Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 45
svífa yfir Stafnfurðubrú um ókomna
tíð og væntanlega mun Ómar, ásamt
þeim Sveini og Gylfa, horfa oft þar
yfir að handan, með velþóknun von-
andi.
„Now even heaven is blue today,
you should hear the Chelsea roar,
hear the Chelsea roar…“
Fyrir hönd félaga í Chelsea-
klúbbnum á Íslandi þakka ég Ómari
viðkynninguna og óska honum alls
hins besta á því ferðalagi sem hann
hefur nú lagt í. Fjölskyldu Ómars
sendi ég og okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur um leið og við kveðjum
góðan dreng með þakklæti og virð-
ingu, hans verður sárt saknað.
Karl H. Hillers.
Ég kynntist Ómari Jóhannssyni
þegar ég var nýfluttur í bæinn á
Njálsgötuna og datt inná hverfisví-
deóleiguna Heimabíó sem hann og
Guðný kona hans höfðu þá nýopnað.
Fór svo að eftir þetta fyrsta innlit
mitt réð hann strákinn sem sinn
fyrsta starfskraft á leigunni. Starf-
aði ég þar í aukavinnu í góðu yfirlæti
næstu árin með mislöngum hléum
allt fram í nóvember 2002, þegar ég
ásamt foreldrum mínum tók við
rekstri leigunnar af þeim hjónum
þegar þau hugðust breyta til og snúa
sér að öðru. En stuttu síðar gripu ör-
lögin harkalega í taumana hans Óm-
ars og erfið glíma hans hófst.
Ómar var sterkur og skemmtileg-
ur karakter, orðheppinn með meiru,
sérvitur nokkuð, með ákveðnar
skoðanir og þverhaus þegar þannig
lá á honum, stakt ljúfmenni og
drengur góður. Ófáar stundirnar
fóru hjá okkur í spjall um heima og
geima og þá sérstaklega um kvik-
myndir enda áhugamál og lifibrauð
okkar beggja og oftar en ekki skaut
hann mann í kaf ef þurfti að rökræða
eitthvað.
Hann hafði einstakt lag á að ná til
kúnnanna sinna með sínu vingjarn-
lega og persónulega viðmóti, sérlega
mannglöggur og minnugur og þekkti
flesta kúnnana með nafni, enda voru
margir sem söknuðu þeirra hjóna
þegar þau hættu á leigunni eftir öll
þessi ár.
Þau hafa oft reynst mér afskap-
lega vel í gegnum tíðina og stutt við
bakið á stráknum sem Ómar kallaði
stundum í gríni „uppeldið sitt“ og
kann ég þeim báðum bestu þakkir
fyrir það.
Elsku Guðný og fjölskylda, megi
Guð blessa ykkur og styrkja á þess-
um erfiðu tímum og um ókomna tíð.
Ómar minn, ég vona að þeir séu
með almennilegar vídeóleigur fyrir
þig á himnum. Annars opnarðu bara
útibú af Heimabíó, eða kannski bara
Himnabíó, hver veit? En eitt veit ég
þó kæri félagi, að við sjáumst aftur í
næsta framhaldsmyndalífi.
Þangað til, takk fyrir mig, þinn
lærlingur og vinur,
Ásgeir Óskarsson.
Í dag kveðjum við félaga okkar til
margra ára, Ómar Jóhannsson. Okk-
ur langar með þessum orðum að
þakka honum fyrir revíuskrifin sem
urðu til þess að Leikfélag Keflavíkur
hefur átt velgengni að fagna.
Ómar skrifaði sína fyrstu revíu
fyrir félagið árið 1989 en alls urðu
þær fjórar talsins.
Ómari tókst einstaklega vel að
koma inn á menn og málefni úr bæj-
arlífinu á léttan og meinfyndinn hátt
sem bæjarbúar kunnu svo sannar-
lega að meta og sýndi það sig á met-
aðsókn á allar revíurnar.
Við minnumst Ómars um ókomin
ár og víst er að fáir munu feta í hans
fótspor. Okkur langar að ljúka þess-
um orðum okkar á broti úr texta sem
Ómar samdi fyrir eina af Keflavík-
urrevíum sínum og um leið votta eig-
inkonu hans, börnum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Svo kom að því að ég hélt á burt
ég hefði betur verið hér um kjurt
því aldrei fann ég mér annan stað
en Keflavík, Keflavík.
