Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhann G. Sig-urðsson fæddist á
Akureyri 25. júní
1958. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 12.
mars síðastliðinn.
Foreldrar Jóhanns
eru Sigurður Jó-
hannsson og Svava
Valdimarsdóttir.
Systkini hans eru þau
Lovísa Rúna, búsett á
Þorlákshöfn, Valdi-
mar, búsettur á Ak-
ureyri og Bjarki, bú-
settur í Reykjavík.
Jóhann hóf sambúð með Jó-
hönnu Hartmannsdóttur árið
1981 og giftust þau 27. maí 1995.
Saman eiga þau dótturina Díönu,
f. 27. maí 1982 og stjúpsoninn
Tryggva Rúnar Jónsson, f. 19.
nóvember 1977. Fyrir átti Jóhann
dótturina Svan-
borgu Önnu, f. 3.
janúar 1980.
Jóhann ólst upp í
Ólafsfirði. Hann
lauk námi í rafvél-
virkjun frá Iðnskól-
anum í Reykjavík ár-
ið 1978 og
rafiðnfræði frá
Tækniskóla Íslands
árið 1982. Starfaði
hann hjá Rafveitu
Akureyrar sem for-
stöðumaður tækni-
deildar í fjögur ár og
stofnaði síðan sitt
eigið ráðgjafafyrirtæki sem hann
starfaði hjá í tvö ár. Hann starfaði
hjá og var einn af eigendum verk-
fræðistofunnar Raftákns frá 1988.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi og afi, þá er komið
að kveðjustund, þó svo að við vild-
um að stundirnar hefðu verið fleiri.
Við munum alltaf sakna þín. Þú sem
varst rétt að kynnast litlu afastelp-
unni þinni og ég veit að þú hefðir
viljað eyða fleiri stundum með okk-
ur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem.)
Að eilífu sofðu rótt, elsku pabbi
og afi.
Svanborg Anna, Vala
Karen og Ingólfur.
Við erum öll áhorfendur að hinu
eilífa tifi tímans, lífi og dauða. En
þegar ástvinur deyr þá erum við
samt alltaf óviðbúin að taka miss-
inum og sorginni, jafnvel þótt ljóst
sé að hverju stefnir. Frændi minn,
hann Jóhann, er fallinn frá eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm og þær eru margar minning-
arnar sem koma upp í hugann á
þessari stundu.
Jóhann var alltaf mjög hress og
hann gat alltaf litið á björtu hlið-
arnar á málunum og fengið fólkið í
kringum sig til að brosa og líta
björtum augum á lífið. Á þessari
stundu hugsum við til hans með það
í huga.
Ferðin sem við fórum saman til
Benidorm sumarið eftir að við
Díana fermdumst var ógleymanleg
og höfum við oft rifjað upp og hlegið
að því þegar við gengum búð úr búð
í leit að réttum sokkum sem tónuðu
við buxurnar hans Jóhanns. Ekki
eru nema nokkrar vikur síðan þú
hringdir í mig og sagðist hafa sent
mér tölvupóst með mynd af þér í
nýjum buxum þar sem ég átti að
segja til um hvort sokkarnir tónuðu
við nýju buxurnar þínar.
Jói frændi skilur eftir sig margar
góðar minningar og það eru kannski
ekki stóru atburðirnir sem standa
eftir heldur eru það þessir litlu at-
burðir sem eru tærari í minning-
unni og munu þessar minningar lifa
með mér alla ævi.
Í hjarta mínu lifir góð minning
um góðan mann og mun hún lifa svo
lengi sem ég lifi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín frænka,
Helga Rúna.
Í dag, 19. mars, verður til grafar
borinn vinur okkar og vinnufélagi
Jóhann G. Sigurðsson.
Enn einu sinni hefur hinn skelfi-
legi sjúkdómur krabbamein lagt
góðan dreng að velli. Þar er skarð
fyrir skildi.
Jóhann kom til starfa hjá Raf-
tákni árið 1988 og gerðist fljótlega
meðeigandi í fyrirtækinu. Auk þess
að vera góður vinur og félagi var
hann sérstaklega skipulagður og
góður fagmaður. Verk hans voru
þannig unnin að viðskiptavinir leit-
uðu aftur og aftur til hans þegar
þeir þurftu á aðstoð að halda.
