Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„LANDIÐ leggst mjög vel í mig,“
hafði Morgunblaðið eftir írska tón-
listarmanninum Damien Rice hann
er staddur hér á landi og mun spila
fyrir fullu húsi á Nasa við Austurvöll
í kvöld. Miðar á tónleikana seldust
upp á einum degi en fyrsta plata
Rice, sem kom út á síðasta ári og
heitir O, hefur fengið góðar viðtökur
hérlendis og selst vel.
Rice kom til landsins um miðjan
dag á miðvikudag og fór þá, eins og
venja er um erlenda tónlistarmenn
sem hingað koma, beina leið í Bláa
lónið, andaði að sér hreinu Suður-
nesjaloftinu og skolaði af sér ferða-
skítinn.
Þá snæddi Rice kvöldverð á veit-
ingahúsinu Við Tjörnina og endaði
rólegt kvöld á Kaffibarnum í hópi
góðra kunningja, m.a. íslenskra tón-
listarmanna úr sveitum á borð við
Sigur Rós og Vínyl.
Í gær tók hann það svo rólega,
notaði tækifærið og þvoði af sér föt,
enda búinn að vera á stífu tónleika-
flakki undanfarið
og lítinn tíma
fengið til slíkra
nauðsynja. Að
þvottatörn lok-
inni gafst Rice
svo færi á að
skoða Þingvelli
og fór svo á frum-
sýningu á heim-
ildarmynd Ang-
elu Shelton í
Regnboganum sem hann segir
magnaða.
Hann segist því vel úthvíldur fyrir
tónleikana og hlakka mjög til að
kynnast íslenskum tónleikagestum.
Þeir megi vænta góðra tónleika og
þar sem hann sé einn einn á ferð
megi búast við ennþá aflslappaðri
stemmningu en venjulega og að tek-
in verði lög úr ýmsum áttu, auðvitað
nokkur af plötunni góðu en einnig
fullt af öðrum sem heyrst hafa mun
sjaldnar.
Rice fer af landi brott á sunnudag.
Þvottadagur og
Þingvallaferð
Damien Rice er
staddur á Íslandi.
Damien Rice á Íslandi
HÚN er engri lík, frök-
en Norah Jones. Enn
og aftur er hún á
toppi Tónlistans,
fimmtu vikuna í röð
og enn er hún að
selja tvöfalt meira en
næstu titlar á eftir.
Sama er að gerast víða annars staðar, eins
og t.d. á heimaslóðum hennar í Bandaríkj-
unum þar sem salan er komin yfir 2 milljónir
eintaka.
Fröken Jones hefur tónleikaferð sína um Evr-
ópu nú í apríl en þess má geta fyrir heita No-
ruh Jones unnendur að hún er dugleg við að
ljá öðrum listamönnum rödd sína. Á OutKast-
plötunni The Love Below/Speakaboxxx syng-
ur hún í laginu „Take Off Your Cool“. Hún
syngur flest lög á plötu leikfélaga síns Peters
Malicks sem heitr New York City og kom út í
fyrra og vinir hennar í dansgenginu Wax Po-
ets fengu hana til að syngja tvö lög á nýju
plötu sinni Nublu Sessions.
Fröken Jones!
KAFFIBAUNAKOKTEILL-
INN frá Bretunum í Zero
7 virðist ætla að falla
vel í geð kaffiþyrstra Ís-
lendinga enda finnst
vart hentugri tónlist til
hljóma í bakgrunni og
fullkomna þá upplifun
sem er að sötra af rjúk-
andi og nýmöluðu kaffi.
Kannski þessvegna
hljómar þessi einstaka og seiðmagnaða Zero
7-tónlist gjarnan á kaffihúsum og jafnvel einnig
á hárgreiðslustofum – enda ákjósanlegt að
láta kúnnanum líða eins og hann sé á kaffihúsi
þegar hann er í klippingu.
Zero 7 eru breskir eins og fyrr segir og When It
Falls önnur plata þeirra. Tónlistin er róleg, raf-
kennd en þó lífræn í senn. Djassinn svífur yfir
vötnum, kvikmyndatónlistin líka. Allt ilmandi af
kaffilykt.
Ekkert núll og nix!
ÞÆR mætu sveitir
Todmobile og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands tóku
höndum saman og héldu
rómaða tónleika í Laug-
ardalshöll á síðasta ári.
