Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 67 Í JÚLÍ 1969 steig Neil karlinn Armstrong fyrstur manna á tunglið, á meðan fólk um allan heim horfði agndofa á. Til að standa að útsend- ingunni þurfti gervihnattadisk, og sá sem varð fyrir valinu stendur á miðjum akri í smáþorpi í Ástralíu í góðum félagsskap nokkurra kinda. Þessi mynd segir sögu viðburðarins og fólksins sem að honum kom í ástralska þorpinu Parks. Myndin gerist mestmegnis í út- sendingarstöðinni undir gervi- hnattadisknum, þar sem Cliff (Neill) og hans menn Glenn og Mitch, auk útsendara NASA Al, takast á við verkefnið og þau vanda- mál sem upp koma. Myndin yrði svakalega leiðinleg ef einungis væru sýndir tæknileg vandamál og lausnir á þeim, svo handritshöfund- ar hafa skapað skemmtilega flóru karaktera, og vefja þeim saman við og allt í kringum viðburðinn mikla. Og tekst sá vefnaður skemmtilega vel. Persónurnar eru vel skrifaðar, margar þeirra bráðfyndnar og und- irsögur þeirra rata aldrei langt frá viðburðinum. Það sem gerir mynd- ina hvað skemmtilegasta er hversu léttúðlega allir taka viðburðinum. Hér ræður hin vinalega sveita- mennska ríkjum í hvívetna sem stangast skemmtilega á við hrok- ann í Al NASA manninum frá Tex- as. Aðalfléttan sjálf er ekki alveg eft- ir formúlunni þar sem hér er (að öll- um líkindum!) um sanna sögu að ræða, og er það vel. En þannig vantaði átök í myndina, þau vanda- mál sem upp koma, eru vissulega stór og sköpuðu vissa spennu á meðan þau voru óleyst, en leystust of fljótt og auðveldlega. Því varð myndin full átakalaus fyrir minn smekk. Því hefði mátt skapa innri spennu hjá einhverri persónanna til að hreyfa ekki við staðreyndum. Diskurinn er eftirtektarverð fyrir látleysi sitt, sjálfhæðni og þá skemmtilegu og hrokalausu mynd sem hún gefur af fólkinu sem stóð á bakvið eitt merkilegasta augnablik sögunnar. Ég sé okkur Íslendinga í anda gera slíkt hið sama! Og þótt grínið í henni sé býsna gott, þá hefði myndin verið enn áhugaverðari með smá frumleika og átökum. Í sambandi við tungliðKVIKMYNDIRHáskólabíó – Eyjaálfudagar Leikstjórn: Rob Sitch. Handrit: Rob Sitch, Santo Cilauro, Tom Greisner og Jane Kennedy. Kvikmyndataka: Graeme Wood. Aðalhlutverk: Sam Neill, Kevin Hrrington, Tom Long, Patrick Warburton og Eliza Szonert. 101 mín. Ástralía 2000. THE DISH / DISKURINN  Hildur Loftsdóttir Hrappur í Malibu (Malibu’s Most Wanted) Grínmynd Bandaríkin 2003. Sammyndbönd VHS/ DVD. Öllum leyfð. (86 mín.) Leikstjórn John Whitesell. Aðalhlutverk Jamie Kennedy, Ryan O’Neill. EFTIR að hafa farið með einstaka lítt merkilegt aukahlutverkið sló Jamie Kennedy í gegn í sjónvarpi, sem óborganlegt og hrekkjótt kam- eljón í þáttunum The Jamie Kennedy Experience. Þar ítrekar hann ótví- ræða grínhæfileika sína sem ættu vel að geta nýst í kvik- myndum. En það þarf greinilega betri myndir til en þessa því hún er ekki mikið meira en einn brandari, ein skissa í gaman- þætti, teygð í fulla lengd – því miður. Maðurinn er vissulega fyndinn í hlutverki hins dæmigerða hipp-hopp- hrapps. Með