Í tvö og hálft ár barðist hann við
sjúkdóminn og aldrei kom til greina
að gefast upp. Fram á síðasta dag
setti hann sér markmið um að
byggja upp þrek og alltaf hafði
hann opin augun fyrir verkefnum
og tækifærum fyrirtækinu til
handa. Það verður erfitt að fylla
hans skarð.
Um leið og við þökkum Jóhanni
samfylgdina vottum við Jóhönnu,
Díönu, Tryggva og öðrum aðstend-
um okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk Raftákns.
Í örfáum orðum langar okkur að
minnast skólabróður okkar, Jó-
hanns Sigurðssonar, sem fallinn er
nú frá langt um aldur fram. Leiðir
okkar lágu saman strax í barnæsku
og saman áttum við leið í gegnum
Barnaskólann í Ólafsfirði og síðar
Gagnfræðaskólann. Öll minnumst
við Jóhanns sem ljúfmennis og góðs
drengs sem okkur þótti öllum vænt
um. Þegar hugurinn leitar til
bernskuáranna finnst okkur að allt-
af hafi sólin skinið skært og fjöllin í
firðinum okkar hafi speglast í speg-
ilsléttum haffletinum. Allir krakk-
arnir úti langt fram á kvöld að leika
sér. Mitt í þessum minningum er
minningin um Jóhann og í hjarta
okkar allra mun hann ávallt eiga
vísan stað. Þegar við hittumst síðast
skólasystkinin fyrir tveimur árum
kom Jóhann þrátt fyrir erfið veik-
indi. Núna erum við fegin að hafa
þetta tækifæri til þess að kveðja
hann hinsta sinni.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Ástvinum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð geymi þig kæri skólabróðir.
Árgangur 1958 í Ólafsfirði.
Raftákn ehf. verkfræðistofan á
Akureyri hefur misst góðan dreng
langt um aldur fram. Ég minnist
áhuga og metnaðar Jóhanns fyrir
vandaðri vinnu og bestu lausnum í
allri hans fagmennsku.
Fyrir mörgum árum kvatti Tóm-
as Kaaber rafhönnuður mig til að
mæta á fund Ljóstæknifélagsins, en
þar átti að veita viðurkenningu fyrir
bestu lýsingar það árið.
Mér er helst minnisstætt, þegar
þeir bestu voru kallaðir til, að þar
steig á senuna ungur, glæsilegur
maður sem var vel máli farinn og
þakkaði fyrir sig af kunnáttu.
Ég spurði Tómas hver þessi ungi
maður væri. ,,Hann er að norðan,
frá Akureyri, frá fyrirtækinu Raf-
tákn.“ Þá var Jóhann á þrítugsaldri.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Jóhanni til margra ára varðandi
lýsingarmál.
Óþrjótandi metnaður hans til að
kynnast lýsingarlausnum við allar
aðstæður tryggði vináttu okkar fyr-
irtækja til margra ára.
Nú er Jóhann farinn til orku-
heima trúar og kærleika þar sem
allir mætast um síðir. Jóhanns verð-
ur sárt saknað.
Við vottum fjölskyldu og vinum
Jóhanns innilega samúð.
Gísli Holgersson.
Það er sárt að kveðja góðan vin
og félaga sem fellur frá í blóma lífs-
ins. Lífið er oft ósanngjarnt og það
er dauðinn líka og þó að við leitum
að tilgangi og skýringum á erfiðum
veikindum og ótímabæru andláti þá
finnast þær ekki auðveldlega. Það
er þó oft sagt að máttarvöldin leggi
byrðarnar á herðar þeirra sem hafa
styrk til að bera þær og Jói hafði
sannarlega styrk og skapfestu til að
axla þungar byrðar.
Fyrstu kynni mín af Jóa voru
gegnum Alþýðuflokkinn en Jói var
mikill jafnaðarmaður og virkur í
flokksstarfinu. Sökum mannkosta
og mikils áhuga var hann oft feng-
inn til trúnaðarstarfa á vegum Al-
þýðuflokksins og síðar Samfylking-
arinnar. Jói sat meðal annars í
stjórn Jafnaðarmannafélags Eyja-
fjarðar og hann tók einnig sæti í
fyrstu stjórn Samfylkingarinnar á
Akureyri. Jói var ötull talsmaður
samstarfs og síðar sameiningar
jafnaðarmanna og taldi að við hefð-
um auðvitað átt að vera búin að
þessu fyrir löngu.
