Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 55
Í næstu viku verða nokkuð óvenju-
legir kyrrðardagar í Skálholti.
Gunnar Eyjólfsson leikari, sem er
kaþólskur maður, leiðir þar kyrrð-
ardaga á virkum dögum í samvinnu
við heimamenn. Þetta er þó ekki í
fyrsta sinn sem samkirkjulegir
kyrrðardagar eru haldnir í Skál-
holti. Allir eru velkomnir, hver sem
kirkjudeild þeirra er.
Þessir kyrrðardagar eru haldnir
á virkum dögum, hefjast þriðjudag-
inn 23. mars um hádegisbilið og lýk-
ur síðdegis fimmtudaginn 25. mars.
Stuðst við forna kínverska aðferð
Qi Gong, sem er ævaforn kín-
versk aðferð til þess að ná kyrrð
hugans, innri sátt og ræktun lífs-
orkunnar með ákveðnum öndunar
og slökunaræfingum, liggur til
grundvallar leiðsögn Gunnars um
þessa Kyrrðardaga. Hann hefur um
árabil leitt slíka hópa sem koma
saman snemma morguns til und-
irbúnings dagsverkinu. Á Kyrrð-
ardögunum í Skálholti nýtir Gunnar
Qi Gong sem verkfæri til þess að
auðvelda þátttakendum að hvíla lík-
ama og sál, endurnærast og
uppbyggjast í samhengi Kyrrð-
ardaganna, sem mótast af kyrrðinni
og helgihaldi staðarins
Farið í hvarf
Á kyrrðardögum förum við í
hvarf, tökum okkur hlé frá daglegri
önn og amstri og njótum friðar og
hvíldar – njótum þess að vera án
áreitis. Kristur gefur fordæmið er
hann sagði við lærisveina sína:
„Komið þér nú á óbyggðan stað svo
að vér séum einir saman og hvílist
um stund.“ (Markús 6.31)
Þögnin og kyrrðin veita tækifæri
til íhugunar, að mæta sjálfum sér og
Guði, að sjá líf sitt í nýrri vídd og
láta uppbyggjast og endurnærast á
sál og líkama. Ýmsir leita til kyrrð-
ardaga til að takast á við erfiða
ákvörðun eða þungbærar fréttir
með stuðningi starfsfólksins, í hinni
hlýju þögn. Boðið er upp á trún-
aðarsamtöl og fyrirbæn.
Dagskrá
Kyrrðardagarnir hefjast með há-
degisverði þriðjudaginn 23. mars,
síðan er kynningarstund þar sem
dagskrá og þátttakendur eru kynnt
og þá tekur við hin hlýja þögn sem
umvefur þátttakendur fram á síð-
degi fimmtudagsins 25. mars. Gunn-
ar leiðir þrjár samverur á dag, sum-
ar á göngu, aðrar í fræðslustofu eða
tengdar helgihaldi en fylgt er hinu
daglega helgihaldi staðarins. Við
máltíðir er leikin sígild tónlist. Boð-
ið er upp á staðarskoðun.
Ofangreind dagskrá er þó aðeins
tilboð, þátttakendur ráða því hvern-
ig þeir verja tíma sínum, hvað þeir
sækja af dagskrárliðum. Úrval
vandaðs lesefnis er til reiðu. Fólk
kemur sem einstaklingar til kyrrð-
ardaganna, þótt komið sé í litlum
hópum vina eða vandamanna.
Nánari upplýsingar og skráning
er í Skálholtsskóla, sími 486 8870,
netfang skoli@skalholt.is.
Kristniboðssamkoma í
Hallgrímskirkju
Í kvöld kl. 20.00 verður kristniboðs-
samkoma í Hallgrímskirkju. Þessi
samkoma er í tilefni af Kristniboðs-
viku sem nú stendur yfir í Reykjavík
á vegum Sambands ísl. kristniboðs-
félaga.
