Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 61
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert úrræðagóð/ur og
staðföst/fastur. Leggðu hart
að þér til að ná markmið-
unum. Komandi ár mun
marka nýtt upphaf í lífi þínu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Leitaðu leiða til að hjálpa vin-
um þínum í dag. Það er þér
eðlilegt að finna til sam-
kenndar með fólkinu í kring-
um þig.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hæfileiki þinn til að koma
auga á nýja möguleika í stöð-
unni vekur aðdáun einhvers í
vinnunni. Hikaðu ekki við að
segja skoðun þína. Öll stór-
virki hefjast á lítilli hugmynd.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hugsjónir þínar eru vaktar í
dag. Þú sérð hvernig sam-
takamáttur fólks getur hrint
breytingum í framkvæmd í
heiminum. Þótt þú getir ekki
hjálpað öllum ættirðu að
hjálpa þeim sem þú getur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú kemur auga á nýjar leiðir
til að nýta þær auðlindir sem
þér standa til boða. Mundu að
nektin kennir naktri konu að
spinna og hikaðu ekki við að
gera alvöru úr hugmyndum
þínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinur þinn gæti leitað til þín í
trúnaði í dag. Þú þarft ekki
endilega að taka undir það
sem hann/hún segir. Nóg er
að hlusta og sýna skilning.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú gætir komist að einhverju
óvæntu í dag. Notaðu ímynd-
unaraflið til að leita nýrra
lausna. Treystu á sjálfa/n þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur þörf fyrir fegurð í
kringum þig. Notaðu sköp-
unargáfu þína til að fegra
umhverfi þitt. Það þarf ekki
alltaf stórar breytingar til að
breyta yfirbragði hlutanna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Réttu vini þínum eða vinnu-
félaga hjálparhönd í dag. Það
þarf einhver að tala við þig í
trúnaði. Gættu þess að sýna
viðkomandi algeran trúnað.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur það í hendi þér að
skapa eitthvað frumlegt og
sérstakt í dag. Sjáðu heiminn
með augum barnsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Einhver í fjölskyldunni þarf á
hjálp þinni að halda. Gerðu
það sem þú getur til að hjálpa
viðkomandi. Hann/hún mun
að öllum líkindum endur-
gjalda þér greiðann.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú lítur heiminn óvenju-
legum augum í dag. Þú vilt
gæða umhverfi þitt meiri feg-
urð og gleði.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það sækja á þig dagdraumar.
Þetta er því ekki rétti dag-
urinn til að ráðast í verkefni
sem krefjast einbeitingar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VORNÓTT
Um jökla vafðist júnínóttin blá,
úr jörðu spruttu silfurtærar lindir.
Við áttum vor, sem aldrei líður hjá
og elda sína bak við höfin kyndir.
Eg þráði aldrei dagsins dyn og glaum,
mig dreymdi líf, sem æðri fegurð spáir,
og einni sál eg sagði þennan draum,
og síðan á eg vin, er hjartað þráir.
Hvort skilur nokkur betur vorsins vé
en vinir tveir, sem hamingjuna erfa,
er lífsmagn jarðar laufgar blóm og tré,
og loftin verða blá, en skýin hverfa?
Þá hvílir blessun yfir sæ og sveit,
og sælan streymir út í fingurgóma,
tvær þöglar sálir vinna heilög heit,
og hjörtun skilja alla leyndardóma.
- - -
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 21. mars
verður fimmtugur Sigurður
Steinþórsson, bóndi á Hæli.
Af því tilefni tekur hann,
ásamt fjölskyldu sinni, á
móti gestum í hátíðarsal
Gnúpverjaskóla á afmæl-
isdaginn milli kl. 13 og 16.
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag-
inn 20. mars, verður sextug-
ur Halldór Gunnarsson. Í
tilefni dagsins verður opið
hús fyrir vini og vandamenn
að Hlíðasmára 19, sal Sjálf-
stæðisfélags Kópavogs, frá
kl. 17-21. Halldóri þætti
vænt um að sjá sem flesta
þessa kvöldstund.
NOKKRIR spilarar
Reykjavíkurmótsins lentu
í sálarháska í glímunni við
þetta spil:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠G94
♥Á763
♦ÁK8
♣ÁD10
Suður
♠K62
♥K10852
♦D
♣G982
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 2 spaðar Pass
Pass Dobl Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Opnun austurs er veikir
tveir (sexlitur og 6-10
punktar) og vestur kom út
með einspilið í spaða, nán-
ar tiltekið áttuna. Ef út-
spil vesturs hefði verið
þristurinn – lægsta spilið –
hefði komið sterklega til
greina að láta kónginn
detta undir ásinn í fyrsta
slag! Austur gæti vel trú-
að því að útspilið væri frá
þrílit og skipt yfir í annan
lit. En slík blekking er
vita vonlaus eftir áttuna
út. Svo sagnhafi lætur lítið
og vestur fær stungu í
öðrum slag. Og spilar
laufi.
