Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FIMM lið eru skráð til leiks á Ís- landsmótinu í hópfimleikum sem hefst í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 19.30. Í hópfimleikum er aðeins um liðakeppni að ræða og er keppt í dansi, dýnuæfingum og stökki af trampólíni. Fimleikafélagið Björk sigraði á mótinu í fyrra en Gerpla P1 varð í öðru sæti og Stjarnan í því þriðja. Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í hópfimleikum og eru margir keppendur mun eldri en tíðkast í áhaldafimleikum, enda voru hópfimleikar settir á lagg- irnar á sínum tíma til þess að vera vettvangur fyrir fimleikafólk sem vildi halda áfram æfingum án þess að æfa eins mikið og tíðkast í áhaldafimleikum. Undanúrslit Ís- landsmótsins eru í kvöld – þar sem Íslandsmeistarar í einstökum áhöldum verða krýndir um kl. 20.45, en þrjú efstu liðin keppa um Íslandsmeistaratitilinn á laug- ardeginum þar sem keppni hefst kl. 11.00. Á vefsvæðinu www.fimleikar.is spáir Jón Finnbogason í spilinn og telur hann að Stjarnan úr Garðabæ verði Íslandsmeistari en baráttan um annað sætið verði á milli Gerplu P1 og Gróttu. Norðurlandamót juniora fer fram á Íslandi 23.-24. apríl og að auki verða íslenskir keppendur á danska meistaramótinu sem fram fer 2. apríl. Stjörnustúlkur til alls líklegar á Íslandsmótinu FÓLK  ALEXANDER Petersson skoraði sex mörk þegar Düsseldorf skellti Willstätt/Schutterwald í þýsku 2. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Düsseldorf er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, hefur 47 stig að loknum 27 leikjum.  SPÆNSKIR fjölmiðlar hafa kennt þjálfara meistara Real Madrid, Quieroz, um tap liðsins fyrir Zara- goza í úrslitaleik bikarkeppninnar, 3:2. Quieroz ákvað að setja vara- markvörðinn Cesar í markið og segja blöð á Spáni að það hafi gefið til kynna að hann hafi ekki tekið úr- slitaleikinn alvarlega.  LEIKMENN Real höfðu fyrir leik- inn talað mikið um að hugur væri í þeim – að tryggja sér hinn eftirsótta bikar, sem Real vann síðast 1993 – þá einmitt eftir úrslitaleik gegn Zaragoza, 2:1. Forráðamenn tóku undir það og menn voru ekki búnir að gleyma tapi fyrir 2. deildarliði í keppninni í fyrra. Þrátt fyrir stór orð, kom skellur.  WERDER Bremen getur sett fé- lagsmet á laugardaginn þegar það leikur við Wolfsburg í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu. Vinni leikmenn Bremen eða geri þeir jafntefli verð- ur þetta þrettándi leikurinn í röð sem þeir leika án taps. Félagsmetið er tólf leikir í röð án taps árið 1968.  DANSKA landsliðsmanninum í knattspyrnu, Martin Laursen, er frjálst að yfirgefa AC Milan í vor þótt hann eigi eftir tvö ár af samn- ingi sínum við félagið sem hann gerði fyrir þremur árum þegar hann var keyptur fyrir 900 milljónir króna frá Verona. Laursen hefur ekki náð sér á strik með Evrópumeisturunum á leiktíðinni og er ekki inni í framtíð- aráætlunum þjálfarans.  VINNY Samways, fyrrum leik- maður með Tottenham og Las Palm- as, er í slæmum málum hjá liði sínu Walsall, í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Samways hefur ekki mætt á æfingar undanfarnar tvær vikur og bar við að hann væri veikur af flensu. Síðan kom á daginn að hann hefur dvalið í mestu makindum í húsi sínu á Kanaríeyjum og sleikt sólina.  COLIN Lee, knattspyrnustjóra Walsall, er ekki skemmt. „Þetta hlýtur að vera lengsta flensa í sög- unni. Ég hef skipað honum að mæta hjá lækni félagsins, og svo sjáum við til um framhaldið,“ sagði Lee en Walsall á í harðri baráttu um að halda sæti sínu í 1. deild.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, mun fara með sína menn í æfinga- og keppn- isferð til Bandaríkjanna í sumar, eins og sl. sumar. United mun leika þrjá leiki gegn kunnum liðum í ferð- inni – fyrst gegn Bayern München í Chicago 25. júlí, þremur dögum seinna við skoska liðið Celtic í Phila- delphia og síðast gegn AC Milan í New York 31. júlí. Andri Sigþórsson hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna – vegna alvarlegra hnémeiðsla. SEBASTIAN Deisler, þýski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, hóf æfingar á ný með Bayern München í vikunni. Þessi 24 ára gamli og bráð- snjalli knattspyrnumaður hef- ur glímt við þunglyndi í vetur og verið frá æfingum og keppni