Ég gjald mitt greiddi fyrir litla lóð
þar logar nú mín ævislóð
í leiði sem að mín liggja bein
í Keflavík, Keflavík.
(Ómar Jóhannsson.)
Minning Ómars mun lifa með okk-
ur um ókomin ár.
Félagar í Leikfélagi Keflavíkur
Kæri vinur.
Þegar litið er um öxl og rifjað upp
hvernig lífið gefur og tekur alla daga
verður mér minnisstætt hvernig
okkar leiðir lágu saman fyrir all-
mörgum árum. Við áttum dætur í
sundi og störfuðum sem ábyrgir for-
eldrar í öllum hugsanlegum fjáröfl-
unum, mótsferðum, æfingabúðum og
aldrei máttum við missa af neinu
sem sundfélagið var að aðhafast,
þetta var allt svo gaman. Samhugur
þeirra sem störfuðu með börnunum
sínum á þessum árum var til mikillar
fyrirmyndar og skapaði geysilega
skemmtilegan hóp af þróttmiklum
foreldrum sem lögðu allt undir svo
árangur barnanna yrði sem mestur.
Ekki stóð á árangri sunddeildarinn-
ar sem setti Íslandsmet nánast í
hvert sinn sem mætt var á mót. Þeg-
ar mikið stuð var komið í sundkrakk-
ana okkar og við að tapa okkur með
hvatningarópum og söngvum á laug-
arbökkunum var oft sem keppnis-
andinn bæri okkur ofurliði. Minnist
ég þess á Akranesi 1988 að við full-
orðna fólkið fórum í keppni í frjáls-
um. Þú stökkst lengst í langstökki og
sagðir að þetta væri í genunum.
Pabbi þinn var jú heimsmeistari öld-
unga í íþróttum og eitthvað hefur þú
nú fengið þaðan. Ég gleymi aldrei
harðsperrunum sem fylgdu þessarri
uppákomu en við þráuðumst lengi
við hinir foreldrarnir að reyna að slá
metið þitt. Einu sinni bjargaðir þú
mér úr algjörri krísu þegar stelpurn-
ar okkar voru að slá enn eitt metið og
ég var kominn á rangan laugarbakka
og gekk á varðarkofann svo glumdi í
öllu. Mótsstjórnin vildi kæra þetta
en þú sagðir að fyrst stelpurnar
settu met mætti ekki eyðileggja það
fyrir þeim og þú lofaðir því að þetta
kæmi ekki fyrir aftur. Takk Ómar,
þetta voru ógleymanlegir tímar og
lífið gaf okkur gleði alla daga. Mann-
leg samskipti þín voru ávallt með
léttu ívafi húmorsins og blandað með
hóflegri kímni raunveruleikans.
Revíurnar þínar um bæjarbraginn
okkar eru meistarastykki. Þú og
Leikfélagið fóruð hreinlega á kost-
um og gerðuð margan bæjarbúann
ódauðlegann, Árni Óla sem Gvendur
þribbi, HBBMEGABEIB og Palli
Bjútí, Sprelli bæjó, Steini á hótel-
inu…, ég bara tárast við að rifja
þetta upp.
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir sam-
ferðina og alla hjálpina sem þú veitt-
ir mér er pabbi minn dó, Guð verndi
þig og blessi. Heiðurstónleikarnir
um daginn voru frábærir, ég komst
og sat aftast. Ég náði ekki að kveðja
þig fyrir mannmergðinni en trega-
blandin er þessi kveðja, fjölskyld-
unni sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur,
Tómas J. Knútsson.
Fallinn er frá góður vinur minn
langt um aldur fram, Ómar Jóhanns-
son. Ég man vel þegar Jói og Anna
fluttu í Garðinn með barnahópinn
sinn og fóru að búa í skólanum. Ég
man eftir hægum og prúðum dreng,
ljósum yfirlitum sem bauð af sér
góðan þokka það má segja að hann
hafi verið hvers manns hugljúfi,
þessi lýsing átti við hann alla tíð.
