Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 64
ÍÞRÓTTIR
64 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HALLDÓR Jóhann Sigfússon,
handknattleiksmaður hjá 2. deild-
arliðinu Friesenheim í Ludwigs-
hafen í Þýskalandi, leikur ekki með
liðinu á næstu leiktíð. Það staðfesti
Halldór í samtali við Morgunblaðið
í gær. Hann segist reikna frekar
með því að leika áfram í Þýskalandi
enda hafi honum líkað vel ytra þau
tvö ár sem hann hefur dvalið í her-
búðum Friesenheim. „Ég er að
skoða ýmislegt í rólegheitum með
umboðsmanni mínum. Þetta er á
viðkvæmu stigi um þessar mundir
en ég vænti þess þó frekar að vera
áfram úti en að koma heim,“ sagði
Halldór. „Það koma ýmsir kostir til
greina og óneitanlega væri gott að
komast í sterkara lið þannig að
maður ætti kannski möguleika á að
endurnýja kynnin við íslenska
landsliðið,“ sagði Halldór sem sagði
að ef allt um þryti flytti hann heim
og þá vissi hann af áhuga síns
gamla liðs, KA, sem missir ekki
færri en þrjá menn eftir yfir-
standandi keppnistíð.
Halldór sagði að eftir að í ljós
kom að hann yrði ekki áfram hjá
Friesenheim hafi hann verið settur
á ís hjá þjálfara liðsins. Hann hafi
setið á bekknum í tveimur síðustu
leikjum, síðast í 30:19 stórsigri
Frisenheim á TSG Groß-Bieberau í
fyrrakvöld. „Þetta er frekar óþægi-
leg staða því það eru enn tveir mán-
uðir eftir að keppnistímabilinu, en
ég verð að taka þessu,“ sagði Hall-
dór. Frisenheim er í 9. sæti af 18
liðum í suðurhluta 2. deildarinnar.
Halldór endurnýjar
ekki hjá Friesenheim
KÖRFUKNATTLEIKUR
KR - ÍS 52:62
DHL-höllin, Reykjavík, undanúrslit 1.
deildar kvenna, annar leikur, fimmtudag-
inn 18. mars 2004.
Gangur leiksins: 0:2, 2:6, 6:8, 8:13, 16:17,
16:25, 24:27, 26:33, 28:36, 28:40, 34:40,
38:46, 40:50, 49:52, 49:55, 52:62.
Stig KR: Katie Wolfe 26, Hildur Sigurð-
ardóttir 6, Guðrún Sigurðardóttir 6,
Georgía Kristiansen 5, Sigrún Skarphéð-
insdóttir 4, Halla Jóhannesdóttir 4, Lilja
Oddsdóttir 1.
Fráköst: 27 í vörn – 14 í sókn.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 18, Casie
Lowman 12, Hagdís Helgadóttir 11,
Svandís Sigurðardóttir 6, Stella Rún
Kristjánsdóttir 5, Svana Bjarnadóttir 4,
Lovísa Guðmundsdóttir 3, Guðrún Bald-
ursdóttir 2, Jófríður Halldórsdóttir 1.
Fráköst: 34 í vörn – 17 í sókn.
Villur: KR 17 – ÍS 12.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Georg
Andersen, mjög góðir.
Áhorfendur: Um 60.
ÍS komið í úrslit, 2:0. Mætir Keflavík
eða Grindavík.
1. deild karla
Úrslitaleikur:
Skallagrímur – Fjölnir ...................122:87
Skallagrímur varð sigurvegari 1. deild-
ar 2004. Bæði liðin leika í úrvalsdeildinni
keppnistímabilið 2004–5.
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Boston – Denver............................ 104:100
Washington – Sacramento............ 114:108
Indiana – Portland ............................ 80:71
Toronto – Utah.................................. 85:81
New Orleans – Philadelphia........... 104:80
Dallas – Atlanta............................. 110:111
LA Clippers – LA Lakers ............ 103:106
Golden State – Orlando .................. 110:85
HANDKNATTLEIKUR
ÍBV – Grótta/KR 27:28
Íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum, 1.
deild kvenna, RE/MAX-deildin, fimmtu-
daginn 18. mars 2004.
Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:2, 3:5, 5:5, 6:7,
7:9, 9:10, 11:11, 11:13, 13:14, 14:15, 14:16,
16:17, 18:19, 20:20, 21:20, 22:22, 24:23,
26:24, 26:26, 27:27, 27:28.
Mörk ÍBV: Sylvia Strass 9/5, Alla Gor-
korian 7/1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4,
Birgit Engl 4, Nína K. Björnsdóttir 2,
Edda Eggertsdóttir 1.