alla taktana á hreinu og alveg dásamlega hjátkátlegur svona innilega hvítur á hörund og sál, verndaði hvítþvegni pabbastrákurinn sem þráir að vera eins hættulegur og fyrirmyndirnar í hipp-hoppmynd- böndunum. Og maður hlær að ein- staka atriðum, upphátt meira að segja. En bara einu sinni eða tvisvar. Tvennt hefði getað bjargað henni fyr- ir horn og hvorttveggja hefur með fyndnara handrit að gera; annaðhvort hefði verið betra að gera pólitíska broddinn í myndinni beittari, eða þá að sleppa honum alveg og keyra fremur delluþáttinn upp í topp. Myndbönd Hvítþvegið háð Skarphéðinn Guðmundsson ÞAÐ er alltaf gaman þegar menn æfa upp metnaðarfulla dagskrá eins- og Óskar Guðjónsson og félagar hafa gert nú. Það er rafmagnaða bíbopp- sveit trommarans Paul Motian, er hingað kom með frelsishljómsveit Charlie Hadens, sem er fyrirmyndin að þessari sveit Óskars, en Paul hefur gefið út nokkra diska með þeirri sveit þarsem leikin eru verk eftir meistara á borð við Thelonius Monk, Bud Pow- ell, Dizzy Gillespie og Charlie Parker. Þetta hefur Óskar drukkið í sig og mannar sveitina á sama hátt og Paul, þótt Paul hafi ekki haft innanborðs jafn gamalreyndan bíboppleikara og Jói Pál Bjarnason. Það er skemmst frá því að segja að þessir tónleikar tókust frábærlega og gamlir vinir manns frá æskuárunum lifnuðu að nýju í glæstri túlkun drengjanna. Að vísu hefur maður heyrt sum þessara laga æði oft á tón- leikum svo sem „Milestones“ og „Half Nelson“ eftir Miles Davis eða „Orinthology“ sem Benny Harris samdi yfir hljómana í „How High The Moon“, en er oftast eignað Charlie Parker eða Parker og Dizzy Gill- espie. Afturá móti var þarna leikið verk sem hefur verið eitt af mínum uppáhaldsverkum allt frá unglingsár- unum, „Brilliant Corner“ eftir Thel- onius Monk, og ég hef aldrei heyrt áður á tónleikum. Það tókst þrusuvel að flytja þetta magnþrungna verk, sem erfiðlega gekk að hljóðrita á sín- um tíma, í það minnsta gerðar 25 tök- ur af því. Ómar gaf tóninn í blúsuðum sóló og skiluðu allir sólistarnir sínu með sóma. Það voru skemmtilegar andstæður ríkjandi í sólóunum milli rokktengdum hljómi Ómars og bí- boppfestu Jóns Páls og rollínískum kraftbirtingi Óskars og hefðbundnari blæstri Ólafs. Eftir að „Brillant Corner“ lauk var „Bebop“ Dizzy Gill- espie flutt – eitt af fínustu númerum klassíska bíboppsins. Afturá móti eru Bud Powell ópusarnir „Celia“ og „Blue Pearl“ svog „Shaw ’Nuff“ sem Parker samdi yfir „I Got Rhythm“ öllu bragðdaufari. „Conception“ George Shearings angaði eilítið af Tristano og „Barbados“ Parkers var með heldur minna latínubragði hér en í túlkun höfundar og svo var ópus eftir Paul Motian af boppættinni, „Brads Bag“, á dagskrá. Tvær ball- öður spiluðu drengirnir: „It Never Entered My Mind“ eftir Richard Rodgers þarsem Jóhann Ásmunds- son lék undurfagran bassasóló og „If You Could See Me Now“ eftir Tad Dameron. Óskar fór á kostum allt kvöldið og sólóar hans hver öðrum magnaðri og Ómar bróðir hans gaf honum lítið eft- ir. Ólafur Jónsson var traustur að vanda og Jóni Páli óx