í tvo mánuði af þeim sökum. Hann er nýkominn af meðferðarstofnun þar sem hann hefur dvalið síðustu vik- urnar. Uli Höness, framkvæmda- stjóri Bayern, sagði í gær að hann vonaðist eftir því að Deisler færi að spila með lið- inu á ný eftir 3-4 vikur. Rudi Völler, landsliðsþjálfari, fylg- ist væntanlega grannt með framförum Deislers næstu vikurnar en talið er mjög lík- legt að hann velji leikmanninn í liðið fyrir Evrópukeppnina í Portúgal í sumar, ef Deisler nær fyrri styrk með vorinu. Deisler byrj- aður að æfa á nýjan leik FRANSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sem berst við Ísland í riðlakeppni EM vann óvæntan stórsigur á Svíum, 3:0, á al- þjóðlegu móti sem nú stendur yf- ir í Portúgal. Marinette Pichon, fremsta knattspyrnukona Frakka, skoraði eitt markanna og hin gerðu Hoda Lattaf og Sonia Bompastor. Svíar höfðu áður sigrað Dani, 1:0, og danska liðið tapaði einnig fyrir því bandaríska á sama hátt, 1:0. Ang- ela Hucles skoraði sigurmarkið. Þær frönsku lögðu Svía ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, gaf út þá yfirlýs- ingu í gær að gripið yrði í taum- ana til þess að koma í veg fyrir að leikmenn fengju ríkisborg- ararétt með auðveldum hætti hjá „ríkum“ þjóðum, en Katar hefur boðið nokkrum Brasilíumönnum að fá ríkisborgararétt gegn greiðslu – að því gefnu að þeir leiki með landsliði Katar í und- ankeppni HM. Á fundi sínum dag ákvað FIFA að herða kröfurnar til þess að leikmenn fái keppnisleyfi með „nýju“ landsliði. Þar má nefna að leikmenn verða að hafa búið í umræddu landi samfellt í tvö ár og segir Blatter að verið sé að koma í veg fyrir að ríkar þjóðir geti hreinlega keypt til sín leik- menn sem ekki komist að hjá landsliðum þjóða sinna. Frakkinn Philippe Troussier landsliðsþjálfari Katar fór ekki leynt með það á dögunum að hann vildi fá framherja Werder Bremen, Ailton, til liðsins en hann er frá Brasilíu en kemst ekki í heimsmeistaraliðið. Að auki hafði Troussier hug á því að fá til liðsins tvo Bras- ilíumenn til viðbótar. FIFA herðir reglur Allir sterkustu sundmenn lands-ins taka þátt í mótinu að þeim Jakobi Jóhanni Sveinssyni úr Ægi og Láru Hrund Bjargardóttur, SH, undanskildum. Jakob er við æfingar í Lúxemborg og verður fram að Ól- ympíuleikunum í sumar. Lára dvel- ur við nám í Bandaríkjunum og er einmitt að taka þátt í bandaríska há- skólameistaramótinu nú um helgina, fyrst íslenskra sundmanna í 14 ár. Þetta er í 14. sinn sem IMÍ fer fram í Vestmannaeyjum og gæti verið það síðasta. Með tilkomu 50 metra innilaugar í Laugardalnum eru líkur á að mótið færist þangað strax að ári en endurskoðun stendur nú yfir á mótaskipulagi Sundsam- bandsins. Laugin í Eyjum hefur verið eftirsótt til keppni á IMÍ vegna þess hversu hratt sundmenn geta synt í henni m.a. vegna þess hve tært vatnið er, saltmagnið í henni er það sama og í líkamanum og því verður sundfólkið léttara í vatninu. Flotbakkar hafa sitt að segja, ásamt því hve djúp laugin er að hluta. Af þessu leiðir að yfirleitt hefur fjöldi Íslands- og aldurs- flokkameta fallið á IMÍ í Eyjum. Á mótinu gefst sundmönnum síð- asta tækifæri til að tryggja sér far- seðilinn á Evrópumeistaramótið í 50 m laug sem fram fer í Madríd fyrri- hluta maímánaðar. Þegar hafa átta íslenskir sundmenn tryggt sér keppnisrétt á EM, þeir eru; Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH, Hjörtur Már Reynisson, KR, Íris Edda Heimisdóttir, ÍRB, Lára Hrund Bjargardóttir, SH, Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, Akranesi, Ragnheiður Ragnarsdóttir, SH, og Örn Arnar- son, ÍRB. Í mótslok verður tilkynnt um unglingalandsliðið sem tekur þátt í sterku unglingamóti í Lúx- emborg í næsta mánuði, en IMÍ er síðasta tækifærið fyrir unga sund- menn að sanna að þeir eigi heima í liðinu. IMÍ í Eyjum í síðasta sinn ALLS eru 146 sundmenn frá 14 félögum skráðir til leiks á Innan- hússmeistaramóti Íslands (IMÍ) í sundi sem hefst í Vestmannaeyjum í dag og stendur fram á sunnudagskvöld. Þetta eru um 30 sund- mönnum fleira en í fyrra auk þess sem skráningar eru 100 fleiri en í fyrra eða samtals 639 sem þykir sýna vaxandi áhuga fyrir mótinu. Alls verður keppt um Íslandsmeistaratitil í 34 einstaklingsgreinum og 6 boðsundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.