Varin skot: Julia Gantimurosa 17 þar af 3
aftur til mótherja.
Utan vallar: 6 mín. Anja Nielsen var úti-
lokuð fyrir kjaftbrúk í fyrri hálfleik.
Mörk Gróttu/KR: Eva Björk Hlöðvers-
dóttir 10/8, Eva M. Kristinsdóttir 5 Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Aiga Stefane
4, Ragna Karen Sigurðardóttir 3, Íris
Ásta Pétursdóttir 2,
Varin skot: Hildur Gísladóttir 16 þar af 1
aftur til mótherja.
Utan vallar: 16 mín.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson.
Áhorfendur: 180
Þriðji tapleikurinn
í röð í Eyjum
Þriðji tapleikur Eyjaliðsins í röð leit
dagsins ljós og það allir á heimavelli.
Liðsmenn Gróttu/KR sem komu siglandi
til Eyja í gær virtust hafa eflst við sjó-
ferðina því þær mættu ákveðnar til leiks
og sýndu Eyjastúlkum strax í byrjun að
þær ætluðu að berjast til loka. Eyjastúlk-
ur virkuðu áhugalitlar og algjörlega hug-
myndasnauðar í sóknarleiknum og voru
gestirnir ekki í vandræðum með að
stoppa sóknarlotur Eyjaliðsins. Eva
Björk Hlöðversdóttir fór fremst í liði
Gróttu/KR, gríðarlega örugg á vítalín-
unni sem kom sér einkar vel í þessum leik
og frábær baráttumanneskja sem aldrei
gefst upp í vörninni. Eins átti Anna Úr-
súla Guðmundsdóttir ágætan leik á lín-
unni og skoraði hún sigurmarkið í leikn-
um. Eyjaliðið er ekki burðugt um þessar
mundir og engu líkara en að liðsmenn
ÍBV séu nú þegar farnir að bíða eftir und-
anúrslitum Evrópukeppninnar og hafi lít-
inn tíma eða áhuga fyrir deildarkeppn-
inni. Sylvia Strass stóð upp úr í slöku
Eyjaliði.
Sigursveinn Þórðarson
Staðan:
ÍBV 19 16 0 3 599:480 32
Stjarnan 22 15 0 7 542:498 30
Valur 21 14 1 6 498:444 29
Haukar 22 12 1 9 593:579 25
FH 20 11 0 9 525:484 22
Víkingur 22 9 1 12 508:520 19
Grótta/KR 21 8 3 10 507:530 19
KA/Þór 21 5 1 15 510:600 11
Fram 20 0 1 19 411:558 1
Fylkir/ÍR hætti keppni.
KNATTSPYRNA
Skotland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Livingston – Aberdeen ..........................1:0
ÍSHOKKÍ
Heimsmeistarakeppnin, 3. deild, leikið í
Skautahöllinni í Laugardal:
Írland – Armenía.................................15:1
Mexíkó – Tyrkland................................2:3
Ísland – Armenía.................................31:0
Staðan:
Ísland 2 2 0 0 38:5 4
Írland 2 1 0 1 18:9 2
Mexíkó 2 1 0 1 10:6 2
Tyrkland 2 1 0 1 8:9 2
Armenía 2 0 0 2 1:46 0
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin:
Austurberg: ÍR - HK ............................19.15
Ásgarður: Stjarnan - Haukar...............19.15
Framhús: Fram - Valur .............................20
KA-heimilið: KA - Grótta/KR ...................20
1. deild karla:
Selfoss: Selfoss - ÍBV............................19.15
Varmá: Afturelding - Breiðablik..........19.15
Víkin: Víkingur - Þór A. ........................19.15
1. deild kvenna:
Framhús: Fram - ÍBV ...............................18
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild, undanúrslit – fyrsti leikur:
Stykkishólmur: Snæfell - Njarðvík .....19.15
1. deild kvenna, undanúrslit, oddaleikur:
Keflavík: Keflavík - UMFG..................19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni karla
Efri deild B-riðill:
Egilshöll: Fram - FH ............................18.30
Egilshöll: Þróttur R. - ÍBV...................20.30
Efri deild A-deild:
Boginn: KA - KR ...................................19.15
Neðri deild C-riðill:
Fífan: Afturelding - Skallagrímur ............21
Neðri deild D-riðill:
Boginn: Fjarðabyggð - Völsungur.......21.15
ÍSHOKKÍ
Heimsmeistarakeppnin, 3. deild:
Laugardalur: Ísland - Írland.....................18
FIMLEIKAR
Íslandsmótið í hópfimleikum, keppni á ein-
stökum áhöldum í Laugardalshöll kl. 19.30.