Eðlilega bjuggust þeir hjá
Skífunni frekar en ekki
við því að útkoman yrði vel heppnuð og eft-
irminnileg og ákváðu því að fanga bæði hljóð
og mynd í stafrænt form.
Tónleikaplatan Sinfónía er fyrsta útgáfan sem
hefur að geyma afraksturinn, 16 lög sem flutt
voru við rífandi undirtektir þennan 14. dag nóv-
embermánaðar.
Síðar í mánuðinum, 29. mars, kemur svo út
mynddiskur, bæði með hljóði og mynd frá um-
ræddum tónleikum, auk annars myndræns
góðgætis frá ferli sveitarinnar.
Todfónía!
MÍNUS-liðar eiga mikið til
af mörgu en seint verða
þeir sagðir rómantískir
fram úr hófi, í það
minnsta gefa textarnir
það ekki til kynna. Nú
þegar Halldór Laxness
gerir enn eina atlöguna
að hæstu hæðum Tón-
listans er allt að gerast hjá Mínus í Bretlandi.
Tímaritið Q nýbúið að skella á þá fjórum stjörn-
um, sem er hreint ekkert slor.
Og þær koma út hver af annarri smáskífurnar
af Halldóri. Síðast var það „Angel in Disguise“
og næst verður það „Romantic Exorcism“,
sem kemur út á smáskífu þar í landi 22. apríl,
en aldrei verður minnt nógu oft á snilld þessa
forsmekks af plötunni.
Rómantískar
særingar!
!
"
#
$ %
%
&'
( %
)*
%
+
& # ,
(-
# (
) %
.
%!/*
0*'
1 2
3
% 4 $/
5 )
"
$
6
*'
&
*
-
7
"
89:;<=>>;
? 4@ ,
(
(
5-
5
!
AB
;;
+
C
" 1
5 =>>;
)*5D
C
"
7
)'A
. ?
3/
!&
,
C
E&&/%
" 45C
" (
.
. " , F
&&
C
5
G
G
89
2
8
=
82
2
G9
=
82
=>
8H
H
8>
8=
=>
:
8:
;=
88
=8
;:
8
=:
I
==
2
8I
=H
(C
E
E
-
,
-
&'
(C
,
-
-
!
AB
(.
(C
,
-
-
,
8="*
)-J
,
-
(C
-
8
I
;
G
F
8G
8I
:
H
=
8:
8>
;2
2
==
=;
;I
HH
89
8=
;>
88
8H
F
=G
;8
2H
9
G8
;9
"*
C(
?
/$
-
'K
-
L
) &L
"L-%
L&5 L(/
!
B
B
B
C2
'D
E>3 3
Á FERLI sínum hefur Egill Sæ-
björnsson komið víða við. Hann
hefur m.a. sinnt tónlist og vakti
hljómdiskur
hans, Tonk of
the Lawn mikla
athygli árið
2000.
Spurður um
þennan þátt list-
sköpunar sinnar
segist Egill vera
að draga sig til
baka á tónlistar-
sviðinu í dag en reynir aftur á
móti að setja tónlistina inn í mynd-
listina sína.
„Það er mín leið til að koma
henni á framfæri þó hún sé
kannski ekki mjög áberandi,“ segir
Egill í spjalli við blaðamann.
Að vísu segist hann eiga eftir að
gera eina plötu fyrir Smekkleysu,
hún sé á stefnuskránni en ekkert
sé búið að ákveða með útgáfu
ennþá. Fyrir jólin 2002 gaf hann
svo út heimabrennda plötu í fimm-
tíu eintökum sem kallast Repro-
duced & Deper. Egill segir að
Smekkleysa hafi veitt honum leyfi
til að koma henni „frá sér“.
„Ég varð bara að koma þessu
frá,“ segir hann. „Hún minnir á
Tonk... en það er meira um gam-
aldags melódíur og hefðbundna
lagabyggingu. Á Tonk... var ég að
leika mér dálítiðmeð R og B og
hipp hopp.“
Egill Sæbjörnsson opnar sýn-
ingu í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi á morgun. Nánar er
rætt við Egil um hana í sérblaðinu
Fólkinu.
Egill Sæbjörnsson er
Tónlist í
myndlist
■ Veggurinn lifnar/Fólkið, bls. 8.