Samkoman í kvöld verður með
þvi sniði, að Guðlaugur Gunnarsson
flytur hugleiðingu kvöldsins, en
hann starfaði um árabil í Eþíópíu
sem kristniboði. Konan hans Val-
gerður Gísladóttir flytur ávarp og
bæn, rætt verður við Heiðrúnu
Kjartansdóttur um lífið í Kenýu, þar
sem hún dvaldist með foreldrum
sínum í nokkur ár.
Kanga kvartettinn syngur nokk-
ur lög ásamt Unglingakór Hall-
grímskirkju undir stjórn Helgu Vil-
borgar Sigurjónsdóttur. Allir eru
velkomnir á samkomuna.
Morgunblaðið/Þorkell
Gunnar Eyjólfs-
son leiðir kyrrð-
ardaga í Skálholti
Skálholt
Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja,eldri borgara starf. Bridsað-
stoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Langholtskirkja. Lestur Passíusálma k. 18
í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju.
Allir velkomnir.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-
12. Kaffi og spjall.
Grafarvogskirkja. Lestur Passíusálma kl.
18.15. 37. sálmur. Annað orð Kristí á kross-
inum. Dagur Eggertsson borgarfulltrúi les.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deild-
arstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á
Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum
8-12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund
alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla all-
an sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5.
Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas. 13-16 ára starf kl. 19.30.
Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13-16 ára
velkomnir. Nánari uppl.3 á www.kefas.is
Kristniboðsvikat. Samkoma í Hallgríms-
kirkju kl. 20.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30
barnagospel fyrir krakka 4-12 ára. Kl. 10-
18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið samveru
Kirkjuskólans næsta laugardag kl. 11.15-
12 í Víkurskóla. Rebbi refur í brúðuleikhús-
inu, söngur, biblíusaga og litastund. Verið
dugleg að mæta og bjóðið ömmu og afa,
pabba og mömmu, frænda og frænku, eða
bara vinum ykkar með. Prestur og starfsfólk
kirkjuskólans.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF FRÉTTIR
Fyrirlestur hjá Líffræðistofnun
verður í dag, kl. 12.20, í Lögbergi,
stofu 101. Erindi heldur Bjarni
Diðrik Sigurðsson, Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins, Mógilsá. Yf-
irskrift fyrirlestrarins er: Áhrif
hnattrænna umhverfisbreytinga á
kolefnisupptöku og trjávöxt: nið-
urstöður íslenskra rannsókna.
Fjallað verður um íslenskar rann-
sóknir á því hvað það er í umhverf-
inu sem mest takmarkar trjávöxt,
og hvernig breytingar á styrk kol-
díoxíðs í andrúmslofti og hækkandi
hitastig hafa áhrif þar á.
Frítt helgarnámskeið í jóga og
sjálfsvitund Í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20–22, hefst ókeypis helg-
arnámskeið í jóga og sjálfsvitund
þar sem verður kynnt jógaheim-
speki og leiðir til að ná meiri ár-
angri í lífi og starfi. Á morgun,
laugardag og á sunnudaginn verður
námskeiðið kl. 13–17. Námskeiðið
fer fram í Tónskóla Sigursveins,
Hraunbergi (við hliðina á Gerðu-
bergi) og er á vegum Sri Chinmoy-
miðstöðvarinnar.
Íslensk menningarhelgi fyrir er-
lenda skiptinema AFS
Í dag föstudag hefst menning-
arhelgi fyrir erlenda skiptinema
sem dvelja hér á vegum AFS. Far-
ið verður í Þjóðmenningarhúsið kl.
13 og í Listasafn Reykjavíkur/
Hafnarhúsið kl. 14. Síðan mun hóp-
urinn fara á Snæfellsnes þar sem
hann verður fram á sunnudag. Á
mánudag kl. 11 verður farið í heim-
sókn til forseta Íslands að Bessa-
stöðum.
