Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 69

Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 69 BRESKI tónlistarmað- urinn Chris Clark frá Warp Records spilar á Warp-kvöldi sem Beat- kamp-hópurinn stendur fyrir á Kapital í kvöld. Chris Clark er 23 ára, kemur frá Brighton og hefur gefið út nokkrar plötur hjá Warp síðan ár- ið 2001, meðal annars Clarance Park og Empty the Bones of You, en sumir telja að hann sé einhvers konar undra- barn í tónlist. Með þung- um töktum og mikið unn- um dramatískum hljóðum skapar Chris Clark sam- blöndu af hip hop, electro, acid, drum & bass, teknó og breakbeat. Auk Clark koma fram Sunboy, Einóma, Midijokers, Mastermind og loks mun Biggi veira spila fram undir morgun. Morgunblaðið náði tali af Clark í gær- morgun en hann virt- ist frekar syfjaður í röddinni. „Ég er gríð- arlega syfjaður, var að vakna og er að reyna að fá mér kaffi til að vekja mig en gengur ekki vel,“ segir hann og hlær. Hann segist spennt- ur að koma til Íslands og hlakkar til að spila. „Ég mun taka bæði efni af síðustu plötu minni [Empty the Bones of You] og nýtt efni sem hefur ekki verið gefið út. Það er talsvert ólíkt því sem ég hef gert áður, mun þyngra, meiri taktur og hraðara, ég vil líka helst spila slíkt efni á tónleikum, þeir eiga að vera háværir og hraðir.“ Clark hefur verið að semja og taka upp eigin tónlist í sjö ár en hann seg- ist alltaf hafa haft áhuga á henni, m.a. spilaði hann á trommur þegar hann var yngri. Hann ætlar að vera hér fram á sunnudag en hann hefur aldrei komið til Íslands áður. „Ég veit ekkert um landið, er það þakið snjó? Ég hef alla vega heyrt að þarna séu engin tré... jú, og um Bláa lónið, mig langar til að fara í það. Er það nokkuð langt í burtu?“ Chris Clark á Warp-kvöldi á Kapital Eiga að vera háværir og hraðir Skemmtunin hefst kl. 22 og kostar 1.000 kr. inn. Chris Clark frá Warp spilar á Kapital. bryndis@mbl.is Nú stendur yfir sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almenna vinnumarkaðnum. Atkvæðisrétt eiga allir þeir sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers ofangreindra félaga í febrúar/mars 2004. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í febrúar/mars 2004. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 mánudaginn 29. mars en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Reykjavík, 17. mars 2004 Kjörstjórnin Efling - stéttarfélag • Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis E i n n t v e i r o g þ r í r 4 1 .1 6 4 NORÐLENSKU hljómsveitirnar 200.000 naglbítar og Skytturnar verða á meðal þeirra sem spila á stórtónleikum í KA- húsinu á Akureyri ann- að kvöld. Auk þeirra koma fram sjónvarps- stjarnan Sveppi úr 70 mínútum, sem heldur ógeðsdrykkjakeppni, og Idol-keppendurnir norðlensku Anna Katr- ín og Jóhanna Vala. „Tónleikarnir eru hugmynd sem ég fékk einhvern tímann um síðustu jól og er búinn að vera að undirbúa síðan,“ segir Vilhelm Anton Jónsson naglbít- ur og skipuleggjandi tónleikanna. „Ég vil ekki vera væminn en við erum svolítið að segja takk við fólkið okkar fyrir norðan með þess- um tónleikum.“ Hann bætir við að hann hafi líka viljað sýna að hægt væri að halda stóra og flotta tónleika í bænum, með góðu hljóðkerfi og ljósabúnaði. Hann segist hafa fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum og fyrirtækjum. „Tónlistarlífið á Ak- ureyri er orðið mjög blómlegt, mikil gróska og fullt af flottum hljóm- sveitum. Þetta er orðinn svo mikill skóla- og menningarbær sem er frá- bært fyrir tónlistina. Aðstaðan hefur líka batnað mik- ið. Þegar við vorum að byrja vorum í sífelldum vanda með æfingahús, vorum til dæmis fyrst í gömlum bragga þar sem snjóaði á okkur.“ Um þúsund manns komast í húsið og segir Villi að sala á miðum hafi gengið mjög vel. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og eiga þeir að höfða til allra aldurshópa. Þegar hafa nokkrar félagsmið- stöðvar úr öðrum bæj- arfélögum keypt miða, m.a. á Húsavík og í Garðabæ, en þar á bæ keyptu menn um hundrað stykki í einu, að sögn Villa. Mikil ör- yggisgæsla verður á staðnum svo allt gangi vel fyrir sig. Þá verður gestum boðið upp á pyls- ur og kók. Sjálfir ætla naglbítarnir að taka bæði lög af nýju plötunni og eldra efni. „Svo röppum við kannski eins og við gerum þegar við erum í stuði. Þetta verða frábærir tón- leikar og ball, ég lofa því.“ Stórtónleikar á Akureyri Morgunblaðið/Jim Smart Naglbítarnir ætla að trylla allt og tæta ásamt fleiri annað kvöld. Hér eru þeir Villi, Benni, Kári hins vegar í mestu rólegheitum. Hvaða göróttu ógeðs- veigar mun Sveppi brugga að þessu sinni? Tónleikarnir hefjast kl. 18. Mið- inn 1.000 kr. í forsölu en 1.300 kr. við innganginn. Forsala að- göngumiða er í Pennanum- Bókvali á Akureyri. Mikil gróska í tónlistarlífinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.