Egill Sæbjörnsson.
fjölhæfur listamaður
SAKSÓKNARAR
á Flórída hafa
ákveðið að fella
niður allar ákær-
urnar tólf á hend-
ur R’nB söngv-
aranum R Kelly
fyrir framleiðslu
á barnaklámi,
vegna galla á
meðferð málsins.
Dómari úrskurðaði að leitarheimild,
sem lögregla notaði til að fara inn á
heimili hans árið 2002 þegar ljós-
myndir sem sýna hann hafa sam-
farir við stúlku undir lögaldri fund-
ust, hafi verið byggð á ónógum
sönnunargögnum og því hafi lög-
reglan ekki átt að hafa aðgang að
myndunum. Saksóknarar ákváðu að
fella niður ákærurnar í stað þess að
áfrýja úrskurðinum.
R Kelly á hins vegar yfir höfði sér
fjórtán ákærur í Illinois fyrir að
hafa gert myndband sem sýnir
hann eiga kynmök við fjórtán ára
stúlku en sjálfur er hann 36 ára.
Hann hefur staðfastlega neitað öll-
um ákærum. Þrátt fyrir að mála-
ferlin hafi staðið yfir síðustu tvö ár
virðist það ekki hafa haft áhrif á
feril söngvarans,
hann er vinsæll
sem aldrei fyrr
og hefur selt
meira en 23
milljónir
platna …
COURTNEY
LOVE var hand-
tekin í næt-
urklúbbi í New York í gærnóttfyrir
að kasta frá sér hljóðnemastatífi en
það lenti í höfði karlmanns. Mað-
urinn var fluttur á sjúkrahús en líð-
an hans er sögð vera eftir atvikum.
Love hefur verið ákærð fyrir lík-
amsárás og gáleysislega hegðun.
Kvöldið áður kom Love fram í
skemmtiþætti Davids Lettermans
þar sem hún beraði brjóst sín ítrek-
að.
BBC segir, að Love hafi snúið baki
í áhorfendur þegar hún kom inn í
myndverið þar sem sjónvarpsþáttur
Lettermans er tekinn upp. Hún
lyfti blússu sinni nokkrum sinnum
þegar hún gekk upp á sviðið. Síðan
tók hún sér stöðu uppi á borðinu
sem Letterman sat við, söng nokkr-
ar línur úr laginu „Danny Boy“ og
beraði síðan brjóst sín á ný.
Love hefur verið ákærð í Kalíforníu
fyrir að hafa lyfseðilsskyld lyf í fór-
um sínum en hún var handtekin eft-
ir að hún reyndi að brjótast inn í
íbúð fyrrum kærasta síns …
FÓLK Ífréttum
MIÐASALA hefst á
mánudaginn kemur, 22.
mars, á tónleika þýsku
hljómsveitarinnar
Kraftwerk í Kaplakrika
5. maí og miðvikudaginn
24. mars á tónleika
bandarísku rokksveitar-
innar Pixies í Kapla-
krika 26. maí. Gætt hef-
ur sérlega mikils áhuga
fyrir tónleikum Pixies
og ættu áhugasamir því
að gefa þeirri nýbreytni
gaum að þeir sem kaupa sér miða á
Kraftwerk-tónleikana frá og með
mánudeginum næsta fá forkaupsrétt
á jafnmörgum miðum á Pixies, tveim-
ur dögum áður en miðasalan hefst á
þá tónleika.
Í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi,
sem heldur hvora tveggja tónleikana,
segir að þetta sé gert „til að koma til
móts við þá viðskiptavini fyrirtækis-
ins sem ætla á hvora tveggja tón-
leikana en vilja ekki standa í tveimur
löngum röðum í sömu vikunni“. Vilja
aðstandendur tónleikanna ítreka að
ekki verði hægt að kaupa staka miða á
Pixies einvörðungu fyrr en frá og með
miðvikudeginum 26. mars.
Miðasalan fer fram í verslunum
Skífunnar; Kringlunni, Smáralind og
Laugavegi. Einnig verður miðasala í
Bókabúð Andrésar Pennanum, Akra-
nesi – Pennanum Eymundsson Gler-
ártorgi, Akureyri – Hljóðhúsinu, Sel-
fossi og á www.icelandair.is/haenan.
Miðaverð er 4.500 kr. á hvora tón-
leika.
Kraftverk-farar fá
forgang á Pixies
Það lítur út fyrir að kraftaverk þurfi til að ná í
miða á Pixies.
Miðasala á Kraftverk og Pixies að hefjast