Á síðasta kjörtímabili var Jói for-
maður Húsnæðisnefndar Akureyrar
og tók einnig við formennsku í Vetr-
aríþróttamiðstöð Íslands sem hann
gegndi þar til nú fyrir skömmu.
Hann átti þó sæti áfram sæti í
stjórn VMÍ allt til dauðadags.
Jói var mikill áhugamaður um
vetraríþróttir, ekki síst skíðaíþrótt-
ina, en hann var sjálfur mikill skíða-
kappi á yngri árum. Yfirburðaþekk-
ing hans á þeirri íþrótt kom að góðu
gagni í stjórn VMÍ ásamt framsýni
og skipulagshæfileikum. Jói var
mikill áhugamaður um snjógerð í
Hlíðarfjalli og taldi að ef byggja
ætti upp eftirsótt skíðasvæði til
framtíðar væri nauðsynlegt að
tryggja skíðafólki snjó í brekkurnar
allan veturinn. Snjógerðin var Jóa
efst í huga í okkar síðasta spjalli og
ég lofaði honum því að styðja eftir
mætti við hugmyndina.
Samfylkingin hefur mikið misst
við fráfall Jóa. Við, félagar hans,
sem kveðjum hann núna, höldum
minningu hans best á lofti með því
að starfa áfram í hans anda og með
sömu hugsjón að leiðarljósi.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Jóa og notið vináttu hans og
stuðnings.
Fjölskyldu Jóa, sem hefur staðið
styrk við bakið á honum, votta ég
innilegustu samúð mína.
Oktavía Jóhannesdóttir.
Jóhann G. Sigurðsson kvaddi
okkur langt um aldur fram. Hann
var búinn að heyja hetjulega bar-
áttu við krabbamein í nokkurn tíma.
Kynni okkar Jóhanns byrjuðu er
undirrtaður fluttist til Akureyrar
árið 2000 er Jóhann var formaður
Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Jóhann var einn af mínum
traustu vinum á Akureyri. Það var
ávallt gott að ræða við Jóhann,
hann var góður hlustandi og gat
sett sig í spor annarra. Hann var
einstakur maður að vinna með. Sem
formaður Vetraríþróttamiðstöðvar
Íslands á árunum 2000-2004 var Jó-
hann einn af hvatamönnum nýrrar
stólalyftu sem reis í Hlíðarfjalli og
tekin í notkun árið 2002.
Ég minnist þess sérstaklega þeg-
ar ég fór heim til Jóhanns með
fyrsta stólinn, en þá hafði hann ein-
mitt verið nýkominn heim úr sinni
fyrstu aðgerð, jákvæðni til lífsins
var afgerandi þrátt fyrir veikindin.
Hann var metnaðargjarn, nákvæm-
ur og þótt ekki bæri mikið á honum
var hann fullur eldmóðs og hann
átti sér stóra drauma sem hann lét
rætast, að gera Akureyri að mið-
punkti vetraríþrótta. Það var gam-
an að fylgjast með Jóhanni þegar
hann fór að kynna sér framtíðar-
verkefni VMÍ, meðal annars snjó-
framleiðslu. Það verkefni tók hann
alvarlega og var einn af helstu tals-
mönnum þess.
Fyrir hönd Vetraríþróttamið-
stöðvar Íslands votta ég eftirlifandi
konu hans Jóhönnu og fjölskyldu
dýpstu samúð.
Guðmundur Karl Jónsson.
JÓHANN G.
SIGURÐSSON
✝ Ingibjörg Arn-fríður Helga-
dóttir fæddist á
Geiteyjarströnd í
Mývatnssveit 30.
mars 1930. hún lést
á heimili sínu
Dalbæ á Dalvík 9.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigríð-
ur Ásmundsdóttir
húsfreyja á Geiteyj-
arströnd, f. 25. sept.
1896 d. 26. maí 1985
og Helgi Þorsteins-
son bóndi þar, f. 15.
sept 1889 d. 16. febrúar 1978.
