Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 57 SAMHERJI vill koma á framfæri hugheilum þökkum til allra þeirra sem gerðu þann draum að veruleika að ná Baldvin Þorsteinssyni EA á flot að nýju, segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu. „Erfitt er að draga einhverja út úr þeim stóra hópi sem kom að aðgerð- unum en þó skulu nokkrir aðilar nefndir sérstaklega: Áhöfn Baldvins Þorsteinssonar EA og aðrir starfsmenn Samherja Landhelgisgæslan, og þá sér í lagi þyrlusveit hennar. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin Kyndill á Kirkju- bæjarklaustri. Björgunarsveitin Lífgjöf í Álfta- veri. Björgunarsveitin Stjarnan í Skaft- ártungu. Þyrlusveit Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Seabrokers Chartering í Noregi og áhöfn dráttarskipsins Normand Mariner. Umhverfisráðuneytið. Utanríkisráðuneytið. Sýslumannsembættið og lögreglan í Skaftafellssýslu. Sveitarstjórnir Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps. Jarðvegsfyrirtækin Framrás og Netey ásamt Guðmundi Hjálmars- syni sem hafði yfirstjórn þess verkþáttar með höndum. Eigendur og starfsfólk Hótels Vík- ur og Víkurskála. Landeigendur á Meðallands- sandi.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir í tilkynning- unni að nánast sé útilokað að tiltaka alla þá sem komu að aðgerðinni. „Það eru t.d. ónefndir fjölmargir þjónustu- aðilar sem komu að björguninni en undantekningarlaust brugðust þeir skjótt og vel við þegar til þeirra var leitað, hvort sem var að nóttu eða degi. Þá vil ég sérstaklega þakka fjöl- miðlum fyrir það hve frábærlega þeir stóðu sig í því að halda þjóðinni upp- lýstri um gang mála. Síðast en ekki síst vil ég þakka þann ótrúlega mikla og dygga stuðning sem við fundum fyrir úti í samfélaginu. Við hjá Sam- herja viljum þakka allar þær kveðjur og stuðningsyfirlýsingar sem okkur hafa borist meðan á þessu máli stóð og eru enn að streyma inn. Þessi stuðningur er hreint út sagt ómetan- legur,“ segir Þorsteinn Már. Reynsla sem við viljum miðla til annarra Þorsteinn Már segir að björgun Baldvins Þorsteinssonar EA hafi ver- ið mjög flókin aðgerð og fyrir sig sé þetta reynsla sem hann vilji gjarna deila með þeim aðilum sem að slíkum málum koma. „Þegar um hægist myndum við hjá Samherja gjarnan vilja setjast niður með fulltrúum Landsbjargar, Landhelgisgæslunn- ar, tryggingafélaga, ráðuneyta, sýslumannsembætta og öðrum sem að slíkum björgunaraðgerðum koma til að ræða málin og meta frá ýmsum hliðum; bæði styrkleika og veikleika. Allir sem komu að þessu verki lærðu mjög mikið og þeirri reynslu viljum við miðla áfram til allra sem að slík- um málum koma. Okkar von er sú að þessi reynsla geti orðið öðrum til gagns í framtíðinni.“ Samherji sendir þakkir vegna björgunar Baldvins ÍSKAPPREIÐAR verða í Mývatns- sveit nú á laugardag, 20. mars og verður mótið haldið á Mývatni. Mótið hefur verið haldið undan- farin ár og stækkað ört ár frá ári enda ófáir staðir í heiminum sem bjóða upp á jafn glæsta umgjörð af náttúrunnar hendi, segir í frétt um mótið. Haldin verður töltkeppni meðal atvinnumanna og einnig al- mennings. Einnig verður keppt í skeiðkeppni. Keppnisbrautin er staðsett á Mý- vatni fyrir framan Sel-Hótel Mývatn og hefst mótið klukkan 11. um morg- uninn. Magnús Skúlason heimsmeistari í skeiði mættir á mótið sem boðs- knapi, en hann er búsettur í Svíþjóð og mun Anna Skúladóttir fylgja hon- um og taka þátt í keppninni. Auk Magnúsar mættir sigurvegarinn frá því í fyrra, Þórður Þorgeirsson, sem boðsknapi til þess að verja titilinn. Um kvöldið verður haldin upp- skeruhátíð hestamanna úr Þingeyj- arsýslum í félagsheimilinu Skjól- brekku, og mun stórhljómsveitin A-menn spila fyrir dansi á sannköll- uðu hestamannaballi fram eftir nóttu. Dansleikurinn er opinn öllum. Ískapp- reiðar á Mývatni I.O.O.F. 1  1843198 Sk. I.O.O.F. 12  1843198½  Fr ÝMISLEGT Öryggi og mannréttindi? Eykst öryggi og mannréttindi með vopnaðri, grímuklæddri lögreglusveit? Nei, það eru mannréttindi borgaranna að fá að sjá framan í opinbera starfsmenn sem þeir skipta við og að eiga síður á hættu að óhlutvandir menn bregði sér í sérsveitargerfi. Hið sama á við um opinbera samstarfsmenn grímuklæddu sér- sveitarinnar. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. RAÐAUGLÝSINGAR Í kvöld kl. 20.30 flytur Þórður Snæbjörsson erindi: „Norræn goðafræði og sjálfsvit- undin“ í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Emils Björns- sonar, „Spjallum hugrækt” Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 25. mars kl. 20.30 í umsjá Bjarna Björgvinssonar: „Kyrrðarinnar hljóði fögnuður.” Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR Ferðahátíð Emblu í IÐNÓ í kvöld Ferðaskrifstofan Embla leggur undir sig leikhúsið í Iðnó í kvöld föstudag 19. mars þar sem saman koma ævintýraferðalangar úr ferðum Emblu svo og áhugasamir um nýjar ævintýraferðir. Meðal þess sem í boði er:  Glæsilegur þriggja rétta veislukvöldverður  Jakob Frímann og Ragga Gísladóttir koma fram  Tríóið Titanic leikur fyrir dansi  Nahiel Melgar frá Bolivíu leikur Andes- fjallatónlist á þrenns konar blásturshljóðfæri  Michael Baker kynnir frábær tilboð frá Radisson Seven Seas lúxusskipafélaginu  Sigurður Freyr Guðbrandsson skógfræðingur fjallar í máli og myndum um Perú og Bolivíu nýja áfangastaði Emblu í S-Ameríku Hver miði gildir sem happdrættismiði. Í boði glæsilegir vinningar m.a. ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar eða London með Iceland Ex- press. Enn eru lausir miðar, húsið opnar kl. 19:00 og skemmtunin hefst kl. 19:30. Miðasala og borðapantanir hjá Ferðaskrifstofunni Emblu í síma 511 4080 eða á netfangi info@embla.is og hjá Iðnó, veitingastaðnum Tjarnarbakkanum, í síma 562 9700. Verð aðeins 5. 900 kr. Tryggið ykkur miða og njótið ævintýralegrar skemmtunar í góðum félagsskap. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 52 03 /2 00 4 Nokia 3310 Einfaldur, ódýr og mjög góður sími. Verð 9.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fasts. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Vantar strax á söluskrá okkar! Allar gerðir eigna á verðbilinu 15-25 millj. Mikil sala: Hagstætt verð húsbréfa. Nú er tækifærið. Erum við símann. Áratugareynsla tryggir fagleg vinnubrögð. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.