Kynni okkar urðu nánari eftir sem
árin liðu og við urðum nágrannar en
við bjuggum sinn hvorum megin við
Sunnubrautina og var hann því
nefndur eftir það Ommi á móti. Þeg-
ar á unglingsárunum hans fórum við
að spila saman fótbolta með Knatt-
spyrnufélaginu Víði í Garði. Ómar
var flinkur með boltann og góður
knattspyrnumaður, hann gerði allt
með lipurð en ekki krafti og látum,
hann skipti sjaldan skapi og var
ávallt jákvæður.
Sem unglingur var hann einn af
aðalgæjunum, alltaf með gítarinn að
spila og syngja. Ég man hvað eldri
dóttur okkar fannst mikið til þess
koma að fá ásamt öðrum krökkum að
hlusta á hann spila og syngja. Það
var stæll á honum þegar haldið var
út á lífið, ávallt klæddur eins og töff-
ararnir í síðum frakka og háum skóm
eins og tískan bauð uppá í þá daga.
Einn þáttur í starfi Knattspyrnu-
félagsins Víðis var að halda árshá-
tíðir og voru þær vinsælustu
skemmtanir sem haldnar voru í
Garðinum á þeim tíma. Í sönghópn-
um fyrir árshátíðarnar hjá Víði vor-
um við yfirleitt fjórir. Nú eru tveir
gengnir og ég er viss um að Júlli og
Ommi byrja fljótlega að æfa söng.
Við störfuðum mikið saman eða í tæp
20 ár, sungum, lékum og var und-
irbúningurinn þó nokkur því
skemmtiatriðin voru öll frumsamin
og kom sér þá vel að hafa þá feðga
Ómar og Jóhann báða talandi skáld.
Það voru samdir heilu vísnabálkarn-
ir á einni kvöldstund, það að búa til
eitt leikrit var ekkert mál, ég sé um
það, var hann vanur að segja og hafið
þið ekki áhyggjur. Svo kom leikritið
nokkrum dögum fyrir árshátíð og
alltaf gerði það stormandi lukku.
Þetta tímabil þegar við komum í
samkomuhúsið til að æfa söng og
leiki var oft skemmtilegasti tíminn á
árinu, þá var ekki spáð í það hvað
klukkan var og oft var komið mjög
seint heim. Það var mikið hlegið og
var það ekki síst fyrir framlag
Omma, þetta eru ógleymanlegar
stundir sem ég vil þakka fyrir.
Ég vil líka þakka fyrir störf hans
fyrir Knattspyrnufélagið Víði í þau
ár sem ég var formaður og veit ég að
ég tala fyrir munn okkar allra sem
störfuðum með honum á þeim tíma.
Ég þakka einnig vináttu hans við
mig og mína fjölskyldu sem ávallt
hefur haldist. Kæra fjölskylda, við
Didda vottum ykkur öllum okkar
dýpstu samúð og biðjum algóðan
Guð að geyma góðan dreng.
Sigurður Ingvarsson.
Kæri vinur, þá er komið að leið-
arlokum í þessari umferð. Eftir erfið
veikindi, sem þú barðist við af krafti,
er komið að því að þú hvílist. Ég hef
undanfarna mánuði fylgst með bar-
áttu þinni við illvígan sjúkdóm og
verð að segja að hugrekki þitt og
æðruleysi var aðdáunarvert.
Nú þegar ég sest niður til að skrifa
þér nokkrar línur hrannast upp
minningarnar. Þær voru margar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og ekki hægt að setja það allt í
stutt bréf. Man eftir því þegar þú
komst fyrst í Gaggó í Keflavík. Þú
varst þá strax nokkurs konar bóhem,
þótt hvorugur okkar vissi þá hvað
það orð þýddi. Það var bara þinn
stíll. Alla tíð síðan hefur þú verið al-
vöru bóhem og lifað lífinu sem slíkur.
Snemma tók ég eftir því að þú
varst að setja niður orð á blað, þú
hugsaðir og talaðir stundum í gátum
að okkur fannst hinum krökkunum.
Það var þín gæfa að hafa erft þennan
eiginleika frá pabba þínum, honum
Jóa kennara.
Áhugi þinn á skriftum var svo
bakkaður upp af músíkáhuga.
