Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Svínið mitt
Bubbi og Billi
AFHVERJU ERTU
AÐ GRÁTA
ÞVÍ STÆRRA
SEM PRIKIÐ
ER ...
© DARGAUD
© DARGAUD
ÞVÍ MEIRA AF
SYKURMOLUM ...
BÍDDU NÚ VIÐ ÉG
HELDA AÐ ÉG HAFI
DOTTIÐ Í LUKKU
POTTINN
BILLI HVERT
ERTU AÐ
FAR?
KOMDU
BILLI!!
HAFÐU STÓRAN POKA
AF SYKRI TILBÚNN
ÞEGAR ÉG KEM TIL
BAKA
SJÁÐU, RÚNAR
KOM TIL AÐ
SÆKJA ÞIG
BÖÖ!
ÉG ER AÐ GRÁTA VEGNA ÞESS
AÐ KENNARINN REFSAÐI
OKKUR
JÁ, HÚN ER
EKKI GÓÐ GROÍNK
REFSAÐI FYRIRHVAÐ? SNIFF!
VIÐ ÁTTUM AÐ
BEYGJA SÖGNINA
AÐ HALDA Í ÖLLUM
TÍÐUM... SNIFF
OG HÚN REFSAÐI
OKKUR
JÁ
SÖGNINA AÐ HALDA? GÁTU
ÞIÐ ÞAÐ EKKI? JÚ
AUÐVITA
GÁTUM
VIÐ ÞAÐ
ÉG SKAL TALA
VIÐ KENNARANN
ÉG VISSI AÐ ÞÚ
MYNDIR KOMA ÉG SKAL SÝNAÞÉR FLEIRI
VERKEFNI
NAUÐA LÍK
REYNDAR
ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ SÓL. ÉG HELD AÐ
ÞAÐ FARI AÐ RIGNA. ÉG HELD AÐ
VINDURINN BLÁSI.
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
KOMI STORMUR
GRÉTAR
BÆTIR VIÐ ÉG
HELD AÐ ÉG SÉ
MEÐ KVEF
GERÐU ÞAU ÞETTA
EKKI RÉTT EÐA
HVAÐ?
ÓH JÚ!!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FORVARNARNEFND Hafnar-
fjarðar og SGI á Íslandi standa fyrir
sýningunni „Gandhi King Ikeda.
Friður fyrir komandi kynslóðir“ í
Gamla bókasafninu í Hafnarfirði
dagana 15.-28. mars.
Sýningin er alþjóðleg sýning og
var fyrst sett upp að frumkvæði
Moorhouse College í Alabama í
Bandaríkjunum árið 2001.
Sýningin fjallar um líf þriggja ein-
staklinga sem koma frá ólíkum þjóð-
félögum, voru ekki sömu trúar en
áttu sameiginlega þá hugsjón að all-
ar manneskjur hafi rétt á að lifa virð-
ingarverðu lífi.
Gandhi og King hafa þegar skapað
sér sess í sögunni með einstakri bar-
áttu sinni og hugrekki. Gandhi tók á
sínar herðar baráttuna fyrir sjálf-
stæði og mannvirðingu indversku
þjóðarinnar gegn breska heimsveld-
inu. Martin Luther King hratt af
stað einstakri mannréttindabaráttu
blökkumanna í Bandaríkjunum gegn
aðskilnaðarstefnu og kúgun banda-
rískra yfirvalda gegn blökkumönn-
um. Báðir mörkuðu þeir djúp spor
með virkri en ofbeldislausri and-
stöðu sinni gegn óréttlátu þjóðfélagi.
Daisaku Ikeda, japanskur rithöf-
undur og heimspekingur, hefur í
meir en 30 ár sem forseti SGI haldið
á lofti hugsjónum Gandhi og King.
Hann hefur byggt störf sín á þeirri
kenningu að allir menn hafi rétt á að
lifa virðingaverðu lífi. Hann hefur
með fordæmi sínu sýnt milljónum
manna að einn einstaklingur getur
með framlagi sínu, hugrekki og bar-
áttuvilja skipt sköpum fyrir sam-
félagið.
Ikeda hefur helgað líf sitt baráttu
fyrir friði, bættri menntun og menn-
ingu. Hann hefur ferðast víða um
heim í þeim tilgangi að opna fyrir
menningarleg og stjórnmálaleg sam-
skipti milli ólíkra þjóða og menning-
arheima. Árið 1983 hlaut hann ma.
friðarverðlaun Sameinuðu þjóðanna.