ásmegin eftir sem leið á tónleikana og sólóar hans í „Half Nelson“ og „Orinthology“ voru brilljant. Samspuni saxa og gítara, milli þess sem spunnir voru fjórir fjórir, setti skemmtilegan brag á spilamennskuna og rýþminn var þétt- ur þótt rafbassinn búi ekki yfir þeim möguleikum til tónalitunar í þessari tegund tónlistar sem kontrabassinn gerir. Afturá móti er þetta rafbopp- band og keyrt áfram sem slíkt. Það var fjölmenni á tónleikunum og þeim félögum fagnað innilega. Full ástæða er að óska þeim til ham- ingju með þennan listsigur og von- andi að þessi tónlist heyrist sem víð- ast. Glæsidjass í bíboppstíl DJASS Hótel Borg 14. mars 2004. Fram komu Óskar Guð- jónsson og Ólafur Jónsson tenór- saxófónar, Jón Páll Bjarnason og Ómar Guðjónsson gítarar, Jóhann Ásmundsson rafbassi og Matthías M. D. Hemstock trommur. Rafmagnaða bíbopphljómsveit Óskars Guðjónssonar Vernharður Linnet Ómar Guðjónsson fór á kostum á bíboppæfingunni í Múlanum líkt og hinir spilararnir í sveit bróður hans, Óskars. Morgunblaðið/ÞÖK Veisluþjónusta Ferminga- og brúðkaupsveislur. Funda- og ráðstefnusalir af öllum stærðum. www.broadway.is - broadway@broadway.is Sýningin sem er að gera allt vitlaust á Hornafirði. Hljómsveitin Fjörmenn og Glærurnar slá í gegn. í kvöld Öll laugardagskvöld! Le’Sing (Syngjandi þjónar) alla laugardaga. Sýning sem hefur slegið rækilega í gegn. kynnir Sími 533 1100 - broadway@broadway.is www.broadway.is Fegurðardrotting Reykjavíkur Góður matur og glæsileg krýning á fegurstu stúlku Reykjavíkur 23. apríl St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n /4 35 4 Stórsýning frá leikhúsborginni London. 2. og 3. apríl. Forsala miða hafin. Þessari sýningu má enginn missa af. Verð: Sýning 2.500 krónur Verð: Matur og sýning 6.400 krónur í forsölu. Matseðill: Indversk sjávarréttasúpa m/kúmen og kókostónuð . Kjöttvenna; balsamickryddaður lambavöðvi og púrtvínslegin svínalund með camembert-grapesósu og karamellueplum . Súkkulaðiturn m/engifertónaðri kirsuberjasósu. Yfir 70 sýningar stutt í 10.000 gestinn sem verður leystur út með veglegum gjöfum. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Glæsilegt happdrætti 1. vinningur: - Ævintýraferð til Hornafjarðar fyrir tvo Gisting á Hótel Höfn í tvær nætur ásamt morgunverði Jeppaferð með Arctic Ice. - Sigling á Jökulsárlóni Ljós, sauna og nudd í Sporthöllinni - Kvöldverður á Kaffihorninu 2. vinningur: Saga Hafnar í tveimur bindum og árs áskift að héraðsfréttablaðinu Eystrahorni. 3. - 5. vinningur: Geisladiskarnir „Kæra Höfn“ og „Í jöklanna skjóli“ ásamt aðgöngumiðum fyrir tvo á Humarhátíð 2004. Allir vinningshafar fá einnig hornfirskan sjóhatt. Fimm rétta Thailenskur matur Thailenskir dansar og söngur Thailensk hljómsveit frá Noregi Kalli Bjarni IDOL Happdrætti, góðir vinningar. Miðaverð kr. 3.000. Sonkranhátíð laugardaginn 10. apríl FARRELLY-BRÆÐUR eru ekki lengur jafn yndislega óforskammað- ir, farnir að nota mildari og kunn- uglegri kryddtegundir í gaman- myndirnar sínar. Þessvegna er Fastur við þig og Shallow Hal, aft- urför