Manstu þegar við stofnuðum hljóm-
sveitina, sem átti að gera út frá
Garði? Þú safnaðir saman nokkrum
vinum til að spila með þér, en komst
að því að ekki var mikil framtíð í
þeirri útgerð strax á fyrstu æfingu.
Seinna rættist músíkdraumurinn
með hljómsveitinni HA þar sem þú
söngst með tilþrifum. Allir vita svo
hvernig þú sameinaðir skriftir og
músík í revíunum þínum góðu. Þar
naut sín líka húmorinn, sem þú varð-
veittir fram á síðasta dag.
Íþróttamaður varstu góður. Það
fékk ég að reyna bæði sem andstæð-
ingur og samherji. Upp í hugann
koma árin sem við vorum samherjar
í fótbolta með Víði. Það voru
skemmtilegir tímar. Oft eftir æfing-
ar var komið við hjá Önnu og Jóa
kennara til að fá flatkökur með
hangikjöti. Alltaf var hægt að koma
til þeirra hjóna og spjalla um hluti
sem ungt fólk talaði ekki auðveldlega
um við annað fullorðið fólk.
Svo æxlaðist það þannig að við fór-
um að vinna saman í Verzlunarbank-
anum í Keflavík. Þar varst þú sá,
sem hélst húmornum og góða mór-
alnum í topplagi. Á þeim tíma lét
sjúkdómur sá sem að lokum lagði þig
að velli fyrst á sér kræla. Í það sinnið
vannst þú þinn stærsta sigur og
rakst hann á flótta.
Manstu árið 1978, þegar við gerð-
um samninginn um að hætta að
reykja og nota peninginn sem í það
fór heldur til að fara saman á heims-
meistarakeppnina í handbolta í Dan-
mörku? Allir vissu að við reyktum
báðir í laumi en þó gátum við ein-
hvern veginn falið þetta hvor fyrir-
öðrum þar til kom að því að leggja
upp í ferðina. Á fríhafnarbarnum
rétt fyrir útkall í vélina horfðumst
við í augu og orðalaust gengum við
saman inn í fríhöfn og keyptum kart-
on af sígarettum. Þegar þeim við-
skiptum var lokið brostum við hvor
til annars og gengum hamingjusamir
um borð. Þessi ferð var einhver sú
skemmtilegasta, sem ég hef farið, og
oft höfum við skemmt okkur við að
rifja upp óborganleg atvik úr henni.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá þér. Slagurinn við sjúkdóma og
Bakkus gamla setti mark sitt á þig,
en allt þar til nú hefur þú staðið uppi
sem sigurvegari. Það var þér líkt að
þegar lokadómurinn kom varstu
pollrólegur og ég fann æðruleysið
streyma frá þér. Efst í huga þínum
var að koma hlutum þannig fyrir að
fjölskyldu þinni væri borgið. Það
tókst þér, með aðstoð fjölskyldunnar
og ótalmargra vina þinna.
Þær voru blendnar tilfinningar
mínar þegar kom að lokastundinni
hjá þér Ómar minn. Annars vegar
gleði yfir því að þjánigum þínum var
loks lokið og hins vegar ósætti við að
missa góðan vin, sem ég var alls ekki
tilbúinn að vera án. Svona er þetta
bara, það hefur enginn lofað okkur
því að lífið sé alltaf sanngjarnt.
Guðný, Sella, Lúlli og Hjördís, þið
voruð Ómari vini mínum ómetanleg í
veikindunum. Ég votta ykkur samúð
mína.
Við sjáumst síðar Ómar minn.
Ragnar Marinósson.
Nú er góður vinur minn farinn.
Hann Ómar Jóhannsson.
Hann var einn traustasti vinur
sem ég hef átt.
Ég kynntist honum fyrir um 12 ár-
um, þegar þau hjón Ómar og Guðný
ráku videoleiguna Heimabíó við
Njálsgötu.
Kynni okkar byrjuðu á að ég var
búinn að versla við hann í nokkurn
tíma, þegar við komumst að því að
við höfðum báðir áhuga á enska bolt-
anum, og ekki var það verra að við
komumst báðir að því að við vorum
Chelsea-menn. Það var eins og við
værum báðir hissa á að finna hvor
annan sem stuðningsaðila þessa liðs.