Þó Ikeda hafi hlotið viðurkenn-
ingu alþjóðasamfélagsins á sviði frið-
ar menntunar og menningar þá hef-
ur hann einnig þurft að standa af sér
miklar ofsóknir í sínu heimalandi
fyrir störf sín. Af völdum yfirvalda
sem hafa gagnrýnt hann harðlega
ma. fyrir að reyna að opna fyrir sam-
skipti Japan, Kína og Sovetríkjanna
á kaldastríðsárunum.
Boðskapur þeirra Gandhi, King og
Ikeda á sannarlega erindi til okkar í
dag. Öll höfum við eflaust verið sleg-
in óhugnaði vegna þeirra frétta sem
hafa borist okkur frá Madrid, þar
sem 200 manns voru myrt í hrylli-
legri sprengiárás. Venjulegt fólk á
leið til vinnu sinnar, skóla og ann-
arra daglegra starfa. Þarna birtist
fyrirlitning á mannslífi í sinni verstu
mynd. Dóttir mín sem er skiptinemi
við leiklistarháskóla í Madrid
hringdi í mig snemma á fimmtudags-
morgun og sagði. „ Mamma ég ætl-
aði bara að láta ykkur vita að ég er á
lífi. Ég fór ekki með lestunum í skól-
ann í morgun.“ Mitt barn hefði alveg
eins getað orðið eitt af fórnarlömb-
um árásanna. Allt voru þetta börn
einhverra sem þarna fórust, feður,
dætur, synir og mæður.
Við hér heima lifum oft í þeirri trú
að við séum svo örugg, ofbeldi, stríð
og annar hryllingur gerist í öðrum
löndum. Raunin er þó önnur. Ofbeldi
og vanvirðing gagnvart mannslífum
er staðreynd í okkar þjóðfélagi og
virðist hafa aukist undanfarin ár,
ekki síst með aukinni neyslu fíkni-
efna.
Tilgangur sýningarinnar er fyrst
og fremst að gefa ungu fólki von og
sýna þeim með fordæmi þessara
þriggja manna, hversu miklu einn
einstaklingur getur áorkað ef hann
gefst ekki upp frammi fyrir hindr-
unum. Við viljum sýna ungu fólki að
til eru friðsamlegar leiðir til að leita
lausna á ósætti og óréttlæti og að of-
beldi sé aldrei réttlætanlegt.
Kennurum er boðið að koma með
nemendur sína í vettvangsferð á
sýninguna. ( www.simnet.is/meistar-
ar)
EYGLÓ JÓNSDÓTTIR,
kennari og ábyrgðarmaður
sýningarinnar,
Hringbraut 52,
Hafnarfirði.
Friður fyrir
komandi kynslóðir
Frá Eygló Jónsdóttur:
HINN 7. mars s.l. birtist í Morgun-
blaðinu ályktun frá stjórn stang-
veiðifélagsins Flúða á Húsavík.
Reyndar leyfi ég mér að efast um að
allir félagsmenn muni geta tekið
undir téða ályktun.
Stjórn Flúða telur það ágiskun
eina að lífsskilyrði laxins í Laxá neð-
an Laxárvirkjunar myndu batna ef
sandburðurinn í ánni minnkaði, enda
telur stjórnin engar rannsóknir
liggja að baki þeirri fullyrðingu.
Í meira en tvo áratugi hefur Veiði-
félag Laxár keypt bæði ráðgjöf og
rannsóknavinnu af Veiðimálastofnun
Íslands, auk þess sem amerískur
fiskifræðingur vann á vegum félags-
ins tíma úr sumri og var þá jafnframt
að skrifa doktorsritgerð. Öllum þeim
fiskifræðingum sem unnið hafa á
vegum Veiðifélags Laxár ber saman
um að sandurinn sé bölvaldur lax-
fiskanna í ánni enda hvergi skjól fyr-
ir fiska þar sem sandurinn hefur náð
að slétta botninn.
Í sambandi við rannsóknir á seiða-
stofni laxins í Laxá hefur komið í ljós
að þéttleiki seiðanna er tíu sinnum
meiri þar sem botninn er vel grýttur
heldur en þar sem hann er að mestu
sléttur af sandi.
Heldur stjórn Flúða að það sé ein-
hver tilviljun? Ég hef ekki annað
heyrt en að vísindamenn séu sam-
mála um að ef takist að stöðva sand-
burðinn út í Laxá, þá sé það stór-
kostleg vernd fyrir gjörvallt lífríki
árinnar. Að framansögðu finnst mér
ályktun vina minna í stjórn Flúða
með hreinum ólíkindum og hélt ég þá
kunnari málum en raun ber vitni.
VIGFÚS B. JÓNSSON,
form. Veiðifélags Laxár.
Ný vísindi, eða hvað?
Frá Vigfúsi B. Jónssyni: