áður hefur þekkst, enda
ekki nóg með að mengunin sem af
henni hlýst boði þessum lifn-
aðarháttum skapadægur, heldur
er helsti heilsufarsvandi íbúanna
nú þegar offita og hreyfingarleysi.
Er það hugsjón Jakobs að Ís-
lendingar leggist á bakið og bjóði
þessum lifnaðarháttum veiðileyfi á
náttúru landsins? Hvað á að kalla
slíka afstöðu? Umhverfislega
kvalasýki (environmental
masochism)?
Hefur aldrei hvarflað að honum
að okkur beri þvert á móti að
varðveita það náttúruríki sem
sætir æ meiri eftirspurn í veröld
sem nú þegar nagar sig í hand-
arbökin yfir þeim óafturkræfu
spjöllum sem unnin
hafa verið á umhverfi
iðnríkjanna gömlu
(sem snúa reyndar í
æ ríkari mæli baki við
stóriðju og vilja helst
koma henni með öllu
af höndum sér til
landa sem búa við
nógu frumstætt
stjórnarfar til að gína
við henni).
Sú framkvæmd sem
fyrrverandi orku-
málastjóri hefur ekki
þreyst á að bera í
bætifláka fyrir - Kárahnjúkavirkj-
un - kom til þegar ekkert í efna-
hagslífi þjóðarinnar kallaði á
hana, nema síður væri. Og lyfti-
stöngin sem hún átti að vera
Austurlandi hefur reynst eitthvað
pastursminni en vænst var, þar eð
verktakinn kaus að flytja vinnuafl-
ið inn með þeim eindæmum og ax-
arsköftum sem fyllt hafa fjölmiðla
landsins nú um hríð - og sér ekki
fyrir endann á.
Eftir standa óheyrilegri spjöll
en áður var órað fyrir, í vændum
er álbræðsla sem væntanlega mun
ganga fyrir innfluttu vinnuafli
einnig - eða hvað?
Hvað á að kalla ráðslag á borð
við þetta? Umhverfislegan kvala-
losta (environmental sadism)?
Að láta gott af sér leiða?
Pétur Gunnarsson svarar
Jakobi Björnssyni ’Er það hugsjón Jakobsað Íslendingar leggist á
bakið…‘
Pétur Gunnarsson
Höfundur er rithöfundur.
mbl.isFRÉTTIRSMStónar og tákn
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Kedjur og tannhjól
www.lyfja.is
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
www.sokkar.is
OROBLU
ráðgjafi
aðstoðar við
val á sokka-
buxum
í dag kl. 14-18 í
Lyfju Garðatorgi,
á morgun
kl. 14-18 í Lyfju
Laugavegi og
kl. 13-17 í
Lyfju Lágmúla.
Sokkabuxur
fylgja öllum Oroblu
vörum sem kaupauki