SUND
Innanhússmeistarmót Íslands hefst í Vest-
mannaeyjum í dag kl. 9.30 og verður keppt
til úrslita í greinum dagsins kl. 16.30.
Í KVÖLD
FÓLK
KNATTSPYRNUSAMBAND Ís-
lands hélt í gær sinn 2000. stjórn-
arfund, en sambandið var stofnað 26.
mars 1947. Í tilefni tímamótanna
samþykkti stjórn KSÍ að efna til
samkeppni um nýja bikara fyrir Ís-
landsmeistara í meistaraflokki
kvenna og karla. Þá samþykkti
stjórnin reglugerð fyrir akademíu
KSÍ en hlutverk hennar er að velja
árlega knattspyrnumann og knatt-
spyrnukonu ársins. Sæti í akademí-
unni munu eiga fyrrum leikmenn,
þjálfarar, dómarar, forystumenn í
hreyfingunni og íþróttafréttamenn.
AUÐUN Helgason er kominn aft-
ur á ferðina með liði Landskrona en
hann hefur átti við nárameiðsli að
stríða undanfarnar vikur og hefur
ekkert leikið á undirbúningstíma-
bilinu. Auðun lék sinn fyrsta leik í
með varaliðinu gegn Bröndby.
KRISTJÁN Uni Óskarsson frá
Ólafsfirði varð tíundi af 72 keppend-
um á alþjóðlegu stigamóti í bruni í
Hafjell í Noregi í gær, 2,80 sek. sig-
urvegaranum. Sindri Már Pálsson,
Breiðabliki, varð tuttugasti og
Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, fer-
tugasta sæti. Guðrún Jóna Arin-
bjarnardóttir, Víkingi, varð fimm-
tánda af 24 keppendum í bruni
kvenna á sama stað.
RIO Ferdinand, leikmaður Man-
chester United og enska landsliðs-
ins, verður í leikbanni fram til 20.
september en áfrýjunardómstóll
enska knattspyrnusambandsins
hafnaði í gær áfrýjun leikmannsins.
Átta mánaða keppnisbannið, sem
hann var dæmdur í þann 20. janúar
fyrir að mæta ekki í lyfjapróf í sept-
ember, stendur óhaggað og draumur
Ferdinands um að leika fyrir Eng-
lands hönd á EM í Portúgal í sumar
er því úti.
FRANK Sinclair verður ekki boð-
inn nýr samningur hjá Leicester
þegar núverandi samningur hans við
félagið rennur út í vor, þetta stað-
festi umboðsmaður hans í gær.
Sinclair var einn þriggja leikmanna
Leicester sem sat á bak við lás og slá
í rúma viku á Spáni á dögunum
vegna meints kynferðisofbeldis gegn
þremur konum þegar leikmenn liðs-
ins voru í æfingabúðum þar. „Atvikið
á La Manga jók ekki líkurnar fyrir
því að Sinclair verði boðinn nýr
samningur,“ sagði umboðsmaðurinn
í samtali við BBC.
HERMANN Hreiðarsson og fé-
lagar í Charlton Athletic taka ekki
þátt í Intertoto-keppninni í knatt-
spyrnu næsta sumar, þó þeim mis-
takist að komast í forkeppni Meist-
aradeildar Evrópu eða í
UEFA-bikarinn. Charlton er í fjórða
sæti ensku úrvalsdeildarinnar en
fimm efstu liðin fá Evrópusæti, auk
deildabikarmeistara Middlesbrough
og annaðhvort Sunderland eða Mill-
wall, eftir því hvort 1. deildarliðið
kemst í bikarúrslitin.
MIKKEL Drexel, danskur markvörður, er væntanlegur
til reynslu til Víkings, nýliðanna í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Drexel kemur til landsins í dag og æfir
með Víkingum fram eftir næstu viku. Hann er 28 ára
gamall og er varamarkvörður Esbjerg, efsta liðsins í
dönsku úrvalsdeildinni.
Drexel er á sínu þriðja ári hjá Esbjerg en hann hefur
aðeins leikið einn úrvalsdeildarleik með félaginu. Áður
lék hann lengst af með Köge í 1. deild en einnig með
Herfölge. Samningur hans við Esbjerg rennur út í lok
júní en hann getur losnað strax og hefur verið á sölu-
lista dönsku leikmannasamtakanna frá því í desember.
„Við Sigurður Jónsson þjálfari hittum Drexel í haust
þegar við fórum til Esbjerg, og síðan kom þetta upp
fyrir stuttu að hann hefði hug á að koma til Íslands.
Hann mun æfa með okkur og spilar líklega æfingaleik
næsta þriðjudag, og eftir það verður staðan skoðuð,“
sagði Aðalsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Víkings, við Morgunblaðið í gær.