frá dæmalaust skemmtilegum tímum Dumb and Dumber, Kingpin og There’s Something About Mary. Bræðurnir voru tímamótamenn í að matreiða jaðarspaug sem jafnan rambaði á barmi smekkleysunnar, á þann meinfyndna hátt sem fáum er lagið og komust upp með það. Nú nálgast þeir meðalmennskuna óð- fluga. Að óséðu má velta fyrir sér hvort hugmyndin, gamanmynd um síamstvíbura, sé smekkleysa, en í meðförum bræðranna kemst Fastur við þig aldrei í námunda við móðgun við bæklaða. Á hinn bóginn sýnir hún fötlun sem eðlilegan hlut, and- stætt við venjuna. Walt (Greg Kinnear) og Bob (Matt Damon), eru ekki aðeins sam- vaxnir heldur bæði samhentir og samrýndir, ef svo mætti að orði komast. Reka saman skyndibita- stað, keppa í íþróttum og njóta lífs- ins eins og kostur er. Sem sjálfstæð- ar persónur eru þeir ólíkir að mörgu leyti. Bob er feiminn og hlédrægari, Walt sá framfærni og listræni, æfir leiklist af kappi á heimavígstöðvun- um á eyjunni Martha’s Vineyard, þar sem hinir þrítugu tvíburar eru í miklum metum meðal samborgar- anna. Velgengni Walts á sviðinu verður til þess að þeir pakka saman og flytja til Holly- wood, nú á að slá í gegn með til- þrifum. Bob verð- ur vitaskuld að bögglast með en sér lítinn tilgang í ferðalaginu ann- an en að hitta May (Wen Yann Shih), pennavin sinn til þriggja ára sem veit ekk- ert um fötlunina. Walt eignast vin- konuna April (Eva Mendes), síðan leikkonuna Cher og lukku- hjólið fer að snúast honum í vil en um leið reynir á bræðraböndin. Vissulega saknar maður óheflaðs hugarflugsins í fyrri myndum bræðranna, línudansins á örmjóum mörkum þess að vera sýningarhæft og sjálfsagt hafa bræðurnir gengið fram af þeim viðkvæmustu í hópi áhorfenda. Á hitt ber að líta að nú eru þeir nánast fjölskylduvænir, jafnvel uppbyggilegir, ekkert til að hneykslast á, öðru nær. Á föstu er góðlátlegt grín þar sem undirtónn- inn er svolítið alvarlegur og minnir á að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Á föstu er hlaðin bröndurum og tilvísunum um kvikmyndaheiminn og taka þau Meryl Streep, Griffin Dunne og Seymour Cassell þátt í gamninu. Cher er rósin í hnappagat- inu og kemur inn í fléttuna miðja á sinn stormandi hátt. Damon er greinilega takmarkaður gamanleik- ari, það er Kinnear sem nokkuð á óvart ber myndina uppi og er betri helmingur tvímenninganna. Myndin er áreynslulítil og bráðfyndin á nokkrum köflum en vonandi finna Farrellybræður fljótlega aftur gamla, granna þráðinn sinn. Sameinaðir stöndum vér KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Ak. Leikstjórn og handrit: Bobby Farrelly og Peter Farrelly. Kvikmyndatökustjóri: Dan Mindel. Tónlist: Michael Andrews. Aðal- leikendur: Matt Damon, Greg Kinnear, Eva Mendes, Wen Yann Shih, Cher, Ray „Rocket“ Valliere, Seymour Cassel, Griff- in Dunne, Meryl Streep. 110 mínútur. 20th Century Fox. Bandaríkin 2003. Á FÖSTU / STUCK ON YOU  Sæbjörn Valdimarsson segir Á föstu gefa til kynna að Farelly-bræður séu orðnir settlegri en hér áður fyrr. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.