Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 62

Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 62
ÍÞRÓTTIR 62 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FIMM lið eru skráð til leiks á Ís- landsmótinu í hópfimleikum sem hefst í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 19.30. Í hópfimleikum er aðeins um liðakeppni að ræða og er keppt í dansi, dýnuæfingum og stökki af trampólíni. Fimleikafélagið Björk sigraði á mótinu í fyrra en Gerpla P1 varð í öðru sæti og Stjarnan í því þriðja. Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í hópfimleikum og eru margir keppendur mun eldri en tíðkast í áhaldafimleikum, enda voru hópfimleikar settir á lagg- irnar á sínum tíma til þess að vera vettvangur fyrir fimleikafólk sem vildi halda áfram æfingum án þess að æfa eins mikið og tíðkast í áhaldafimleikum. Undanúrslit Ís- landsmótsins eru í kvöld – þar sem Íslandsmeistarar í einstökum áhöldum verða krýndir um kl. 20.45, en þrjú efstu liðin keppa um Íslandsmeistaratitilinn á laug- ardeginum þar sem keppni hefst kl. 11.00. Á vefsvæðinu www.fimleikar.is spáir Jón Finnbogason í spilinn og telur hann að Stjarnan úr Garðabæ verði Íslandsmeistari en baráttan um annað sætið verði á milli Gerplu P1 og Gróttu. Norðurlandamót juniora fer fram á Íslandi 23.-24. apríl og að auki verða íslenskir keppendur á danska meistaramótinu sem fram fer 2. apríl. Stjörnustúlkur til alls líklegar á Íslandsmótinu FÓLK  ALEXANDER Petersson skoraði sex mörk þegar Düsseldorf skellti Willstätt/Schutterwald í þýsku 2. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Düsseldorf er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, hefur 47 stig að loknum 27 leikjum.  SPÆNSKIR fjölmiðlar hafa kennt þjálfara meistara Real Madrid, Quieroz, um tap liðsins fyrir Zara- goza í úrslitaleik bikarkeppninnar, 3:2. Quieroz ákvað að setja vara- markvörðinn Cesar í markið og segja blöð á Spáni að það hafi gefið til kynna að hann hafi ekki tekið úr- slitaleikinn alvarlega.  LEIKMENN Real höfðu fyrir leik- inn talað mikið um að hugur væri í þeim – að tryggja sér hinn eftirsótta bikar, sem Real vann síðast 1993 – þá einmitt eftir úrslitaleik gegn Zaragoza, 2:1. Forráðamenn tóku undir það og menn voru ekki búnir að gleyma tapi fyrir 2. deildarliði í keppninni í fyrra. Þrátt fyrir stór orð, kom skellur.  WERDER Bremen getur sett fé- lagsmet á laugardaginn þegar það leikur við Wolfsburg í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu. Vinni leikmenn Bremen eða geri þeir jafntefli verð- ur þetta þrettándi leikurinn í röð sem þeir leika án taps. Félagsmetið er tólf leikir í röð án taps árið 1968.  DANSKA landsliðsmanninum í knattspyrnu, Martin Laursen, er frjálst að yfirgefa AC Milan í vor þótt hann eigi eftir tvö ár af samn- ingi sínum við félagið sem hann gerði fyrir þremur árum þegar hann var keyptur fyrir 900 milljónir króna frá Verona. Laursen hefur ekki náð sér á strik með Evrópumeisturunum á leiktíðinni og er ekki inni í framtíð- aráætlunum þjálfarans.  VINNY Samways, fyrrum leik- maður með Tottenham og Las Palm- as, er í slæmum málum hjá liði sínu Walsall, í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Samways hefur ekki mætt á æfingar undanfarnar tvær vikur og bar við að hann væri veikur af flensu. Síðan kom á daginn að hann hefur dvalið í mestu makindum í húsi sínu á Kanaríeyjum og sleikt sólina.  COLIN Lee, knattspyrnustjóra Walsall, er ekki skemmt. „Þetta hlýtur að vera lengsta flensa í sög- unni. Ég hef skipað honum að mæta hjá lækni félagsins, og svo sjáum við til um framhaldið,“ sagði Lee en Walsall á í harðri baráttu um að halda sæti sínu í 1. deild.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, mun fara með sína menn í æfinga- og keppn- isferð til Bandaríkjanna í sumar, eins og sl. sumar. United mun leika þrjá leiki gegn kunnum liðum í ferð- inni – fyrst gegn Bayern München í Chicago 25. júlí, þremur dögum seinna við skoska liðið Celtic í Phila- delphia og síðast gegn AC Milan í New York 31. júlí. Andri Sigþórsson hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna – vegna alvarlegra hnémeiðsla. SEBASTIAN Deisler, þýski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, hóf æfingar á ný með Bayern München í vikunni. Þessi 24 ára gamli og bráð- snjalli knattspyrnumaður