Danskur mark-
vörður til Víkinga
ÁRNI Stefánsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs HK í hand-
knattleik, var í gær leystur frá störfum hjá Kópavogs-
liðinu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson tekur við starfi
Árna en fyrirliðinn er sem kunnugt er úr leik vegna
meiðsla það sem eftir er leiktíðar.
„Mér skilst að ástæðan sé slakt gengi liðsins í vetur
en því er ég ekki sammála. Árangurinn fyrir áramót
var ágætur en meiðsli hafa sett verulegt strik í reikn-
inginn hjá okkur eftir áramótin. Uppsögnin kom flatt
upp á mig og ég hundsvekktur. Ég er baráttumaður og
ég hefði viljað fá að klára tímabilið og svo hefðu menn
getað dæmt mín verk eftir það. Ég taldi vera hægt að
koma liðinu í betri stöðu,“ sagði Árni við Morgunblaðið
en undir hans stjórn náði liðið sýnum besta árangri frá
upphafi. HK varð bikarmeistari og lenti í fimmta sæti í
deildinni. „Það var rosalega gaman í fyrra en það er
greinilega fljótt að gleymast,“ sagði Árni.
HK, sem er í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar,
leikur fyrsta leik sinn í kvöld undir stjórn Vilhelms
Gauta, gegn ÍR-ingum í Austurbergi.
Árna sagt upp hjá HK
– Vilhelm tekur við
Hvort um var að kenna tauga-spennu er ekki gott að segja en
mistök leikmanna beggja liða voru
afar mörg og þá sér-
staklega hjá KR-ing-
um. Á löngum köfl-
um í leiknum var
þeim fyrirmunað að skora og til að
mynda liðu fimm mínútur án þess að
leikmönnum KR tækist að skora í
upphafi annars og þriðja leikhluta.
Stúdínur voru skárri í sókninni en
varnarleikur þeirra var í ágætu lagi.
ÍS hafði yfirhöndina allan leiktímann
og þó svo að KR hafi nokkrum sinn-
um náð að sauma að Stúdínum þá
var sigri þeirra ekki ógnað.
„Það var taugaspenna hjá báðum
liðum enda mikið í húfi. Ég var
ánægð með varnarleik okkar en við
þurfum að bæta sóknina áður en við
förum í úrslitarimmuna. Mér er al-
veg sama hver andstæðingurinn í úr-
slitunum verður. Ég reikna frekar
með því að það verði Keflavík en það
skyldi samt enginn afskrifa Grinda-
vík,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir,
langbesti leikmaður ÍS, við Morgun-
blaðið eftir leikinn. Hafdís Helga-
dóttir átti ágæta spretti og sömuleið-
is Casie Lowman þó svo að hittni
hennar væri ekki neitt sérstök. Hjá
KR var Katie Wolfe í sérflokki en
það var skarð fyrir skildi að Hildur
Sigurðardóttir náði sér ekki á strik
enda í strangri gæslu.
Morgunblaðið/Þorkell
Alda Leif Jónsdóttir, lykilmaður ÍS, sækir að körfu í leik gegn
KR, þar sem Tinna B. Sigmundsdóttir er til varnar.
Stúdínur
í úrslitin
STÚDÍNUR komust í gærkvöld í úrslit á Íslandsmóti kvenna í körfu-
knattleik þegar þær báru sigurorð af KR, 62:52, í öðrum undan-
úrslitaleik liðanna. Leikur liðanna, sem fór fram í DHL-höllinni í
Vesturbænum, var ekki í háum gæðaflokki.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Erla Hendriksdóttir, landsliðs-kona í knattspyrnu, mun leika
með sínu gamla félagi, Breiðabliki, í
sumar. Erla hefur undanfarin fjögur
ár leikið með liði FV Köbenhavn en
hún er á heimleið og að sögn Mar-
grétar Sigurðardóttur, þjálfara Blik-
anna, verður hún komin áður en
flautað verður til leiks á Íslands-
mótinu í maí. Erla er 27 ára og er
komin í hóp reyndustu landsliðs-
kvenna Íslands. Hún hefur spilað 41
landsleik og skorað 4 mörk og leik-
irnir með Breiðabliki í efstu deild
kvenna, þar sem hún hóf sinn ferilinn
1992, eru 87 talsins.
Tveir leikmenn Breiðabliks, lands-
liðskonurnar Björg Ásta Þórðardótt-
ir og Erna Sigurðardóttir, halda utan
til Danmerkur á morgun þar sem
þær verða til reynslu í átta daga hjá
meisturum Fortuna Hjörring.
Erla í Breiðablik