Ingibjörg var önnur í röð þriggja
1975, síðast búandi á Karlsá við
Dalvík. Ingibjörg og Haraldur
eignuðust sex börn. Þau eru: 1)
Helga Dýrleif, f. 27. janúar. 1950,
maki Ragnar Reykjalín Jóhann-
esson, þau eiga fjögur börn og
tvö barnabörn. 2) Ingvar, f.
23.desember 1953, maki Ásrún
Aðalsteinsdóttir og eiga þau
fimm börn og eitt barnabarn. 3)
Guðmundur, f. 18. október 1966,
hann á eina dóttur. 4) Hjörleifur
Mar, f. 11. nóvember 1967. 5)
Sigríður Björg, f. 26. mars 1969,
maki Þorsteinn Eyfjörð Friðriks-
son, þau eiga þrjú börn. 6) Har-
aldur Örn, f. 12. ágúst 1970,
maki Elísabet Guðmundsdóttir.
Fyrstu sambúðarár sín bjuggu
Ingibjörg og Haraldur á Karlsá
með foreldrum Haraldar en
fluttu svo til Dalvíkur og bjuggu
lengst af í Grundargötu 1 en síð-
ustu árin í Bjarkarbraut 23 og
síðast á Dalbæ.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
systra, hinar eru
Kristjana, f. 5. maí
1927 d. 26. júní 1927
og Sigurlína, f. 4.
sept. 1933.
Eiginmaður Ingi-
bjargar var Haraldur
Ingvar Guðmundsson
rafvirkjameistari, f. á
Knappstöðum í Holts-
hreppi í Skagafirði
28. apríl 1920 d. 17.
júní 2001. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Guðmundsson, f.
29. ágúst 1886 d. 11.
febrúar 1966 og Sig-
urbjörg Stefanía Hjörleifsdóttir,
f. 10. mars 1898 d. 22. október
Nú er kveðjustundin komin elsku
mamma mín og þú fengið lausn frá
þeirri þrautagöngu sem sjúkdómur
þinn var. Þú fórst skyndilega, eins
og kölluð, með bros á vör til að
vitja skapara þíns.
Það er margs að minnast, þú
varst hæfileikarík kona og mikið
fyrir handverk, hljóðlát og barst
ekki mikið á. Þegar ég hugsa um
þig dettur mér í hug fallegur dúk-
ur, útsaumuð mynd eða önnur
handavinna, blómahafið í stofunni,
berjatínsla á Karlsá á haustin og
löngunin til að njóta og skoða land-
ið okkar Ísland.
Ég varð þeirra forréttinda að-
njótandi í uppvextinum að hafa n.k.
einkahönnuð því að allt sem ég bað
um eða teiknaði á blað gast þú
saumað, prjónað, heklað eða útbúið
á annan hátt. Í mínum augum gastu
,,allt“.
Þú sveitastúlkan varst ekkert að
amast við vængbrotnum fuglum,
músum, veikum sel eða öðru sem
við krakkarnir bárum heim, tókst
því með jafnaðargeði og kenndir
okkur að elska og virða náttúruna.
Þú varst góð manneskja, gjafmild
og umfram allt ótrúlega þolinmóð
við þennan krefjandi barnahóp þar
sem oft gekk mikið á.
Ég er þakklát fyrir tímann okkar
saman og starfsfólki og heimilis-
fólki Dalbæjar sem bjó þér ástríkt
og öruggt heimili þar sem þér leið
vel síðustu árin.
Guð geymi þig
Sigríður Björg.
Eitt af því dýrmætasta sem til er
í heiminum eru ömmur. Sagt hefur
verið að ömmur séu englar í dul-
argervi og það er svo sannarlega
satt. Það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig, elsku amma. Þú stóðst
alltaf sem klettur við hliðina á afa
og þegar hann fór þá hvarf líka stór
hluti af þér. Nú eruð þið saman á
ný þar sem við vitum að ykkur líður
best.
Þær voru ófáar stundirnar sem
INGIBJÖRG
ARNFRÍÐUR
HELGADÓTTIR
tja.
ra-
m í
við
ar,
axa
og
ðar
til
að
um
akó
átu
ild.
oða
du-
öð-
mas
ík-
Þar
og
ðra
gja
frá
nu
em
um
æk-
og
háa
úf-
lu-
oft
yr-
.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.