hef- ur glímt við þunglyndi í vetur og verið frá æfingum og keppni í tvo mánuði af þeim sökum. Hann er nýkominn af meðferðarstofnun þar sem hann hefur dvalið síðustu vik- urnar. Uli Höness, framkvæmda- stjóri Bayern, sagði í gær að hann vonaðist eftir því að Deisler færi að spila með lið- inu á ný eftir 3-4 vikur. Rudi Völler, landsliðsþjálfari, fylg- ist væntanlega grannt með framförum Deislers næstu vikurnar en talið er mjög lík- legt að hann velji leikmanninn í liðið fyrir Evrópukeppnina í Portúgal í sumar, ef Deisler nær fyrri styrk með vorinu. Deisler byrj- aður að æfa á nýjan leik FRANSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sem berst við Ísland í riðlakeppni EM vann óvæntan stórsigur á Svíum, 3:0, á al- þjóðlegu móti sem nú stendur yf- ir í Portúgal. Marinette Pichon, fremsta knattspyrnukona Frakka, skoraði eitt markanna og hin gerðu Hoda Lattaf og Sonia Bompastor. Svíar höfðu áður sigrað Dani, 1:0, og danska liðið tapaði einnig fyrir því bandaríska á sama hátt, 1:0. Ang- ela Hucles skoraði sigurmarkið. Þær frönsku lögðu Svía ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, gaf út þá yfirlýs- ingu í gær að gripið yrði í taum- ana til þess að koma í veg fyrir að leikmenn fengju ríkisborg- ararétt með auðveldum hætti hjá „ríkum“ þjóðum, en Katar hefur boðið nokkrum Brasilíumönnum að fá ríkisborgararétt gegn greiðslu – að því gefnu að þeir leiki með landsliði Katar í und- ankeppni HM. Á fundi sínum dag ákvað FIFA að herða kröfurnar til þess að leikmenn fái keppnisleyfi með „nýju“ landsliði. Þar má nefna að leikmenn verða að hafa búið í umræddu landi samfellt í tvö ár og segir Blatter að verið sé að koma í veg fyrir að ríkar þjóðir geti hreinlega keypt til sín leik- menn sem ekki komist að hjá landsliðum þjóða sinna. Frakkinn Philippe Troussier landsliðsþjálfari Katar fór ekki leynt með það á dögunum að hann vildi fá framherja Werder Bremen, Ailton, til liðsins en hann er frá Brasilíu en kemst ekki í heimsmeistaraliðið. Að auki hafði Troussier hug á því að fá til liðsins tvo Bras- ilíumenn til viðbótar. FIFA herðir reglur Allir sterkustu sundmenn lands-ins taka þátt í mótinu að þeim Jakobi Jóhanni Sveinssyni úr Ægi og Láru Hrund Bjargardóttur, SH, undanskildum. Jakob er við æfingar í Lúxemborg og verður fram að Ól- ympíuleikunum í sumar. Lára dvel- ur við nám í Bandaríkjunum og er einmitt að taka þátt í bandaríska há- skólameistaramótinu nú um helgina, fyrst íslenskra sundmanna í 14 ár. Þetta er í 14. sinn sem IMÍ fer fram í Vestmannaeyjum og gæti verið það síðasta. Með tilkomu 50 metra innilaugar í Laugardalnum eru líkur á að mótið færist þangað strax að ári en endurskoðun stendur nú yfir á mótaskipulagi Sundsam- bandsins. Laugin í Eyjum hefur verið eftirsótt til keppni á IMÍ vegna þess hversu hratt sundmenn geta synt í henni m.a. vegna þess hve tært vatnið er, saltmagnið í henni er það sama og í líkamanum og því verður sundfólkið léttara í vatninu. Flotbakkar hafa sitt að segja, ásamt því hve djúp laugin er að hluta. Af þessu leiðir að yfirleitt hefur fjöldi Íslands- og aldurs- flokkameta fallið á IMÍ í Eyjum. Á mótinu gefst sundmönnum síð- asta tækifæri til að tryggja sér far- seðilinn á Evrópumeistaramótið í 50 m laug sem fram fer í Madríd fyrri- hluta maímánaðar. Þegar hafa átta íslenskir sundmenn tryggt sér keppnisrétt á EM, þeir eru; Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH, Hjörtur Már Reynisson, KR, Íris Edda Heimisdóttir, ÍRB, Lára Hrund Bjargardóttir, SH, Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, Akranesi, Ragnheiður Ragnarsdóttir, SH, og Örn Arnar- son, ÍRB. Í mótslok verður tilkynnt um unglingalandsliðið sem tekur þátt í sterku unglingamóti í Lúx- emborg í næsta mánuði, en IMÍ er síðasta tækifærið fyrir unga sund- menn að sanna að þeir eigi heima í liðinu. IMÍ í Eyjum í síðasta sinn ALLS eru 146 sundmenn frá 14 félögum skráðir til leiks á Innan- hússmeistaramóti Íslands (IMÍ) í sundi sem hefst í Vestmannaeyjum í dag og stendur fram á sunnudagskvöld. Þetta eru um 30 sund- mönnum fleira en í fyrra auk þess sem skráningar eru 100 fleiri en í fyrra eða samtals 639 sem þykir sýna vaxandi áhuga fyrir mótinu. Alls verður keppt um Íslandsmeistaratitil í 34 einstaklingsgreinum og 6 boðsundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.