Eftir þetta var ekki aftur snúið, við
áttum margt sameiginlegt. Það sem
mér fannst kærast við Ómar var að
við gátum treyst hvor öðrum fyrir
flestu.
Alltaf var ég sem og aðrir velkom-
inn á heimili þeirra Ómars og Guð-
nýjar. Það var alltaf gaman að koma
í kaffi til þeirra hjóna á Skelja-
granda.
Fljótlega eftir að þau seldu sölu-
turninn greindist Ómar með sjúk-
dóminn sem fylgdi honum til loka.
Bjartsýni var mikil eftir að hann
gekkst undir aðgerð, og honum gefið
jákvætt svar með framhaldið.
Fjórum mánuðum eftir aðgerðina
fórum við austur á Egilsstaði, þar
sem ég var við jarðarför æskuvinar
míns, og fórum við akandi. Guðný
hvatti hann til að fara ef hann treysti
sér. Þá tók ég eftir því hvað honum
þótti vænt um landið sitt. Hann rakti
fyrir mér sveitalífið á Suðurlandi þar
sem hann var í sveit sem ungur
drengur, og var það merkilegt hvað
hann var minnugur á staðhætti og
heiti bæja og fólkið sem þar bjó.
Þetta var mér yndisleg ferð.
Í júní í fyrra fórum við aðra ferð.
Ég þurfti að fara til Egilsstaða og
spurði Ómar hvort hann vildi koma
með. Ekki um annað að ræða! Og
Guðný hvatti hann til að fara.
Við flugum austur og keyrðum
norðurleiðina heim. Þá komst ég að
því hvað hann var vel inn á andlegu
leiðinni. Þar vorum við í sameigin-
legu áhugamáli. Við vorum ekki allt-
af sammála, en það treysti okkar vin-
áttu að tala af hreinskilni.
Ómar samdi margar revíur og
setti saman vísur eins og að drekka
vatn.
Hann fékk mig til að koma með
sér á generalprufu á revíunni ,,Í
bænum okkar er gott að búa“ og
skemmti ég mér vel. Hann átti svo
auðvelt með að koma frá sér því sem
hann hugsaði, og það á fyndinn hátt.
Hann var með í huga að semja leikrit
sem hann sagði mér frá. Ég hefði
vilja sjá það á blaði, þetta var frábær
hugmynd. En honum entist ekki tími
til þess.
Eftir síðustu áramót var séð hvert
stefndi. Hann tók því af stakri ró, og
fylgdist með öllu allan tímann.
Ég er svo þakklátur fyrir að hafa
verið hjá honum og horft með honum
á síðasta leik okkar með Chelsea
kvöldið áður en hann kvaddi, og þeg-
ar við kvöddumst sagði ég ,,við
sjáumst aftur,“ hann brosti og sagði
,,við sjáumst“ og brosti til mín. Ég
veit að við sjáumst seinna.
Ég tel mig vera heppinn mann, að
hafa kynnst Ómari.
Mig langar til að segja svo margt
um vin minn Ómar, sem ég sakna og
finn til mikils missi í lífi mínu, en það
sem honum var svo létt, er mér erf-
itt. Það er að skrifa.
Elsku Guðný, börn og ættingjar,
af vanmætti hef ég svo lítið að segja,
nema: Guð veri með ykkur.
Ég kveð þig vinur með bæninni:
Guð gefi mér æðruleysi …
Það bið ég guð minn að gefa mér.
til að sætta mig við það sem ég get ekki
breytt, …
Það er þar sem vanmáttur minn
er, en Guð hjálpar mér.
kjark til að breyta því sem ég get breytt …
Það að hugsa um allar góðu stund-
irnar með Ómari.
og vit til að greina þar á milli.
Þar bið ég svo sannarlega Guð að
hjálpa mér, vanmáttugum manni.
Ávallt ykkar vinur.
Björgvin.
Elskuleg móðir okkar,
RÓSA GUNNLAUGSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Ártúni, Langanesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnhlíð í Kópavogi
miðvikudaginn 17. mars.
Börn hinnar látnu.
Elskuleg systir mín,
ARNLEIF JÓNSDÓTTIR,
Vitastíg 8,
Hafnarfirði
er látin og hefur útför hennar þegar farið fram.
Fyrir hönd vandamanna,
Bryndís Jónsdóttir,
Vitastíg 8.