Ferðahátíð Ferðaskrifstofunnar
Emblu verður í Iðnó í kvöld, föstu-
dagskvöldið 19. mars, kl. 19.
Kynntar verða ferðir sem ferða-
skrifstofan býður upp á, en aðal-
áhersla verður á kynningu ferða til
S-Ameríku. Meðal nýrra áfanga-
staða hjá Emblu í ár er Japan og
Fiji-eyjar, Perú og Bólivía, Costa
Rica og Sikiley.
Boðið verður upp á mat og
skemmtiatriði. Meðal þeirra sem
koma fram á skemmtuninni eru
Jakob Frímann Magnússon og
Ragnhildur Gísladóttir og hljóm-
sveitin Titanic og tónlistarmaður
frá Bólivíu, Nahiel Melgar, sem
spilar á þrenns konar blást-
urshljóðfæði. Jafnframt mun Sig-
urður Freyr Guðbrandsson skóg-
fræðingur halda erindi um löndin
og sýna myndir. Þá verða happ-
drættisvinningar í boði fyrir mat-
argesti, m.a. helgarferð fyrir tvo til
Kaupmannahafnar eða London í
boði Iceland Express. Einnig mun
Michael Baker hjá Radisson Seven
Seas í Bretlandi verða í Iðnó til að
kynna Seven Seas-lúxus skemmti-
ferðaskipin.
Í DAG
Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Bifhjólanámskeið
- bifhjólakennsla
Námskeið í næstu viku.
Upplýsingar gefur:
Eggert Valur Þorkelsson, öku-
kennari, s. 893 4744 og 565 3808.
Akstursmat vegna tveggja ára
endurnýjunar og aðstoð vegna
endurnýjunar ökuréttinda. Kenni
á Benz 220 C.
Vagn Gunnarsson
s. 894 5200 og 565 2877.
Akstursmat vegna tveggja ára
endurnýjunar og aðstoð vegna
endurnýjunar ökuréttinda. Kenni
á Benz 220 C.
Vagn Gunnarsson
s. 894 5200 og 565 2877.
VW Golf GL 1400 árg. 1997, ek.
122 þ. km. Beinsk., sumar/vetr-
ardekk, mikið búið að endurnýja.
Verð 490 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Mercedes Bens ML 230 árg. 12/
1999, ek. 52 þ., beinskiptur, ABS,
álfelgur, spólvörn, dráttarbeisli,
hiti í sætum, leður, þakbogar.
Verð 2.890 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Til sölu Bee Trailers, 3 hesta
kerra árgerð 1997, skoðuð '04 og
er í toppstandi. Verð 500 þús.
Uppl. í síma 892 9377 eða
www.brun.is.
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif.
Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22
sími 564 6415 - gsm. 661 9232.
Jeppapartasala Þórðar, Tangar-
höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum
okkur með varahluti í jeppa og
Subaru. Nýrifnir: Patrol '95,
Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol
'92, Legasy '92, og Vitara '91-'97
Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði,
ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar,
vatnsdælur, gormar, handbremsu-
barkar og drifliðshlífar.
GS varahlutir,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Aðalpartasalan
Sími 565 9700, Kaplahrauni 11.
Eigum varahluti í Hyundai, Honda,
Peugeot, Mazda , MMC, Opel o.fl.
Kaupum bíla til
niðurrifs.
Tunnuvagn. Nýr Eurotrailer til af-
hendingar strax, gleiðöxla, smur-
kerfi, yfirbreiðsla o.fl. Th. Adolfs-
son ehf., s. 898 3612. Næst til af-
hendingar í lok maí.
Iðnaðarmenn Ford Escort van,
árg. '92, ek. 106 þús., dráttarkrók-
ur, toppgrind, góður bíll.
Verð 195 þús. stgr. Upplýsingar
í síma 661 0344.
Peugeot 306 Symbio 1600 árg.
1998. Ekinn 107 þús. km, bein-
skiptur. Verð 690. Tilboð 540 stgr.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.