Það er á þessum tíma-
punkti sem tvö öfl í sálinni
takast á: Annars vegar
þráin eftir öryggi (að
tryggja samninginn), og
græðgin hins vegar (löng-
unin í yfirslag). Hvað
myndi lesandinn gera?
Bíðum við! Hvaða spaða
spilaði austur í öðrum
slag? Það skiptir höfuð-
máli, ekki satt?
Norður
♠G94
♥Á763
♦ÁK8
♣ÁD10
Vestur Austur
♠8 ♠ÁD10753
♥D94 ♥G
♦G96543 ♦1072
♣K74 ♣653
Suður
♠K62
♥K10852
♦D
♣G982
Flestir spiluðu háum
spaða nokkurn veginn um-
hugsunarlaust, sem auð-
veldar sagnhafa að taka
svíninguna. En fáeinir
eiturbraskarar fengu þá
hugdettu að „öskra“ í laufi
með spaðaþristinum! Og
þá er erfitt að svína.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6.
Bc4 Db6 7. Rb3 e6 8. Be3
Dc7 9. O-O a6 10. a4
b6 11. f4 Be7 12. Be2
O-O 13. Bf3 Bb7 14.
De2 Hac8 15. Df2
Rd7 16. Had1 Ra5
17. Rxa5 bxa5 18.
Dg3 Bf6 19. Hd3 Rc5
20. e5 dxe5 21. Bxb7
Dxb7 22. fxe5 Bh4
23. Dxh4 Rxd3 24.
cxd3 Dxb2 25. Re4
Dxe5 26. d4 Dd5
Staðan kom upp á
Reykjavík-
urskákmótinu sem
lauk fyrir skömmu í
Ráðhúsi Reykjavík-
ur. Sigurður Daði Sigfús-
son (2285) hafði hvítt gegn
Sigurði Páli Steindórssyni
(2218). 27. Rf6+! og svartur
gafst upp enda fátt um fína
drætti eftir 27... gxf6 28.
Bh6.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
HLUTAVELTA
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Þessir hressu og duglegu krakkar héldu tombólu fyrir ut-
an Úrval á Ólafsfirði á dögunum og söfnuðu kr. 6300 til
styrktar Hetjanna, félagi langveikra barna. Þau heita
Rebekka, Andri, Sandra og Aldís.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Offita • www.heilsuvernd.is
Ertu með mat á heilanum?
Ertu ofæta, búlimía eða anorexía?
Þetta gætu verið fyrstu sporin til varanlegs bata.
Stuðst er við 12 spora kerfi.
Upplýsingar gefur Inga Bjarnason
í síma 552 3132 og 866 1659
Á kyrrðardögum förum við í hvarf, njótum friðar og hvíldar án
áreitis, látum uppbyggjast og endurnærast á líkama og sál
Mars
23.–25. Kyrrðardagar tengdir Qi Gong: Innri sátt og ræktun lífsorku
Leiðsögn: Gunnar Eyjólfsson, leikari.
26.–28. Kyrrðardagar tengdir tólf spora starfinu, en öllum opnir.
Leiðsögn: Sr. Jakob Hjálmarsson, dómkirkjuprestur og
Auður Bjarnadóttir, leikstjóri.
Apríl
7.-10. Kyrrðardagar í Dymbilviku. FULLBÓKAÐ.
Leiðsögn: Sigurbjörn Einarsson, biskup.
22.-25. Kyrrðardagar við sumarkomu - Áhersla á útiveru.
Leiðsögn: Sr. Halldór Reynisson og dr. Sigurður Árni
Þórðarson, verkefnastjórar á Biskupsstofu.
Maí
30.4.-2.5. Kyrrðardagar með bænafræðslu. FULLBÓKAÐ.
Leiðsögn: Sigurbjörn Einarsson, biskup.
13.-16. Kyrrðardagar hjóna. FULLBÓKAÐ.
Leiðsögn: Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor,
Margrét Scheving, sálgæsluþjónn,
sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur, og
Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður.
Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla.
Sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is
Svövusjóður styrkir þau er þess þurfa til þátttöku í kyrrðardögum.
VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI
KYRRÐARDAGAR
Í SKÁLHOLTI
Í VOR