Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 65

Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 65
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 65 DONDRELL Whitmore, Banda- ríkjamaður í herbúðum Snæfells, hefur ekkert æft með deildarmeist- araliðinu í körfuknattleik frá því að hann sneri sig á ökkla í öðrum leik liðsins gegn Hamarsmönnum í átta liða úrslitum Intersportdeildarinnar sl. laugardag. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, sagði í gær að allt yrði gert til þess að Whitmore yrði leikfær gegn Njarðvíkingum í kvöld er liðin mætast í fyrstu rimmu lið- anna í undanúrslitum keppninnar, en leikurinn fer fram í Stykk- ishólmi. „Ég er bjartsýnn á fram- haldið þrátt fyrir að menn séu meiddir. Við höfum ekki náð að vera 10 á æfingum undanfarna daga þar sem smámeiðsli eru að hrjá nokkra leikmenn. Corey Dickerson lenti í samstuði gegn Hamarsmönnum og hefur lítið getað æft og Lýður Vign- isson mun einungis leika með liðinu það sem eftir er, en hann er meiddur á ökkla og hefur lítið sem ekkert getað æft eftir áramót. Dondrell hefur leikið gríðarlega vel í sókn sem vörn eftir áramót og staða okk- ar væri vissulega betri ef hann næði sér fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Bárður en neitaði því að hann væri að beita þekktum sálfræðibrögðum í íþróttum með því að gera meira úr meiðslum leikmanna liðsins en efni stæðu til. „Nei, ástandið gæti verið betra en ég er alltaf bjartsýnn,“ sagði Bárður Eyþórsson. Óvíst hvort Whitmore leikur gegn Njarðvík Markareikningurinn hjá Armen-íu var opnaður eftir 1 mínútu og 25 sekúndur í gær. Síðan rak hvert markið annað þrátt fyrir að Arm- enía pakkaði sínum mönnum í vörnina. Fyrir vikið átti Ís- land nokkur góð færi er þeir voru einum færri og Armenar urðu að hætta sér frá marki sínu. „Við höfum aldrei lent í svona áð- ur, höfum hinsvegar verið hinum meginn og þetta var í raun erfitt,“ hélt Ingvar fyrirliði áfram. „Við þurftum bara að vinna leikinn og markatalan skipti ekki máli en í lokin held ég að allir nema einn hafi skor- að.“ Tvö efstu liðin komast upp í 2. deild en ef þrjú eru jöfn að stigum gilda innbyrðis leikir og markatala. Tyrkir unnu Mexíkó 3:2 með sigur- marki rúmri mínútu fyrir leikslok og þar sem Ísland vann Tyrkland 7:5 má búast við hörkuleik þegar Ísland mætir Mexíkó á sunnudaginn. Fyrst þarf þó að leggja Írland að velli en Ingvar var bjartsýnn. „Ég held að Írland verði ekki mikið vandamál en leikurinn við Mexíkó gæti orðið stór- skemmtilegur og í raun úrslitaleikur fyrir okkur og við hlökkum til,“ sagði Ingvar Jónsson. Morgunblaðið/Sverrir Patrik Erikson og James Devine fagna einu af mörkum ís- lenska landsliðsins gegn Armeníu í Laugardal í gærkvöldi. Stórsigur á Armeníu „OKKUR líður alls ekki vel og erum nánast orðlausir,“ sagði Ingvar Jónsson, fyrirliði íslenska íshokkílandsliðsins, í gærkvöldi – eftir 31:0 sigur á Armeníu í 3. deild heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal. Skyldi engan undra – Armenar höfðu ekki neitt að segja í klær íslensku kappanna. Stefán Stefánsson skrifar Samningur Arnórs við Magdeburg klár ÞÝSKA handknattleiksliðið Magdeburg gerði það opinbert á heimasíðu sinni í gær að samningur við KA-manninn Arnór Atlason væri í höfn og félagið hefði gert þriggja ára samning við hann. „Það er nokkur tími liðinn frá því ég gerði samkomulag við Magdeburg en með því að gera þetta opinbert í dag (í gær) þá eru allir hlutir komnir á hreint og samningurinn klár. Samningurinn tekur gildi 1. júlí og ég reikna með að halda utan fljótlega eftir að ég útskrifast úr skólanum hinn 17. júní. Þetta verður rosalega spennandi og ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Arnór við Morgunblaðið í gær. HJÖRTUR Harðarson er hættur störfum sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Á heimasíðu Keflvíkinga í gærkvöldi kom fram að ástæðan væri ágreiningur milli leik- manna og þjálfara um starfsaðferðir og bauðst Hjörtur til að víkja til að leysa þann ágreining. Keflvíkingar hafa unnið alla þá fjóra titla sem í boði hafa verið í vetur undir stjórn Hjartar. Sigurður tekur við Sigurður Ingimundarson, lands- liðsþjálfari karla í körfuknattleik og fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs Keflavíkur, mun stjórna liði Keflavíkur út leiktíðina og fyrsti leikurinn sem liðið leikur undir hans stjórn verður gegn Grindavík í kvöld en sá leikur sker úr um hvort liðið kemst í úr- slitarimmuna um Íslandsmeist- aratitilinn gegn liði ÍS, sem lagði KR að velli. Hjörtur hættur með Keflavík Sigurður Ingi- mundarson stjórnar Kefla- víkurstúlkunum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.